Morgunblaðið - 14.10.1980, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 14.10.1980, Qupperneq 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 Tillaga sátta- nefndar Hér fer á eftir tillajía sátta- nefndar, sem afhent var ASl og VSÍ á sáttafundi siðdeKÍs á lauitardag ok VSÍ hafnaði. en ASÍ taldi umræðuKrundvöIi. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasam- hands íslands hefur satct um tillöKuna. að hann vænti þess að Alþingi lögfesti hana. „Sáttanefnd leggur til, að ágreiningur um eftirfarandi kjaraþætti í deilu Vinnuveit- endasambands Islands annars vegar og hins vegar Alþýðu- sambands Islands, landssam- banda þess og aðildarfélaga, sem samið hafa um röðun í launaflokka samkvæmt „kjarnasamningi", verði leyst- ur sem hér segir: 1. Laun a. Byrjunarlaun í hverjum flokki verði sem hér segir (októberlaun, miðuð við verð- bótavísitölu, sem gildir fyrir september—nóvember 1980): Lfl. Kr. G. 324.325 7. 330.812 8. 337.428 9. 344.177 10. 351.061 11. 358.082 12. 365.244 13. 372.549 14. 380.000 15. 389.120 16. 398.459 17. 408.022 18. 417.815 19. 427.843 20. 438.111 21. 448.626 22. 459.393 23. 470.418 24. 481.708 25. 493.269 26. 505.107 27. 517.230 28. 529.644 29. 542.355 30. 555.372 b. Reiknitölur ákvæðis- vinnu byggingariðnaðarmanna hækki um 6%. c. Starfsaldurshækkanir einstakra starfshópa skulu haldast óbreyttar frá gildandi samningum sem hlutfall af byrjunarlaunum að öðru leyti en því, að iokaáfangi starfsald- urshækkunar verði eigi lægri en 5%. 2. Verðlagsbætur A launaupphæðir, sem í til- lögu þessari greinir, greiðast verðbætur frá og með 1. des- ember 1980 skv. ákvæðum laga nr. 13/1979, sbr. 48.-52. gr. þeirra laga. 3. Sameiginlegar sérkröfur Greiðsla fyrir fæði farand- verkafólks í mötuneytum á vegum vinnuveitenda skal eigi vera hærri en nemur hráefn- iskostnaði matar, samkvæmt nánara samkomulagi milli að- ila á hverjum stað. 4. Sérkröfur einstakra lands- sambanda og félaga Samkomulag um sérkröfur, sem bókað hefur verið hjá sáttanefnd, gildi með eftirfar- andi viðbót: a. Verkamannasamband ís- lands: Matartímar á helgidögum, þar með taldir laugardagar, sem falla inn í vinnutímabil, reiknast sem vinnutímar, og sé unnið í þeim, skal greiða til viðbótar vinnutímanum og með sama kaupi, 1 klst. fyrir hvern matartíma. b. Samband bygginga- manna: 1. Sams konar ákvæði og í lið 4.a. 2. Samningsaðilar skipi starfshóp til endurskoðunar á afkastahvetjandi launakerfum innan byggingariðnaðarins. 5. Gildistími Frá undirskriftardegi til 1. nóvember 1981.