Morgunblaðið - 07.11.1980, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.11.1980, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980 Kössuðu síld við bryggjuna Khkifirði. 6. nóvember. NÓTABÁTARNIR hafa verið í Reyðarfirðinum ok hafa bátarnir fenKÍð áKætan afla. Meðal annars er nótaskipið Júpiter búið að taka sinn skammt af síldinni. Skipið fékk stórt kast í Reyðarfirðinum í rnoruun ok var síldin kössuð ok ísuð meðan kassar entust. Síðan vakti það athygli manna á Eskifirði að Júpiter kom siglandi inn síðdegis með nótina á hliðinni og lagðist að bryggju. Gizka menn á að 80 tonn hafi verið í nótinni og byrjuðu á því að fá fleiri kassa um borð, en síðan fóru þeir í að kassa síldina við bryggjuna. Minnast menn þess ekki hér að hafa áður séð skip koma siglandi inn með nótina hálffulla á síðunni og leggjast að bryggju enda var mikill mannfjöldi til að fylgjast með þegar skipið kom að. Þrjú loðnuskip hafa komið hingað í dag, Grindvíkingur, Fífill og Guð- mundur, allir með fullfermi. Hefur verið brætt af krafti í verksmiðj- unni síðan fyrir helgi. — Ævar Afleiðingar deilu SÍ og Einars S. Einarssonar: Með risakast á siðunni. (I.jósm. Jón Páll) Formaður TR vildi ekki tvo stjórnarmenn T . , , . x T . SÍ í stjórn með sér Ljllka VIÖ KVOtann „ÞAÐ VAR aldrei um það rætt, hvort þeir vildu vera áfram eða ekki. því frá minni hendi var Ijóst, að ég hefði aldrei tekið for- mennskuna að mér upp á þau býti, að þessir tveir yrðu innanborðs,“ sagði Guðfinnur Kjartansson. sem í fyrrakvöld var kjorinn formaður Taflfélags Reykjavíkur. er Mbl. spurði hann í gær, hvers vegna tveir af fyrrverandi stjórnar- mnnnurn, sem nú gegna embætt- um varaforseta og gjaldkera Skáksambands íslands. Þorsteinn Þorsteinsson og Helgi Samúels- son, væru ekki í hópi þeirra, sem Bílamálið full- rannsakað SLEPPT hefur verið úr gæzluvarð- haldi manni þeim, sem grunaður var um skjalafals i sambandi við kaup og solu á tveimur ameriskum fólksbifreiðum, en frá þessum máli var skýrt i Mbl. á þriðjudaginn. Að sögn Erlu Jónsdóttur deildar- stjóra hjá RLR er málið fjíllrann- sakað. Bílarnir eru enn í vörzlu Rannsóknarlögreglu ríkisins. Manns leitað á Akureyri LÖGREGLAN á Akurcyri lýsti í gærkvöldi eftir 77 ára manni, Arinhirni Guðmundssyni, sem fór frá elliheimilinu Skjaldarvík um sexleytið i gær. Lögreglunni var tilkynnt um hvarf hans milli klukkan 7 og 8 og voru leitarsveit- ir strax kvaddar út, en um mið- nættið var Arinbjörn enn ófund- inn. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar á Akureyri gerði Arinbjörn ítrekaðar tilraunir til að komast til Akureyrar í gær, en þar bjó hann þar til fyrir skömmu. Frá Skjald- arvík í bæinn eru tólf, þrettán kílómetrar. í þriðja skiptið varð enginn var við brottför hans. Guðfinnur valdi sér til samstarfs i stjórn TR. Log TR eru þannig. að þegar húið er að kjósa formann. stingur hann upp á öðrum stjórn- armonnum; 10 meðstjórnendum og 6 varamonnum og hafa aðrir ekki rétt til að tilnefna menn til stjórnarstarfa. Þriðji TR-maður- inn í stjórn SÍ. Friðþjófur Karls- son, er áfram í stjórn TR. „Eg var mjög óánægður með þær deilur, sem urðu á síðasta aðal- fundi Skáksambands íslands, þeg- ar forsetaskipti urðu og ég álít, að þeir Þorsteinn og Helgi hafi verið í hópi þeirra, sem hvað mestan þátt áttu í því að fella Einar S. Einarsson," sagði