Morgunblaðið - 18.10.1980, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1^0_
Benedikt
Gröndal:
„Alþýðubandalagið
áhugalítið um stóriðju“
Tillaganflutt til að stöðva afturför lifskjara og tryggjabætt lífskjör
BENEDIKT Gröndal.
form. Alþýðuflokksins,
mælti sl. fimmtudag fyrir
tillögu, sem þingmenn Al-
þýðuflokksins hafa lagt
fram um aukningu orku-
freks iðnaðar. Sagði hann
tilganginn að stuðla að
„stóraukinni hagnýtingu á
orkulindum landsins til
iðnvæðingar, í þeim til-
gangi að stöðva afturför
lífskjara, sem verið hafi og
sé til staðar, og tryggja
með skjótum hætti hætt
lífskjör, atvinnuöryggi,
fjölbreyttari atvinnutæki-
færi og stöðvun landflótta.
BGr sagði þjóðina búa við mikla
óvissu um lífskjör og afkomu.
Vöxtur þjóðarframleiðslu væri
minni 1980 en á árabilinu 1976—
79. Þar við bætist viðskiptakjara-
rýrnun — 6% —, sem valdi því, að
þjóðartekjur dragist saman.
Heimatilbúinn verðbólguvandi
auki enn á óvissuna, sem sé rauði
þráðurinn í atvinnulífi okkar í
dag.
BGr sagði hefðbundna atvinnu-
vegi okkar ekki í stakk búna til að
axla eina það átak, sem þurfi að
gera til eflingar í þjóðarbúskapn-
um. Þar þurfi að hagnýta „hið
hvíta gull, orkulindir fallvatna og
jarðhita. Enn hafi ekki verið
nytjuð nema um 10% af vatnsorku
landsins". Þar sé að finna grunn
að þeim möguleikum, sem þjóðin
hafi til bættra lífskjara.
BGr sagði Alþýðubandalagið
áhugalítið um stóriðju. Ef það
hefði ráðið ferð sl. 15 ár væri hér
hvorki álver né járnbiendiverk-
smiðja í dag. Hinsvegar er ástæða
til að ætla að meirihluti almenn-
ings í landinu sé meðmæltur
framsækni á stóriðjusviði. Al-
þýðuflokkurinn er fylgjandi slíku,
en vill láta athuga hvern stóriðju-
möguleika fyrir sig, meta hann og
vega, en ekki setja fyrirfram upp
forskrift, sem gildi um ófyrirséða
hluti á þessu sviði.
BGr vék að jákvæðri reynslu
þjóðarbúsins af þeirri stóriðju,
sem fyrir er, bæði atvinnulega,
gjaldeyrislega og afkomulega
fyrir þá, sem til hennar sæktu
lifibrauð. Hann sagði að á næsta
ári myndu gjaldeyristekjur af
álveri og járnblendi nálgast 20%
af útflutningstekjum þjóðarinnar.
Þar hafi nálægt 1000 manns beina
atvinnu, og þær myndi ekki lág-
launasvæði, eins úrtölumenn
hefðu spáð, heldur hið gagnstæða.
Allar hrakspár varðandi þær
hefðu orðið sér til skammar, þó að
sjálfsögðu sé rétt, að hafa ná-
kvæmar reglur og strangar, bæði
um vinnu- og umhverfisvernd.
BGr vék að ýmsum fleiri hliðum
þessa máls, s.s. hugsanlegri eign-
araðild, sem yrði að vera matsat-
riði hverju sinni, eftir áhættu og
markaðsmöguleikum. Hann sagði
atvinnulíf okkar eiga í vök að
verjast, brottflutning fólks af
landi burt of mikinn. Tímabært
væri að huga að tafarlausum
viðnámsaðgerðum. Þess vegna
væri þessi tillaga flutt.
í stuttu máli
Grænlandssjóður, rafknúin samgöngu-
tæki, réttarstaða í óvígðri sambúð
Er húshitun dýrari með raforku en olíu? Hvaða
reglur giltu um tekjuáætlanir í skattakerfinu?
