Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 33 Umrætt verk á Sauðárkróki hafði fjárveitingu er svaraði til 40 milljóna kr. verkkostnaðar, en endanlegur kostnaður varð rúmar 50 milljónir kr. Dælt var upp um 13.000 rúmmetrum af möl og sandi. Kostnaður á rúmmetra varð því um 4.000 kr., sem er í hærra lagi. Ætla má, að við góðar aðstæður geti dýpkunarkostnaður við dælingu orðið milli tvö og þrjú þúsund krónur á rúmmetra. Ef gröfuflekinn Grettir hefði unnið þetta verk hefði kostnaöur getað orðið um 3.000 kr/m3. Ef Grettir hefði annast um- rædda dýpkun, hefði uppgrafið efni verið losað utan hafnar og ekki nýst í uppfyllingu fyrir bæj- arbúa. Þannig má áætla að kostað hafi um 1.000 kr. á rúmmetra að setja efnið í umrædda uppfyllingu, sem greiðist að % hlutum af ríkissjóði, ef hægt er að telja það hafnargerðarkostnað. I skrifum Kára eru tafir og frí áhafnar tíundaðar mjög nákvæm- lega. Ekki verður séð að það komi þessu máli við. Áhöfnin vinnur samkvæmt gildandi kjarasamn- ingum, sem kveða á um orlof og heimferðafjölda. Enda er verk- kostnaður byggður á dælutíma Háks og vinnutíma áhafnar, en ekki á þeim tírna er dælu- pramminn lá í Sauðárkrókshöfn. Fréttamennska sú, er viðhöfð hefur verið í þessu máli, er vítaverð. Kára á Sauðárkróki virð- ist algjörlega hafa láðst að kynna sér margumræddar skemmdir á uppfyliingunni. Það virðist fara nokkuð á milli mála, þegar fréttaritarinn talar um tugmillj- óna tjón, en samkvæmt upplýsing- um bæjarstjóra er það ímyndun ein. Það verður að gera þá lág- markskröfu til fréttamanna dag- biaða, að þeir leiti upplýsinga hjá þeim aðilum er málum eru kunn- ugir, áður en sendar eru út fréttir um tæknileg mál. Frá Hafnarmálastofnun: Dýpkun dæluprammans Háks á Sauðárkróki Austurbær Sóleyjargata Miöbær Laufásvegur frá 2—57 Þingholtsstræti Hringið ísíma 35408 FRÉTTARITARI Morgunblaðsins á Sauðárkróki lætur sér ekki segjast í óvönduðum fréttaflutn- ingi. í athugasemd Hafnamála- stofnunar var efast um að skemmdir á uppfyllingu heima- manna hafi numið tugum milljóna eins og hann staðhæfir. Samkvæmt upplýsingum bæjar- stjóra og þeirra heimamanna er vita best, og um þetta mál fjalla á staðnum, hafa í raun engar skemmdir orðið á margumræddri uppfyllingu og megi telja í vatns- fötum það efni er hafi tapast. Ólokið var við grjótvörn þegar norðanveðrið skall á, þar sem ætlunin var að láta ölduna draga grjótfláann betur úr áður eh stærsta grjótið væri sett á hann. Fréttaritarinn Kári á Sauðár- króki er því staðinn að því að búa til stórfrétt af litlu tilefni. I síðari grein sinni fer Kári út í að gera tafir við dælingu Háks að stórmáli. Verður hér reynt að skýra fyrir lesendum Morgun- blaðsins aðstæður og niðurstöður þess verks. Dælupramminn Hákur er sér byggt tæki til dýpkunar í höfnum Fremst á sogröri er Hákur út- búinn með skera, sem losar upp það efni er upp er dælt. Getur tækið því dýpkað, þar sem ókleift væri að dæla upp efni án hans. Víða um land hefur þessi mögu- leiki reynst grundvöllur þess að hægt hefur verið að byggja upp land meðfram höfnum. Land, sem vegna legu sinnar og hæðar er mjög dýrmætt, einkum þar sem lítið undirlendi er. Hafnamála- stofnun hefur fylgt þeirri stefnu