Morgunblaðið - 14.10.1980, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980
31
Seta ráðherra í þingnefndum:
Gengur á þinghef ð
og aðskilnað löggjafar- og framkvæmda-
valds - segja talsmenn Alþýðuflokksins
ATHUGASEMDIR vóru gerðar í báðum þingdeildum í
gær vegna kjörs ráðherra, einkum forsætisráðherra, í
þingnefndir. Benedikt Gröndal, formaður Alþýðu-
flokksins, kvaddi sér hljóðs af þessu tilefni í neðri deild
Alþingis og Kjartan Jóhannsson, varaformaður flokks-
ins, í efri deild. Gagnrýndu þeir harðlega að ráðherrar
tækju sæti í þingnefndum, sem þeir töldu ganga á
þinghefðir og þann aðskilnað löggjafarvalds og fram-
kvæmdavalds, sem væri einn af hornsteinum þjóðskipu-
lags okkar.
Talsmenn Alþýðuflokksins
sögðu það að vísu ekki bannað í
stjórnarskrá okkar að ráðherrar
sætu í fastanefndum Alþingis. —
Slíks væru þó sárafá dæmi. Nú
væri hinsvegar gróflegar gengið í
þessa átt en dæmi væru um áður.
Þannig tæki forsætisráðherra,
verkstjóri ríkisstjórnar sæti í 5
fastanefndum efri deildar. —
Hvoru tveggja væri, að ráðherrar
hefði nægum störfum að sinna í
ráðuneytum og á fundum Samein-
aðs þings og þingdeilda, þann veg
að þeir gætu engan veginn með
góðu móti gegnt störfum í fasta-
nefndum. Þar að auki gengi slíkt
að viðurkenndan aðskilnað lög-
gjáfarvalds og framkvæmdavalds,
enda væri eitt af verkum þing-
nefnda, að hafa eftirlit með fram-
kvæmdavaldinu. Engin dæmi
væru þess að forsætisráðherra
ætti sæti í þingnefndum. Slíkt
væri andstætt þinghefð og spor
aftur á bak frá lýðræðislegum
sjónarmiðum.
Gunnar Thoroddsen, forsætis-
ráðherra, sagði það gilda í sumum
þingræðislöndum, að þingmenn
létu af þingstörfum er þeir tækju
við ráðherraembætti. Slíks væri
ekki krafizt í stjórnarskrá okkar.
Meðan alþingi sæti væri ráðherra
skylt að sækja þingfundi og taka
að sér þau störf, sem þeim væru
þar falin. Gagnrýni talsmanna
Alþýðuflokksins væri þeirra sjón-
armið, sem sjálfsagt væri að taka
til íhugunar varðandi endurskoð-
un stjórnarskrárinnar.
Stjórnir þing-
f lokka óbreyttar
ÞINGFLOKKAR Alþýðubanda
lags, Alþýðuflokks og Framsókn-
arflokks hafa kjörið stjórnir sin-
ar. í öllum tilfellum voru þing-
flokksstjórnir endurkjörnar.
Ólafur Ragnar Grímsson er
áfram formaður þingflokks Al-
þýðubandalagsins, Svavar Gests-
son varaformaður og Skúli Alex-
andersson ritari. Sighvatur
Björgvinsson er formaður þing-
flokks Alþýðuflokksins, Karl
Steinar Guðnason varaformaður
og Jóhanna Sigurðardóttir vara-
formaður. Páll Pétursson er for-
maður þingflokks framsóknar-
manna, Jóhann Einvarðsson og
Jón Helgason meðstjórnendur.
Þingflokkur sjálfstæðismanna
kýs stjórn til kjörtímabilsins.
Ólafur G. Einarsson er formaður
þingflokksins, Lárus Jónsson
varaformaður og Þorvaldur Garð-
ar Kristjánsson ritari, allir kjörn-
ir í upphafi kjörtímabilsins.
Þingflokkur Alþýðuflokksins:
Samgönguráðherra
flytji Alþingi skýrslu
um Flugleiðamálið
ÞINGMENN Alþýðuflokks lögðu
fram á Alþingi i gær beiðni til
samgönguráðherra þar sem þess
er óskað, með visan til 31. grein-
ar þingskapa, að samgönguráð-
herra flytji Alþingi skýrslu um
málefni Flugleiða.
í skýrslunni skulu veittar allar
upplýsingar, sem ríkisstjórnin
hefur undir höndum um eigna-
stöðu félagsins, rekstrarafkomu
og önnur fjárhagsleg málefni þess,
og jafnframt greint frá öllum
afskiptum ríkisstjórnarinnar af
Flugleiðamálinu, þar á meðal
hverjar þær skuldbindingar eru,
sem ríkisstjórnin kann að hafa
undirgengist eða hyggst undir-
gangast gagnvart félaginu, og
hvaða skilyrði kunna að verða sett
í því sambandi. Skýrslan verði
tekin til umræðu á fundi samein-
aðs Alþingis fljótlega eftir að
henni hefur verið útbýtt.
