Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 11 Liverpool College of Art, og þar kynntist hann Stuart nokkrum Sutcliffe, sem hann fékk til að leika á bassa í hljómsveitinni. Þeir voru því orðnir fjórir gítarleikar- ar og einn bassaleikari, þó að Stuart væri að vísu varla nógu góður hljóðfæraleikari í saman- þurði við hina að flestra áliti. Fyrst í stað léku þeir eingöngu fyrir vini og kunningja og á stöðum nálægt heimilum sínum í Liverpool, svo sem Cavern- klúbbnum. Þar komust þeir í kynni við einn kunnasta umboðs- mann Bretlandseyja, Larry Parn- es, sem sendi þá í stutta hljóm- leikaferð um Skotland í fylgd með söngvaranum Johnny Gentle. Það var á þessum tíma sem þeir hófu að kalla sig The Silver Beatles, „Silfurbjöllurnar", þó þeir að vísu notuðu jafn oft eða oftar aðeins styttinguna The Beatles. Á leið upp á tindinn Hljómsveitin var nú óðum að taka á sig fast form, en þó átti mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en tindinum yrði náð. Bítlana vantaði til dæmis enn trommuleikara, sem tæki fast sæti í hljómsveitinni. — Hann rak þó fljótlega á fjörur þeirra, en það var Pete Best, sonur eiganda klúbbsins The Casbah Club í Liverpool. Það hefur vafalítið orð- ið þeim hvatning á þessum tíma, að þeim barst um þetta leyti boð frá Hamborg í Þýskalandi um að koma þangað og leika. Þeir fóru í þá ferð, sem raunar varð aðeins sú fyrsta af fimm þangað. A þessum tíma voru þeir smám saman að móta sviðsframkomu sína og eigin stíl, sem áður en lauk átti eftir að verða víðfrægur um alla Evrópu og síðar um allan hnöttinn. Hin fyrsta heimsókn þeirra til Þýskalands tók þó skjót- an endi, er upp komst, að George Harrison var of ungur til að leika á börum og skemmtistöðum þar sem vínveitingar voru leyfðar! Þeir héldu því aftur heim til Liverpool, og héldu áfram að þróa hljómsveit sína og tónlist. Fram- koma þeirra og tónlist var nú orðin „ruddalegri" eða „grófari" en áður, og ekki bar á öðru en það félli áheyrendum þeirra vel í geð. Þeir léku næstu mánuði við vax- andi vinsældir í heimaborg sinni, en fóru síðan aftur til Hamborgar, en í þeirri för tóku þeir upp fyrstu hljómplötu síná. Stuart Sutcliffe ákvað að fara ekki með í þessa ferð, heldur ætlaði hann að ljúka námi sínu í listaskólanum í Liv- erpool. Það varð til þess að Paul McCartney tók að leika á bassann, en því hljóðfæri hefur hann ekki sleppt síðan. Sutcliffe varð hins vegar aldrei liðsmaður hljómsveit- arinnar aftur, en hann lést með sviplegum hætti í apríl 1962 af völdum heilablóðfalls. Eftir heimkomuna úr þessari annarri Þýskalandsför sinni var þeim boðið til Brians Epsteins, sem rak hljómplötuverslun og hafði oft reynt að koma ungum og efnilegum tónlistarmönnum á framfæri við hljómplötuútgáfur. Hann útvegaði þeim upptökutíma hjá Decca-fyrirtækinu, þar sem þeir tóku upp nokkur lög. Bítlarn- ir héldu hins vegar sjálfir aftur til Hamborgar skömmu síðar, þar sem þeir héldu áfram að leika á börum og ódýrum skemmtistöðum í hinni þýsku hafnarborg. En skömmu eftir að þeir voru komnir út til Þýskalands þriðja sinni, barst þeim skeyti frá Ep- stein, þar sem hann tilkynnti þeim þær gleðifregnir, að George Mar- tin hjá EMI-samsteypunni hefði hlustað á segulbandsupptökur þeirra, og hrifist af þeim. Hann hafði því ákveðið að bjóða þeim að taka upp raunverulega hljómplötu og upptökutími hafði verið ákveð- inn. Hér voru fjórmenningarnir greinilega komnir með langþráð tækifæri upp í hendurnar, tæki- Bítlarnir fimm, sem héldu til Hamborgar árið 1960. Frá vinstri: Pete Best, George Harrison, John Lennon, Paul McCartney og loks Stuart Sutcliffe. Þrír Bitlanna í leðurbuxum og cowboystígvéium á húsþaki í Hamborg Astrid Kirchherr og unnusti hennar, Stuart Sutcliffe. Hann lést úr árið 1961. Talið frá vinstri: Paul, John og George. heilablóðfalli áður en The Beatles náðu heimsfrægð. en Astrid átti hugmyndina að hinni frægu „Bitlagreiðslu“. færi sem gæti orðið þeirra síðasta ef illa gengi. Tækist þeim á hinn bóginn vel upp var aldrei að vita hvað framtíðin bæri í skauti sér. Mikilvægt var því að allt væri vel undirbúið og að ekkert