Morgunblaðið - 14.10.1980, Síða 48

Morgunblaðið - 14.10.1980, Síða 48
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 • Ian Wallace (lengst til ha-gri) skoraði sÍKurmark For- est gegn Brighton. 4f Forest, Manchester Utd. og Arsenal sýndu fáa snilldartakta á laugardaginn. Forest átti í vök að verjast gegn Brighton og aðeins snilldarmarkvarsla Peter Shiltons, auk klaufaskapar Peter Ward sem nýtti ekki tvö ákjós- anleg færi, hélt Forest á floti. Ian Wallace skoraði eina mark leiksins á 33. mínútu. Brighton hefur nú keypt Andy Ritchie, miðherjann efnilega, frá Manch- ester Utd fyrir 500. 000 sterl- ingspund. Mun Ritchie vafalaust styrkja lið Brighton mjög, en hann er hugsaður sem eftirmað- ur Ward sem talinn er munu ganga til liðs við Forest áður en langt um líður. Manchester Utd. og Arsenal bitust um stigin á Old Trafford og var mikið fjöl- menni mætt á völlinn. En leikur- inn var leiðinlegur og marka- laus. Kom tvennt til, Arsenal dró allt lið sitt í vörn og lék síðan stífa rangstöðuvörn. Og fram- herjar United voru neistalausir með öllu. Hinn 39 ára gamli Duncan Forbes skoraði jöfnunarmark Norwich gegn Ulfunum á síðustu stundu. Ken Hibbitt hafði skor- að mark Wolverhampton strax á fyrstu mínútu leiksins. Norwich Hörkuuppgjöri topplióanna lauk með sanngjörnu jafntefli Efsta liðið í ensku deildarkeppninni, Ipswich. sótti Liverpool heim á laugardaginn, en Liverpool er í öðru sæti. Stórveldi þessi áttu með sér eftirminnilegan leik þar sem allt gat gerst allt til síðustu mínútu leiksins. Liðin skildu loks jöfn. 1 — 1. og þóttu það sanngjorn úrslit. Sýnt var í hyrjun leiksins, að leikmenn Ipswich höfðu síður en svo í hyggju að leggjast í vörn. Liðið sótti ótrautt og náði forystunni með marki hollenska landsliðsmannsins Franz Thijssen á 28. mínútu leiksins. Skoraði hann með g<>ðu skoti eftir hornspyrnu sem Mick Mills framkvæmdi. En aðeins tíu mínútum síðar gaf dómarinn Liverpool vafasamt víti. Var Thijssen þá sagður hafa brotið á Ken Dalglish innan vítateigs og skoraði Terry McDermott úr vítinu af öryggi. Ipswich hefur ekki tapað deildarleik það sem af er þessu keppnistímabili, en næsta laugardag fær liðið Manchester Utd. í heims<jkn. Undir lok síðasta keppnistímabils sigraði Ipswich United 6—0 á Portman Road og verður fniðlegt að sjá hver útkoman verður nú, varla 6—0 aftur. En rennum yfir úrslit leikja áður en lengra er haldið. Birmingham — A. Villa 1—2 Brighton — Forest 0—1 Leeds — Everton 1—0 1. DEILD Ipswich 10 7 3 0 IS 5 17 Liverp<M>l II M 1 2fi 10 lfi Anton Villa II 7 2 2 18 11 Ifi Everton II 7 1 3 21 10 15 WeKt Kromwirh II 0 3 2 11 10 15 Nottingh. Forcst II 5 3 3 19 10 13 Manchcstcr Utd. II 3 7 1 Ifi 8 13 Sundcrland II 5 3 3 17 12 13 Arscnal II 5 3 3 12 10 13 Southampton II 5 2 4 20 15 12 Tottcnham m 1 1 2 15 13 12 Stoke Clty n 1 3 1 H 20 11 Middlcshroutth ii 1 2 5 20 20 10 Covcntry City ii 1 2 5 11 18 10 Birmimtham CSty íi 2 r. \ 15 lfi 9 Lccds Unitcd n 3 3 5 9 17 9 WolvCrhampton n 3 2 0 9 15 8 BrÍKhton ii 2 3 fi 15 22 7 Lciccstcr City n 3 1 7 8 20 7 Norwich City 10 2 2 fi 13 23 fi Manchcstcr City n 0 f 7 11 25 1 Crystal Palacc 10 1 0 9 10 24 2 2. DEILD Wcst Ham ii 7 3 I 18 fi 17 Notts County ii 7 3 1 17 II 17 Blackhurn ii 7 2 2 17 9 Ifi Shcffield V/cd. ii 7 í 3 Ifi II 15 Swansca City ii 5 1 2 19 11 