Morgunblaðið - 18.10.1980, Side 41

Morgunblaðið - 18.10.1980, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 41 fclk í fréttum ffLít þessa rós! Hún seg- ir: Sjá, ég grœ og seilist uppí veröldina og hlœ..“ - Úr Rubáiyát fundinum? — Svona hálf þrjú ansaði Mæja. Og þá hélt Elísabet hún væri laus við fundasetur uppúr klukkan þrjú á miðvikudag. Og stundvíslega klukkan þrjú kom hún. — Eg vissi eiginlega ekki hvaðan á mig stóð veðrið, sagði hún, þegar þú komst og lagðir höndina á öxlina á mér uppí skóla um daginn. Þú varst svo alvarlegur, bætti hún við, að ég hélt þú værir kannski frá lögregl- unni, sem ég vissi ekki ég ætti vantalað við! Ég er Traustadóttir og átján ára gömul. Nei, ég fer líklega ekkert utan í fegurð- arkeppni fyrr ®n þá á næsta ári, eða svo. Mér þykir gam- an að taka þátt í fegurðar- samkeppni, maður kynnist mörgum. Reyndar fór ég út í þetta fyrst, til þess að yfir- stíga feimni og ég held mér hafi tekist það. Nei, ég er ákveðin í að klára skólann fyrst, en svo fer ég kannski í teikninám. Mér hefur alltaf þótt gaman að teikna, sagði hún Élísabet. Það er trúlegt Elísabet sé þegar frátekin! Fegurðardrottningar eru varar um sig: — Utaf hverju eiginlega, spurði hún og horfði með tortryggni á þennan mann, sem hvíldi hönd sína á öxl henni, eins og hann æltaði að handtaka hana. Hún fékkst ekki með nokkru móti afsíðis, að tala við manninn, sem hélt hann væri svo sakleysislegur í framan. Þá varð að tefla fram Mogganum: — Ég kem frá Morgunblaðinu og langar að hafa af þér mynd í laugardagsblaðinu. Geturðu nokkuð komið niður á Mogga seinna í dag? Það gat Elísabet ekki. Feg- urðardrottningar hafa í mörgu að snúast og hún var önnum kafin allan daginn. — En á morgun? — Ja, Mæja, spurði hún, hvenær lýkur — Elísabet, hún er þarna! Og þarna sat þá Elísabet. Hún er fegurðardrottning ís- lands og svo lærir hún líka ýmislegt í Hamrahlíðarskól- anum. Blm. gekk til Elísabet- ar og lagði hönd sína á öxl hennar og spurði: — Get- j urðu, Elísabet, komið aðeins i og talað við mig? Synir Medúsu HANN heitir Sigurjón Birgir Sigurðsson, nefnir sig Sjón. Hann er einn úr félagsskap, sem kallar sig Medúsa. í grískri goðafræði eru kunnar Gorgónurnar þrjár, en Medúsa var ein þeirra, hin hræði- legasta ófreskja. Medúsa var eina Gorgónan sem var dauðleg og drap Perseifur hana eftir eitthvert illvirkið sem hún vann, hjó af henni höfuðið. Og úr blóðinu, sem spýttist upp úr strjúpanum, fæddust þeir Chrysaor og Pegasus, en þá hafði Medúsa átt með sjávarguðnum Poseidon. Þess er getið, að allir sem litu höfuð Medúsu afhoggið urðu að steinum. En hverjir skildu það vera, sem kenna sig við þessa hræðilegu skepnu Medúsu? — Við erum átta til tíu á aldrinum 18 til 21 árs, sagði Sjón, og eigum það sameiginlegt allir, að dufla við surrealismann. Við erum andans menn og tölum mikið saman, iðulega fram á nætur. Svo skrifum við ljóð og sögur, teiknum líka og gefum út bækur. Ungir? Nei, það er nefnilega þannig, að það fer að renna af mönnum andagiftin upp úr tvítugu. Við erum sannfærðir surrealistar, allir saman, þó við séum auðvitað ekki einn og sami hugurinn. Já, við ætlum að gera konurnar okkar að surrealistum og líka hundana okkar og kettina. Annars eru kettir surrealistar að eðíislagi, en síður hundar ... Nú verður „Partí" í kvöld kl. 10—03. Friðryk og Pálmi Gunnarsson sjá um að allir sleppi fram af sér beizlinu. Gestur kvöldsins: Laddi skemmtir kl. 24.00. Ef þú vilt prófa eitthvaö nýtt, komdu þá í stuðið hjáokkur. „ Leigubílar viö innganginn. Partínefndin. VEITINCAHUS VAGNHOFDA11 REYKJAHilK SIMI 80680 , Fjölskyldu- skemmtun með Gosa -í hádeginu alla sunnudaga Njótið ánægjulegs málsverðar með allri fjölskyldunni í Veitingabúð Hótels Loftleiða. Gosi gengur um svæðið með bömunum, stjómar skemmtun þeirra og fer í leiki. • Skólahljómsveit Laugamesskóla leikur nokkur lög undir stjórn Stefáns Þ. Stephensen • Böm koma fram og sýna skemmtiatriði og dans • Böm sýna föt frá Mömmusál • Flugmódel verða sýnd á göngum hótelsins á vegum íslensku plastmódelsamtakanna • Alvöru flugvélar verða sýndar á flugvélastæðunum við hótelið. Allt frá smáflugvélum upp ístærri flugvélar frá Amarflugi og Flugleiðum • Loks býður Gosi öllum t bíó. • Dagskráin byrjarkl. 11.30. Matseðill: Blómkálssúpa kr. 700 Glóðarsteiktur kjúklingur m/rjómasveppasósu og hrásalati kr. 5.300 Pönnust. smálúðuflök m/rækjum og hrísgrj. kr. 3.250 Rjómaís m/súkkulaðisósu kr. 1.050 Fyrir bömin: 1/2 skammtur af rétti dagsins 6—12 ára, fritt fyrir böm yngri en 6 ára. Auk þess: Gosaborgari m/frönskum kartöflum kr. 1.200 Nórasamloka m/frönskum kartöflum kr. 850 Verið velkomin HOTEL LOFTLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.