Morgunblaðið - 14.10.1980, Síða 31

Morgunblaðið - 14.10.1980, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980 39 Minning: Auðunn Gunnar Guðmundsson Fæddur 21. nóvember 1919. Dáinn 5. október 1980. Mig langar til að minnast vinar míns, Auðuns Gunnars, með nokkrum línum. Ég kynntist Gunnari fyrir u.þ.b. 10 árum er ein dóttir hans, þá nýfermd, kom sem barnfóstra til mín. Ekki var lang- ur tími liðinn er ég fann að ekki einungis hafði ég fengið frábaera barnfóstru heldur kynntist ég einu af því besta fólki sem ég hef hitt um ævina. Þetta fólk opnaði með hlýhug heimili sitt fyrir okkur mæðgum, og tók okkur eins og dætur væru. Þótt man'nmargt væri í heimili á þessum árum hjá þeim hjónum var alltaf rúm fyrir nokkra í viðbót. Ekkert var of gott fyrir okkur. Enda fór svo að dóttir mín leit á Gunnar sem afa. Ekki verður hér tíndur upp allur sá greiði er Gunnar gerði fyrir mig og mína, en hann er ómældur. Gunnar var afar sterkur per- sónuleiki, hann bókstaflega geisl- aði af lífi og hafði lag á því að koma öllum í gott skap sem í kringum hann voru. Hann var listhneigður mjög, málaði t.d. mikið á sínum yngri árum, seinna fékkst hann við ljósmyndun, en svo tók hann til við harmónikkuleik, enda hafði tónlistin lengi haft sterk ítök í honum, og fór svo að „nikkan" átti hug hans allan nú seinustu árin. Var hann einmitt á einni slíkri samkomu með sínum félögum á þessu sviði er kallið mikla kom. Ekki er hægt að skrifa svo um Gunnar, að ekki verði minnst á konu hans, Ester, svo nátengd voru þau. Gagnkvæmur skilningur og virðing fyrir hvort öðru ríkti alla tíð og ást sem entist til hins síðasta. Gagnvart börnum sínum var Gunnar hinn besti faðir og sannur vinur, í þeirra sambandi var ekkert það sem minnti á kynslóðabilið. Ég vil að leiðarlokum þakka Gunnari samfylgdina þessi ár, og sendi mínar innilegustu samúð- arkveðjur til konu hans, barna og annarra vandamanna. Megi guðs almáttugs hönd styrkja þau í þeirra miklu sorg og fjölskylda mín sendir ástvinum hans samúð- arkveðjur og geymir í huga sér minninguna um góðan vin. Ásta E. Jónsdóttir Mig langar í örfáum orðum að minnast góðs félaga, Auðuns Gunnars. Ég kynntist Gunnari fyrir um það bil þremur árum í hópi kunningja úr Félagi harmonikku- unnenda. Eftir þau kynni vissi ég að þar var áhugaverður maður. Þessi einstaka glaðværð í fari hans féll manni vel í geð, og þegar nikkan var þanin gleymdi maður sér í hrifningu stundarinnar. Þessir samfundir urðu að föstum lið mánaðarlega okkur öllum til ánægju. Þar voru áhugamálin rædd yfir góðum kaffiboila og tónar harmonikkunnar hljómuðu langt fram á nótt. Við urðum svo samstarfsmenn í skemmtinefnd félagsins, sem þá var rétt að slíta barnsskónum, og reyndi þá oft á þolinmæði manna. Gunnar hafði hana næga eins og best kom í ljós þegar ferð félagsins í Borgarfjörð stóð fyrir dyrum, og einnig með komu harmonikkuhljómsveitar frá Noregi hingað í sumar. Þar lagði hann sig fram af heilum hug og ósérhlífni svo allt gæti orðið okkar félagsskap til sóma og eftirminnilegt fyrir gesti okkar. Þessi fátæklegu orð segja