Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 18.10.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ.LAUGARDAGUR 18. OKTÓBER 1980 47 • Kristján Ágústsson Val. hefur skorað glæsilega körfu úr hraðaupp- hlaupi, I>órir Magnússon, féiagi hans, er greinilega ánægður með körfuna og fagnar. „Eins og vélmenni“ „Þeir voru eins og véJmenni. þetta er langbesta lið sem ég hef leikið gegn “ sagði John Johnsson eftir leik Y'als og Cibona í gærkvöldi. —bað sem kom mér hvað mest á óvart var hversu jafngóðir þeir voru. bað breytti engu þó einn leikmaður væri tekinn úr umferð. Þeir gátu allir skorað langt utan af velli og reyndar hvar sem var af vellinum. Þá búa þeir yfir gla’silegum leikfléttum. Ég er illa svikinn ef þetta lið vcrður ekki Evrópumeistari. Lið F.C. Barcelona er lék hér á landi í Evrópukeppninni gegn ÍS var ekki nærri þvi eins sterkt og þetta lið. Þetta lið ætti samt enga möguleika í NBA, bandarísku atvinnumanna- deildinni. Þar yrðu þeir jarð- aðir. Það sýnir best hversu góður körfuknattleikurinn er þar hjá bestu liðunum. Við lögðum okkur alla fram i leikjunum gegn Cibona og ég tel að við höfum skilað okkar hlutverki vel. Strákarnir í Val stóðu sig frábærlega vel. Og ég vil koma á framfæri þakkiæti fyrir að hafa fengið tækifæri á að leika með þeim i þessum tveimur leikjum gegn svo sterku liði. Það var heiður fyrir mig sagði John Johnsson að lokum. — þr Evrópukeppnin í körfuknattleik Leikmenn Cibona sýndu sannkölluð snilldartilþrif Júgóslavneska meistaraliðið Cibona frá Zagreb bar sigurorð af íslandsmeisturum Vals i Laug- ardalshöllinni i gærkvöldi með 126 stigum gegn 90. Staðan i leikhléi var 66—41. Það fer ekkert á milli mála að Cibona er sterkasta körfuknattleikslið sem hingað hefur komið. Leikmenn sýndu slík snildartilþrif að með ólikindum var. Þá kom það varla fyrir að skot utan af velli rataði ekki rétta leið i körfuna, og sjaldnast snerti boltinn körfu- hringinn, slik var hittnin. Allir leikmenn liðsins eru vel yfir tvo metra og það verður að teljast afrek hjá liði Vals að skora 90 stig hjá svo sterku liði. Leikmenn Vals allir með tölu börðust hetju- lega gegn ofureflinu allan tim- ann, bæði i sókn og vörn. Fyrri leik liðanna lauk með sigri Cibona 110—79, og er því liðið komið áfram í aðra umferð í Evrópukeppni bikarhafa í körfu- knattleik og má mikið vera ef það lið fyrirfinnst í Evrópu sem stenst þeim snúning. Það var strax í byrjun leiksins í gær sem júgó- slavnesku leikmennirnir náðu öruggri forystu. Þeir fóru geyst af UBK BREIÐABLIK nældi sér i dýr- mætt stig i sinum fyrsta leik í 2. deild Islandsmótsins í hand- knattleik. er liðið mætti ÍR að Varmá í gærkvöldi. Lokatölur leiksins urðu 19—19 og voru það Blikarnir sem tryggðu sér stig með marki Brynjars Björnssonar á siðustu sekúndu leiksins. En það hefði aldrei átt að vera svo naumt, Blikarnir voru síst lakari og meira að segja friskara liðið. án þess þó að vera áberandi sterkari aðilinn. Staðan i hálfleik var 12—10 fyrir ÍR. ÍR-ingar hófu nýtt keppnistíma- bil sem 2. deildar lið með nýjan danskan þjálfara. En ekki er að sjá að kunnátta hans sé farin að geisla af liði ÍR. Þetta var sama gamla ÍR og þrátt fyrir að liðið væri oftar með forystuna í leikn- Valur — Cibona 90—126 stað og keyrðu upp hraðann og voru ekki í vandræðum með að ná yfirhöndinni. Eftir 9 mínútna leik var staðan orðin 20—2. Þrátt fyrir mótlætið sóttu Valsmenn ótrauðir á brattann og sigu hægt og bítandi á og rétt fyrir lok hálfleiksins var staðan orðin 47—33. 1 síðari hálfleiknum stóðu áhorfendur oft á öndinni af hinni frábæru hittni hjá leikmönnum Cibona. Þeir virtust allir geta skorað hvaðan sem var af vellin- um. Þá voru leikfléttur þeirra stórkostlegar. Valsmenn léku oft á tíðum mjög vel líka og skoruðu margar gullfallegar körfur. En þeir áttu í vök að verjast í fráköstum vegna þess hversu há- vaxnir júgóslavnesku leikmenn- irnir eru. Um miðjan síðari hálf- Kðrfuknattlelkur >- ■ ............ leik var staðan 90—55 og lokatölur leiksins urðu eins og áður sagði 126-90. í liði Vals átti John Johnsson stórkostlega góðan leik. Hvað eftir annað brunaði hann í gegn um vörn Cibona og skoraði. John hélt boltanum mjög vel og átti margar gullfallegar sendingar á samspil- ara sína og barðist mjög vel. John skoraði 31 stig í leiknum. Blökku- maðurinn Burell í liði Vals varð fyrir því óhappi að meiðast í ökla og gat lítið leikið með. Hann skoraði þó 14 stig. Kristján Ágústsson barðist vel bæði í vörn og sókn og skoraði 8 stig. Torfi Magnússon og Ríkharður Hrafn- kelsson skoruðu báðir 8 stig og áttu góðan leik. Aðrir leikmenn Vals sem skoruðu voru Jón 6, Jóhannes 7, Leifur 4, og Guð- mundur 4. Stigahæstur í liði Cibona var leikmaður númer fimm, Petrovic, með 28 stig. Það kom varla fyrir í leiknum að honum mistækist skot. Þá voru allar sendingar hans hreint ótrúlega snjallar. Sucic var með 21 stig og Cosic 16, aðrir leikmenn Cibona skoruðu minna. - þr nældi í stig um, fékk liðið helst stig vegna æðibunugangs og taugaveiklunar leikmanna UBK, sem klúðruðu heilum her^kara dauðafæra. En liðið á örugglega eftir að hala inn sinn skammt af stigum í vetur, það er seigla í því. Breiðablik á einnig eftir að reynast sterkt í vetur, a.m.k. ef marka má leikinn í gær. Leikmenn liðsins verða þó að beita höfðinu og leika af meiri fyrirhyggju og forsjá. I gærkvöldi bar kappið oft forsjána ofurliði. En lið Blikanna er mjög efnilegt og leikur hraðan baráttuhandknattleik, ekki ósvip- að og lið HK gerði fyrir svo sem tveimur árum. Það mætti þó vera meiri ógnun hjá skyttunum, hornamennirnir og línumennirnir eru sprækustu menn liðsins. Nokkrir sem stóðu sig vel í gær: Kristján Halldórsson, Brynjar Björnsson og knattspyrnukappinn Ólafur Björnsson hjá UBK. Eng- inn var sérstakur hjá IR, nema ef til vill Ársæll á línunni. Bjarni Bessason var atkvæðamikill, en mikil ótemja, skaut a.m.k. þrjú til fjögur skot fyrir hvert eitt mark sem hann skoraði. MÖRK UBK: Brynjar Björnsson 5, Ólafur Björnsson og Kristján Halldórsson 4 hvor, Kristján Þór Gunnarsson 3, Júlíus Guðmunds- son 2 og Björn Jónsson 1 mark. MÖRK ÍR: Bjarni Bessason 8, Bjarni Hákonarson og Ársæll Hafsteinsson 4 hvor, Ásgeir Elí- asson 2 og Guðmundur Þórðarson 1 mark. Loks má geta þess að dómgæsl- an var voðaleg og skemmandi. Bitnaði hún nokkuð jafnt á báðum liðum. Það er góða hliðin á málinu. —gg Meðfylgjandi mynd er frú knattspyrnuvelli Borussia Dortmund, en hjá því félagi er Atli Eðvaldsson á mála eins og kunnugt er. Atvikið sem sést á myndinni átti sér stað þegar leikur Dortmund og 1860 Múnchen var kominn á fulla ferð. Þá gerði hitalögn ein undir vellinum sér lítið fyrir og sprakk með þeim afleiðingum að vatnið sprautaðist hátt i loft upp eins og sjá má. Virðist einn leikmanna Dortmund reyna að stöðva elginn með fætinum. en varla hefur það tekist(!) Óli Ben í 100 leikja „klúbbinn" ÓLAFUR Benediktsson, lands- liðsmarkvörðurinn snjalli. leik- ur að öllum líkindum eitt hundraðasta landsleik sinn i handknattleik á Norðurlanda- mótinu í næstu viku. Ólafur hefur leikið 96 landsleiki til þessa og ef hann leikur aila landsleiki íslands í Noregi verð- ur leikurinn gegn Færeyjum á sunnudaginn áfangaleikur hans. Ólafur tekur þar með sæti í litlum en hægt vaxandi hóp íslendinga sem náð hafa þessum merkilega áfanga. Tveir þeirra félaga leika enn með landsliðinu, báðir eftir nokkuð hlé. Þeir eru Ólafur H. Jónsson sem hefur' leikið 120 landsleiki og er leikja- kóngur, og Björgvin Björg- vinsson sem hefur leikið 106 leiki. Auk þessara tveggja, hafa bæði Geir Hallsteinsson og Við- ar Símonarson leikið yfir 100 leiki, Geir 118 og Viðar 103. Báðir eru enn á fleygiferð með félögum sínum FH og Haukum. Það virðist vera nokkuð iangt í að „klúbburinn" stækki meira. Næsti maður er Axel Axelsson með 78 landsleiki og til þessa hefur hann ekki séð sér fært að vera með landsliðinu hvað svo sem síðar verður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.