í greinargerð segir að á skorti
að „fullnaðarupplýsingar hafi ver-
ið veittar um málið og þá fyrst og
fremst um afskipti ríkisstjórnar-
innar af því, og hafi sumir trúnað-
armenn ríkisstjórnarinnar tekið
að sér hlutverk sem þeim var alls
ekki ætlað.„ Mál þetta varði af-
komu heilla atvinnustétta, hag
þjóðarheildar og framtíð flug-
rekstrar frá íslandi og því eigi
almenningur rétt á að öll atriði
þess verði dregin fram í dagsljós-
ið.
Niðurgreiðslur á landbúnaðarafurðum:
Verða 31 milljarð-
ur kr. á næsta ári
ÁÆTLAÐ er að niðurgreiðslur
rikissjóðs á vöruverði nemi 31
milljarði króna á árinu 1981,
samkvæmt fjárlagafrumvarpinu
sem lagt var fram i gær. Þar af
er framlag til lifeyrissjóðs bænda
1,8 milljarðar króna, beinar
niðurgreiðslur hækka 5.990 millj-
ónir króna og lifeyrissjóðsfram-
lag um 610 milljónir króna.
Útgjöld rikisins vegna niður-
greiðslna hækka samtals um 6,6
milljarða króna frá fjárlögum
þessa árs.
Samkvæmt fjárlagafrumvarp-
inu er gert ráð fyrir að niður-
greiðslurnar skiptist þannig milli
einstakra þátta, miðað við niður-
greiðslustig í september 1980,
ásamt framlagi í lífeyrissjóð
bænda: Dilkakjöt, 1. og 2. fl. 7.680
milljónir króna, annað kindakjöt
(þ.e. 3.-6. fl.) 740 milljónir króna,
vaxta- og geymslukostnaður kjöts
200 milljónir
til Siglósíldar
FJÁRFRAMLÖG rikisins til fyrir-
tækisins Siglósildar á Siglufirði
verða 100 milljónir króna á næsta
ári, samkvæmt nýbirtu fjárlaga-
frumvarpi rikisstjórnarinnar. Seg-
ir i athugasemdum með frumvarp-
inu, að fjárveiting þessi sé til
komin vegna fjárhagsörðugleika
fyrirtækisins á árunum 1979 og
1980.
Auk þessarar 100 milljóna króna
fjárveitingar er gert ráð fyrir að
fyrirtækinu verði aflaö um 100
milljóna króna í lánsfé á næsta ári.
Samtals munu styrkir og lán til
Siglósíldar því nema 200 milljónum
króna á árinu 1981, samkvæmt
fjárlagafrumvarpinu.
4,4 milljarðar króna, nautakjöt 1,1
milijarður, mjólk frá mjólkur-
búum 7,3 milljarðar, heimamjólk
40 milljónir, undanrenna 84 millj-
ónir, rjómi 536 milljónir, smjör
4.030 milljónir króna, skyr 349
milljónir, ostur 45% 120 milljónir,
ostur 20 og 30% 54 milljónir,
nýmjólkur- og undanrennuduft til
iðnaðar 300 milljónir, kartöflur
1.452 milljónir króna og ull 1.415
ÁLAGÐUR eignaskattur ein-
staklinga hækkaði um 85% milli
áranna 1979 og 1980, samkvæmt
upplýsingum er fram koma i
fjárlagafrumvarpinu sem leit
dagsins ljós i gær. Þar kemur
einnig fram að eignaskattur fé-
laga hækkaði um 70%, og heildar-
álagning eignaskatts um 76%.
AIls nam álagður eignaskattur á
einstaklinga á árinu 1980 3,8
milljörðum króna. en á félög 4,4
mijljörðum króna.
Áætlanir í fjárlagafrumvarpinu
um álagningu eignaskatts á árinu
1981 gera ráð fyrir að álagning
hækki um 42%, en auk þess er
gert ráð fyrir 1% aukningu eigna-
stofns. Samkvæmt því er gert ráð
fyrir að á árinu 1981 verði inn-
heimtir um 5 milljarðar króna í
eignaskatt af einstaklingum og 5,6
milljarðar króna komi inn í eigna-
skatti á félög. Þá er einnig gert
ráð fyrir að álagning bygginga-
sjóðsgjalds verði eins og verið
hefur, og nemi alls 106 milljónum
króna á næsta ári.
milljónir króna. Framlag í líf-
eyrissjóð bænda er áætlað 1,8
milljarðar króna.
Þá ber að hafa í huga þegar
ofanskráðar upplýsingar eru skoð-
aðar, að auk niðurgreiðslanna á
landbúnaðarafurðum er gert ráð
fyrir 12 milljöðrum króna til
„sérstakra efnahagsráðstaf ana“,
og 12 milljarðar fara í útflutn-
ingsuppbætur.
