Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980
39
Sigurður Sigurðsson
Götuhúsum - Minning
Fæddur 27. október 1914.
Dáinn 12. október 1980.
I dag verður jarðsunginn frá
Stokkseyrarkirkju Sigurður Sig-
urðsson, smiður, frá Götuhúsum á
Stokkseyri, en hann lézt 12. þ.m. í
Landakotsspítala.
Með Sigurði vini mínum er
genginn mannkostamaður og
drengur góður, sem ekki mátti
vamm sitt vita. Þessi mikli hag-
leiksmaður á tré var mjög eftir-
sóttur til vinnu við smíðar, enda
lofaði verkið meistarann. Þar fór
allt saman, iðni, hagsýni og fágæt
verklagni ásamt þeim heiðarleika,
sem einkenndi Sigurð í öllum hans
gerðum og athöfnum. Trúmennska
var hans aðalsmerki og orð hans
stóðu sem stafur á bók. Ekkert
verk var svo smátt og lítilfjörlegt,
að Sigurður legði sig ekki allan
fram við það og lyki því svo að til
sóma var. Sigurður var mesta
snyrtimenni, sem ég hef kynnzt
um dagana. Gætti þess hvarvetna,
í klæðaburði hans, á heimili hans
og verkstæði, þar var allt hreint
og fágað og regla á öllu, hver
hlutur á sinum stað og staður
fyrir hvern hlut. Hlédrægur var
hann og lítt gefinn fyrir að trana
sér fram, en ávallt glaður og
reifur í umgengni, einkum á góðri
stund í vinahóp.
Sigurður var yfirsmiður við
byggingu Isólfsskála, sumarhúss
föður míns, Páls ísólfssonar, á
Stokkseyri. Einnig smíðaði hann
fleiri sumarhús á Stokkseyri fyrir
okkur borgarbúa úr Reykjavík. Öll
bera þessi hús Sigurði fagurt vitni
og sýna, að þar hefur völundur
verið að verki. Gilti það um allar
smíðar Sigurðar, innanhúss sem
utan.
Þegar leiðir nú skiljast, þakka
ég Sigurði fyrir tryggð hans og
vináttu í minn garð og fjölskyldu
minnar. En sérstakar þakkir færi
ég Sigurði látnum fyrir alla þá
vináttu, umhyggju og hjálpsemi,
sem hann sýndi föður mínum
sjúkum, eftir að heilsu hans tók að
hraka og hjálpar var þörf. Það var
gott að þekkja Sigurð Sigurðsson
og eiga hann að vini. Við kveðjum
hann með virðingu og þakklátum
huga.
Hvíli hann í friði.
Jón N. Pálsson
Sigurður var fæddur 27. október
1914, að Götuhúsum á Stokkseyri.
Þar stóð hans heimili alla tíð, uns
hann lézt 12. þ.m. Hann var
ókvæntur og barnlaus. — Foreldr-
ar hans voru þau mætu hjón,
Valgerður Jónsdóttir frá Skúms-
stöðum á Eyrarbakka og Sigurður
Sigurðsson frá Saurbæ í Holtum.
Þau voru fyrir margra hluta sakir
athyglisvert fólk. Manngildi
þeirra var mikið. Hljóðlátt en
raunsætt. Þau voru þegnar þess
tíma, þegar fólk þurfti að setja
saman bú sitt af engu. Enginn var
þá svo í stakk búinn að hann teldi
sér fært að greiða högum höndum
laun við hæfi. Listfengar mann-
eskjur þess tíma fengu flestar að
kúra við skör og urðu að láta sér
nægja að hlusta á hljómkviðu
hafsins, sem Stokkseyrarbrimið
bar þeim til eyrna á andvöku-
stundum. Það var ókeypis umbun
listhneigðu fólki, eins og Valgerði
og Sigurði í Götuhúsum, á þeirri
tíð. — Þau hjón eignuðust 11 börn.
Aðeins 6 þeirra komust til aldurs,
og er það í nokkru samræmi við
það, sem þá gerðist, að ungbörn
týndu lífi eða fengu ef til vill
ekkert líf þegar þau komu frá
móðurskauti. — Það ætti að vera
hægt að geta sér þess til, hvað
hefir blundað í barmi þeirrar
móður, sem þurfti að takast á við
slík örlög. Ef til vill skiptir það
engu máli, hvort nútíma fólk leiðir
hugann að slíkum örlögum eða
ekki, því að sjálfsögðu vill enginn
hverfa aftur til þess tíma. Þó
verður varla framhjá því gengið,
að hér voru hetjur á ferð, sem
báru gæfu til þess að axla sínar
byrðar og takast á við örlög sín til
hinstu stundar í fullri sátt við Guð
og menn. Af því má mikið læra.