H Chelsca ii 5 1 2 20 H H Orient ii 5 3 3 18 12 13 Derby County ii 5 2 1 H 15 12 Ncwcastlc ii 1 1 3 10 H 12 CamhridKc ii 5 1 5 11 1.3 11 Oldham ii 3 1 1 9 11 10 Quecns |*ark R. ii 3 3 5 15 10 9 Ifolton n 3 3 5 15 lfi 9 Wrcxham ii 3 3 5 11 12 9 Watford n 1 1 1 fi 1 113 Ifi 9 í ardiíf City ii 1 | fi 13 17 9 Preston ii 2 5 | 8 H 9 (■rimshy it 2 r 1 5 11 9 Luton Town ii 3 2 fi 9 H 8 Shrewsbury n 2 i 5 10 Ifi 8 Bristol City ii 2 3 6 7 13 7 Bristol Rovers ii 0 r fi 5 17 5 Leicester — Coventry 1—3 Liverpool — Ipswich 1—1 Manch. Utd. — Arsenal 0—0 Norwich — Wolves 1—1 Southampton — Stoke 1—2 Sunderland — Cr. Palace 1—0 Tottenham — Middlesbr. 3—2 WBA — Manch. City 3—1. Sem fyrr segir skildu toppliðin jöfn og var það fyrsta stigið sem Liverpool tapar á heimavelli sínum það sem af er keppnis- tímabilinu. En Everton, sem deildi öðru sætinu með Liver- pool, gekk ekki eins vel. Liðið mætti Leeds, sem hefur verið að sækja í sig veðrið eftir afleita byrjun. Leeds réði lögum og lofum á vellinum framan af og Alan Curtis nagaði sig í handar- bökin í hálfleik þat sem hann klúðraðí tveimur galopnum fær- um. Hann bætti fyrir brot sitt í síðari hálfleik og skoraði þá sigurmark Leeds. Everton sótti mjög i lokin og átti liðið þá m.a. stangarskot. Aston Villa gefur hins vegar ekkert eftir, en sigur liðsins gegn nágrannaliðinu Birming- ham var sveipaður heppnisblæ. Það stefndi allt í jafntefli þegar örfáar mínútur voru til leiks- loka, en þá skoraði miðvörðurinn sterki, Alan Evans, upp úr þurru með mikilli vinstri fótár spyrnu. Aður hafði Gordon Cowans náð forystunni fyrir Villa úr víta- spyrnu, en Frank Worthington jafnað metin úr annarri. Mörgum þykir nú sýnt að Southampton hafi verið ekkert annað en blaðra sem hlaut að springa áður en Iangt um Iiði. Margt er til í því, a.m.k. er það ekki kallað að sýna meistara- takta, að tapa heima fyrir liði eins og Stoke. Southampton nægði ekki að ná forystunni úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik, Ch^rlie George skoraði, Peter Hampton skoraði sigurmarkið eftir að Ian Munroe hafði jafnað. Hampton, sem nýlega var keypt- ur frá Leeds, var sá sem færði Southampton vítið og því þótti við hæfi að hann bætti það upp með því að skora sigurmarkið. WBA heldur í við efstu liðin og leikur liðið góða knattspyrnu þessa daganna. Að vísu var mótherjinn á laugardaginn ekki af sterkari endanum, en enginn leikur í ensku deildarkeppninni er unninn fyrirfram. Þeir Cirel Regis og Bryan Robson léku á ný eftir stutt hlé vegna meiðsla og báðir skoruðu fyrir WBA í fyrri hálfleik. Steve Daley minnkaði muninn er City sótti í sig veðrið, en síðasta orðið -átti John Trew- ick, er hann skoraði á síðustu mínútu leiksins þriðja mark WBA. Franz Thijssen átti stórleik með Ipswich. hvílir nú í einu af neðstu sætum deildarinnar, en margir töldu liðið líklegt til afreka í vetur, ekki síst eftir að hafa sigrað Stoke 5—1 í fyrsta leik hausts- ins. Leicester gengur einnig herfi- lega og tapaði nú á heimavelli fyrir Coventry. Paul Dyson náði snemma forystunni fyrir Cov- entry, en unglingur að nafni Garry Lineker jafnaði fyrir leik- hlé. I síðari hálfleik gekk síðan allt á afturfótunum hjá Leicest- er og þeir Ray Gooding og Tom English skoruðu fyrir Coventry og innsigluðu öruggan sigur. Crystal Palace gengur enn