“ Ólafur G. Einarsson: Afangi á þeirri leið, sem við vilj- um ganga til sátta „ÉG fagna þvi. að þingflokkur- inn skuli standa sameinaður að nefndakjöri. Þetta er áfangi á þeirri leið, sem við viljum ganga til sátta í flokknum,“ sagði ólaf- ur G. Einarsson. formaður þing- flokks Sjáifstæðismanna. i sam- tali við Mbl. í gær. „Við stöndum nú að því leytinu betur en í fyrra. að þá lánaðist okkur ekki að standa saman um kosningar i húsnæðismálastjórn og stjórn framkvæmdastofnunar ríkisins. en nú stóðum við óskiptir að öllum nefndakosningum. Þetta samkomulag okkar Sjálf- stæðismanna tryggði stjórnar- andstöðuþingmönnum meirihluta í átta nefndum, sem þeir hefðu ekki fengið, ef stjórnarliðar hefðu borið fram sameiginlegan lista. Þessi skipan sjálfstæðismanna í nefndir er byggð á viðræðum þingflokksstjórnarinnar við ein- staka þingmenn, þar á meðal ráðherrana og Eggert Haukdal." Mbl. spurði Olaf, hvað hann vildi segja um þá gagnrýni, sem Benedikt Gröndal og Kjartan Jó- hannsson settu fram við nefnda- kjör í deildum í gær vegna þess hluta framboðs Sjálfstæðisflokks- ins, þar sem ráðherrar voru í framboði til nefndastarfa. „Þessi seta ráðherranna í nefndum er ósköp svipað því sem var af þeirra hálfu áður en þeir urðu ráðherrar. þótt ekki sé alveg um að ræða sömu nefndir," svaraði Ólafur. „Ráðherrarnir verða sjálfir að svara þeirri gagnrýni, sem fram kemur á þá af þessu tilefni. Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins samþykkti þá í þessar nefndir sem lið í samkomulagi um sameig- inlegt framboð þingflokksins. Þetta eru nefndastörf, sem þeir sóttust eftir og þeir hljóta að sinna sínum starfsskyldum sem aðrir þingmenn. Persónulega þyk- ir mér óeðlilegt, að ráðherrar sitji í þingnefndum, en í þessu tilviki verðum við að viðurkenna sérstak- ar aðstæður. Ef ekki hefði orðið samkomulag, þá hefðu þeir orðið að fara í miklu fleiri nefndir. Ég vil vegna ummæla Ólafs Ragnars Grímssonar um það, hvernig stjórnarandstæðingar hygðust nota nefndameirihluta sinn, undirstrika það, að stjórnar- andstæðingar í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins ætla ekki að mis- nota hann. í ummælum Ólafs Ragnars felast ósæmilegar að- dróttanir í garð þingmanna. Meirihluti í nefndum hefur auð- vitað þýðingu, en verður ekki af okkar hálfu misnotaður. Annars er ástæða til að ætla að Ólafur Ragnar Grímsson hafi séð að sér, því hann virðist hafa fellt sig við þessa ráðstöfun okkar sjálfstæð- ismanna á nefndaskipaninni." Páll Pétursson: Sterkara, ef stjóm- in hefði meirihluta í öllum nefndum „ÞETTA er nokkuð skothent, ekki er því að neita. Ég hefði talið eðlilegra og heppilegra. að Gunnar Thoroddsen og félagar hans hefðu staðið með öðrum stjórnarliðum við nefndakjörið,“ sagði Páli Pétursson. formaður þingflokks Framsóknarflokks- ins, í samtali við Mbl. eftir nefndakjör á Alþingi i gær. „Nú hafa stjórnarandstæðingar meirihluta í 8 nefndum, en ég hefði talið heppilegra og sterkara, að ríkisstjórnin nefði meirihluta í öllum nefndum. Það hefði betur sýnt styrk ríkisstjórnarinnar, en svo verður að búa, sem á bæ er til. Stjórnarandstæðingar eru að vísu yfirleitt ágætismenn svo vonandi kemur þetta ekki að sök. Um nefndastörf ráðherra er það að segja, að ekkert er í þingsköp- um, sem bannar ráðherrum að sitja í nefndum. Ef þeir eru þeir verkmenn að þeir geti leyst af hendi sín störf í ráðuneytum með þingmennsku og að auki bætt á sig nefndastörfum, þá er það þeirra mál.