Úr þessum jarðvegi var Sigurður
sprottinn, sem við fylgjum nú til
grafar. Það er ekki ætlan mín að
gera neina úttekt á lífi hans eða
lífsferli. Til þess hefi ég ekkert
umboð eða hæfileika, enda myndi
það nú nægja honum skammt. En
ég, eins og aðrir, sem kynntust
honum, á um hann ljúfar minn-
ingar, sem ég hefi leyfi til að segja
frá, eftir því, sem ég er maður til.
Mér dettur fyrst í hug að spyrja
eins og skáldið Einar Benedikts-
son: „Hver er að dómi æðsta
góður/ Hver er hér smár og hver
er stór/
— I hverju strái er himin gróður/
í hverjum dropa regin sjór.“
Eins og vænta má, fellur eplið
sjaldan langt frá eikinni. Sigurður
hlaut í vöggugjöf ýmsa hina mestu
kosti foreldra sinna. Þau voru
bæði hagleiksfólk. Eftir Valgerði
móður hans liggur mikið af list-
rænum hannyrðum. Það sagði líka
snemma til sín, að Sigurður sonur
hennar hafði hagar hendur og
lagði þar af leiðandi trésmíðar
fyrir sig, sem hann nam hjá
Kristni Vigfússyni á Selfossi og
tók hann meistararéttindi í þeirri
iðn. Um tíma vann hann á tré-
smíðaverkstæði Kaupfélags Ár-
nesinga, en að öðru leyti vann
hann að mestu sjálfstætt, mest að
innréttingum, einnig að lagfær-
ingu eldri húsa og byggingu
sumarhúsa.
Það sem einkenndi störf Sigurð-
ar var það, að hann var fagurkeri
að eðlisfari. Handbragð hans allt
bar honum vott um smekkvísi og
fágun, mikla handlagni og ögun í
starfi. Þess utan var hann vandað-
ur til orðs og athafna. Hljóðlátur í
hógværð og lítillæti.
Merkust verka hans eru ef til
vill sumarhús, sem byggt var fyrir
Pál ísólfsson á Stokkseyri á sínum
tíma og endurbygging Stokkseyr-
arkirkju. Það dylst engum, að þar
hefir unnið öguð hönd, að baki
næmri samvizku.
Sigurður hafði jafnan lag á því,
að guða á þann gluggann, sem
skærasta birtu bar í hans eigin
sál. Hann hlaut í arf úr foreldra-
húsum góðvild til allra manna og
fegurðarskyn til hins minnsta
viðviks. Hann bar gæfu til þess að
varðveita þennan arf, hlúa að
honum og rækta hann með sér, af
þeim heiðarleik og trúfesti, sem er
einkenni hins mikla drengskap-
armanns. Hann gekk hljóðlegum
öruggum skrefum til þeirrar lind-
ar, sem ennþá nærir og laugar
milda sál og göfugt hjartalag í
íslenzku þjóðlífi. Þangað sótti
hann mátt til þroska og viðgangs
eigin lífi, í sátt við allt og alla. Þar
nam hann þá list að leysa hvers
manns vandræði og bágindi, sem
knúðu hann dyra og víkja að þeim,
sem höfðu minna en hann.
Harmurinn felst ekki alltaf í
dauðanum. En söknuður er oftast
förunautur hans. — Það er mikill
harmur fyrir lítið byggðarlag,
fyrir lítið þjóðfélag, þegar starf-
samur hugur og atorkumikil hönd,
eru fjötruð í viðjar, sem mann-
legur máttur fær ekki leyst. — Ef
til vill var Sigurður aldrei sterk-
byggður maður. En langt fyrir
aldur fram kenndi hann. þess
sjúkdóms, sem dró mikið úr
starfsþreki hans, unz hann að
lokum sat á fremsta bekk í biðsal
dauðans. Auðvitað vitum við
aldrei hvar við erum þar í röðinni.
En brostið starfsþrek atorkumik-
ils fólks segir alltaf nokkra sögu.
Honum, sem og mörgum öðrum,
sem slíkt hendir, varð þungt um
vik að þurfa að beygja sig fyrir
því, að vera þess ekki lengur
umkominn að handleika fagra fjöl
í skapandi starfi. Þegar svo er
komið, að dauðinn leysir af hólmi
þreytta sál með brostnar vonir,
fylgir honum ekki harmur, en
söknuður fylgir því óumflýjanlega
að þurfa nú að signa gröf hans. —
Hvað sem því líður, hefir þessi
prúði, góðviljaði maður nú lagt frá
sér áhöld sín og haldið á feðranna
og guðdómsins fund. Við hin
bíðum eitthvað ennþá. En við
þessi leiðarlok, færum við honum
þakkir fyrir þann skerf, sem hann
lagði þessu mannlífi til, af þeim
heiðarleik og barnslegu heilind-
um, em aðeins göfug og heilsteypt
sál getur gert. .Við árnum honum
velfarnaðar á lítið þekktum leið-
um, minnug þess, að fyrr eða síðar
berumst við einnig að sömu
strönd.
