Morgunblaðið - 14.10.1980, Page 28

Morgunblaðið - 14.10.1980, Page 28
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 Aðalíundur áfengisvarna- nefnda í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Stvkkisholmi. 30. sept. 1980. LAUGARDAGINN 13. sept. síð- astliðinn var aðalfundur áfenfcis- varnanefnda i Snæfellsness- oií Hnappadalssýslu haldinn i ólafs- vík. Formaður félagsins, séra Arni Berntur SÍKurhjörnsson, stýrði fundi ok fundarmenn skýrðu frá viðhorfum hver í sinni sveit. Kom fram á fundinum að mikill uKKur er í mönnum út af þróun áfenKÍs- ok fíkniefnamála í landinu ok er sorKleKt hversu marKÍr mætir þjóðfélaKsþeKnar farast í þeim elfum. Voru ýmsar leiðir ræddar til úrbóta ok í lok fundar samþykktar eftirfarandi tillöKur: 1) Fundur í FélaKÍ áfenKÍsvarnanefnda í Snæfellsness- ok Hnappadalssýslu ítrekar áskorun sína til stjórn- valda um að koma í veK fyrir heimabruKK með því að taka bruKKefni, sem notuð eru, af frílista. 2) Fundurinn vítir þá ákvörðun dómsmálaráðherra að lengja sölutíma áfengis í vínveit- ingahúsum. Bendir fundurinn á að þessi ákvörðun er algerlega and- stæð tilmælum Alþjóðaheilbrigð- isstofnunarinnar og í mótsögn við þá áfengismálastefnu, sem nú er uppi höfð í flestum menningar- löndum og grundvallast á víðtæk- um vísindarannsóknum. Lýsir fundurinn ábyrgð á hendur ráð- herra vegna þessa athæfis, enda var augljóst í fyrra að ekki var meirihluti á Alþingi fyrir þessari ákvörðun. 3) Fundurinn varar við þeim hugmyndum sem fram hafa komið um lækkun lögaldurs til áfengiskaupa. Bendir fundurinn á hörmulegar afleiðingar slíkra lækkana í nokkrum fylkjum Bandaríkjanna, svo og það, að Norðmenn og Svíar hafa ekki lækkað lögaldur til kaupa á sterk- um drykkjum, þó að þeir hafi fært lögræðis- og kosningaaldur í átján ár. Virðist ástæðulítið að endur- taka tilraunir, sem mistekist hafa vestanhafs, á íslenzki æsku. 4) Aðalfundur félags áfengisvarna- nefnda í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu lítur með vax- andi ugg á vínveitingaleyfi, sem yfirvöld veita félagasamtökum og telur að þar sé um að ræða fordæmi til hins verra. Fundurinn álítur að þessum leyfum verði að fækka ef árangur á að nást í að stemma stigu við því böli sem af áfengisneyslu stafar. Skorar fund- urinn á dómsmálaráðherra að hlutast til um að hækkuð verði gjöld fyrir þessu leyfi, að minnsta kosti í 50.000 kr. 5) Aðalfundurinn telur alvarlegt hve þeim, sem aka bifreiðum ölvaðir, hefur fjölgað á síðari árum. Aldrei verður nægi- lega vel brýnt fyrir fólki að ölvaðir ökumenn eru hættulegir í umferð- inni og hafa oft valdið örkumlum eða dauða. Um leið og fundurinn þakkar þeim, sem að umferðar- málum vinna, það er til betra horfs visar í þeim efnum, m.a. handtökur þeirra sem grunaðir eru um ölvun við akstur, heitir hann á yfirvöld að herða enn róðurinn gegn þessum ósið. Einnig heitir fundurinn á almenning að gera sitt til að ábyrgðarleysi þetta heyri sem fyrst sögunni til. „Al- gáðir menn við stýri allra farar- tækja“ er kjörorð framtíðarinnar. 6) Aðalfundur Félags áfengis- varnanefnda í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu bendir á nauð- syn ákveðinnar mótaðrar áfeng- ismálastefnu sem stjórnvöld taki mið af við löggjöf og stjórnsýslu. 