“ Ólafur Ragnar Grímsson: Eingöngu ákvörðun Sjálfstæðisflokks „ÉG GET ekki séð. að það sé nein svivirðing við Alþingi, þó ráðherr- ar starfi i þingnefndum.“ sagði ólafur Ragnar Grimsson, formað- ur þingflokks Alþýðubandalags- ins. er Mbl. ræddi við hann eftir nefndakjörið á Alþingi i gær. þar sem m.a. Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson gagnrýndu kjör ráðherra í nefndir. „Það geta hæglega verið þau flokkahlutföll á Alþingi. að lítill flokkur eigi aðild að rikisstjórn og eigi þá erfitt með að velja fulltrúa í allar nefndir. Þarna er hætta fyrir Alþýðuflokk- inn, ef hann heldur áfram að minnka. Að öðru leyti er þetta eingöngu ákvörðun Sjálfstæðisflokksins. Og það er sérkennilegt við þessa þing- byrjun, að á fyrsta degi deila stjórnarandstöðuflokkarnir út af kjöri fyrri varaforseta Sameinaðs þings. A öðrum degi halda stjórnar- andstöðuflokkarnir áfram að deila. Ég spyr bara, hvert verði þeirra næsta deiluefni? Aðalskoðun okkar Alþýðubanda- lagsmanna var sú, að ríkisstjórnin þyrfti meirihluta í mikilvægari þingnefndum. Ég tilkynnti Gunnari Thoroddsen það strax, að við hefð- um ekkert við það að athuga, að hann tryggði okkur slíkan meiri- hluta með samkomulagi við Sjálf- stæðisflokkinn. Það er Ijóst, að hinir hörðu stjórnarandstæðingar í Geirsarmi þingflokksins hafa bakk- að frá fyrri áformum og að sá sáttahópur, sem síðustu dagana hefur birzt sem þriðja aflið í þingflokki Sjálfstæðismanna fékk því framgengt að orðið var að verulegu leyti við óskum Gunnars Thoroddsens með því að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kaus sjálfstæð- ismenn, sem styðja ríkisstjórnina, í 5 nefndir í efri deild og 7 í neðri, þannig að þeir sem vildu hafna óskum Gunnars alfarið hafa orðið undir. Ég hlakka svo bara til nefnda- samstarfs við Gunnar Thoroddsen." Nefndakjör á Alþingi: Samstaða meðal sjálfstæðismanna ÞINGFLOKKUR sjálfstæðismanna, stjórnarandstaða og stjórnarliðar, bauð fram sameiginlega við nefndakjör í Sameinuðu þingi og þingdeildum í gær. Allmargar þingnefndir verða óbreyttar frá fyrra þingi en i nokkrum verða mannaskipti, sem nánar verður greint frá hér á eftir. Nefndakjör í Sameinuðu þingi • Fjárveitinganefnd Sameinaðs þings, sem er valdamesta nefnd þingsins og starfar á sviði fjárlaga- gerðar og ríkisfjármála, er nú þann- ig skipuð: Lárus Jónsson (S), Guð- mundur Karlsson (S), Friðirk Sóph- usson (S), Eggert Haukdal (S), Alexander Stefánsson (F), Guð- mundur Bjarnason (F), Þórarinn Sigurjónsson (F), Karvel Pálmason (A) og Geir Gunnarsson (Abl). Hér kemur Karvel í stað Eiðs Guðnason- ar, sem var formaður fjárveitinga- nefndar á sl. þingi, og Eggert í stað Friðjóns Þórðarsonar, dómsmála- ráðherra. • Utanrikismálanefnd: Geir Hall- grímsson (S), Albert