Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 48
7 Sími á ritstjórn og skrifstofu; 10100 JlUreunblaftib Síminn á afgreiðslunni er 83033 JM*r0unblnbib LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 SH selur frysta þorskblokk til Frionor í Noregi FYRIR nokkru seldi Sölu- miðstöð hraðfrystihús- anna 250 tonn af þorsk- blokk ok 100 tonn af grá- lúöublokk til Noregs. Kaupandi þar er stórfyr- Guðmundur fer ekki á alls- herjarþingið GUÐMUNDUR J. Guðmunds- sun, alþingismaAur ok for- maður Verkamannasambands íslands, satfði í samtali vid MorKunblaðid i sfa r, að hann hefði hætt við för sina á allsherjarþinK Sameinuðu þjoðanna, en þar átti hann að vera fulltrúi Alþýðubanda- laRsins í sendinefnd íslands. Guðmundur sagði, að hann hefði aldrei flúið af hólmi, þegar átök hefðu orðið á vinnu- markaði og hann myndi ekki gera það nú fremur en áður. Morgunblaðið spurði, hvort hann myndi þá skipta við Einar Karl Haraldsson, rit- stjóra, sem er síðari fulltrúi flokksins í sendinefndinni. Guðmundur kvað nei við, enda myndi þá standa yfir ASÍ-þing og ætti hann þá ekki heiman- gengt. Guðmundur kvað það hafa verið ákveðið í ágústmán- uði, að hann yrði fulltrúi í New York, en þá hafi engum dottið í hug að kjarasamningar myndu enn standa yfir á þessum tíma, eins og raun bæri vitni. irtækið Frionor, sem eru samtök frystihúsa í Noregi ok því sambærilegt fyrir- tæki við SH hér landi. Að sögn Guðmundar II. Garð- arssonar eru möguleikar á frekari viðskiptum við Frionor. Auk sölu á frystum fiski til annarra landa rekur Frionor fisk- iðnaðarverksmiðjur og selur vör- una einkum til Svíþjóðar, Dan- merkur og Finnlands, auk innan- landsmarkaðar. Frionor vantaði fyrir nokkru fyrrnefndar blokk- artegundir í framleiðslu sína og var því leitað til SH, sem er erfiður keppinautur á ýmsum mörkuðum. ÞAÐ ÓHAPP varð í Grindavík um fimmleytið í gær að kranabifreið fór á hliðina er hún var að hífa trilluna Svan, sem er fimm tonn að stærð. Trillan skall til jarðar en mun ekki hafa skemmst mjög mikið. Hins vegar skemmdist kraninn talsvert mikið, en hann er frá Krananum hf í Keflavik. bá vildi svo óheppilega til að bóma kranans féll á sleða dráttarbrautar, sem ætlunin er að setja upp í Grindavík og urðu talsverðar skemmdir á sleðanum. i.jósm. Mbi. GuMinnur Berifsson. eftir við-, ríkið og SÍS Viðræður við ríkið hefjast eftir helgi, en SÍS athugar málin ASÍ leitar ræðum við ALÞÝÐUSAMBAND íslands hef- ur hafið umleitanir við ríkið, bæjarfélög og Vinnumálasamband samvinnufélaganna um hugsan- lega möguleika á gerð kjarasamn- ings við þessa aðila. I gær áttu forystumenn ASÍ viðræður við íorsætisráðherra, Gunnar Thor- oddscn. og var ákveðið. að viðræð- ur hcfðust strax eftir helgi við rikisvaldið. Þá ræddi forysta ASÍ einnig við forystu VMS, Hallgrím Sigurðsson, formann. og Júlíus K. Valdimarsson, framkvæmda- stjóra, og er þess vænzt, að samningaviðræður geti hafizt í næstu viku. Tilgangur fundarins var að gera VMS grein fyrir stöðu mála. Það voru þeir Snorri Jónsson, forseti Flokksþing Alþýðuflokksins: Kjartan býður sig fram gegn Benedikt KJARTAN Jóhannsson, varafor- maður Alþýðuflokksins, gekk í gærmorgun á fund Benedikts Gröndals. formanns Alþýðu- flokksins, og tjáði honum að hann hygðist bjóða sig fram gegn honum við formannskjör á flokks- þingi Alþýðuflokksins um næstu mánaðamót. Mhl. tókst hvorki i gær né ga*rkvöldi að ná tali af Kjartani Jóhannssyni, en Bene- dikt Gröndal staðfesti í samtali við blaðið síðdegis, að Kjartan hefði þá um morguninn tilkynnt sér þá ákvörðun sína að hjóða sig fram gegn honum. „Ég hef ósköp lítið um þetta að segja," sagði Benedikt. „Ég veit ekki til þess að fyrir hendi sé neinn málefnalegur ágreiningur eða nokkur annar ágreiningur í forystu Alþýðu- flokksins og sízt milli mín og Kjartans. þannig að ég veit ekki um hvað kosning milli okkar ætti að snúast nema þá persónur. En svona ganga hlutirnir fyrir sig í lýðræðislega uppbyggðum stjórn- málaflokkum og það verður flokksþingsins að kveða upp úr- skurðinn.“ Bmedikt staðfesti, að í vor hefðu farið fram umræður um forystu- mál Alþýðuflokksins. „Ég hlustaði þá eftir röddum í flokknum, bæði fólksins og forystumanna, og ákvað síðan að gefa kóst á mér til endurkjörs. Ég hef ekki hugsað mér að verða ellidauður í embætti formanns Alþýðuflokksins, en Kjartan Jóhannsson flokksmenn hafa nú lengi vitað, að ég myndi gefa kost á mér á flokksþinginu í haust. Það er þó ekki fyrr en nú í dag, að ég fæ vitneskju um ákveðinn og skýran vilja til gagnframboðs. Akvörður. mín stendur óbreytt eftir sem áður.