ekki mikið úr ævi manns, en þó því meira vegna þess stutta tíma sem kynni okkar stóðu. Það er sorglegt að sjá á bak svo góðum dreng sem alltaf flutti gleði með sér og traust, en sárastur er söknuður elskulegrar eiginkonu hans Ester Krateh, barna þeirra og aðstand- enda allra, sem ég vil á þessari Vinningaskrá i bílnúmerahappdrætti ungmenna- og íþróttafélaga á Austurlandi og i Skaftafellssýslum 1. Bifreið DAIHATSU CHARADE 2. Bridgestone-hjólbarðaúttekt kr. 200.000 3. Bridgestone-hjóibarðaúttekt kr. 2000.000 4. Bridgestone-hjólbarðaúttekt kr. 200.000 5. Bridgestone hjólbarðaúttekt kr. 200.000 6. Bílútvarp og kassettutæki kr. 160.000 7. Bílútvarp og kassettutæki kr. 160.000 8. Bílútvarp og kassettutæki kr. 160.00 9. Bílútvarp og kassettutæki kr. 160.000 10. Kassettutæki kr. 100.000 11. Kassettutaéki kr. 100.000 12. Kassettutæki kr. 100.000 13. Kassettutæki kr. 100.000 14. Áklæði frá Altikabúðinni kr. 70.000 15. Áklæði frá Altikabúðinni kr. 70.000 16. Áklæði frá Altikabúðinni kr. 70.000 17. Áklæði frá Altikabúðinni kr. 70.000 18. Áklæði frá Altikabúðinni kr. 70.000 19. Áklæði frá Altikabúðinni kr. 70 000 20. Áklæði frá Altikabúðinni kr. 70.000 21. Bílútvarpstæki kr. 70.000 22. Bílútvarpstæki kr. 70.000 23. Bílútvarpstæki kr. 70.000 24. Bílútvarpstæki kr. 70.000 25. Bílútvarpstæki kr. 70.000 nr. S-1284 nr. Z-737 nr. S-579 nr. U-1671 nr. S-657 nr.U-230 nr. Z-1097 nr. S-316 nr. U-1378 nr. N-624 nr. S-191 nr. Z-1813 nr. S-1804 nr. U-700 nr. U-1715 nr. Z-1801 nr. S-45 nr. S-1586 nr. S-1959 nr. S-1513 nr. S-1585 nr. S-346 nr. Z-1795 nr. Z-316 nr. U-2116 Ungmenna- og íþróttafélögin færa þeim fjölmörgu, sem þátt tóku í happdrættinu bestu þakkir fyrir framlagðan skerf til æskulýðs- og íþróttastarfs í Austfirðingafjórðungi hinum forna. EF ÞAÐER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU AK.LYSINí.A SÍMINN KR: 22480 stundu votta mína dýpstu samúð. Minningin mun lifa meðal okkar um ókomin ár. Hilmar Hjartarson Fyrir fáum árum var stofnað félag áhugamanna um harmon- ikuieik hér í borg, og á meðal þeirra sem struku rykið af hljóð- færum sínum og gengu til liðs við hið unga félag var Auðunn Gunn- ar Guðmundsson. Okkur, sem hitt- um hann á þeim vettvangi, varð fljótlega ljóst að Gunnar hafði til að bera óvenju hlýja og góða skapgerð sem auk eðlilegrar bjartsýni gerði það að verkum að það var gott að vera í nálægð hans og gleðin og spaugsyrðjn voru sjaldnast langt undan. Ég, sem þessar línur skrifa, er ekki í minnsta vafa um að án tilstyrks Gunnars og þess góða anda, sem ávallt var í kring um hann, hefði saga félags okkar orðið önnur og minni. Ég minnist þess þegar hljómsveit félagsins óvænt var beðin að koma fram í sjónvarpi og trú manna á getu sína og annarra var í lágmarki, þá tvíefldist Gunn- ar og með bjartsýni sinni sann- færði hann okkur hin um að allt færi vel. Þannig var það einnig þegar norskir harmonikuleikarar vildu sækja okkur heim sl. sumar, þá þurfti að taka ákvörðun sem þoldi enga bið, og enn var það bjartsýni hans sem úrslitum réð, og hygg ég að nú sjái enginn eftir, svo vel