Morgunblaðið - 14.10.1980, Síða 47

Morgunblaðið - 14.10.1980, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 27 • Herrar mínir og frúr, má kynna best klædda mann í Eng- landi. Kevin Keegan heitir kapp- inn <»k er kunnur fyrir Kóðan leik á knattspyrnuvellinum. Keegan fékk veííleR peningaverðlaun með titlinum og fékk að velja sér nokkra alkla’ðnaði. Þá hefur hann nýverið gert samning við klæðskerafyrirtæki sem er að setja föt á markaðinn undir nafninu „Keegan look“. • Nú voru góð ráð dýr. Hann var húinn að ákveða að taka þátt i golfkeppninni, en konan sagði að það væri komið að honum að passa. Ilvað átti hann til hragðs að taka. Jú. sú litla var tekin með. bundin við golfkerruna, og þar undi hún sér vel með pelann sinn á meðan pahbi lék aldrei betur. Ekki svo vitlaus hugmynd. • Einn sá fyrsti sem mætti í 65 ára afmæli hins fræga landsliðs- þjálfara Vestur-Þýskalands, Helmuth Schön, var markvörður- inn frægi, Sepp Maier. A mynd- inni óskar hann Schön til ham- ingju með daginn. Milli þeirra má greina Uwe Seeler, fyrirliða þýska landsliðsins um margra ára skcið. Helmuth Schön stjórn- aði þýska landsliðinu í 129 lands- leikjum sem gáfu 87 sigra. Undir hans stjórn vann Þýskaland gull og silfur í heimsmeistarakeppni og varð tvívegis Evrópumeistari. Knatlspyrna 1 Bæjarstarfs- menn sigruöu Sijílufirói. FYRIR nokkru er lokið fyrir- tækjakeppni í knattspyrnu. — Það var Knattspyrnufél. Siglu- fjarðar sem cfndi til þessarar fótboltakeppni. Ba-jarstarfsmenn urðu i fyrsta sæti, en í öðru liðið „Húsbútur“. Alls tóku 8 íyrir- tæki hér i hænum þátt i keppn- inni og er keppt um farandbikar. — Var þessi knattspyrnukeppni hin besta skcmmtun fyrir bæjar- búa. — Fréttaritari Landsmótskeppni í knattspyrnu NÝLOKIÐ ER keppni i suðvest- urlandsriðli í knattspyrnufor- keppni vegna landsmóts Ung- mennafélags íslands er fram fer á Akureyri næstkomandi sumar. Fjögur lið tóku þátt í undan- keppninni, UMFK, Njarðvík, Grindavík, og Selfoss. Úrslit leikja urðu þessi. IIMFK — UMFS 5-2, UMFK - UMFG 3-0. UMFK - UMFN 2-2. UMFN - UMFG 5-2, UMFS - UMFN 4-1, UMFG - UMFS 6-3. Lokastaðan í riðlinum varð þvi þessi: Keflavík hlaut 5 stig. Njarðvík 3, Grindavík 2, og Selfoss 2. Tvö efstu liðin í riðlin- um leika í úrslitakeppni lands- mótsins á næsta ári. • Það er hugsanlegt að samstarf tveggja frægra sé að slitna um þessar mundir. Brian Clough og Peter Taylor hafa unnið saman í 25 ár á knattspyrnuvellinum. Nú hefur Taylor gefið út b<)k sem hann kallar „Með CIough“ og finnst Brian þar hallað á sinn hlut. Það voru Clough og Taylor sem komu Nottingham Forest upp úr 2. deild og gerðu þá síðan að Evrópumeisturum tvö ár í röð. Slæm aðstaða skautamanna FORItÁÐAMENN Skautafélags Iteykjavíkur munu á næstunni afhenda borgaryfirvöldum undir- skriftalista þar sem skorað er á borgaryfirvöld að beita sér fyrir byggingu skautahallar. Aðstað- an hefur um langt skeið verið mjög óviðunandi fyrir skauta- menn í Iteykjavík vegna þess mislynda veðurs sem oft ríkir á vetrum. Þrátt fyrir það hefur nú á seinni árum verið haldið uppi starfsemi á vegum félagsins og árleg íshokkíkeppni farið fram við Akureyringa. Aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur fór fram 19. september í Þróttar- heimilinu og var Ilelgi Geirsson kjörinn formaður. Þeir sem hafa áhuga á að gerast félagar geta haft samhand við formanninn i síma 85380. • Fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum. Joe Frazier, til vinstri, hlúir hér að syni sínum Marvis, sem er að hefja feril sinn sem atvinnuhnefaleikari. Marvis er 20 ára gamall, og vann hann sina fyrstu keppni i þriðju lotu á rothöggi. Á SÍÐASTA íþróttaþingi ÍSÍ voru ýmsar merkar samþykktir gerðar. hér á eftir fara nokkrar þeirra: Ölvuðum mönnum bann- aður aðgangur að íþróttamótum Iþróttaþing beinir þeim ákveðnu tilmælum til bæjar- og sveitarstjórna, svo og annarra aðila er þafa með rekstur íþrótta- mannvirkja að gera, að þeir hlut- ist til um, að algert bann verði sett á aðgang ölvaðra manna á öll íþróttamót hvar sem er á landinu. Stoínun íþróttanefnda og íþróttaráða íþróttaþing ÍSÍ skorar á stjórn- ir þeirra bæjar- og sveitarfélaga, er eigi hafa starfandi á sínum vegum sérstakar íþróttanefndir, eða íþróttaráð, til samráðs við íþróttasamtökin í sínum umdæm- um, að skipa slíkar nefndir eða íþróttaráð. Aukinn styrkur til íþróttastarfs íþróttaþing ÍSÍ 1980 skorar á bæjar- og sveitarstjórnir að auka verulega fjárveitingar sínar til íþróttastarfs og uppþyggingar íþróttamannvirkja og ha(a nána samvinnu við íþróttasamtokin og skólayfirvöld um allar fjárveit- ingar til íþróttamála. Nefnd er kanni fjárþörf íþróttahreyfingarinnar 55. íþróttaþing ÍSÍ samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd er hafi það verkefni að kanna fjár- þörf og fjáröflun íþróttahreyf- ingarinnar. Nefndinni er jafnframt falið að gera tillögu um nýja tekjustofna fyrir íþróttahreyfinguna. Nefndin skal skila áliti sínu til framkvæmdastjórar ÍSÍ eigi síðar en 15. febrúar 1981. Nefndarálit ásamt greinargerð framkvæmdastjórnar ISÍ skal lagt fyrir sambandsstjórnarfund ÍSÍ. I nefndina voru kjörnir: Þórður Þorkelsson, Sæmundur Gíslason, Stefán Ingólfsson. • Það er mikilvægt i öllum íþróttum að fá fljúgandi start. Ekki er hægt að segja annað um sundmann þennan þar sem hann flýgur út í sundlaugina í sundkeppni sem fram fór í Danmörku fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.