Guðfinnur. „En látum það nú vera. Hins vegar fannst mér ódrengskapurinn alveg keyra um þverbak í þessum deilum, sem urðu út af forsetastarfi Einars hjá Norræna skáksambandinu og þar voru þeir Þorsteinn og Helgi enn að verki. Ég skipti mér ekkert af þeim deilum, en hafði mína skoðun á þessum vinnubrögðum. Einar S. Einarsson vann skák- hreyfingunni vel og það var ástæðulaust með öllu að snúa rýtingnum í sári hans með þeim hætti, sem gert var í sambandi við forsetaembættið hjá Norræna skáksambandinu. Með svona mönnum vil ég einfaldlega ekki vinna. Friðþjófur Karlsson stóð hins vegar alveg íyrir utan þetta og því vildi ég hafa hann áfram í stjórn Taflfélags Reykjavíkur.“ á nýju loðnuskipi MOKVEIÐI hefur verið hjá loðnuskipunum 60 — 80 mílur norður af Ilorni síðustu daga. Sem dæmi um hinn mikla afla má nefna, að Ilákon ÞH kastaði í útkanti miðanna i fyrrakvold og fékk sérstaklega stórt kast. 820 tonn úr þessu kasti tók Hákon sjalfur. en hátt i 300 tonnum var dælt i 2 nærstödd skip. Telja menn að þetta kast sé með þeim alstærstu sem allt hefur verið hirt úr. Harpa kastaði um leið og hún kom á miðin í gærmorgun, fyllti sig í þessu eina kasti og gaf talsvert að auki. Enn má nefna að Óli Óskars kom á miðin um miðnætti og var búinn að fá 1400 tonn um klukkan 11 í gærmorgun. Óli Óskars hefur nú nánast fyllt þann kvóta, sem skipið má taka og loðnuvertíð skipverja á Óla Óskars er því lokið í bili a.m.k. Áhöfnin á Óskari Halldórssyni fer hins vegar yfir á Óla Óskars og tekur það sem eftir er af kvóta Óskars Halldórssonar. Mikil við- gerð þarf að fara fram á vél Oskars Halldórssonar, en eins og komið hefur fram í Mbl., fékk Óskar sjó í vélina undan Jökli fyrir skömmu. Aflinn á vertíðinni er nú orðinn hátt í 270 þúsund tonn, en eftirtal- in skip tilkynntu Loðnunefnd um afla á miðvikudagskvöld þar til síðdegis í gær: Miðvikudagur: Hákon 820, Rauðsey 560. Fimmtudagur: Albert 580, Haf- örn 680, Bjarni Ólafsson 1080, Sigurfari 870, Ársæll 440, Dagfari 530, Gullberg 600, Gísli Árni 630, Óli Óskars 1400, Helga II 550, Harpa 630. Skrifstofuhúsnæði Flugleiða: Gagngerar breyting- ar hér og erlendis Auknar bókanir frá Bandaríkjunum Eigendaskipti á Hótel Höfn SÍKluíirði, B. nóvembor. EIGENDASKIPTI verða að Hótel Höfn um áramótin, en Viðar Otte- sen, fyrrverandi barþjónn á Naust- inu í Reykjavík, og synir hans, Jóhann og Sveinbjörn, hafa keypt hótelið af Steinari Jóhannssyni. Fréttaritari GAGNGERAR breytingar standa nú yfir á skrifstofuhúsnæði Flugleiða á Reykjavíkurflugvelli, en með færra starfsliði á skrif- stofunum. en þar hefur fækkunin orðið hvað mest, er ekki þorf ails þess húsnæðis, sem i notkun var, segir m.a. i frétt frá Flugleiðum. Svipaða sögu er að segja frá öðrum skrifstofum félagsins. 1 Luxemborg standa nú yfir flutn- ingar hluta þeirrar starfsemi félagsins sem var í aðaibygging- unni i eigið húsnæði félagsins annars staðar á flugvellinum. 