Gert er ráð fyrir að á næsta ári
verði haldið áfram að innheimta
„sérstakan skatt á verslunar- og
skrifstofuhúsnæði" og á skattur-
inn að gefa 2,4 milljarða króna á
árinu 1981.
Nýbyggingagjald
lagt niður
TEKJUR ríkisins af nýbygg-
ingagjaldi munu á þessu ári verða
um það bil 220 milljónir króna,
samkvæmt því er segir í athuga-
semdum með fjárlagafrumvarpi
ríkisstjórnarinnar, sem lagt var
fyrir Alþingi í gær.
I frumvarpinu er hins vegar
gert ráð fyrir að gjaldið verði lagt
niður í lok þessa árs, og verði því
ekki lagt á á árinu 1981. Segir í
frumvarpinu, að áætlaður „tekju-
missir' ríkissjóðs af þessum sök-
um verði um 300 milljónir króna á
næsta ári.
Eignaskattur einstaklinga:
Hækkaði um 85% milli
áranna 1979 og 1980
19,5 milljarðar í vaxta-
greiðslur á næsta ári
VAXTAGREIÐSLUR rikissjóðs á
næsta ári eru áætlaðar rösklega
19,5 milljarðar króna. samkvæmt
fjárlagafrumvarpi því er nú hefur
verið lagt fyrir Alþingi. Upphæðin
er 3,7 milljörðum króna hærri en á
fjárlögum þessa árs. Þar af hækka
vextir af lánum i Seðlabankanum
um rösklega 1,7 milljarða króna,
en alls eru vaxtagreiðslur til
Seðlabankans áætlaðar um 9,7
milljaðar króna á árinu 1981.
Alls eru vaxtagreiðslur til Seðla-
banka á árinu 1981 áætlaðar 9.763
milljónir króna og skiptast þær sem
hér segir: Af umsömdum skulda-
bréfum 2.323 milljónir króna, af
bráðabirgðaláni 1.440 milljónir
króna, og af yfirdrætti 6 milljarðar
króna. Vextir af lánum ríkissjóðs
hjá öðrum en Seðlabanka eru áætl-
aðir 9.822.921 þúsund krónur, en
það er hækkun um ríflega 1,9
milljarð króna frá fjárlögum 1980.
Vextir af innlendum lánum verð-
tryggðum samkvæmt byggingavísi-
tölu verða rúmlega 2 milljarðar
króna, af lánum verðtryggðum
samkvæmt lánskjaravísitölu
437.615 þúsund krónur, og sam-
kvæmt vísitölu framfærslu-
kostnaðar 318.155 þúsund krónur.
Vextir af erlendum lánum og
gengistryggðum eru áætlaðir tæp-
lega 3 milljarðar króna, vextir af
ýmsum innlendum lánum eru um
498 milljónir króna, en þar með eru
taldir vextir af happdrættisskulda-
bréfum. Þá eru áætlaðir um 3,5
milljarðar króna til að mæta ýms-
um hugsanlegum óvæntum vaxta-
greiðslum umfram forsendur frum-
varpsins, sem ekki eru fyrirséðar
ALLS er áætlað að Áfengis- og
tókbaksverslun rikisins skili rík-
issjóði 36,5 milljörðum króna i
tekjur á næsta ári, samkvæmt
nýframlögðu fjármálafrumvarpi
Ragnars Arnalds fjármálaráð-
herra. Samkvæmt frumvarpinu
verða tekjur fyrirtækisins rösk-
lega 46 milljarðar króna, en
útgjöld um 9,7 milljarðar króna.
Gjöld skiptast þannig, að launa-
við samningu þess. Má þar nefna
vaxtabreytingar, en mörg lánanna
bera breytilega vexti, gengisbreyt-
ingar, breytingar á vísitölu, yfirtök-
ur lána vegna ríkisfyrirtækja, fast-
eignakaupa og fleira.
Á þessum lið fjárlagafrumvarps-
ins eru meðtaldar greiðslur af
lánum vegna vegagerðar, og nema
vaxtagreiðslur af þeim lánum
rösklega 3 milljörðum króna.
kostnaður er 862 milljónir króna,
önnur rekstrargjöld 1,7 milljarður
króna, viðhald 72 milljónir, hrá-
efni og vörur til endursölu 7
milljarðar, vextir 4,5 milljónir og
afskriftir 65 milljónir króna.
Tekjur skiptast þannig, að fyrir
selda'- vörur og þjónustu eiga að
koma inn 46.253.034 þúsund krón-
ur, vaxtatekjur verða 6 milljónir
og aðrar tekjur 2 milljónir.
Tekjur af ÁTVR
46 milljarðar ’81