að reyna að uppfylla óskir heima- manna um slíkar uppfyllingar, þó það hafi komið niður á afköstum við dýpkunarframkvæmdina sjálfa. En dýpkun hafna er eitt af verkefnum Hafnamálastofnunar og styrkhæft sem slíkt úr ríkis- sjóði. Uppfyllingar aðrar en á hafnarsvæðinu sjálfu eru ekki slík verkefni og ekki styrkhæf. Við fyrri dýpkunarframkvæmd- ir á Sauðárkróki hefur Hákur dælt upp uppfyllingar meðfram landi og myndað þannig verðmætt land fyrir bæjarbúa. Eftir því sem þessi landmyndun hefur aukist, hefur um leið fjarlægð frá höfn- Innrömmun Sigurjóns í Ármúlanum Innrömmun Sigurjóns hefur nýlega opnað verzlun og verkstæði í Ármúla 22, en þar er boðið upp á alhliða innrömmunarþjónustu. Þá eru seld málverk og fleiri listaverk í Innrömmun Sigurjóns og einnig er þar úrval spegla. Myndina tók Emilía Björnsdóttir, ljósmyndari Morgunblaðsins, af Sigurjóni Kristjánssyni í hinni nýlegu verzlun. * Frá höfninni á Sauðárkróki. Uppfyllingin fyrir framan götuna er mynduð við fyrri dýpkanir Háks á höfninni. Nær þessi uppfyliing nú nokkur hundruð metra inn með iandinu. Þar verður rými fyrir ýmsa starfsemi, einnig aðra en þá sem beinlínis fylgir höfninni. inni aukist og þar með sú leið sem efninu er dælt. Leiðslur Háks eru 35 cm víðar stálpípur, þungar og erfiðar við- fangs. Eftir því sem leiðslan lengist, eykst viðnám í henni og afköst dælu minnka. Einnig eykst vinna áhfnar við uppsetningu leiðslunnar og undirbúning. Síðast en ekki síst eykst mjög vinna áhafnar ef stöðva verður dælingu vegna rusls og aðskotahluta og leita verður stíflu í langri leiðslu. Það ætti að vera öllum augljóst að erfitt verk er að eiga við kílómetra langa leiðslu hálffulla af möl og sandi. Erfitt er að koma rennsli af stað aftur ef stöðva verður dæl- ingu. Á Sauðárkróki þurfti einnig oft að stöðva dæiingu vegna um- ferðar um höfnina. Leikmenn gera sér ekki grein fyrir að mikill hluti vinnu áhafnar Háks er einmitt undirbúningur og önnur vinna, þegar dælan er ekki í gangi. Hversu mikil þessi vinna er fer eftir aðstæðum. Gjald fyrir Hák er miðað við þann tíma er dælan er í gangi, en vinna áhafnar er miðuð við vinnu- tíma hennar. Þess vegna hefur sá tími er Hákur dældi ekki á Sauðárkróki á engan hátt aukið kostnað við verkið. Það hafa aftur á móti léleg afköst vegna langrar dælingar gert. Aukin vinna við rörin, undir- búningur og tafir vegna rusls og umferðar koma auðvitað fram sem aukinn kostnaður vegna áhafnar, en þetta á sínar eðlilegu orsakir. Aukið álag á dælu vegna langrar dælingar hefur í för með sér auknar bilanir. Reynt er að halda kostnaði vegna bilana sér, svo hann verði ekki á kostnað verksins. Vegna þess hversu mikill munur getur orðið á afköstum Háks við hinar ýmsu aðstæður er ekki hægt að segja fyrir hversu mörgum rúmmetrum tekst að dæla upp á hverjum stað. Unnið er fyrir þær upphæðir er svara til fjárveitinga hverju sinni. Dýpkanir hafna hér á landi eru þannig unnar í áföngum sem ákveðast fyrst og fremst af því fjármagni sem fyrir hendi er hverju sinni. Þakkir Innilegar þakkir fyrir hugheilar kvedjur ykkar og ámadaróskir á 85 ára afmæli mínu 11. þ.m. Kristján Schram, Vesturgötu 36B. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.