Morgunblaðið - 14.10.1980, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. OKTÓBER 1980
45
þessa oggulitlu holu má með lagni
troða hundrað oggulitlum nem-
endum í einu, af þeim fimmtán-
hundruð sem eru svangir. Senni-
lega af því að nemendurnir eru
oggulitlir er þeim sniðinn stakkur
eftir vexti; oggulítil hola og oggu-
lítil rúnstykki til þess að nærast á
ásamt öðru brauðkyns.
Ef þessir hundrað útvöldu oggu-
litlu nemendur eru heppnir, fá
þeir afgreiðslu áður en matarhléið
er úti. Þá verða þeir að hafa
hraðann á og kyngja bara í
rólegheitum þegar út kemur, enda
lítið rúm fyrir kjálkaæfingar inni
í troðningnum. Einnig er varhuga-
vert að tylla sér rétt sem snöggv-
ast á þá fáeinu stóla sem skrýða
þessa oggulitlu holu því ekki er
víst að færi gefist til þess að
standa upp aftur fyrr en um
nónbil sama dag þegar holunni er
lokað.
Það má því með sanni segja að
nemendur hætti Iífi sínu og limum
ef þeir ætla að færa oggulitlum
heilum sínum kraft til að öðlast
djúphygli lærimeistara sinna,
kennaranna. Nokkrir bregða þó á
það ráð að versla karamellur,
súkkulaði, og önnur sætindi en
það gefst engum vel til lengdar
nema ef til vill tannlæknum við-
komandi.
Nú læðist sá grunur að sumum
að ég sé að reka einhvern bévítis
áróður fyrir bættum aðbúnaði
nemenda Fjölbrautaskólans í
Breiðholti, fulltrúi þrýstihóps,
sníkjudýr, afæta eða grátkona.
Nei, ekki aldeilis. Þetta oggulitla
holuvandamál snertir mig ekki
meir en hvern annan nemanda FB.
En víst glaðnaði yfir hrjáðum
sálum okkar ef úr rættist, þó ekki
sé þess beinlínis krafist að „holu
verði í höllu breytt."
• Það gleður Guð
Valdimar Guðmundsson
skrifar:
„Þú húsvillta skalt hýsa,
frá hurð ei mönnum vísa
og gestum beina gef þú fús,
svo Guð þér opni síðar hus.
Það gleður Guð.
Svo mælti Valdimar Briem
skáld og prestur á Stóra-Núpi í
Ljóðakverinu sem út kom snemma
á fyrsta fjórðungi þessarar aldar
og átti að notast sem kennslubók í
kristnum fræðum, en var brátt
dregin til baka; af hverju veit ég
ekki, því að vafasamt er hvort á
Islandi hefur nokkurn tíma verið
gefin út skemmtilegri kristni-
dómsbók en Ljóðakverið.
Nú er deilt um hvað eigi að gera
við franska drenginn og sitt sýnist
hverjum. Og það er beðið um hjálp
handa sveltandi fólki í Afríku og
ekki eru allir á sömu skoðun hvað
eigi að gera í því máli. Sumir telja
að þjóð sem safnar milljarða-
skuldum árlega farist ekki að gefa
öðrum. En fari svo að þjóðin missi
sjálfstæði sitt fyrir ofeyðslu; bætti
það þá ekki heldur úr, að það
fylgdi sögunni, að oft hefðu ís-
lendingar hjálpað annarra þjóða
mönnum í nauð, bæð á sjó og
landi?“
Þessir hringdu . . .
• Alltaf hlakkað til
miðdegissögunnar
Rakel Loftsdóttir hringdi og
kvað fráleitt að fella niður þennan
vinsæla dagskrárlið. Mér hefði
ekki verið eins sárt um að missa
eitthvað af allri þessari músik.
Þeir fara villir vegar sem hafa
tekið þessa ákvörðun og ég skora á
þá að sýna þann manndám að
snúa við. Ég veit til að það er ekki
einkaskoðun mín að þessi dag-
skrárliður hafi notið almennra
vinsælda, fólk er hvarvetna að
tala um þetta. Ég segi fyrir mig að
ég hef alltaf hlakkað til miðdeg-
issögunnar í gegnum árin.
EF ÞAÐ ER
FRETTNÆMT
ÞÁ ER ÞAÐ I
MORGUNBLAÐINU
• Misheppn-
aður þáttur
II.A. hringdi og lét illa yfir
hinum nýja kynningarþætti sjón-
varpsins, Á dofinni. Eg sé ekki
betur en verið sé að koma þarna á
nýjum auglýsingatíma, og vænt-
anlega auglýsendum að kostnað-
arlausu en notendum til hrell-
ingar. Þetta er algjörlega líflaus
upptalningar- og bunulestur. Þar
að auki er hann á þvingandi tíma,
fólki finnst varla taka því að fara
að slökkva á tækjunum, þar sem
von er á Prúðu leikurunum á eftir.
En líklega er þetta með vilja gert
og ekki vílað fyrir sér að halda
börnum og öðru fólki nauðugu
fyrir framan tækin.
HÖGNI HREKKVÍSI
Við sendum bílinn í eftirlit,
f ínt - en hvnð um okkur sjólf?
Fallegt umhverfi og ótal mö-
guleikar fyrir heilsubótariðju
gera »Skodsborg«, hið græna
úthverfi Kaupmannahafnar, að
__einni unaðslegustu heilsumið-
----r-T1 _ stöð veraldar
- rétt við Eyrarsund.
Auk færustu lækna og sérfræ-
ðinga á staðnum, þar á meðal
mjög hæfra sjúkraþjálfa sem
gefa rétt nudd og slökun, mun
»Skodsborg« með skynsamle-
gum hlutfollum hvíldar og iðju
endumýja og hressa líkamlega
og andlega vellíðan.
SKODSBORG BADESANATORIUM
Skodsborg Strandvej 123-135, DK-2942 Skodsborg, Danmark
tr 00 14 - 02 - 80 32 00
Sambyggður trésmíðavélar
til afgreiðslu strax.
Eigum einnig fyrirliggjandi sambyggða þykktarhefla
og áfréttara.
G. Þorsteinsson & Johnson h.f.
Ármúla 1. — Sími 8 55 33.
BMW
gϚingurinn
er ekki eins dýr og þú heldur
Verðin eru skv. gengi 7/10 ’80:
BMW 316 kr. 9.880.000
BMW318A kr. 10.795.000
BMW 320 kr. 11.210.000
BMW518 kr. 10.870.000
Nú er tækifæri að gera góð kaup með því að greiða nú kr.
3.500.000 getið þér tryggt yður bíl á föstu verði.
Aðeins örfáum bílum óráðstafað!
KRISTINN GUÐNASON HF.
SUÐURLANDSBRAUT 20. SÍMI 86633
AKUREYRi: BJARNHÉÐINN GÍSLASON SÍMI 96-22499