Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 Magn^”" Athugasemd við um- mæli sameönguráðherra 16. okt. 1980. I Morgunblaðinu í dag eru ýmis ummæli höfð eftir samgönguráð- herra um afstöðu flugráðs varð- andi flugrekstrarleyfi Iscargo hf., fyrirhugað áætlunarflug á vegum Flugleiða hf. til Amsterdam á næsta sumri, svo og um meinta afstöðu undirritaðs í þessum mál- um. Þar sem hér er á ýmsan hátt hallað réttu máli, virðist svo sem ráðherra hafi ekki verið kynnt öll gögn, er málin varða, eða hann ekki munað eftir þeim, og ber nauðsyn til að koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingum, ábendingum og skýringum. Flugrekstrarleyfi Iscargo hf. Með bréfi dags. 8. sept. sl. óskaði samgönguráðuneytið eftir umsögn flugráðs um umsókn Iscargo hf. um viðbótarleyfi til flutninga á vörum, pósti og farþegum milli landa með þungum flugvélum (yfir 5,7 tn.). Umrætt bréf var lagt fram á 980. fundi ráðsins 18. sept., en af- greiðslu frestað að beiðni eins flugráðsmanns, sem óskaði eftir frekari gagnasöfnun. Málið var aftur tekið fyrir á 981. fundi ráðsins, sem haldinn var 10. þ.m., en á þeim fundi „samþykkti meiri hluti flugráðs að mæla með því að umbeðið leyfi verði veitt, enda verði fullnægt settum ákvæð- um loftferðaeftirlits, og viðhalds- þjónusta félagsins verði hérlendis að því marki sem hagkvæmt telst", eins og segir í bréfi flugráðs (FR. 84.80) til ráðuneytisins sama dag. I bréfi flugráðs segir ennfremur: „Með bréfi þessu fylgir umsögn loftferðaeftirlits flugmálastjórnar þar sem m.a. er vakin athygli á núverandi viðhaldsaðstöðu félags- ins á Reykjavíkurflugvelli, svo og þeim aðdraganda, sem þyrfti að vera að farþegaflugi félagsins með þungum loftförum. A fundinum var ekki tekin af- staða til þeirra erlendu áfanga- staða í áætlunarflugi, sem til- greindir eru í umsókn félagsins." Varðandi síðast nefndu athuga- semdina er þess að geta, að á umsóknareyðublaði er getið um Rotterdam/Amsterdam, London og Kaupmannahöfn sem væntanlega áfangastaði í reglubundnu áætlun- arflugi Iscargo hf. Flugráð ákvað á fundi sínum, 14. maí sl., að mæla gegn þá fyrirhug- uðu áætlunarflugi Iscargo hf. með vörur til og frá Kaupmannahöfn, enda lágu engar upplýsingar fyrir þess efnis, að flutningaþörf hafi ekki verið nægjanlega sinnt með reglubundnu áætlunarflugi Flug- leiða og SAS. Samgönguráðherra taldi þó ekki rétt að fylgja þessu áliti flugráðs, og samþykkti að Iscargo hf. skuli einnig tilnefnt til að sinna reglu- bundnu áætlunarflugi með vörur á þessari flugleið. Hins vegar er ekki vitað til þess að dönsk flugmálayf- irvöld hafi enn samþykkt þá tilhög- un. Fyrirheit samgönKU- ráðherra fyrir stofnun Flugleiða hf. í Morgunblaðinu segist sam- gönguráðherra engar spurnir hafa haft af því, að undirritaður hafi „bent á hagsmuni Flugleiða og Arnarflugs" í sambandi við fyrr greinda rýmkun á rekstrarleyfi Iscargo. < Af þessu tilefni vil ég minna á eftirfarandi texta í bréfi flugráðs til samgönguráðuneytis, dags. 14. maí sl., þar sem fjallað var um fyrirhugað flug Iscargo á Kaup- mannahafnar-leiðinni: „Við afgreiðslu málsins var jafn- framt vísað til bréfa þáverandi samgönguráðherra til Flugfélags íslands hf. og Loftleiða hf. fyrir sameiningu þeirra félaga í Flug- leiðir hf. í ágúst 1973, svo og núverandi rekstrarörðugleika fé- lagsins og yfirlýsingar hlutaðeig- andi stjórnvalda um stuðning við starfsemi félagsins." Myndrit af þessu bréfi þáverandi samgönguráðherra, Hannibals Valdimarssonar, var jafnframt af- hent