Morgunblaðið - 07.11.1980, Side 5

Morgunblaðið - 07.11.1980, Side 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980 Prestskosning í Eyrarbakka- prestakalli á sunnudag SeljatunKa. (laulverjabæjarhreppi. NÆSTKOMANDI sunnudaK fer fram prestskosninK í Eyrar- bakkaprestakalli, en i prestakall- inu eru þrjár sóknarkirkjur: Eyr- arbakka-. Stokkseyrar- ojí Gaul- verjabæjarkirkjur. Umsækiandi um prestakallið er einn. sr. Ulfar Guðmundsson sóknarprestur í Ólafsfirði. Kjörstaðir verða þrír: í kirkj- unni á Eyrarbakka, í samkomu- húsinu Gimli á Stokkseyri og í félagsheimilinu í Gaulverjabæjar- sókn, Félagslundi. Kosning hefst kl. 13 á öllum stöðunum og lýkur kl. 19 á Eyrarbakka og Stokkseyri en kl. 18 í Gaulverjabæjarsókn. Undanfarna sunnudaga hefur sr. Ulfar messað í sóknarkirkjun- um þrem. — Gunnar „Góðra vina fund- ur“ í kvöld SÖNGSKÓLINN í Reykjavík endurtekur miðnæturskemmtun sína, „Góðra vina fundur", í Há- skólabíói í kvöld. Þar koma fram margir af okkar þekktustu söngvurum og hljóð- færaleikurum. Sigríður Þorvalds- dóttir sviðsetti skemmtunina. Kynnir er Guðmundur Jónsson. INNLENT VIKUNA 25. október til 2. nóvember stóðu Tónlistarskóla- ráð Norðurlanda og Einleikara- samband Norðurlanda fyrir tónlistarhátíð ungra einleikara frá Norðurlöndunum. Af hálfu tslands tóku þau Manuela Wiesler flautuleikari og Einar Jóhannesson klarinettuleikari þátt i hátíðinni. en undirleikari Einars var Anna Málfríður Sigurðardóttir. Að dómi gagnrýnenda var hlutur íslands í þessari tónlist- arhátíð frábær, en um leik Einars segir Karl Anz í Berl- ingske tidende hinn 30. október: „Einar Jóhannesson sýndi mikla hæfni í túlkun sinni á sónötu Poulencs fyrir klarinettu og píanó. Þetta er frönsk ný- Einar Jóhannesson Norræn tónlistarhá- tið ungra einleikara klassísk tónlist af léttara taginu, sem tónlistarmaðurinn gæddi meiri músíkalskri dýpt en hægt var að búast við. Afburðatækni hans var ekkert aðalatriði, held- ur var henni beitt til að koma innihaldinu til skila.“ Jan Jacoby segir í Information sama dag: „Þá kom fram íslenzki klari- nettuleikarinn Einar Jóhannes- son, sem einnig er mjög geðfelld- ur tónlistarmaður, og stóð Anna Málfríður Sigurðardóttir honum fyllilega á sporði með skilnings- ríkum píanóleik í sónötu eftir Poulenc. Leikur þeirra reyndi ekki á hlustendur, heldur var hann lipur og glæsilegur og bar vott um ríkan skilning, jafnt á hlýlegri laglínu sem frjórri tón- listarsköpun Poulencs. Þetta var sannarlega áhugaverður tón- listarflutningur." Loks segir Hans Voigt í Berl- ingske tidende 3. nóvember: Einar Jóhannesson lék A-dúr konsert Mozarts fyrir klarinettu með óvenjulega fallegum og jöfnum tón, göfugri og fágaðri mótun laglínu og aðdáunar- verðri listrænni sjálfsögun." Eins og þegar hefur komið fram í fréttum hlaut Manuela Wiesler mikið lof gagnrýnenda fyrir leik sinn á hátíðinni, en ætlunin er að efna til slíkra hátíða með þátttöku ungra nor- rænna einleikara annað hvert ár. Er ánægður með að- sókn og undirtektir — segir Bragi Ásgeirsson listmálari um yfirlitssýningu sína SÝNINGUNNI lauk eiginlega þegar hún stóð sem hæst og kannski var það glappaskot að láta hana ekki standa viku i viðbót, sagði Bragi Ásgeirsson listmálari um yfirlitssýningu sína sem að undanlörnu hefur staðið yfir á Kjarvalsstöðum, en henni lauk sl. sunnudagskvöld. — Það er eiginlega lágmark með svona stóra sýningu að hún standi i mánuð, bæði vegna um- fangs hennar. vinnu við uppsetn- ingar og vegna þess að fólk vill gjarnan fá tækifæri til að koma aftur og varð ég var við að sumir komu oft. Á sýningunni voru yfir 300 verk Braga frá öllum listamannsferli hans og kvað hann þetta eitt stærsta framtak einstaklings í sýningarmálum: — Ég sleppti samt mörgu úr grafíkinni, enda þarf kannski sér- staka sýningu fyrir hana, smærri sýningu og í sérstöku umhverfi, helst úti á landi. í einhverjum sal eins og finna má í