verr og tapaði liðið nú áttunda deild- arleik sínum í röð. Sunderland tók lífinu með ró og mark Garry Rowell innsiglaði öruggan sigur. Leikmenn Palace komust ekkert áleiðis og voru aldrei nálægt því að jafna. Loks ber að geta hörkuleiks Tottenham og Boro. Vörn Boro hefur verið léleg það sem af er hausti og liðið tapað leikjum út af því. Liðið hefur nefnilega skorað mikið. Hodgeson skoraði fyrir Boro strax á fyrstu mínútu, en Ricardo Villa og Garth Crookes skoruðu fyrir Totten- ham snemma í síðari hálfleik. Craig Johnstone jafnaði fyrir Boro nokkru fyrir leikslok, en það nægði ekki til stigs, því Steve Archibald skoraði sigur- markið á síðustu mínútunni. 2. deild: Bristol City 2 (Ritchie 2) — Newcastle 0 Cambridge 3 (Christie, Lyons, Spriggs) — Oldham 1 (Stainrod) Chelsea 3 (Lee 2, Walker) — Grimsby 0 N. County 3 (Harkouk, Hookes, Christie) — Bristol R. 1 (Mabb- utt) Preston 1 (Elliott) — Luton 0 QPR 3 (Langley, Burke, Neal) — Bolton 1 (Kidd) Sheffield W. 2 (McCulloch, Hornsby) — Cardiff 0 Shrewsbury 1 (Keye) — Orient 2 (Chiedozy, Moores) Swansea 3 (L.James 3) — Derby 1 (Osgood) Watford 1 (Sims) — Wrexham 0 West Ham 2 (Cross) — Black- burn 0. Knatt- spymu- úrslit England, 3. deild: Burnley — Roterham 1 — 1 Carlisle — Brentford 1—2 Charlton — Sheff. Utd. 2—0 Chester — Reding 1—0 Chesterfield — IIuII 1—0 Colchester — Barnsley 2—2 Exeter — Iluddersfield 1 — 1 Gillingham — Fulham 1—0 Miilwall — Swindon 3—1 Newport — Portsmouth2— 1 Oxford — Walsall 1 — 1 Plymouth — Blackpool 0—2 • * Enuland, 4. deild: Aldershot — Rochdale 0—0 Bury — Torquai 3—0 Crewe — Doncaster 0—0 Dariingt. — Bournem. 1—2 Ilalifax — Southend 1—5 Lincoln — York 1 — 1 Mansfield — Bradford 1—0 Port Vale — Tranmere 5—1 Scunth. — North.ton 0—2 Wigan — Peterhrough 1—1 Wimbled. — Hartlep. 5—0 Stockport — Hereford 0—0 * » v.t#' Skotland, úrvalsdeild: Aberdeen — Kilmarn. 2—0 Airdrie — Morton 1—0 Dundee Utd. — Partick 0—0 Rangers — Hearts 3—1 St. Mirren — Celtic 0—2 Staðan í skosku deiidinni er jafn óljús og áður, en þar eru Rangers, Aberdeen og Celtic í hnapp. Rangers og Aberdeen hafa 15 stig, en Celtic 14 stig. Airdrie hefur 10 stig. • ♦ Spánn: Hercules — R. Sociedad 2—0 Barcel. — Las Palmas 1—0 Salamanca — Osasuna 1—2 Zaragoza — Valencia 1 — 1 Real Madrid — Gijon 1—0 Valladolid — Espanol 3—1 Almeria — Murcia 0—0 Bilbao — Sevilla 3—0 Betis — Atl. Madrid 0—0 Noregur: Mikill hasar verður í síðustu umferð norsku deildarkeppn- inar í knattspyrnu, en þá ræðst hvaða lið verður norsk- ur meistari. Úrslit leikja um helgina urðu þessi: Bodö — Molde 0—2 Lyn — Bryne 0—2 Moss — Fredrikstad 0—1 Rosenborg — Lilleström 1—1 Viking — Skeid 2—2 Vaalerengen — Start 2—1 Start og Bryne eru efst og jöfn með 27 stig hvort félag. Start mætir Rosenhorg á heimavelli í síðasta leik sin- um, en Bryne mætir Moss, einnig á heimavelli. Marka- tala Start er mun betri en markatala Bryne. Viking og Lilleström hafa 25 stig hvort. félag, en bæði hafa mun lakari markatölur en efstu liðin og koma því ei til greina sem meistarar. Bodö er fallið í aðra deild og flest bendir til þess að Skeid og Lyn fylgi liðinu niður. Hamkam og Brann hafa tryggt sér sæti í 1. deild að ári, en Haugar eða Mjöndalen verða þriðja liðið sem fer í 1. deild. WKk

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.