öllum flugráðsmönnum til fróðleiks. Vegna yfirstandandi víð- tækrar umræðu um skipulag ís- lenskra flugflutninga, svo og fjölda nýlegra yfirlýsinga núverandi sam- gönguráðherra um nauðsyn þess að fleiri íslensk flugfélög verði til- nefnd til að sinna áætlunarflugi til og frá íslandi, þykir rétt að birta umrætt bréf Hannibals Valdi- marssonar í heild sinni. Bréfið, sem er dags. 25. júní 1973, og stílað á bæði Flugfélag íslands hf. og Loftleiðir hf., er sem hér segir: „Ráðuneytið vitnar til þess, sem fram hefur komið, varðandi rétt- indi nýs sameinaðs flugfélags, ef stofnað verður, i viðræðum þeim um samvinnu eða sameiningu Flugfélags íslands hf. og Loftleiða hf., sem staðið hafa yfir frá því seint í nóvember sl. ár, með þátttöku trúnaðarmanna ríkis- stjórnarinnar, og sem nú eru komnar á lokastig. Sjónarmið flugfélaganna um þessi atriði eru dregin saman í 6. lið bréfs stjórnarformanns Loft- leiða dags. 30. f.m., til ráðuneytis- stjóra samgönguráðuneytisins, sem hefur stjórnað umræddum viðræð- um. Ráðuneytinu virðist að einkum sé um eftirgreinda þrjá þætti réttinda til flugstarfsemi að ræða, sem óskað er staðfestingar ráðu- neytisins á, að nýtt sameinað félag myndi njóta: 1. Hið sameinaða félag fái einka- rétt á öllu áætlunarflugi til útlanda. 2. Hið sameinaða félag fái sérleyfi til áætlunarflugs á öllum aðal- flugleiðum innanlands. 3. Hið sameinaða félag fái for- gangsrétt til leiguflugs til og frá útlöndum, eftir því sem við verður komið. Vegna þessa vill ráðuneytið taka fram eftirfarandi: Ad. 1: Ráðuneytið minnir á, að Flugfélag Islands hf. og Loft- leiðir hf. hafa annaðhvort eða bæði allt frá því fyrsta verið tilnefnd af íslands hálfu til að njóta þeirra réttinda, sem ís- land hefur haft, samkvæmt loftferðasamningum við önnur ríki (designated airlines), hafi félögin viljað starfrækja flug á viðkomandi flugleiðum. Telur ráðuneytið ekki neina ástæðu til að gera ráð fyrir, að breyting verði á þessari stefnu, þótt yfirstjórn félag- anna verði sameinuð, nema síður sé. Ráðuneytið minnir á, að opinber stjórnvöld hafa átt frumkvæði að sameiningar- tilraunum flugfélaganna og hlýtur rökrétt afleiðing þeirr- ar stefnu að vera sú, að sameinað flugfélag, eða núver- andi flugfélög, sem verða und- ir þess yfirstjórn, verði til- nefnd til að njóta allra þeirra réttinda til reglubundins áætl- unarflugs, á erlendum flug- leiðum, sem Island hefur sam- kvæmt loftferðasamningum, og það eða þau vilja nýta. Ad. 2: I liðlega 20 ár hefur fram- kvæmd sérleyfisveitinga til innanlandsflugs verið sú, að Flugfélag íslands hf. hefur fengið sérleyfi eða flugleyfi án sérleyfis til reglubundins áætlunarflugs á þeim innan- landsleiðum, sem það hefur sótt um. Þannig voru Flugfé- lag íslands hf. síðast veitt, hinn 27. október 1970, sérleyfi til reglubundins áætlunarflugs á 12 flugleiðum innanlands og leyfi til reglubundins áætlun- arflugs, án sérleyfis, á 11 öðrum innanlandsleiðum, allt eins og sótt var um af hálfu félagsins 1. september 1970. Leyfi þessi gilda til ársloka 1975, en samkvæmt VII. kafla loftferðalaga, nr. 34/1964, sbr. 85. gr., skal veita siík leyfi „um tiltekinn tíma“ og hefur í framkvæmd verið miðað við fimm ár. Ekki er sjáanleg nein ástæða til að vænta hér breyt- inga þótt yfirstjórn Flugfélags íslands hf. og Loftleiða hf. verði sameinuð. Hins vegar er rétt að benda á, að ráðuneytið hefur veitt eða gefið öðrum flugfélögum fyrirheit um veitingu sérleyfa á nokkrum flugleiðum, sem ekki geta talizt með „aðalflug- leiðum", samkvæmt