Morgunblaðið - 07.11.1980, Síða 14

Morgunblaðið - 07.11.1980, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980 Kosygin úr stjórnmála- ráðinu Moskvu. 5. nóvember. AP. MYNDIR af Alexei Kosygin, fyrrum forsætisráðherra Sovét- ríkjanna. voru ekki hengdar upp á götum Moskvu eins ok vani er um myndir af meðlimum stjórn- máiaráðsins. Myndir af Brezhnev ok 13 öðrum meðlimum ráðsins voru hen^dar upp á götum Moskvu í daK- Þetta hefur komið af stað orðrómi um, að Kosygin hafi verið vikið úr stjórnmáiaráð- inu en engin opinber tilkynninK hefur verið gefin út þar að lútandi. Sovétmenn minnast afmælis byltingarinnar á föstudag. Og venju samkvæmt voru myndir af meðiimum stjórnmálaráðsins hengdar upp. Kosygin lét fyrir skömmu af störfum forsætisráð- herra Sovétríkjanna. Ekki hefur sést opinberlega til Kosygins síð- an Ólympíuleikunum var slitið í ágúst síðastliðnum. Opna landamæri til vöru- flutninga Tel Aviv, 7. nóvember. AP. ISRAELAR og Egyptar gerðu i dag samkomulag um að opna landamæri rikjanna fyrir vöru- flutningum á landi 15. desem- ber næstkomandi. Samkomu- lagið er í raun I samræmi við friðarsáttmála þann sem rikin tvö undirrituðu i marz 1979. Samkvæmt samkomulaginu verður nokkurs konar umskipun- arstöð fyrir vörur í E1 Arish á Miðjarðarhafsströnd Sínaí eyði- merkurinnar. Þar verður vör- unni skipað um borð í vöruflutn- ingabifreiðir frá áfangaríkjum vörunnar. Smávegis hefur verið flutt af vörum milli ísrael og Egyptalands í lofti og á sjó. Um eitt þúsund manns ferðast milli iandanna tveggja á hverjum degi. Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Berlín Brttssel Chícago Feneyjar Frankfurt Færeyjar Genf Helsinki Jerúsalem Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Miami Moskvá New York Osló Paris Reykjavík Rió de Janeird Rómaborg Stokkhólmur Tel Aviv Tókýó Vancouver Vinarborg 4 léttskýjaó 2 skýjaó 24 skýjaó 1 skýjað 3 skýjað 9 skýjað 8 skýjað 0 akýjað 7 alskýjað 2 þokumóða % skýjað heiðskírt heiöskirt heiöskírt léttskýjaö 14 heiðskírt 6 rigning 20 skýjað 9 *kýjaý . 15 rigníng 1 15 heiðskirt 26 heiöakírt 0 skýjað 12 heiðskírt 8 léttskýjað 1 skýjað 8 alskýjað 32 skýjað 20 rigning 4 léttskýjað 25 heiðskírt 21 heiðskírt i&L 23 Jóhannesarborg 27 Kaupmannahðfn 4 Las Palmas 23 AP-Slmamynd Málinu vísað til áfrýjunarréttar Walter Polovchak, 13 ára gamli úkraínski drengurinn, sem beðið hefur um pólitískt hæli í Bandaríkjunum, sést hér á leið til réttarins með lögfræðingum sínum. Máli hans var í gær vísað til áfrýjunarréttar vegna þess, að það hafði ekki verið leitt til lykta á þremur mánuðum eins og tilskilið hafði verið. Kosningarnar í Bandaríkjunum 4. nóv. 1980 Úrslitum fagnað í Suður-Ameríku Moskvu, Tókýó, Peking, 7. nóvember. AP. LEONID Brezhnev forseti Sovét- rikjanna sendi Ronald Reagan nýkjörnum forseta Bandarfkj- anna heiilaóskaskeyti i dag, þar sem hann lét i ljós vonir um að Mondale hættir ekki St.Paul, Minnesuta. AP. WALTER MONDALE varaforseti gaf í skyn í dag, að stjórnmálaferli hans væri ekki lokið, þrátt fyrir ósigur hans og Carters forseta. Mondale sagði ' stuðnings- mönnum sínum að halda áfram að berjast fyrir mannréttindum, tak- mörkun vígbúnaðar, friði og um- hverfismálum. „Fyrir þann málstað lofa ég að berjast aftur með ykkur," sagði hann. Hann sagði «einnig stuðnings- mönnum frá ráðleggingu, sem hann fékk frá Hubert heitnum Humphrey fyrir 12 árum. Hum- phrey sagði þegar hann var að semja ræðu þar sem hann játaði ósigur sinn fyrir Richard Nixon: „Það verður að gera