Morgunblaðið - 07.11.1980, Page 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980
Jakob Jakobsson fískifræðingur:
„Síldin er viðkvæmari
fyrir ofveiði en flest-
ir aðrir fiskistofnar“
Jakob Jakobsson
Á NORRÆNNI fiskimálaráðstefnu i Gautaborg fyrr í haust flutti
Jakob Jakobsson fiskifræðinnur erindi um sildveiðar og síldarstofna í
norðaustanverðu Atlantshafi. Fjallaði Jakob um hina ýmsu sildar-
stofna og hrun þeirra á þessu svæði og kom víða við. Erindi Jakobs er
birt í nýjasta hefti Ægis, rits Fiskifélags íslands. Jakob fjallar m.a.
um islenzku sumargotssíldina, þ.e. þá sild sem yfirstandandi
síldarvertíð byggist á, og segir hann meðal annars:
„Um og uppúr 1960 er stærð
hrygningarstofnsins rúm 300 þús-
und tonn en fer eftir það ört
minnkandi og um 1969 er hrygn-
ingarstofninn kominn í u.þ.b. 20
þúsund tonn og helst mjög lágur
fram undir 1975. Talið er að nú
hafi tekist að endurbyggja þennan
stofn þannig að hrygningarstofn-
inn sé nú u.þ.b. 200 þúsund tonn.
Endurreisn þessa stofns hefur því
tekist vonum framar. Kemur þar
einkum tvennt til. í fyrsta lagi
urðum við fyrir því láni að mjög
lítill hrygningarstofn gat af sér
tiltölulega stóran árgang árið
1971. í annan stað tryggði veiði-
bannið á árunum 1972—1975 -að
þessi stóri árgangur fékk að vaxa
og hrygna í friði að minnsta kosti
einu sinni áður en veiðar hófust.
Frá og með 1975 hefur veiðum
verið stillt svo í hóf að endurreisn
stofnsins hefur getað haldið
áfram. Telja verður að endurreisn
þessa síldarstofns hljóti að vera
klassískt dæmi um þann árangur
sem ná má þegar farið er að
ráðum vísindamanna en það var
gert að því er varðar hámarksafla
og síldveiðibann allt frá 1970—
1979.
Nú eru þó ýmsar blikur á lofti
þar sem íslensk stjórnvöld hafa í
ár í fyrsta sinn ekki samþykkt
tillögur Hafrannsóknastofnunar
um leyfilegan hámarksafla á ís-
lenskri sumargotssíld. Þessi af-
staða íslenskra stjórnvalda er
einkum uggvekjandi vegna þess að
sá grunur leikur á að þeir árgang-
ar sem bætast munu í stofninn á
næstu árum séu ef til vill verulega
miklu lakari heldur en árgangarn-
ir sem veiðin byggist á um þessar
mundir.
Hrygningarstofn íslensku sumargotssíldarinnar
1956-1979.
Hrygningarstofn
Afli
Síldv. í Skagerak og
Kattegat ..............
Norsk-íslenski stofninn
íslensk sumargotssíld .
íslensk vorgotssíld ....
Norðursjávarsíld ......
Venjuleg Stærð Venjulegur Liklegur afli
stærð i 1980 i afli í næstu 2-3 ár
þús. tonna þús. tonna þús. tonna i þús. tonna
10-50 125 80? 50-70?
3000-10.000 300 1500 30?
200-300 200 60 50
300-500 60 0
1000 300 800 50
Samtals
2500
200
Það er og nöturlegt að um 200
skip fá nú síldveiðileyfi. Hér áður
fyrr fóru að vísu um 200 ísl. skip á
síld. Þá varð aflinn líka oft mörg
hundruð þúsund tonn. Nú á að
nota jafnmörg skip til að veiða
1/10 þess sem áður var.“
Með greininni birtir Jakob at-
hyglisverða mynd af þróun hrygn-
ingarstofns íslenzku sumargots-
síldarinnar og fylgir hún hér með.
í lokaorðum erindis síns ræddi
Jakob Jakobsson um síldarstofn-
ana á fyrrnefndu svæði og sagði
þá m.a.:
„Torfumyndun síldarinnar veld-
ur því að aflinn getur haldist
mikill og góður enda þótt stofninn
minnki ört allt til hinnar siðustu
torfu. Minnkandi stofnstærðar
verður því ekki vart í minnkandi
afla. Þá hefur komið í ljós að
hrygningarstofninn verður að
vera tiltölulega stór til að geta
gegnt hlutverki sínu og getið af
sér árganga af eðlilegri stærð. Ef
hrygningarstofninn fellur niður
fyrir þessi krítísku mörk verður
viðkomubrestur eins og dæmin
sanna um allt norðanvert eða
norðaustanvert Atlantshaf. Gagn-
stætt fyrri hugmyndum hefur
reynslan sýnt að síldin er við-
kvæmari fyrir ofveiði en flestir ef
ekki allir aðrir fiskstofnar. Það er
af þessum sökum að hámarksaf-
rakstri síldarstofna verður því
aðeins náð að veiðar séu stundað-
ar af mikilli varkárni og byggi á
stórum og öflugum hrygningar-
stofni. Þessari stefnu virðist erfitt
að fylgja, ekki síst vegna þess hve
auðveld bráð síldin er hinum
tæknivædda fiskveiðiflota nútím-
ans.“
Segir Jakob að afleiðingar
þeirrar stefnu, sem ríkt hefur,
komi fram í meðfylgjandi töflu
um ástand og aflahorfur fyrir og
eftir hrun síldarstofna í norðaust-
anverðu Atlantshafi.