meðmæl- um heimamanna og flugráðs, enda hefur þá verið um að ræða þjónustu, sem Flugfélag íslands hf. ekki hafði hug á að starfrækja. Ad. 3: Augljóst er, að það er ekki á valdi ráðuneytisins, miðað við gildandi viðskiptahætti, að gefa félaginu fyrirheit um „forgangsrétt" til leiguflugs til eða frá íslandi, þar sem slíkt flug byggist á samningum flytjanda og skipuleggjanda ferðar. , í viðræðum við fulltrúa flugfé- laganna hefur hins vegar kom- ið fram, að átt sé við, að félagið geti notið umræddra- viðskipta „að öðru jöfnu“ og mun ráðuneytið að sjálfsögðu stuðla að því, eftir því sem í þess valdi stendur. Einnig er upplýst, að þess er vænzt, að ráðuneytið hagi leyfisveitingum til leiguflugs á þeim leiðum, sem íslenzk flug- félög fljúga reglulega, þannig að ekki komi tilfinnanlega við hagsmuni þeirra. Um þetta efni gildir nú reglugerð nr. 107/1972, um komu, brottför og yfirflug flugfara í milli- landaflugi yfir íslenzk yfir- ráðasvæði. Er ráðuneytið reiðubúið til að taka til athugunar óskir nýs sameinaðs flugfélags um breytingar á téðum reglum, til að tryggja rekstrargrundvöll áætlunarflugs til og frá Is- landi. Ráðuneytið væntir þess að framangreindar skýringar séu fullnægjandi en er að öðru ieyti reiðubúið til viðræðna við fulltrúa fyrirhugaðs samein- aðs féiags. Þar sem ráðuneytið telur sameiningu félaganna mikilsvert skref til að tryggja samgöngur Íslendinga, bæði innanlands og við önnur lönd, mun það að sjálfsögðu leggja sig fram til að koma til móts við sanngjörn sjónarmið sam- einaðs flugfélags, til að tryggj a því nægileg viðfangs- efni og sem traustastan rekstrargrundvöll. Hannibal Valdimarsson (sign) Brynjólfur Ingólfsson (sign)“ Á það er minnt, að sameining Flugfélags íslands hf. og Loftleiða hf. í Flugleiðir hf. var fyrst og fremst verk opinberra stjórnvalda, þ.e. flugráðs, samgönguráðuneytis og Alþingis. Framangreint bréf, og þau fyrirheit, sem þar eru gefin, var ein af meginforsendum fyrir því að stjórnir og hluthafar félag- anna féllust á sameininguna. Amsterdam-flug í Mbl.-fréttinni segir ráðherra: „Satt að segja vissi ég ekkert um áhuga Flugleiða á Amsterdam- flugi fyrr en ég frétti af sumar- áætlun þeirra núna.“ Hér er rétt að benda á, að í greinargerð endurskoðunar hf., „Fjárhagsstaða Flugleiða hf. 30. júní 1980“, sem send var forsætis- ráðherra, fjármálaráðherra, sam- gönguráðherra og utanríkisráð- herra mánudaginn 8. sept. sl., segir m.a. á bls. 3 í fylgiskjali 11: „Gert er ráð fyrir flugi til Amsterdam, 1 ferð á viku sumarið 1981, og er það ný flugleið, jafnframt því sem flug til Þýzkalands og Frakklands er nokkuð aukið. Eru þessar breyt- ingar áætlaðar til að fylla það skarð, sem minna flug til Luxem- borgar skapar." Aðdragandi þessa máls er þó að sjálfsögðu mun lengri. Rétt er að minna á, að Loftleiðir sinntu reglu- bundnu áætlunarflugi til Amster- dam um langt árabil, en það flug byggðist á loftfiutningasamningi milli íslands og Hollands dags. 22. mars. 1950. Þegar öll flugrekstrar- leyfi Flugfélags íslands og Loft- leiða voru formlega yfirfærð á Flugleiðir frá og með 1. okt. 1979, veitti samgönguráðuneytið félag- inu jafnframt leyfi til að halda uppi áætlunarflugi með farþega, vörur og póst milli íslands og 11 annarra lands, þ.