MEÐAL þingmála. sem lögð
hafa verið fram á Alþingi síð-
ustu daga eru þessi:
• — Frumvarp um Græn-
landssjóð: Frumvarpið gerir ráð
fyrir því að stofna sérstakan
sjóð til að stuðla að nánari
sambúð Islendinga og Græn-
lands. Skal úr honum veita
styrki til kynnisferða, náms-
dvala, listsýninga, íþróttasýn-
inga o.fl. samskipta. Ríkissjóður
leggi fram 75 m.kr. árlega næstu
3 árin, auk þess sem leitað verði
eftir framlögum í sjóðinn frá
fyrirtækjum og félagasamtök-
um. Flutningsmenn: Matthías
Bjarnason (S), Halldór Ás-
grímsson (F), Benedikt Gröndal
(A) og Garðar Sigurðsson (Abl).
• — Frumvarp um meina-
tækna: Endurflutt er stjórnar-
frumvarp um skilyrði fyrir
starfsréttindum meinatækna.
• — Athugun á hagkvæmni
rafknúinna samgöngutækja:
Pétur Sigurðsson (S) og Sverrir
Hermannsson (S) flytja tillögu
um athugun á hagkvæmni
rafknúinna samgöngutækja. At-
hugunin beinist bæði að sam-
göngum innan þéttbýlissvæða og
á lengri leiðum. í greinargerð er
sýrstaklega getið um þéttbýlis-
svæðio á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu og hringinn: Reykjavík —
Suðurnes — Selfoss — Hvera-
gerði. Ennfremur að tengja sam-
an þorp og bæi víðs vegar um
land með rafknúnum samgöngu-
tækjum, s.s. Eyjafjarðarbyggðir,
Vestfirði, og tengingu byggða-
kjarna eins og Fáskrúðsfjörð,
Reyðarfjörð, Egilsstaði, Eski-
fjörð og Neskaupstað o.fl. dæmi
eru nefnd. Rétt sé að kanna
þennan möguleika, sem olíuverð
og kostnaður við vegagerð gera
íhugunarverðan.
• — Réttarstaða fólks í
óvígðri sambúð: Jóhanna Sig-
urðardóttir (A) flytur tillögu um
könnun á réttarstöðu fólks í
óvígðri sambúð, sem geri tillögur
um, hvernig réttindum þess
verði bezt fyrir komið, sérstak-
lega með tilliti til eigna- og
erfðaréttar.
• — Flutningsráð rikisstofn-
ana: Helgi F. Seljan (Abl) og
Ólafur Ragnar Grímsson (Abl)
flytja frumvarp til laga um
Flutningsráð ríkisstofnana. Al-
þingi kjósi nefnd, er verði Al-
þingi og ríkisstjórn til ráðuneyt-
is um staðarval og flutning
ríkisstofnana.
• — Félagsleg þjónusta við
aldraða: Jóhanna Sigurðardóttir
(A) flytur tillögu um að komið
verði á samræmdu skipulagi í
heilbrigðisþjónustu fyrir aldr-
aða með tiliiti til bæði félags-
legra og heilsufarslegra sjón-
armiða.
• — Nýting ríkisjarða í þágu
aldraðra: Helgi Seljan (Abl),
Stefán Jónsson (Abl) og Skúli
Alexandersson (Abl) flytja til-
lögu um könnun á nýtingu ríkis-
jarða í nánd þéttbýlisstaða sem
dvalarheimili fyrir aldraða.
Dvalarheimilin verði byggð upp
sem smáar einingar, þar sem
búandfólk, sem flytja þarf af
bújörðum vegna heilsubrests,
getur haft smábúskap, sameigin-
legan eða út af fyrir sig, undir
yfirstjórn og með aðstoð.
• — Ákvörðun tekna hjá
skattstjórum: Birgir ísl. Gunn-
arson (S) hefur borið fram
fyrirspurn til fjármálaráðherra
um hvaða viðmiðunarreglur hafi
verið settar til ákvörðunar við
tekjuáætlun fólks í eigin
atvinnurekstri, hve mörg tilfelli
slíkrar álagningar hafi verið
1980 og hver heildarfjárhæð
áætlaðra tekna og álagðra
skatta, þannig unnina, sé. Skrif-
legs svars er óskað.
