Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.10.1980, Blaðsíða 46
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 Fólk og fréttir í máli og myndum • Spánska félatdA Atletico Madrid hefur rekið Heimut Senekowitsch. Helmut (?at sér gott orð sem landsliös- þjálfari Austurríkis i siö- ustu heimsmeistarakeppni. • Diego Maradonna skoraði sex mörk fyrir lið sitt. Arg- entina Juniors, gegn San Lorenzo. Siðasta mark hans var 100. mark hans siðan hann gerðist atvinnumaður i knattspyrnu. Maradonna er aðeins 19 ára gamall. • Þekkið þið stilinn? Þetta er sami stíll og gaf Sebastian Coe gullverðlaunin i 1500 metra hlaupinu á ól-leikunum i Moskvu siðastliðið sumar. Þeir segja að stillinn fylgi ættinni. Stúlkan á myndinni er engin önnur en systir Coes, Miranda, 22ja ára gömul, og vinnur sem dansari i Las Vegas. í frítimum stundar hún skokk af miklum krafti eins og svo fjölmargir vestan hafs. KNATTSPYRNUMÓTI Keflavík ur 1980 er nýlokið. Keppt var í fimm aldursflokkum og var leik- in tvöföld umferð í öllum flokk- um. Ungmennafélag Keflavikur sigraði með miklum glæsihrag og hlaut 17 stig en Knattspyrnufé- lag Keflavikur hlaut 3 stig. Úrslit einstakra leikja urðu þessi: 2. flokkur UMFK - KFK 4:1 2. flokkur UMFK - KFK 2:1 3. flokkur UMFK - KFK 1:1 3. flokkur UMFK - KFK 3:4 4. flokkur UMFK - KFK 2:0 4. flokkur UMFK - KFK 1:0 5. flokkur UMFK - KFK 4:0 5. flokkur UMFK - KFK 4:2 6. flokkur UMFK - KFK 4:0 6. flokkur UMFK - KFK 2:1 HIN árlega firmakeppni Gróttu í knattspyrnu innanhúss verður í íþróttahúsi Seltjarnarness síð- ustu helgina i októher og fyrstu i nóvember. Keppt verður um Gróttuhikar- inn, sem nú er i vörslu starfs- mannafélags Pósts og sima. Fjöldi leikmanna i liði er 7 og leiktimi er 2x7 min. Þátttöku- gjald er kr. 40.000. • Fyrir nokkru fór fram maraþonhlaup frá Kambahrún og til Reykjavíkur. Hlaupið endaði við sundlaug Vesturbæiar. Á myndinni má sjá einn þátttakandann á lokasprettinum, Högna Óskarsson lækni. Siðasta spölinn hljóp kona hans með honum. Högni keppti hér á árum áður með KR i frjálsum iþróttum. Hann er liklega sá eini hér á landi sem keppt hefur í hinu fræga Boston-maraþonhlaupi. Högni varð i fjórða sæti í hlaupinu hér, fékk timann 2.58,16 klst. j Námskeiðinu lauk með j balli í samkomuhúsinu ^ ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ Grettir efndi til íþrótta- leikjanámskeiðs á k Flateyri i sumar. Námskeiðið stóð yfir i 6 vikur og þjálfari var 5 Steinunn Guðnadóttir iþróttakennari. Þátttakendur voru um 60 talsins, frá 4ra ára til 14 ára aldurs. I Ákveðin dagskrá var á hverjum degi og börnunum skipt eftir aldri. ^ Stundaðar voru frjálsar iþróttir, knattleikir og farið í ferðalög. h Foreldradagur var siðasta dag námskeiðsins, eða þann 15. ágúst I siðastliðinn. Þá komu foreldrarnir út á völl með börnunum og fóru ^ með þeim í leiki. Um kvöldið var diskótek í samkomuhúsinu, þar sem ■ þátttakendur námskeiðsins voru samankomnir ásamt foreldrum. V Þannig lauk