Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 Í GARÐABÆ efndu þes«ar telpur til hlutaveltu til ájfóða fyrir Afrfkusofnun Rauða krossins. Þær söfnuðu 6600 krónum. Þær heita Guðrún Halldóra Jónsdóttir, Anný Dóra Hálfdánardóttir og Ingunn Þóra Hallsdóttir. ÞESSAR stulkur. Ilelena Rúnarsdóttir. Anna Lísa Rúnarsdóttir og Ingunn Lovísa Ragnarsdóttir, afhentu Sjálfsbjörg, Fél. fatlaðra í Reykjavík, andvirði hlutaveltu að upphæð 30.000 - kr. „Árásir44 á SÍS Reykvikingur skrifar: „I Tímanum þann 14. október sl. má lesa leiðara merktan Þ.Þ., með yfirskriftinni Árásir á samvinnu- hreyfinguna. Lífseigir draugar Þú minnist þess ef til vill Velvakandi góður, að undirritaður átti nýlega í nokkrum skoðana- skiptum við samvinnumenn í dálkum þínum, og vekur framan- greindur leiðari Þ.Þ. upp nokkra af þeim draugum sem undirritað- ur glímdi þá við, og verða sjálfsagt seint endanlega lagðir að velli! Skattfríðindi samvinnufélaga Fyrst og fremst vekur það enn einu sinni athygli, að hvers konar gagnrýni á samvinnuhreyfinguna OK löggjöf, sem gerir henni hærra undir höfði en öðrum rekstrar- formum, er alltaf umsvifalaust dæmd í Tímanum sem árás á SÍS. — Má í þessu efni enn einu sinni benda á þá staðreynd, sem er algerlega óhrakin, að skattfríðindi samvinnufélaga eru slík, að í sambærilegum rekstri greiðir samvinnuféiag allt niður í þriðj- ung þess skatts sem öðrum rekstr- arformum er gert að greiða. — Ef Þ.Þ. óskar eftir endurtekningu umræðna um þessar staðreyndir, þá er undirritaður til í slaginn hvenær sem er! Tíminn rökheldur Þ.Þ. segir orðrétt í leiðara sínum: „Það ber að viðurkenna, að forsvarsmenn margra einkafyrir- tækja skilja það orðið, að slík samkeppni samvinnuhreyfingar- innar og einkaaðila er nauðsyn- leg.“ — Undirritaður fullyrðir að skilningur einkaaðila á nauðsyn samkeppni í hverskonar rekstri og viðskiptum er og hefur alltaf verið ótvíræður, en þó með þeim fyrir- vara að einu rekstrarformi sé aldrei gert, af löggjafa þjóðar- innar, hærra undir höfði en öðru. — Nú skyldu menn ætla að þegar bent er á staðreyndir slíkar sem þessar, mætti teljast sanngjarnt að nefna slíkt gagnrýni, — en Tíminn hefur löngum reynzt rök- heldur í þessu efni og skal nú reyna á það enn einu sinni hvort aftur verður reynt að koma „árásar“-stimplinum á slíka gagn- rýni, þegar hún birtist hér og nú. — Eða er samvinnuhreyfingin ef til vill svo heilög kýr í augum samvinnumanna, að hún sé hafin yfir gagnrýni? Leiðir lögkrókanna Seinna segir Þ.Þ. í leiðara sínum: „Arður samvinnuhreyf- ingarinnar er sameign hinna fjöl- »4K> MORödh;- , KAffinu ] [s Ég hélt að svona gúmmípoki myndi leysa vandann. Bléstu í vitlausan enda? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Sé eingöngu stuðst við hefð- hundnar aðferðir við lausn varn- arþrautar í dag er hadt við að ekki takist. Hafa verður meðferð- is góðan siurk af ímyndunarafli svo dæmið gangi upp. Við látum nægja spil blinds og þín í austur. Norður S. G107 H. ÁD83 T. Á8 L. ÁDG9 Austur S. D62 H. K1095 T. K1032 L. K8 Norður gaf spilið og opnaði á 1 grandi. Eftir pass þitt stökk suður í 3 spaða, sem norður hækkar í 4 spaða og er það lokasögnin. Útspil hjartatvistur. Sagnhafi lætur hjartadrottninguna frá blindum og þú færð á kónginn. Hvað svo? Út af fyrir sig er ekki erfitt að sjá 3 slagi. Gera verður ráð fyrir, að kóngarnir sjái fyrir þeim. Útspil vesturs er eflaust frá gos- anum og úr því hann spilaði tvistinum, átti hann sjálfsagt þrjú hjörtu. Þá þýðir ekki að reikna með öðrum slag á hjarta. Þannig ber allt að sama brunni. Fá verður slag á trompdrottninguna. Sjálfsagt mun sagnhafi svína í trompinu nema hann hafi sér- staka ástæðu til annars. Datt þér í hug að spila laufáttunni? Ef þú gerir það má vel ímynda sér viðbrögð suðurs. Það fyrsta, sem honum dettur í hug, er, að vestur eigi laufkóng- inn. Og það næsta verður, að þú eigir einspil í laufinu. Ekkert er eðlilegra þegar þú spilar svona upp í gaffalinn í blindum. Og hrein og bein afleiðing þess verð- ur, að hann mun við fyrsta tækifæri taka á bæði trompás og -kóng, svo að vestur komst ekki að til að spila laufi, sem sagnhafi býst við, að þú munir trompa. Og honum verður alveg sama þó trompdrottningin komi ekki í. En honum mun ekki standa á sama þegar hann svínar næst laufi og þú færð á kónginn. Og ekki mun skap hans léttast þegar þú tekur á trompdrottninguna og bíður rólegur eftir fjórða slagnum á tígr'kónginn. COSPER ©PIB C0PI NNAúl N 84A2 COSPER ÞESSAR skólastúlkur efndu til hiutaveltu að Giljalandi 3, Rvik, til ágóða fyrir Afrikusöfnun RKÍ fyrir nokkru. Þar söfnuðust 14.300.- krónur. Stúlkurnar heita: Katrin Jónsdóttir, Ingibjörg Sigurðardótt- ir. Guðrún Þóra Jónsdóttir og Þóra Björk Ólafsdóttir. ÞESSAR stöilur, Unnur Maria Haraldsdóttir og Karen Linda Kinchin, héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Sjálfsbjörg, Fél. fatlaðra i Reykjavik, og söfnuðu þær rúmiega 19.400.- kr. til félagsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.