sem til tókst. Þó kynni okkar Gunnars yrðu hvorki löng né náin, var mér ljóst að hann var ákaflega hamingju- samur maður, og að uppspretta þeirrar gleði sem hann bar með sér ætti upptök á heimili hans, og ég fann það gjörla að hann vildi ekki vera löngum stundum utan heimilis síns, nema þá að Ester, kona hans, væri með. Þau hjónin komu því oftast saman á fundi og skemmtanir félagsins, hygg ég að mörgum okkar hafi ekki þótt það vel sóttur fundur nema þau væru þar líka. Mér hefur tekist að afla upplýs- inga um fáein æviatriði Auðuns Gunnars. Hann var fæddur í Vestmannaeyjum 24. nóvember 1919, sonur hjónanna Jóhönnu Þorsteinsdóttur og Guðmundar Auðunssonar, sem fluttust síðar til Reykjavíkur, þar sem Guð- mundur rak lengi verslun að Klapparstíg 11. Gunnar lærði járnsmíði og vann við hana í fjöida ára. Jafnframt lék hann á harmoniku á dansleikjum. í mörg ár spilaði hann með Aðalsteini Símonarsyni harmonikuleikara, sem einnig lék á gítar og mun hafa verið sá fyrsti sem gerði gítarinn að hljómsveitarhljóðfæri hérlend- is. Gunnar minntist áranna sem þeir Aðalsteinn spiluðu saman, með mikilli ánægju. Vinátta þeirra varð svo síðar til þess, að samstarf tókst með harmoniku- áhugamönnum hér í Reykjavík og uppí Borgarfirði. Nám sitt á harmoniku stundaði Gunnar að mestu hjá Sigurði Briem, en mun einnig hafa fengið tilsögn hjá Hafsteini Olafssyni, sem um þær mundir var með færustu harmon- ikuleikurum landsins. Þá var tón- listin í hávegum höfð á bernsku- heimili hans, og er mér tjáð að hvatning foreldra Gunnars til söngs og tónlistariðkunar barna sinna hafi verið mikil og einstök. Systkini Gunnars eru fjögur,- Hanna, Kristín, Herold og Karl. Gunnar gekk að eiga eftirlifandi konu sína, Ester Kratsch, þann 5. júní árið 1948. Þeim varð fjögurra barna auðið, en þau heita Auður, Guðmundur, Guðlaug og Þorbjörg. Þau Auður og Guðmundur eru búsett í Danmörku, og þar hefur Herold, bróðir Gunnars, dvalið í áratugi. Á liðnu sumri dvöldu Ester og Gunnar hjá þeim um 6 vikna skeið. Sagði Gunnar mér, að hann hefði sjaldan notið sín betur. Sunnudaginn 5. október héldum við harmonikuunnendur fyrsta skemmtifund haustsins og vita- skuld var Gunnar tilkallaður að spila með félögum sínum. Eftir leikinn settist hann við hlið konu sinnar, lét vingjarnleg orð falla um harmonikuleikarann sem var að leika þá stundina og í næstu andrá leið hann útaf og var allur. Þannig kom Gunnar og þannig fór hann — alltaf hlýr og vingjarn- legur, hvers manns hugljúfi. Blessuð sé minning hans. Ilögni Jónsson T0Y0TA saumavélafjölskyldan T oyota 8000 meö sauma- armi Hásjálfvirk zig-zag. Hægt er aö velja um 22 spor, beina sauma, glæsileg mynstur og allt þar á milli, 12 spor meö sjálfvirkum afturábaksaumi og 10 venjuleg sjálfvlrk spor. Ótrúlega margbrotin en einfold í notkun. Verö T0Y0TA saumavélar fyrir alla A verði fyrir alla A greiðslukjörum fyrir alla 2ja ára ábyrgö og saumanámskeiö innifaliö í veröi. Fullkomin viögeröar- og varahlutaþjónusta. TOYOTA varahlutaumboöiö Ármúla 23, sími 81733.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.