7) Aðalfundur Félags áfengis- varnanefnda í Snæfellsness- og Hnappadalssýslu skorar á forseta Islands, ríkisstjórn og Alþingi að veita ekki áfengi við opinberar athafnir. I stjórn félagsins voru kjörnir Árni Sigurbjörnsson Ólafsvík, Árni Helgason Stykkishólmi, Daníel Hauksson Arnarstöðum, varaformaður Stefán Jóhann Sig- urðsson Ólafsvík. Fréttaritari F.v. Hafdís Einarsdóttir, Gunnar H. Fjeldsted og Stella Kristinsdóttir, afgreiðslustúlka. Ný tízkuverzlun FYRIR skömmu opnaði ný tízkuverzlun að Bergstaða- stræti 7 og ber hún nafnið Tízkuverzlunin New York. Verður þar eingöngu verzlað með fatnað frá Bandaríkjun- um og til að byrja með aðal- legr. með buxur, boli og belti með hinu þekkta bandaríska vörumerki “Sasson". í ráði er að auka úrvalið í verzluninni fljótlega og munu fást þar peysur, skyrtur, jakkar, skór o.fl. Eigendur Tízkuverzlunar- innar New York eru hjónin Gunnar H. Fjeldsted og Haf- dís Einarsdóttir. Nemendur úr Dansskóla Heiðars afhentu honum gjöf i tilefni afmælisins. Dansskóli Heiðars 25 ára: Á milli 40 og 50 manns á launaskrá „Skólinn teigir anga sina um allt land og í fyrravetur voru í lengri eða skemmri tima á milli 10 ok 15 þúsund nemendur. Þetta eru að sjálfsögðu mikil viðbrigði frá því ég setti skól- ann á laggirnar norður á Siglu- firði fyrir 25 árum. Þá hefði mig aldrei órað fyrir. að á launaskrá aldarfjórðungi siðar yrðu á milli 40 og 50 manns — slikur hefur vöxtur skólans verið,“ sagði Heiðar Ástvalds- son danskennari, en Dansskóli Heiðars Ástvaldssonar er nú að hefja sitt 25. starfsár. Hjá Heiðari eru 10 lærðir danskenn- arar auk 10 lærlinga fyrir utan lausráðið fólk. Á þessum aldarfjórðungi sem liðinn er frá því þú hófst dans- kennslu, hefur orðið mikil hug- arfarsbreyting gagnvart dansi er ekki svo? „Jú, gífurleg. Fyrir aldarfjórð- ungi kunni fólk gömlu dansana og tjútt — síðan ekki söguna meir. Nú hins vegar kann fjöldi fólks mikinn fjölda dansa en það háir illa, að engin aðstaða er hér á Stór-Reykjavíkursvæðinu vilji fólk fara út að dansa. Ástæðan er einföld — dansgólfin eru allt of lítil. Og ef dans á að þróast hér eðlilega, þá verður þarna að veröa breyting á. Það dettur engum í hug, að knattspyrnu- menn komi fram alskapaðir án aðstöðu — án vallar. Eða að fólk verði afreksfólk í sundi án sund- laugar. Ástandið í þessum mál- um er verst á Reykjavíkursvæð- Hjónin Helen og Robert Richey komu frá Bretlandi og vöktu mikla lukku með dans sínum. Myndir Pétur Maack. inu og á Akureyri. Úti á landi er fólk betur sett. Ástæðan er mannfæð á mörgum stöðum. Þegar ég kenndi á Hvamms- tanga, héldum við sýningu að loknum námskeiðum og allir þorpsbúar voru mættir til að fylgjast með — og í hliðarsal var kaffi. Yfirleitt hefur það verið þann- ig hér í Reykjavík, að húsnæði ætluðu til annarra hluta hefur verið breytt í danshús. Það hefur einfaldlega ekki verið gert ráð fyrir dansgólfi. Til að mynda í Hollywood var dansgólfið örlítið — það var síðan stækkað, m.a. vegna Travoltaáhrifa. Eg held að augu fólks séu að opnast fyrir þessu. Það vantar dansstað, þar sem aðstaða er til að dansa. Auðvitað verður þetta hús að geta borið sig — og ég er sannfærður um að svo er hægt. Það verður ekki frekari þróun í dansi á íslandi, nema til komi stærri dansgólf. Og dans er ekki einhver hégómi — fólk dansar af þörf, innri þörf. Er erfitt að kenna íslending- um að dansa? „Nei, það er ekki erfitt — en hins vegar eru íslendingar ákaf- lega óþolinmóðir. Þeir ætlast til að allt komi jafnharðan. Ég kenndi dans á Englandi, og þar gat maður óhræddur byrjað að kenna erfitt spor, og nemendur náðu valdi á því á tveimur til þremur tímum. Hér hins vegar yrði slíkt erfiðleikum bundið — Islendingar krefjast þess, að árangurinn komi þegar í stað.“ Hvenær hófstu að kenna í Reykjavík? „Það eru nú um 20 ár síðan. Ég byrjaði í VR-húsinu við Von- arstræti og kenndi jafnframt í MR og Verslunarskólanum. Og ég hef haft nemendur alveg frá byrjun — það er nemandi enn hjá mér, sem hóf nám þegar ég byrjaði kennslu — þá var hún 3 ára og er nú á þrítugsaldri. Þá er ég með hjón, sem hafa verið í 19 vetur hjá mér í kennslu.“ Heiöar Ástvaldsson á aímælishátið dansskólans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.