Morgunblaðið - 14.10.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980
37
Laugardaginn 4. okt. sl. fór
fram sambandsráðsfundur ungra
sjálfstæðismanna. Sambands-
ráðsfundur er fulltrúasamkoma
og rétt til fundarsetu eiga tveir
fulltrúar frá hverju félagi ungra
sjálfstæðismanna og kjördæma-
samtökum SUS, flokksráðsmenn
innan raða SUS, SUS-stjórn og
sérstakir trúnaðarmenn SUS-
stjórnar.
Morgunblaðið greinir frá þess-
um fundi í frétt sl. þriðjudag. Er
fréttin svo makalaust ónákvæm
Gústaf Níelsson:
manna, sem hefur a.m.k. hingað
til kosið að starfa á öðrum
vettvangi en innan raða ungra
sjálfstæðismanna. Var þar kom-
inn hópur einkavina Hannesar
Gissurarsonar, án nokkurs réttar
til fundarsetu. Mega lesendur svo
geta sér til um þennan skyndi-
lega fundaráhuga á laugardags-
eftirmiðdegi.
Morgunblaðinu verður að telja
til lofs að það hefur sýnt starfi
ungra sjálfstæðismanna áhuga
og vonandi verður svo áfram.
Aftur á móti verður að gera þá
sjálfsögðu kröfu til blaðsins, að
blaðamenn þess greini satt og
Utsolustaðir Karnabær Laugavegi 66 — Karnabær Glæsibæ
Eplið Akranesi — Epliö Isatiröi — Alfholl Siglufirði
Cesar Akureyn — Hornabær Hornafirði — Eyiabær Vestmannaeyium
LITASJÓNVÖRP
22” —26”
Sænsk hönnun ★
Sænsk ending ★
Bestu kaupin! ★
Greiöslukjör. ★
Sérkennilegt frétta- ____
mat Morgunblaðsins
og beinlínis villandi að óhjá-
kvæmilegt er að gera nokkrar
athugasemdir. Raunar er sami
makalausi fréttaflutningurinn á
ferðinni í Vísi. Það sem vekur þó
mesta furðu í þessu sambandi er
það að höfundar fréttanna í
báðum blöðunum munu hafa
setið fundinn.
Af frétt Morgunblaðsins mætti
draga þá ályktun að 60—70
manna sambandsráðsfundur hafi
haft eftirfarandi hlutverk: Að
samþykkja nokkrar tillögur um
ýmis málefni. Að álykta að ekki
skyldi álykta um forystumál
Sjálfstæðisflokksins. Óg að
klappa fyrir Ingu Jónu og Kjart-
ani Gunnarssyni.
Blaðamaður Morgunblaðsins
getur þess í frétt sinn, á hálf-
gerðu hundavaði þó, að fundur-
inn hafi samþykkt tillögur um
aðskiljanlegustu málaflokka, en
ekkert verið að hafa fyrir því að
greina, þó ekki væri nema lítil-
lega, frá efni tillagnanna. Meira
er lagt upp úr „heppilegu"
myndavali og krassandi fyrir-
sögn. Blaðamaður getur þess að
umræður um „stöðu Sjálfstæðis-
flokksins" hafi átt sér stað og
fram hafi komið tillaga þess
efnis „að formaður og varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins
tækju upp viðræður og nánara
samstarf sín á milli, en segðu
báðir af sér ella“. Og enn heldur
blaðamaðurinn áfram og segir
það hafa verið skoðun meirihluta
fundarmanna, að það væri ekki í
verkahring samkomu sem sam-
bandsráðsfundarins að álykta
um slík mál (þ.e. málefni flokks-
ins og foringjaerjur). Hér gætir
herfilegrar ónákvæmni í frásögn
blaðamanns, enda erfitt fyrir
venjulega hugsandi fólk að skilja
hvers vegna ekki megi álykta
þess efnis, að formaður og vara-
formaður taki upp viðræður og
nánara samstarf.