þetta almenni- Sega, því að þetta er /yrsta ræðan í næstu kosningabaráttu minni." næsta stjórn Bandarikjanna sýndi raunhafan viija til að við- halda friði og jafnvægi i heints- málum, og i ræðu sem Nikolai Tikhonov utanríkisráðherra hélt í dag við hátíðahöld. i tilefni þess að 63 ár eru liðin frá Októberbylt- ingunni. lögðu Sovétmenn áherzlu á friðsamlega sambúð stórveldanna tveggja. Fréttaskýrendur gerðu sér mat ' úr því að þáverandi forseti Sovét- ríkjanna, Nikolai V. Podgorny, hefði sent Jimmy Carter, þá ný- kjörnum forseta, hlýlegra og lengra skeyti en Brezhnev sendi Reagan nú. Dagblað alþýðunnar í Kína, málgagn kinverska kommúnista- flokksins, sagði í dag, að Ronald Reagan væri í raun og veru hófsamur og varfærinn stjórn- málamaður og raunsær. Hann hefði fyrir löngu látið af þeirri stefnu sinni að Bandaríkin ættu að endurnýja stjórnmálasamhand sitt við Formósu, og væri nú hlynntari því að tengsl Bandaríkjanna og Kína yrðu efld og treyst. Blaðið sagði, að hann hefði breytt um afstöðu til Formósu er á leið 21 kona á þingi WashiiiKtnn. 7. nóvember. AP. KONUR munu skipa 21 sæti á þingi er 97. löggjafarþing Banda- ríkjanna kemur saman í janúar næstkomandi, og eru það fleiri konur en áður. Á síðasta þingi sat ein kona í öldungadeildinni og sextán í fulltrúadeildinni. kosningabaráttuna, er sýndi „að hann væri sveigjanlegur og fær um að geta breytt háttum sínum og óskum í samræmi við raunveru- leikann". Háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneytinu í Tókýó lét svo um mælt í dag, að japanskir leiðtogar sætu nú á rökstólum og hefðu í hyggju að heimsækja Washington sem fyrst eftir að Reagan verður settur í embætti til viðræðna og samninga um við- skipti og samvinnu á sviði öryggis- mála. Víðast hvar í ríkjum Suður- Ameríku var kjöri Reagans fagnað í dag, en í þessum ríkjum sitja herforingjar víða að völdum. Þeir fögnuðu því að þurfa ekki að eiga von á aðfinnslum á sviði mannrétt- indamála, eins og átt hafði sér stað í tíð Carters, sem fann margt að í þeim efnum. Lokatölur: Rúinlega átta millj- óna atkvæða munur Washinxton. B. nóvember. AP. « ENDANLEG úrslit í bandarísku forsetakosningunum urðu þau, að Carter forseti hlaut 34.913.332 atkvæði, eða 41 af hundraði greiddrá atkvæða. Hann bar sigur * úr býtum í sjö fylkjum og hlaut 49 kjörmenn. Reagan hlaut 43.201.220 . atkvæði, eða 51 af hupdraði greiddra atkvæða. Hann sigraði í 44 fylkjum og hlaut 489 kjörmenn. Anderson vann ekkert fylki og engan kjörmann, . en hlaut 5.581.379 atkvæði, eða sjö' af hundraði greiddra atkvæða. Til að bera sigur úr býtum í kosningun- um þurfti frambjóðandi að hljóta 270 kjörmenn, en þeir eru samtals 538. Úrslit eru kunn í kosningum til öldungadeildarinnar í Arkansas og Vermont. í Arizona sigraði, Barry Goldwater', hlaut 50 af hundraði atkvæða, en demókrati að náfni Schulz hlaut 49 af hundraði atkvæða. Dcmókrati sigraði hins vegar í Vermont, ^eahy, sem hlaut 51 af hundraði atkvæða, eða 2.500 fleiri atkvæði en repúblikaninn Ledbetter, sem hlaut 49 af hundraði atkvæða. Alls hafa því repúblikanar 52 fulltrúa í öldungadeildinni og demókratar 47. Urslit kosninga til fulltrúa- deildarinnar urðu þau, að demó- kratar töpuðu 33 mönnum, en halda áfram meirihluta, eiga 243 fulltfúa á móti 192 fulltrúum repúblikana, sem bjettu við sig 33 „fulltrúum.. Þá voru kjörnir 13 /ylkisstjórar um leið og forsetakosningarnar fóru fram. Repúblikanar unnu sjö dg demókratar sex: tt ' %

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.