Norræna húsinu, þar eru góð skilyrði fyrir grafíksýningar. Ekki kvaðst Bragi hafa á tak- teinum tölur yfir fjölda sýningar- gesta, en hluti verkanna var til sölu og önnur voru í einkaeign. — Sumt vil ég heldur ekki selja, það er erfitt að skilja við sum verkin, þau ætla ég alltaf að eiga og taka með mér í gröfina. Ég er ánægður með undirtektir sýn- ingargesta, þeir voru flestir um helgar, en aðsókn var minni í miðri viku. Enda vantar líklega eitthvað meira til að laða gesti að Kjarvalsstöðum, kaffistofan mætti t.d. vera hlýlegri. Annars átti þessi sýning ekki að vera svona umfangsmikil, hún bara þróaðist smám saman upp í það. Menn voru að koma með myndir fram á síðustu stundu og fyrstu vikuna var ég að breyta uppröðun og dytta að sýningunni og við urðum að prenta nýja sýn- ingarskrá vegna þess að villur voru í henni og ný verk bættust við. Hvað tekur svo við? — Bara vinna og aftur vinna, eins og Jón Stefánsson sagði einhvern tíma við mig í Kaup- mannahöfn, það er um að gera að vinna og vinna upp á líf og dauða, annað er einskis virði — og ég tók hann á orðinu. Ég kenni og skrifa auk þess sem ég mála, en vildi gjarnan hvíla mig á kennslunni og skrifa frekar meira — og mála. Það er annars gaman að kenna og mikill lærdómur í því fólginn að vera innan um ungt fólk. Það er líka nauðsynlegt fyrir mann á mínum aldri að hafa fasta dagskrá. Flestir listamenn hafa reglulegan vinnutíma og það er erfitt að vera margskiptur. Það er hægt meðan maður er ungur, en þegar við eldumst verður vinnan að vera markvissari og einfaldari. Það geta ekki allir stundað þol- hlaup allt lífið. — Sem sagt, ég er ánægður með undirtektir fólks og aðsókn og viðmót starfsfólksins á Kjarvals- stöðum var eins gott og hugsast gat. Þetta er allt mikil vinna og mikið erfiði og það sem er kannski einna leiðinlegast er sú fyrirhöfn að þurfa sjálfur að hafa áhrif á kynningu og umfjöllun fjölmiðla. Það þekkist ekki erlendis að lista- maðurinn sjálfur þurfi að kalla á fjölmiðla, en hérna er ekki leikinn sá knattspyrnuleikur að ekki sé skrifað um hann óumbeðið. Því er ekki til að dreifa þegar listamenn eru annars vegar. Enda líki ég því við knattspyrnu þegar ég var að undirbúa sýninguna og til mín leitaði dagblað og bað mig að skrifa sjálfur eitthvað um sýning- una. Ég sagði að það væri líkast því að biðja knattspyrnumann að skrifa lýsingu á leik um leið og hann tæki þátt í honum! Hérna mætti verða einhver bragarbót á. Hausthappdrætti Sjálfstæðisflokksins: Opið í kvöld og um helgina llausthappdratti Sjálfstæðisflokksins er nú í fullum gangi, enda verður dregið eftir aðeins 8 daga. Þeir, sem enn eiga ógerð skil á heimsendum miðum eru hvattir til að gera það hið fyrsta. Skrifstofa happdrættisins er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og verður hún opin í kvöld til kl. 22, á morgun kl. 13—18 og á sunnudag kl. 13.30—17. Skrifstofan sér um að senda miða og sækja greiðslur, ef óskað er, og síminn er 82900. Ráðunautur í alifuglarækt til Búnaðarfélagsins NÝLEGA er tekinn til starfa hjá Búnaðarfélagi íslands ráðunautur í alifuglarækt, Guðmundur Jóns- son frá Reykjum í Mosfellssveit. Hann hefur skrifstofu í Bænda- höllinni og verður þar á þriðjudög- um og fimmtudögum þar til annað verður ákveðið, en hér er um hálft starf að ræða. Guðmundur hefur undanfarin misseri dvalið við nám í Skotlandi og er sérgrein hans fóðurfræði. Alifuglabændur hyggja gott til samstarfs við Guðmund og mætir hann á aðal- fundi Sambands eggjafram- leiðenda, sem haldinn verður í Kaffiteríunni Glæsibæ laugardag- inn 8. nóvember kl. 14. Barna- flannelsbuxur -fóðraðar Lifir: Vínrautt/Sæblátt/Rústrautt/ Grátt/Blátt. Stæröir: 4—14. Verö frá kr. 17.900,- Hönnun: Margrét Sigurðardóttir. Fást hjá KARNABÆR unglingadeild, Austurstræti 22, simi frá skiptiboröi 85055. og umboðsmönnum um land allt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.