18 tonn af karfa flug- leiðis til Luxemborgar FLOGIÐ verður með 18 tonn af nýjum karfa til Luxemborgar í dag og er fyrirhugað að svo verði gert á hverjum föstudegi í vetur. en Flugleíðir hafa tekið upp vikulegt voruflug til Lux- emhorgar t»g London. Flogið verður út með fiskinn, en heim með vörur frá Luxemborg og London. Það er fyrirtækið Andri hf.. sem flytur fiskinn út og er fiskurinn. sem einkum er heill og flakaður karfi, fluttur út í sérstökum 30 kílóa kössum. Fiskinum er safnað saman í húsum á Reykjanesi, Hafnar- firði og í Reykjavík, en megnið kemur þó frá Keflavík hf. og Miðnesi hf. í Sandgerði. Undan- farið hefur Andri hf. flutt út 6 tonn á viku með áætlunarflugi, en nú er markaðurinn orðinn það stór, að nauðsyn var á auknum flutningamöguleikum. Þessi markaður hefur verið byggður upp í 1 ’/i ár, að sögn forráðamanna Andra, en það er fyrirtækið La Provincale í Lux- emborg, sem kaupir fiskinn og selur hann síðan í Benelux- löndunum og Frakklandi. Sér- stök áherzla er lögð á vöruvönd- un og vonast forráðamenn fyrir- tækisins til að framhald og aukning verði á þessum útflutn- ingi. Andri hf. hefur fleiri járn í eldinum og á tæplega viku fara þrjár fisksendingar til fyrr- nefndra landa, þ.e. 18 tonn í dag og að auki fisksendingar með flugi á þriðjudaginn og síðasta laugardag. Þá má nefna, að fyrir síðustu páska sendi fyrirtækið 47 tonn af fiski til Luxemborgar og Frakklands með vél frá Cargolux. í þessu skrifstofuhúsnæði sem var um 100 ferm. og var mjög dýrt í leigu, var áður flugumsjón, sem nú hefur verið flutt til Reykjavík- ur, flugrekstrarskrifstofa, sem flytur sem fyrr segir í eigið húsnæði og geymsla fyrir týnda muni. Þessu húsnæði verður nú skilað aftur til Luxair sem rekur flugvallarbygginguna, að undan- teknu rými fyrir geymslu og aðstöðu fyrir starfsfólk sölu- skrifstofunnar á flugvellinum. Söluskrifstofa Flugleiða verður áfram í flugstöðvarbyggingunni svo sem verið hefur en verður minnkuð um þriðjung. Þess má geta að með flutningi þessarar skrifstofu í eigið húsnæði sparast 15 milljónir á ári. Á Kennedyflugvelli hefur rými það sem vöruafgreiðsla félagsins hefur verið í undanfarin ár verið leigt til fyrirtækisins Serveair sem tekur að sér afgreiðslu á frakt fyrir Flugleiðir og réði jafnframt hluta starfsfólksins. Við þessa ráðstöfun lækkar afgreiðslukostn- aður félagsins verulega. Þá eru einnig í ráði breytingar á fyrir- komulagi farþegaafgreiðslu á Kennedyflugvelli sem miða að lægri tilkostnaði og sparnaði í rekstri. Tæki sem notuð voru við svokallað línuviðhaid verða seld og bílaverkstæði félagsins hefur verið lagt niður. Þá munu umsvif félagsins minnkuð í New York, Chicago og Washington og í Mi- ami í Florida. Þessar ráðstafanir allar eru gerðar með hliðsjón af minnkandi sætaframboði félagsins á Norður- Atlantshafi og þeim stórfelldu erfiðleikum sem eru á þessum mörkuðum. Þess má geta að fyrirspurnir og bókanir með félaginu að vestan hafa aukist upp á síðkastið eða síðan ákveðið var að halda Norð- ur-Atlantshafsfluginu áfram og eru nú hlutfallslega svipaðar.og á sama tíma í fyrra miðað við sætaframboð. Þær breytingar sem að ofan er getið miða allar að aukinni hag- kvæmni og sparnaði í rekstri. Stefnt er að því að þjónusta félagsins við viðskiptavini verði hin sama og áður, segir að síðustu í frétt Flugleiða. Lönduðu erlendis VELBÁTURINN Kristján Guð- mundsson frá Eskifirði seldi 36,1 tonn af ísfiski í Hull í gær fyrir 33.5 milljónir króna, meðalverð 927 krónur. Fiskurinn fór í 1. flokk. Aðalvík KE seldi 124,1 tonn í Bremerhaven í fyrradag fyrir 53.5 milljónir króna, meðalverð á kíló 431 króna. Vigri seldi 202,4 tonn á sama stað í gær og fyrradag fyrir 36,3 milljónir, með- alverð 519 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.