Skarphéðinn Össurarson
Við andlát vinar og velgjörð-
armanns í gegnum mörg ár viljum
við hjónin bera fram innilegt
þakklæti, okkar og drengjanna,
fyrir frábæra samfylgd og hjálp-
semi, hvar og hvenær sem á þurfti
að halda.
Verkin lofa meistarann. Þvílík-
ur snillingur var Sigurður í sinni
iðngrein, að fágætt er og var sama
að hverju hann gekk, meistaralegt
handbragð á'öllum hlutum.
Flytjum samúðarkveðjur til
systranna, sem kveðja nú á rúmu
hálfu ári bræður sína tvo, Sigurð
og Jón, sem lézt snemma á þessu
ári, langt um aldur fram.
Við munum minnast Sigurðar
Sigurðssonar hvenær sem góðs
manns er getið og söknum vinar í
stað.
Margrét Eggertsdóttir
Páll borsteinsson
Þann 12. október andaðist í
Landakotsspítala Sigurður Sig-
urðsson frá Götuhúsum á Stokks-
eyri, tæplega 66 ára að aldri.
Ég kynntist Sigurði fyrst árið
1962, þegar hann var fenginn til
að byggja nýjan ísólfsskála fyrir
Pál Isólfsson á Stokkseyri, á
rústum þess skála er brann árið
áður. Kom þá fljótt í ljós, hversu
frábæran smið Stokkseyringar
áttu í Sigurði. Hann leysti það
verk af hendi með slíkum ágætum
að orð fór fljótt af handarverkum
hans. Sóttust menn mjög eftir að
fá Sigurð til smíða og eru þau nú
orðin mörg sumarhúsin, sem hann
hefur byggt, bæði á Stokkseyri og
víðar. Þá hefur Sigurður og farið
högum höndum um íbúðir margra
og hýbýli og dyttað og betrum-
bætt. Þegar Sigurður tók að sér
verk fyrir fólk, fluttist hann
gjarnan til þess og gerðist þar
heimilismaður. Losnaði hann oft
ekki frá því, fyrr en hann hafði
lagfært allt sem hægt var að
lagfæra.
Allir þeir, er Sigurður vann
fyrir, tóku sérstöku ástfóstri við
hann. Kom þar margt til: hógværð
hans og lítillæti, iðni hans og
áhugi fyrir starfinu, vandvirkni
hans og smekkvísi.
Ég minnist þess eitt sinn, að ég
fór með Sigurði í timburverzlun
að kaupa við. Hann líktist helzt
barni í sælgætisverzlun, þegar
hann komst í stafla af prímafuru.
I hverri fallegri spýtu eygði hann
möguleika á listsköpun.
Þótt Sigurður fengist mest við
húsasmíði líktust hús hans meir
mublum en húsum, slík var áferð
þeirra.
Eftir að Sigurður lauk smíði
ísólfsskála fyrir Pál ísólfsson,
gerðist hann fastur smiður í
fjölskyldu Páls. Hann gerðist þar
og fastur heimilismaður og vinur.
Páli þótti gott að hafa hann í
kringum sig. Hið rólega fas hans
var honum öryggi. I veikindum
Páls síðustu árin reyndist Sigurð-
ur honum mikil hjálparhella. Ég
held, að það hafi ekkert verið, sem
Sigurður vildi ekki gera fyrir Pál.
Fyrir það vil ég sérstaklega þakka
Sigurði, auk alls annars.
Meðal vina var Sigurður ávallt
kallaður Sigurður smiður. Hann
bar sæmdarheitið smiður einkar
vel. Hinir mörgu vinir hans hugsa
nú til Sigurðar með söknuði og
minnast hinna mörgu óloknu
verkefna er þeir höfðu hugsað
honum. En því miður entist hon-
um ekki aldur til þess að leysa úr
þeim. En ef ég þekki Sigurð rétt er
hann þegar tekinn til við að dytta
að hinu „Gullna hliði“.
örn Guðmundsson
Stefanía Ásmunds-
dóttir frá Krossum
Þú skalt Kan^a í fjörunni
og gleyma því sem mennirnir segja.
hvernix þú eigir að lifa.
Þú skalt vita aA steinana
þá áttu alla.
Þú skalt heyra sögur hafsins.
hvernig þú munir sigra.
Þú skalt Kanga i f jörunni
«K vita
aö friöurinn
hann er til.
Ok þanKÍA se^ir þér
aA þú munir hvílast
seKÍr þér
aö þú munir hvílast.