Glæsileg
afmælishátíð
Gagnfræða-
skóla Akur-
eyrar:
Hátíðarsamkoma nemenda.
Bæjarstjórnin gaf 1,5 milljónir
króna í hljóðfærasjóð skólans
Akureyri, 3. núvember.
TVEGGJA daga hátíðahöld vegna 50 ára afmælis
Gagnfræðaskóla Akureyrar voru hin glæsilegustu
og eftirminnileg öllum, sem þátt tóku í þeim.
Hátíðin hófst kl. 9 á föstu-
dagsmorgun með því að deildir
skólans fóru í kennslustofur
ásamt umsjónarkennurum sín-
um, sem fóru með nemendum
sínum yfir ágrip af sögu skól-
ans, sem tveir kennarar höfðu
tekið saman og birtist í skóla-
blaðinu Frosta, sem kom ein-
mitt út þá um morguninn. Ýmis
atriði, svo sem endurminningar
fyrrverandi nemenda, voru flutt
af segulbandi. Kl. 10.50 voru
bornar fram veitingar í hverri
stofu, rjómakaka og gosdrykk-
ur, en eftir að þess glaðnings
hafði verið neytt, fóru nemend-
ur og kennarar í samkomusal
skólans eftir því sern rúm leyfði
þar, en aðrir fóru i næstu
kennslustofur og fylgdust þar
með því í litasjónvarpstækjum,
sem fram fór á sviðinu í saln-
um. Þar voru fluttir leikþættir
um skólalífið fyrr og nú, leik-
fimiflokkar sýndu og skólakór-
inn söng. Þessari dagskrá lauk
um hádegi.
Á laugardagsmorgun kl. 10.30
var afhjúpuð minningartafla
um stofnun skólans og starf
hans fyrstu 13 árin á vegg
hússins Lundargötu 12. Sverrir
Pálsson skólastjóri flutti ávarp,
en Þórhalla Þorsteinsdóttir af-
hjúpaði minningartöfluna.
Hátíðarsamkoma hófst svo í
sal skólans kl. 14.00, og þar voru
saman komnir um 230 gestir.
Stigar og gangar skólans höfðu
verið skreyttir myndverkum
eftir nemendur. Samkoman
(Ljósm. Sv.P.)
Endurfundir skólasystkina eftir 50 ár. nemendur. sem innrituðust I
UaKnfræðaskóla Akureyrar haustið 1930. Frá vinstri í fremri röð: Si^ríður
Gisladóttir, Guðbjort? Bj. Reykjalin, Mar«rét HallKrimsdóttir, SvanborK M.
Sveinsdóttir. HelKa S. IlallKrimsdóttir. Aftari röð: Jón Kristinsson. Lára
Halldórsdóttir, Stefán Reykjalín. Guðrún Þorsteinsdóttir, Kjartan Ólafsson.
Páll HeÍKason.
hófst með ávarpi Þuríðar Sig-
urðardóttur, formanns nem-
endaráðs GA, en síðan var flutt
sama skemmtidagskrá og dag-
inn áður. Þá flutti skólastjóri
hátíðarræðu, en að henni íok-
inni voru flutt ávörp gesta.
Valgarður Baldvinsson, bæj-
arritari, flutti kveðjur bæjar-
stjórnar Akureyrar og afhenti
frá henni 1,5 millj. króna í
hljóðfærasjóð skólans. Sigurður
Óli Brynjólfsson flutti kveðjur
og heillaóskir skólanefndar Ák-
ureyrar, og Stefán Reykjalín
talaði af hálfu þeirra nemenda
skólans, sern fyrstir hófu við
hann nám haustið 1930, en 11
þeirra voru viðstaddir hátíða-
höldin. Einnig fluttu ræður þeir
Tryggvi Gíslason, skólameistari
Menntaskólans á Akureyri, og
Aðalgeir Pálsson, skólastjóri
Iðnskólans á Akureyri. Skóla-
stjóri þakkaði gjafir og árnað-
aróskir og las síðan kveðjur og
skeyti, sem borist höfðu. Meðal
annars gaf Jónborg Þorsteins-
dóttir, fyrrum húsvörður, tvo
forkunnarfagra kertastjaka.
Einnig bárust margar blóma-
körfur. Kynnir á samkomunni
var Berglind Rafnsdóttir, nem-
andi í 9. bekk.
Eftir samkomuna var öllum
viðstöddun boðið upp á kaffi og
kökur á efstu hæð skólans. Þar
gátu menn einnig horft á öll
dagskráratriði og viðburði há-
tíðarinnar í sjónvarpstæki, en
allt slíkt hafði verið tekið á
myndsegulband af starfs-
mönnum Akurvíkur hf. Nem-
endur 2. og 3. bekkjar fram-
haldsdeilda önnuðust frammi-
stöðu klæddir kjólfötum eða
einkennisbúningum veitinga-
þjóna.
Dansleikur fyrir nemendur
og kennara hófst svo kl. 21.00 og
stóð til kl. 03 um nóttina. Þar
voru rúmlega 400 manns og
dönsuðu og skemmtu sér af
hjartans lyst, svo að þar bar
engan skugga á. Jódís