“ Mbl. spurði Benedikt þá, hvort honum hefði komið mótframboð Kjartans á óvart. „Að vissu leyti. Persónulega hliðin á því,“ svaraði hann. „Ég vil á þessari stundu ekki láta neitt hafa eftir mér um þetta mál, þar sem það er svo nýtilkom- ið, en mér var sögð ákvörðun Kjartans í dag,“ sagði Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins, er Mbl. leitaði álits hans á þessari framvindu mála. Sighvatur kvaðst ekkert vilja segja um það, hvort ákvörðun Kjartans hefði komið honum á óvart og spurningu Mbl. um það, hvort hann teldi mannaskipti í formennskunni tímabær, svaraði hann á þessa leið: „Það væri mjög óæskilegt af mér að ræða það á opinberum vettvangi. Það sem fyrst og fremst vakir fyrir mér, og vonandi öllum mín- um flokkssystkinum, er að styrkja Alþýðuflokkinn sem mest. Ég tel að á þessum tímum, þegar upp- lausn ríkir í stjórnarmálum og í hinum stjórnarandstöðuflokknum, þá sé höfuðnauðsyn, að Alþýðu- flokkurinn sýni samheldni og styrk út á við.“ ASÍ, og Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri, sem ræddu við þá Hallgrím og Júlíus í húsakynn- um ASI í gær. Þar munu fulltrúar ASÍ hafa óskað eftir viðræðum og kynnt Vinnumálasambandsmönn- unum st.öðu mála. Vinnumálasam- bandið mun ekki hafa gefið ákveðið svar, en þess er vænzt innan ASÍ, að svör VMS verði jákvæð og samningaviðræður geti hafizt á grundvelli tillögu sáttanefndar, sem Vinnuveitendasamband ís- lands hafnaði. í haust, þegar slitnaði upp úr milli ASÍ og VSÍ, hóf ASÍ viðræður við Vinnumálasambandið, en þær viðræður runnu út í sandinn, þegar VSÍ gerði málmiðnaðarmönnum tilboð, sem varð til þess, að ASÍ hætti samningaumleitunum við VMS og fór allt yfir í viðræður við VSÍ. Nú mun ætlunin að hefja viðræður að nýju við VMS, eftir að aftur hefur slitnað upp úr milli ASÍ og VSÍ. Morgunblaðinu barst í gær fréttatilkynning frá Alþýðusam- bandi íslands, þar sem skýrt var frá viðræðunum við Gunnar Thor- oddsen í gær. Þar segir: „í fram- haldi af fundi aðalsamninganefnd- ar Alþýðusambands íslands síð- astliðinn miðvikudag, áttu full- trúar ASÍ fund með forsætisráð- herra í morgun, þar sem borin var fram sú ósk að gengið yrði til samninga á grundvelli ályktunar aðalsamninganefndar ASÍ, en þar segir: „... felur nefndin 14 manna viðræðunefnd sambandsins að hafa forgöngu um að leita eftir samn- ingum við ríki og bæjarfélög ...“ Alþýðusambandið væntir þess, að viðræður geti hafizt strax eftir helgi. Af ríkisvaldsins hálfu hafa verið tilnefndir til viðræðnanna þeir Þröstur Ólafsson, Þorsteinn Geirsson og Jón Ormur Halltiórs- son.“ Þá má geta þess, að Vinnuveit- endasamband íslands, ritaði í gæi Guðlaugi Þorvaldssyni ríkissátta- semjara bréf, þar sem farið er fram á þríhliða viðræður VSÍ, ASÍ og ríkisstjórnarinnar um kjara- bætur, sem ekki leiði til verðbólgu- áhrifa og nefnir þar Vinnuveit- endasambandið til skattalækkanir og fjölskyldubætur. Guðlaugur Þorvaldsson átti í gær fund með Gunnari Thoroddsen, þar sem rík- issáttasemjari kynnti forsætisráð- herra þessa ósk VSÍ. Engin við- brögð hafa borizt frá ríkisstjórn vegna málaleitunar þessarar. Selir flugleiðis til landsins frá Hollandi? „ÞAÐ STENDUR TIL að Iscargo flytji sérkennilega farþega til Islands á næstunni og er þar um að ræða tvo seli sem aðilar i Hollandi vilja sleppa í sjóinn við ísland,“ sagði Kristinn Finnbogason forstjóri Iscargo í samtali við Mbl. í gær, en málið er þannig vaxið að sögn Kristins að fyrir skömmu fundust í Hollandi tveir selir. en að þeim meðtöldum hafa aðeins 8 selir fundist f Hollandi sl. 100 ár. en sem kunnugt er þarf að sigla um langa skipaskurði og ár til þess að komast á skipum inn í Holland. Sagði Kristinn að haft hefði verið samband við Iscargo þar sem þeirri hugmynd hefði skotið upp að gefa dýrunum frelsi við íslandsstrendur og kvað hann Iscargo hafa boðist til þcss að flytja selina til íslands að fengnu leyfi yfirdýralæknis og réttra stjórnvalda. Ekki fara sögur af ferðalögum scla til íslands frá Mið-Evrópu síðan Sæmundur kom á selnum i þá gömlu góðu daga. 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.