(Nína Björk Árnadóttir)
I fjörunni við Maríusanda átti
Stefania heima. Nánar tiltekið að
Krossum í Staðarsveit. Sandurinn,
fjaran og brimið ólu hana upp og
gerðu hana frjálsa. Svo frjálsa að
hún gekk á móti straumi lífsins og
stóð af sér alla storma.
I hulduhól átti hún vinkonu.
Hesturinn á Melunum, selurinn í
skerjunum, krían og mávurinn
voru vinir hennar.
Við hvíta dauðann barðist hún
með manni sínum og börnum.
Stundum sigraði lífið, stundum
dauðinn. Hún var sterkust allra í
harmi og glöðust með glöðum.
Hetja þar til yfir lauk.
I húsi hennar voru mörg híbýli,
þar áttu allir athvarf, sem minna
máttu sín, eða voru hjálpar þurfi,
jafnt börn sem fullorðnir.
Hún gaf af auðlegð fyrrum, í
fátækt síðar, því hún var ávallt
rík í anda.
Langþráð hvíld er komin, hún er
gengin á vit síns Drottins og
ástvina. Friður sé með henni og
þökk.
Ragnheiður borgrímsdóttir
Minning:
Sigurður Bjarnason
Brautarholti í Garði
Þann 4. október síðastliðinn var
til moldar horinn tengdafaðir
minn, Sigurður Bjarnason frá
Brautarholti í Garði. Jóhann Sig-
urður Bjarnason, eins og hann hét
fullu nafni, var fæddur þann 21.
febrúar 1909 að Gerðabakka í
Garði. Foreldrar hans voru hjónin
Bjarni Jónsson og Guðveig Eiríks-
dóttir, bæði ættuð úr Garðinum.
Sigurður ólst upp í Garðinum og
bjó þar alla sína tíð. Hann fékk
snemma áhuga fyrir bifreiðum og
fékk sitt fyrsta ökuskirteini 1. júní
1929.
Kynni okkar hófust fyrir rúm-
um tíu árum og sá ég strax hversu
mikill sómamaður Sigurður heit-
inn var. Það var oft notalegt að
sitja yfir kaffibolla með þeim
hjónum í Brautarholti, og átti
Sigurður þá til að fara með vísur
og syngja fyrir barnabörnin og
jafnvel steig hann nokkur dans-
spor fyrir þau og fór létt með.
Sigurður eignaðist fjögur börn
með konu sinni, Ingveldi Karls-
dóttur, sem ættuð er úr Keflavík,
þrjár dætur og einn son. Son sinn,
Þórð, misstu þau er hann var
fjögurra mánaða gamall. Dætur
þeirra eru: Marta Þuríður, gift
Árna Júlíussyni, búsett í Reykja-
vík og eiga þau þrjá syni, Þóra
Margrét, gift Ernst Björnssyni,
búsett í Garðinum og eiga þau tvö
börn, Guðveig, gift Guðmundi
Guðbjörnssyni, búsett í Dan-
mörku og eiga þau tvö börn.
Lengst af starfaði Sigurður hjá
Sérleyfisbifreiðum Keflavíkur,
allt frá stofnun þess til síðustu
áramóta er honum var sagt upp
störfum sökum aldurs. í frístund-
um sínum fékkst hann m.a. við
skóviðgerðir í skúrnum heima við
Brautarholt, og var oft gott að
leita til hans með slitna skó sem
honum alltaf tókst að gera sem
nýja. Það var sama hvort greiðinn
var stór eða smár, alltaf var
Sigurður reiðubúinn til hjálpar.
Þar sem ég gat ekki verið
viðstaddur útför tengdaföður
míns, vil ég votta tengdamóður
minni, Ingveldi Karlsdóttur, og
öðrum aðstandendum mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Odense, 10. október 1980.
Guðmundur Guðbjörnsson
Unglingameistara-
mót Islands í skák
Unglingameistaramót íslands
verður haldið dagana 8.—14. nóv-
ember nk. og verður teflt að
Laugavegi 71, Rvík. Þátttökurétt
eiga allir unglingar 20 ára og
yngri (fæddir 1960 eða síðar), og
skulu þeir tilkynna þátttöku eigi
síðar en 6. nóv.
Tefldar verða 7 umferðir eftir
Monrad-kerfi og hefst fyrsta um-
ferð laugard. 8. nóv. kl. 14.00
stundvíslega. Teflt verður á hverj-
um degi, sunnud. kl. 14.00 og virka
daga kl. 19.00, umhugsunartími er
2 klst. á 40 leiki og 1/2 klst. til að
ljúka skákinni. Sigurvegari hlýtur
sæmdarheitið llnglingameistari
íslands 1980, og mun Skáksam-
band íslands bjóða honum á al-
þjóðlegt unglingameistaramót, er
haldið verður í Hallsberg í Svíþjóð
27. des. ’80—4. jan. ’81.