sumarnámskeiðinu með dansi og leikjum til miðnættis. íþróttafélagið Grettir hélt barna- og unglingamót á Flateyri 10. ^ ágúst sl. Þátttakendur voru um 90 talsins frá félögum innan HVÍ. Mótið gekk mjög vel og góður árangur náðist. Mótstjóri var Björn J Ingi Bjarnason og kynnir Emil Hjartarson, undirbúning annaðist I Steinunn Guðnadóttir. wummmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm, • Enski landsliðsmaðurinn Pet- er Barnes var að ganga í það heilaga með Alison Garrathy. Barnes leikur eins og kunnugt er með West Bromwich Albion. Það fylgir sögunni að þrátt fyrir brúðkaupið hafi kappinn orðið að mæta á æfingu um eftirmið- daginn. lliTgQHfa • Sænski skíðakóngurinn Ingemar Stenmark æfir oft á sumrum i Tyrol og itölsku Ölpunum. Þar ferðast menn mikið með þyrlum og því ekki svo vitlaust að hafa próf í þyrluflugi. Stenmark tók að læra og hefur nú sjálfsagt hlotið réttindi. Hér má sjá Stenmark við stjórnvölinn. fjær á myndinni. Ársþing FSÍ ÁKVEÐIÐ hefur verið að halda ársþing FSÍ laugardaginn 15. nóvember 1980, kl. 13.00, í Hreyf- ilshúsinu v/Grensásveg, Reykja- vik. Fulltrúafjöldi hvers aðila fer eftir tölu virkra iðkenda fim- leika, þannig að fyrir allt að 25 menn koma 2 fulltrúar og siðan 1 fyrir hverja 25 eða brot úr 25 upp i allt að 100 iðkendur og þá 1 fulltrúi að auki fyrir hverja 50 iðkendur þar fram yfir. Málefni, sem sambandsaðilar óska eftir að tekin verði fyrir á þinginu, skuli tilkynnt stjórn FSI minnst 15 dögum fyrir þing- ið. • Eftir vel heppnað einvigi i hnefaleikum á milli Alis og Holmes, sem gaf af sér meiri upphæð en nokkur önnur iþrótta- keppni fyrr og siðar. Hafa um- boðsmennirnir, sem stóðu að keppninni, mikinn áhuga á að fá Borg og McEnroe til þess að keppa i tennis á sama stað. Sjónvarpa á einvigi þeirra um viða veröld svo og selja inn á keppnina á sama verði og inn á hnefaleikakeppnina, 500 dollara miðann — 250.000 krónur. • Ali er nú rétt að ná sér eftir bardagann við Holmes. Hann hefur lítið viljað ræða við fréttamenn. Þá tók ein sjónvarpsstöðin það til bragðs að senda hina frægu og fallegu leikkonu Bo Derek til hans og henni neitaði Ali ekki um viðtal. Hér eru skötuhjúin að ræða saman. • Bandarikjamaðurinn Heiden sem vann fimm gullverðlaun á ÓL-leikunum í Lake Placid, hætti við að fara til Noregs og læra. Þess i stað bauðst honum vinna hjá ABC-sjónvarpsstöðinni og fær hann eina milljón dollara fyrir tveggja ára samning sem þulur. • Hjólreiðakeppni á hjólum eins og þau voru framleidd árið 1858. Já, það er keppt í ýmsum grein- um. • Danska landsliðið I knatt- spyrnu leikur 9 landsleiki á næsta ári. Þar á meðal við ísland í Kaupmannahöfn. Þá mæta þeir Luxemborg, Rúmeniu, Svíþjóð, Ítalíu, Noregi, Grikklandi, Finn- landi og Júgóslavíu. • Sænski knattspyrnumaðurinn Ralf Edström og kona hans, Ingela, voru að eignast sitt annað barn, dóttur sem heita á Jessica. Fyrir áttu hjónin son sem heitir Pierre.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.