• — Kaupmáttur tímakaups:
Lárus Jónsson (S) ber fram
fyrirspurn til félagsmálaráð-
herra um hver meðaltalskaup-
máttur tímakaups verkamanna
hafi verið fyrsta, annan og
þriðja ársfjórðung 1980, sam-
kvæmt reglum sem Kjararann-
sóknarnefnd notar við útreikn-
ing: a) kaupmáttarstig 100 fyrir
„sólstöðusamninga", þ.e. annan
ársfjórðung 1977, b) kaupmátt-
arstig 100 eftir „sólstöðusamn-
inga“, þ.e. þriðja ársfjórðung
1977. Þá er spurt: Hversu mikil
er hækkun vísitölu framfærslu-
kostnaðar frá því um „sólstöðu-
samninga“ (2. ársfj. 1977) og til
núgildandi vísitölu?
• — Raforka til húshitunar:
Lárus Jónsson (S) spyr og iðnað-
arráðherra: „Hefur dregið úr
eftirspurn eftir raforku til upp-
hitunar húsa á veitusvæðum
RARIK síðustu mánuði? Ef svo
er, hver er ástæðan að mati
ráðuneytisins? Eru dæmi þess
að húshitun með raforku sé
dýrari en með olíu eftir að
olíustyrkur er dreginn frá upp-
hitunarkostnaði, miðað við nú-
gildandi verð á olíu og raf-
magni?
• — Fæðispeningar sjómanna:
Karvel Pálmason (A) spyr sjáv-
arútvegsráðherra: „Hvað líður
framkvæmd loforðs sjávarút-
vegsráðherra um breytingu á
reglugerð Aflatryggingarsjóðs, í
þá veru að hækka greiðslur
fæðispeninga sjómanna?
Fjármálaráðherra er spurður um reglur tekjuáætlana við skatt-
álagningu 1980 og sjávarútvegsráðherra hvað liði framkvæmd
loforðs hans um hækkun á greiðslum fæðispeninga sjómanna.
Einar Beinteinsson
Stuðla-
mál
Ljóð Einars
Beinteinssonar
HÖRPUÚTGÁFAN á Akranesi
hefur gefið út ljóðabókina Stuðla-
mál sem er safn af kvæðum og
rímum eítir Einar Beinteinsson
skáld frá Draghálsi. Einar var
fæddur í Grafardal 5. febrúar
1910, sonur hjónanna Beinteins
Einarssonar og Helgu Péturs-
dóttur. Það vekur athygli að
fimm systkini á þessum af-
skekkta bæ hafa öll orðið afburða
rimsnillingar. Þau eru auk Ein-
ars: Halldóra. Sigríður, Svein-
björn og Pétur.
Það sýndi sig fljótt á þeim
systkinum að gamalgróin menn-
ing sat í öndvegi á heimili þeirra.
Næmleiki þeirra fyrir ljóðagerð
þroskaðist og efldist í þessu um-
hverfi. Einar naut ekki langrar
skólagöngu en las mikið og stund-
aði sjálfsnám. Hann var fjölhæfur
listamaður, fékkst við smíðar og
teiknaði vel. — Tuttugu og fimm
ára gamall missti hann heilsuna
og átti við stöðug veikindi að
stríða til dauðadags. Hann andað-
ist í júlímánuði 1978.
Bókin Stuðlamál er 159 bls.
Prentverk Akraness hf. annaðist
prentun og bókband.
(Fréttatilkynning frá for-
laginu).
Andófsmað-
urinn Stus
aftur í þrælk-
unarbúðir
Moskvu. 16. okt. — AP.
VASIL Stus, rúmlega fertugt
úkraínskt ljóðskáld og andófs-
maður, hefur verið dæmdur til
tiu ára þrælkunarbúðaveru og
tveggja ára útlegðar að þeim
árum loknum, eftir að hafa
verið sekur fundinn um að
hafa i frammi andsovézka
starfsemi og alls konar áróður
gegn Sovétrikjunum, að því er
hcimildir innan samtaka and-
ófsmanna greindu frá í dag.
Stus hefur verið í mannrétt-
indahreyfingu Úkraínu, sem
kennir sig við Helsinki-sátt-
málann. Hann var sömuleiðis
dæmdur til að greiða sem
svaraði 3000 dollara í sakar-
kostnað. Réttarhöldin yfir Stus
fóru fram í Kænugarði. Hann
hafði rétt nýverið losnað úr
útlegð, hvar hann hafði verið í
tvö ár og þar áður fimm ár í
þrælkunarvinnubúðum fyrir
sömu sakir.