á m. til Hollands. Með orðsendingu hollenska utan- ríkisráðuneytisins til . ísienska utanríkisráðuneytisins, dags. 29. nóv. 1979, eru staðfest réttindi til handa Flugleiðum að halda uppi áætlunarflugi milli ísiands og Hollands. Samkvæmt upplýsingum útlend- ingaeftirlitsins fyrir ferðir útlend- inga til íslands fyrstu 9 mánuði yfirstandandi árs, er 8,8% aukning á ferðum Hollendinga, á meðan að 13,2% samdráttur er almennt í ferðum útlendinga til landsins. Er hér væntanlega einnig að finna skýringu á þeirri ákvörðun Flug- leiða að sinna á ný veittum flug- réttindum á þessari leið. Störí undirritaös í lok Mbl.-fréttarinnar er haft eftir samgönguráðherra: „Annars finnst mér þetta allt einkennilegt, því rekstrarstjóri Flugleiða, sem einnig er formaður stjórnar Arnar- flugs, á sæti í flugráði og sat hjá þegar beiðni Iscargo var afgreidd." Undirritaður var skipaður for- maður flugráðs í janúar sl., en samkvæmt lögum nr. 119/1950 um stjórn flugmála skal ráðherra skipa „í ráðið tvo menn með sérþekkingu á flugmálum". Aðrir þrír eru kosnir hlutfallskosningu í sameinuðu Alþingi. Framan- greindrar sérþekkingar er hér á landi aðeins aflað á tvennan hátt, við störf hjá flugmálastjórn eða hjá flugfélögum. Eg hafði starfað hjá flugmálastjórn sem verkfræð- ingur, framkvæmdastjóri flug- öryggisþjónustu, fjármálalegur framkv.stjóri, og varaflugmála- stjóri, samtals í 18 ár, en frá júlí 1978 sem framkvæmdastjóri flug- rekstrarsviðs Flugleiða. Þá var ég ennfremur kosinn formaður stjórn- ar Arnarflugs vorið 1979. Á fyrsta fundi núverandi flug- ráðs, sem haldinn var 22. jan. sl., voru þessi mál almennt rædd, og öllum flugráðsmönnum, þ.á m. Steingrími Hermannssyni, afhent myndrit af eftirfarandi bréfi mínu, dags. 18. jan. 1980, sem sent var stjórn og framkvæmdastjóra Arn- arflugs hf.: „Þar sem samgönguráð- herra hefur í þessari viku skipað mig formann flug- ráðs, tel ég eftir atvikum rétt að víkja nú þegar úr stjórn Arnarflugs hf., og óska eftir að varaformaður taki við formennsku stjórn- ar, og að varamaður minn taki sæti í stjórninni." Samrit þessa bréfs var ennfrem- ur sent samgönguráðuneyti. Á sama fundi lagði ég jafnframt fram skipurit Flugleiða hf. og skýrði verkefni flugrekstrarsviðs félagsins, þ.e. umsjón flugtækni- legra málefna (flugdeild og við- halds- og verkfræðideild), og að sú deild hefði ekkert með að gera fargjaldamál og önnur slík mark- aðsmálefni, sem stundum kæmu til umsagnar flugráðs. Fyrrverandi samgönguráðherra, Magnús H. Magnússon, taldi ekki við hæfi að flugmálastjóri gegndi áfram starfi sem formaður flug- ráðs, þar sem ráðið væri m.a. stjórnarnefnd yfir þeirri stofnun, sem flugmálastjóri veitir forstöðu. Núverandi samgönguráðherra hef- ur hins vegar í ársbyrjun lýst þeirri skoðun sinni, að ekki sé rétt að starfsmaður flugfélags sitji í ráðinu. Það virðist því vandlifað í veröldinni. Þessi meinti hagsmuna- ágreiningur starfsmanna flug- málastjórnar og/eða flugfélaga, sem sæti ættu í flugráði og kæmu þangað vegna sérþekkingar sinnar, er því hugsanlega hvati þeirra hugmynda, sem nýlega hafa séð dagsins ljós, að í flugráði skuli ekki sitja menn með sérþekkingu á flugmálum. Lokaorð Auk flugmála sinnir núverandi samgönguráðherra einnig um- fangsmiklum málaflokkum, svo sem sjávarútvegsmálum, og rösk- leg framganga hans á öllum þess- um sviðum lýðum ljós. í því gífurlega upplýsingastreymi og pappírsflóði, sem um borð ráðherr- ans hlýtur að fara, er ekki að furða þótt ekki sé á stundinni munað eftir öllum gögnum, er öll mál varða. Tilgangur minn með þessari greinargerð er sá einn að leiðrétta þær missagnir, sem fram hafa komið í fréttum, þannig að haft sé það sem sannara reynist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.