Guðmundsson (S), Eyjólfur Konráð Jónsson (S), Halldór Asgrímsson (F), Jóhann Einvarðsson (F), Benedikt Gröndal (A) og Ólafur Ragnar Grímsson (Abl). Hér kemur Halldór í stað Steingríms Hermannssonar, sjávar- útvegsráðherra. Varamenn: Matthí- as Á. Mathiesen (S), Friðjón Þórðar- son (S), Birgir ísl. Gunnarsson (S), Guðmundur Bjarnason (F), Guð- mundur G. Þórarinsson (F), Karl Steinar Guðnason (A) og Guðrún Helgadóttir (Abl). Hér koma Guð- mundarnir tveir í stað Ingvars Gíslasonar, menntamálaráðherra, og Halldórs Ásgrímssonar. • Atvinnumálanefnd: Eggert Haukdal (S), Egill Jónsson (S), Friðrik Sóphusson (S), Halldór Ás- grímsson (F), Ólafur Þ. Þórðarson (F), Magnús H. Magnússon (A) og Garðar Sigurðsson (Ábl). Hér kemur Eggert í stað Gunnars Thoroddsen, forsætisráðherra, Garðar í stað Stefáns Jónssonar og Magnús í stað Karvels. • Allsherjarnefnd: Halldór Blöndal (S), Birgir ísleifur Gunnarsson (S), Steinþór Gestsson (S), Páll Péturs- son (F), Guðmundur G. Þórarinsson (F), Jóhanna Sigurðardóttir (A) og Guðrún Helgadóttir (Abl). Hér koma Birgir Isleifur í stað Salóme Þorkelsdóttur og Guðrún Helgadótt- ir í stað Helga Seljan. Nefndakjör í efri deild: • Fjárhags- og viðskiptanefnd: Eyjólfur K. Jónsson (S), Lárus Jónsson (S), Gunnar Thoroddsen (S), Davíð Aðalsteinsson (F), Guðmund- ur Bjarnason (F), Kjartan Jóhanns- son (A) og Ólafur Ragnar Grímsson (Abl). Hér kemur Gunnar Thorodd- sen, forsætisráðherra, í stað Þor- valdar Garðars Kristjánssonar. • Samgöngunefnd: Guðmundur Karlsson (S), Egill Jónsson (S), Lárus Jónsson (S), Stefán Guð- mundsson (F), Jón Helgason (F), Eiður Guðnason (A) og Stefán Jónsson (Abl). Nefndin er óbreytt frá fyrra ári. • Landbúnaðarnefnd: Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S), Egill Jónsson (S), Eyjólfur K. Jónsson (S), Jón Helgason (F), Davíð Aðal- steinsson (F), Eiður Guðnason (F) og Helgi Seljan (Abl). Óbreytt nefnd- arskipan. • Sjávarútvcgsnefnd: Guðmundur Karlsson (S), Egill Jónsson (S), Gunnar Thoroddsen (S), Stefán Guð- mundsson (F), Guðmundur Bjarna- son (F), Kjartan Jóhannsson (A) og Geir Gunnarsson (Abl). Hér kemur Gunnar í stað Lárusar og Kjartan í stað Karls Steinars. • Iðnaðarnefnd: Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S), Gunnar Thorodd- sen (S), Egill Jónsson (S), Stefán Guðmundsson (F), Guðmundur Bjarnason (F), Karl Steinar Guðna- son (A) og Ólafur R. Grímsson (Abl). • Félagsmálanefnd: Þorv. G. Kristjánsson (S), Salóme Þorkels- dóttir (S), Guðmundur Karlsson (S), Stefán Guðmundsson (F), Guðmund- ur Bjarnason (F), Karl Steinar (A) og Ólafur Ragnar Grímsson (Abl). Óbreytt skipan frá fyrra ári. • Ileilbrigðis og tryggingarnefnd: Gunnar Thoroddsen (S), Salóme Þorkelsdóttir (S), Lárus Jónsson (S), Davíð Aðalsteinsson (F), Jón Helga- son (F), Karl Steinar Guðnason (A) og Helgi Seljan (Abl). Hér kemur Gunnar í stað Guðmundar Karlsson- ar. • Menntamálanefnd: Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S), Salóme