færi úr- skeiðis. Við þessi mikiivægu tíma- mót ákváðu þeir John, Paul og George, að reka Pete Best úr hljómsveitinni, þar sem þeir töldu hann sér lakari tónlistarmann er gæti orðið dragbítur á frama þeirra. Starf hans sem trommu- leikari hljómsveitarinnar tók Richarð Starkey, eða Ringo Starr eins og hann yfirleitt var kallaður af vinum sínum. Hann var um þetta leyti einnig að vinna í Hamborg sem trommuleikari með Rory Storme and the Hurricanes. Þar með var hljómsveitin The Beatles eða bresku Bítlarnir eins og hún hefur löngum verið nefnd á ástkæra ylhýra málinu, komin í sína endanlegu mynd og heims- frægðin var nú ekki langt undan. Hljómplötuupptakan hjá EMI- samsteypunni fór fram í septem- ber árið 1962, leiðbeinandi þeirra fjórmenninga við þessa mikilvægu plötuupptöku var hinn kunni upptökumeistari George Martin, sem lengi síðan hefur verið þeim innan handar. Fyrsta litla plata hljómsveitarinnar bar nafnið Love Me Do, eftir sam- nefndu lagi, en ekki komst það þó á toppinn þrátt fyrir nokkrar vinsældir. Hjólin fóru ekki að snúast fyrir alvöru fyrr en árið 1963, er platan Please Please Me kom út. Hún fór á topp breska vinsældalistans, og nöfn Bítlanna voru nú á hvers manns vörum, meðal unglinga á Bretlandseyjum að minnsta kosti. Bítlaæðið svo- nefnda var nú að hefjast, en það átti eftir að ná til ungmenna í öllum heimsálfum sem fyrr segir, ungu fólki til óblandinnar gleði, en foreldrum þeirra að sama skapi til sárrar gremju. Ekki var langt að bíða næstu hljómplötu The Beat- les, From Me To You kallaðist hún, og skömmu síðar kom platan She Loves You. Allar slógu þær í gegn í Bretlandi, en það var hins vegar ekki fyrr en með I Want To Hold Your Iland að Bandaríkja- menn tóku að leggja við hlustirn- ar, og hljómsveitin náði síðan endanlega fótfestu vestan hafs árið 1964, í aprílmánuði, er fjór- menningarnir frá Liverpool fóru til Bandaríkjanna í fræga tón- leikaferð. Tónlistin - framkoman - hártískan Bítlanna verður vafalaust lengst minnst fyrir tónlist þeirra, sem enn er leikin daglega af útvarpsstöðvum víða um heim, auk þess sem enn er mikil sala í hljómplötum þeirra, og nýir og nýir listamenn eru sífellt að leika lög þeirra inn á nýjar og nýjar hljómplötur. En í upphafi var það ekki einungis tónlist þeirra, sem heillaði unglinga Bretlands og Bandaríkjanna og síðar annarra landa heims. Þar kom fjölmargt annað til. Aður er minnst á framkomu þeirra, sem var í mörgu frábrugð- in því sem fólk átti að venjast á þessum árum. Þeir voru fremur grófir í allri framkomu, þeim virtist standa á sama um áhorfendur sína, reyktu á sviðinu og voru jafnvel með neyðarlegar athugasemdir um þá er komnir voru til að heyra þá leika. Síðar átti þetta þó eftir að breytast, er þeir voru orðnir að fyrirmyndum ungs fólks um víða veröld, og aðrar hljómsveitir, svo sem The RoIIing Stones höfðu tekið við af þeim í hinni grófu framkomu. Þá má ekki gleyma hártísku þeirri er þeir innleiddu, en hennar má enn sjá merki á hársídd og greiðslu karlmanna um allan heim. Nú var ekki lengur í tísku að vera burstaklipptur eða strokinn, nú skyldi hárið síkka og greiðast fram á ennið. Smám saman síkk- aði síðan hárið, og aðrir gengu lengra en Bítlarnir í þeim efnum. Þeir áttu hins vegar upptökin, og síða hárið varð eitt af aðalein- kennum þeirra ásamt tónlistinni. Vinkona fjórmenninganna í London, Astrid Kirchherr, sem var trúlofuð Stuart Sutcliffe, átti upptökin að hinni kunnu bítla- greiðslu. Hún var ljósmyndari að atvinnu, og hafði næmt auga fyir því hvað gengi í fólk á þessum tíma, og hún stakk upp á því að þeir létu hár sitt vaxa. — Erfitt er að ímynda sér Bítlana og bítlaæð- ið sem í kjölfarið kom, hefðu þeir aldrei breytt um hárgreiðslu, hefðu þeir verið burstaklipptir eða með brilljantíngreiðslu eins og Elvis Presley. Astrid á því líklega meiri þátt í bítlaæðinu en oft hefur verið haldið fram. - AII Fyrir utan Cavern-klúbbinn fræga í Liverpool. eftir heimkomuna frá Hamborg. Frá vinstri: Paul, John og Pete Best. George, Stuart og John í Hamborg árið 1960.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.