Rétt er að fram kom tillaga,
sem snerti foringjaerjur í Sjálf-
stæðisflokknum. Slíkt getur
varla talist óeðlilegt miðað við
aðstæður, sem eru einar sér
gjörsamlega óþolandi og flokkn-
um til tjóns. Ekkert er eðlilegra
en fundur á borð við sambands-
ráðsfund álykti um slík mál. En
blaðamaður hirðir ekki um að
geta efnis tillögunnar, nema á
brenglaðan nátt og því síður
getur hann þess hvað fyrir til-
lögumanni vakti með flutningi
hennar. í tillögunni var ekki
minnst einu orði á „viðræður og
nánara samstarf" milli foringja
flokksins. Hins vegar má til
sanns vegar færa, að viðræður og
náið samstarf sé óhjákvæmilegt
tækju foringjarnir mark á tillög-
unni. Svo lesendur fái að vita hið
sanna um efni tillögunnar skal
hún birt hér orðrétt: „Sambands-
ráðsfundur ungra sjálfstæð-
ismanna krefst þess af forystu-
mönnum Sjálfstæðisflokksins að
þeir leysi persónulegan og póli-
tískan ágreining sinn, án tafar.
Langvarandi deilur innan Sjálf-
stæðisflokksins hafa staðið eðli-
legu flokksstarfi fyrir þrifum og
leitt andstæðinga flokksins til
öndvegis í íslenskum stjórnmál-
um. Takist ekki að setja niður
deilur innan flokksins nú innan
skamms, er annað óhjákvæmi-
legt en að nýir menn taki við
forystu".
Umræður um tillögu þessa
voru stöðvaðar með frávísunar-
tillögu, sem var samþykkt með
22—13. Þessa tölur sýna að um
helmingur fundarmanna hefur
setið hjá við atkvæðagreiðluna.
Að ráðning Ingu Jónu Þórðar-
dóttur og Kjartans Gunnarsson-
ar í stöður framkvæmdastjóra
Sjálfstæðisflokksins hafi verið
til umræðu á fundinum er hrein
og klár rangfærsla. Hið rétta er
að Hannes Gissurarson lýsti úr
ræðustól yfir ánægju sinni með
þá ráðstöfun miðstjórnar flokks-
ins að velja fólk úr röðum ungra
sjálfstæðismanna til slíkra trún-
aðarstarfa og bað fundarmenn
að klappa fyrir þeim. Svona
hylling „með langvinnu lófataki",
eins og Mbl. orðar það, breytir að
sjálfsögðu engu um þá afstöðu
forystu SUS að annarlega hafi
verið staðið að ráðningu Kjart-
ans Gunnarssonar af hálfu for-
manns Sjálfstæðisflokksins og
hann sé óheppilegur til starfsins
sbr. ályktun SUS frá 8. sept. sl.
Hannesi má þó telja það til lofs
eða lasts eftir atvikum, að hafa í
þessu efni tileinkað sér einkar
sérkennilega fundarhegðun
Svavars Gestssonar, en eins og
alkunna er hefur Svavar haft það
fyrir sið á kappræðufundum
Heimdallar og Alþýðubanda-
lagsins, að biðja fundarmenn að
klappa fyrir gömlum foringjum
kommúnista. Siður þessi mun í
hávegum hafður í Austur-
Evrópu.
Að lokum vil ég geta þess, að
u.þ.b. sem umræður hófust um
„stöðu Sjálfstæðisflokksins"
gekk í salinn nokkur hópur
rétt frá fundum ungra sjálfstæð-
ísmanna.
Gústaf Níelsson
r ICONCORD
Amerískur lúxusbfll
með öllu
6 cyl 258 cid vél. Sjálfskipting,
vökvastýri, aflhemlar, hiti í aftur-
rúöu, hallanleg sætabök, pluss-
áklæöi, viöarklætt mælaborö, vinyl-
toppur, teppalögö geymsla, hliöar-
listar, krómlistar á brettaköntum,
síls og kringum glugga, klukka D/L
hjólkoppar, D78x14 hjólbaröar meö
hvítum kanti, gúmmíræmur i
höggvörum og vönduö hljóöein-
angrun.
NYTT VERÐ:
Kr. 8.443
þús.
Auk þess alveg sérstök kjör, en því miöur:
Aöeins 8 bílar í boöi á þessu verði.
Verö skv. skráningu 10.10. ’80.
q S3TT13 Staö Laugavegi 118 — Símar 22240 og 77720.
EGILL VILHJÁLMSSON HE
Gleymum
ekki
oeðsjúkum
Kaupið lykil
18. október