Þorkelsdóttir (S), Gunnar Thorodd- sen (S), Jón Helgason (F), Davíð Aðalsteinsson (F), Karl Steinar Guðnason (A) og Ólafur Ragnar Grímsson (Abl). Hér kom Gunnar í stað Eyjólfs Konráðs Jónssonar. • Allsherjarnefnd: Eyjólfur Kon- ráð Jónsson (S), Egill Jónsson (S), Salóme Þorkelsdóttir (S), Stefán Guðmundsson (F), Jón Helgason (F), Eiður Guðnason (A) og Stefán Jóns- son (Abl). Hér kom Eiður í stað Karls Steinars. Neíndakjör í neðri deild: • Fjárhags- og viðskiptanefnd: Matthías Á. Mathiesen (S), Albert Guðmundsson (S), Matthías Bjarna- son (S), Halldór Ásgrímsson (F), Ingólfur Guðnason (F), Sighvatur Björgvinsson (A) og Guðmundur J. Guðmundsson (Abl). Hér kom Matthías í stað Sverris Hermanns- sonar og Sighvatur í stað Karvels. • Samgöngunefnd: Friðjón Þórðar- son (S), Steinþór Gestsson (S), Hall- dór Blöndal (S), Stefán Valgeirsson (F), Alexander Stefánsson (F), Árni Gunnarsson (A) og Skúli Alexand- ersson (Abl). Nefndarskipan óbreytt frá fyrra ári. • Landbúnaðarnefnd: Pétur Sig- urðsson (S), Eggert Haukdal (S), Steinþór Gestsson (S), Stefán Val- geirsson (F), Þórarinn Sigurjónsson (F), Árni Gunnarsson (A) og Skúli Alexandersson (Abl). Óbreytt nefnd- arskipan frá fyrra ári. • Sjávarútvegsnefnd: Matthías Bjarnason (S), Pétur Sigurðsson (S), Halldór Blöndal (S), Halldór Ás- grímsson (F), Páll Pétursson (F), Karvel Pálmason (A) og Garðar Sigurðsson (Abl). Óbreytt nefndar- skipan frá fyrra ári. • Iðnaðarnefnd: Jósep H. Þor- geirsson (S), Pálmi Jónsson (S), Birgir ísl. Gunnarsson (S), Páll Pétursson (F), Guðmundur G. Þórar- insson (F), Magnús H. Magnússon og Skúli Alexandersson (Abl). Hér kemur Pálmi Jónsson í stað Friðriks Sóphussonar. • Félagsmálanefnd: Friðrik Sóph- usson (S), Eggert Haukdal (S), Steinþór Gestsson (S), Alexander Stefánsson (S), Jóhann Einvarðsson (F), Jóhanna Sigurðardóttir (A) og Guðmundur J. Guðmundsson (Abl). Óbreytt skipan frá fyrra ári. • Ileil brigðis- og trygginganefnd: Matthías Bjarnason (S), Pétur Sig- urðsson (S), Pálmi Jónsson (S), Jóhann Einvarðsson (F), Guðmund- ur G. Þórarinsson (F), Magnús H. Magnússon (A) og Guðrún Helga- dóttir (Abl). Hér kemur Pálmi í stað Jósefs Þorgeirssonar og Magnús í stað Jóhönnu Sigurðardóttur. • Menntamálanefnd: Ólafur G. Einarsson (S), Ilalldór Blöndal (S), Friðjón Þórðarson (S), Ingólfur Guðnason (F), Ólafur G. Þórðarson (F), Vilmundur Gylfason (A) og Guðrún Helgadóttir (Abl). Hér kom Friðjón Þórðarson í stað Birgis ísl. Gunnarssonar. • Allsherjarnefnd: Jósep H. Þor- geirsson (S), Friðrik Sóphusson (S), Éggert Haukdal (S), Ólafur Þ. Þórð- arson (F), íngólfur Guðnason (F), Vilmundur Gylfason (A) og Garðar Sigurðsson (Ábl). Hér kom Eggert Haukdal í stað Matthíasar Á. Math- iesen og Garðar í stað Guðmundar J. Guðmundssonar. • Nefndarkjöri í Þingfararkaups- nefnd var frestað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.