Morgunblaðið - 07.11.1980, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1980
Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280
kr. eintakiö.
Kaffirabb
og smákökur
Einkennilegt er, að ráðherrar skuli vikum og jafnvel
mánuðum saman skýra þjóðinni frá því, að efnahagsstefn-
an, sem þeir fylgja, skili engum árangri en láti jafnframt hjá
líða að gera grein fyrir nauðsynlegum úrbótum. Þannig er
háttað „stjórnlist" núverandi ríkisstjórnar. I ræðu og riti leggja
ráðherrar áherslu á það, að „eitthvað" þurfi að gera, en síðan
heyrist ekkert meir. I síðustu viku efndi forsætisráðherra til
svonefnds samráðsfundar með aðilum vinnumarkaðarins. Þegar
hann var spurður um stefnu stjórnar sinnar í efnahagsmálum,
var svarið á þá leið, að menn yrðu að átta sig á því, að hún væri
ekki þarna til umræðu. Er þá samráðið orðið til lítils gagns, ef
enginn veit lengur, hvað á fundunum á að ræða. Er furðulegt, að
aðilar vinnumarkaðarins skuli líða slík vinnubrögð. Sérstaklega
hefur verkalýðshreyfingin lagt á það mikla áherslu að fá jafnan
að vera höfð með í ráðum um mótun efnahagsstefnunnar og
ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar var stofnuð haustið 1978 með
meiri heitstrengingum um það en nokkur önnur, að nú ætti svo
sannarlega að ráðgast við aðila vinnumarkaðarins. Má segja, að
síðan hafi lítið sem ekkert gerst á því sviði og fundurinn í
síðustu viku sé kórónan á það marklausa orðagjálfur, sem
ráðherrar hafa látið sér nægja í samráðsskyni síðan.
Ef til vill hefur þeim, sem að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar
stóðu 1978, lærst, að fagrar yfirlýsingar um þetta efni duga
skammt, þegar á hólminn er komið. Sé núverandi ríkisstjórn á
þeirri skoðun, að samráð við aðila vinnumarkaðarins beri
einungis að skoða sem kaffirabb með smákökum, verður að óska
þess af henni, að hún skýri afdráttarlaust frá þeirri afstöðu
sinni. „Samráðið" var þungamiðjan í stefnu ríkisstjórnar Ólafs
Jóhannessonar að hans eigin sögn og slíkt lykilatriði í
stjórnmálastarfi síðustu ára á ekki að gufa upp fyrir hirðuleysi.
Á næstu dögum gefst ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens
tækifæri til að bægja á brott öllum efasemdum um afstöðu sína
til samráðsins. Greinilegt er, að við samningu fjárlagafrum-
varps og þjóðhagsáætlunar fyrir 1981 hafa ráðherrar einsett sér
að gera „eitthvað" til að ná verðbólgunni niður. Síðan hefur
enginn fengið upplýsingar um það, hvað eigi að gera, þótt
ítrekað hafi verið um það spurt bæði á Alþingi og af
blaðamönnum. Undir lok þessa mánaðar heldur Alþýðusamband
Islands þing sitt. Ekkert væri eðlilegra en ríkisstjórnin notaði
það sem vettvang til að boða fyrirhugaðar efnahagsaðgerðir
sínar. Forystumenn verkalýðshreyfingarinnar hafa sýnt ríkis-
stjórninni margvíslega vinsemd og sá flokkur, sem segist
valdamestur í stjórninni, Alþýðubandalagið, kallar sig á
tyllidögum að minnsta kosti skjól verkalýðsins. Þess er nú beðið
með eftirvæntingu, hvaða hugmyndir um stjórn efnahagsmála
ríkisstjórnin kemur til með að kynna á Alþýðusambandsþingi.
Láti hún ekkert frá sér heyra um stefnu sína fyrir eða á þinginu,
er greinilegt, ^ð „samráðið" snýst aðeins um kaffidrykkju og
smákökur.
F æðingarheimilið
Miklar umræður hafa spunnist um framtíð Fæðingarheimil-
is Reykjavíkurborgar síðustu daga. Uppi eru áform um að
selja það ríkinu og er sagt, að það sé gert í sparnaðarskyni auk
þess sem ríkissjóður hafi neitað að greiða svonefnd halladag-
gjöld til að endar næðu saman í rekstrinum. Sjálfsagt er að
spara í opinberum rekstri, hvar sem það er unnt. í þessu máli
hefur komið fram ótti um það, að með þessum aðgerðum sé verið
að spara með þeim hætti að leggja niður þjónustu, sem mörgum
er kær af margvíslegum ástæðum og á fullan rétt á sér.
Þegar þessi ótti hefur verið látinn í ljós hafa forráðamenn
ríkisins á þessu sviði sagt, að hann sé ástæðulaus, þar sem alls
ekki eigi að breyta neitt rekstri Fæðingarheimilisins. Sé málið
þannig vaxið hljóta menn að spyrja: Ur því að ríkið telur sér
fært að greiða allan kostnað við óbreyttan rekstur Fæðingar-
heimilisins, hvers vegna getur það ekki tekið að sér að greiða
halladaggjöldin á þessari stofnun eins og öðrum sjúkrastofnun-
um? Auk þess sem yfirtaka ríkisins myndi leiða til kostnaðar-
auka fyrir það að öðru leyti, þar sem Reykjavíkurborg greiðir nú
16,53% af daggjöldum heimilisins. Greinilega er þörf á betri
rökum í þessu viðkvæma máli.
Ljóam. Emilia
Frá lokafundi kirkjuþings i gær, en fundirnir fóru fram í Hallgrimskirkju.
Kirkjuþingi lauk í gær:
Samþykkt að leikmenn
fái aðild að biskupskjöri
KIRKJUÞING samþykkti i gær samhljóða frumvarp um nýja
handbók kirkjunnar og lagði til að hin nýja handbók yrði gefin út til
reynslu fyrst i stað. — Þetta er gleðistund fyrir islenska kirkju, að við
höfum staðið saman um frumvarpið og fáum nú iangþráða handbók,
sagði sr. Pétur Ingjaldsson prófastur, sem nú situr Kirkjuþing fyrir
Norðlendinga. Biskup tók i sama streng og taldi að „harpa
kirkjunnar hefði rikari og auðugri hljóm en áður“ við tilkomu
væntaniegrar handbókar.
Hr. Sigurbjörn Einarsson bisk-
up þakkaði kirkjuþingi meðferð
þess á frumvarpinu, en fátítt er
talið að svo viðkvæmt mál, sem
helgisiðir kirkjunnar eru, skuli fá
samstöðu á kirkjuþingi, presta-
stefnu og öðrum þeim vettvangi
innan kirkjunnar, sem það hefur
verið til meðferðar. í máli kirkju-
þingsmanna kom fram að mikil
þörf væri á ítarlegri kynningu í
söfnuðum landsins, en handbókin
gerir m.a. ráð fyrir ýmsum val-
kostum við helgihald kirkjunnar.
Þá samþykkti kirkjuþing ein-
róma frumvarp til laga um bisk-
upskosningu. Gerir frumvarpið
ráð fyrir hlutdeild leikmanna við
biskupskjör. Skuli eiga kosninga-
rétt, fyrir utan þjónandi presta og
prófasta og kennara guðfræði-
deildar eins og nú er, kjörnir
leikmenn, sem eigi sæti á kirkju-
þingi svo og leikmenn sem sitji í
kirkjuráði og einn leikmaður fyrir
hvert prófastsdæmi, þó tveir frá
Reykjavíkurprófastsdæmi, kjörnir
af leikmönnum, sem sæti eiga á
héraðsfundi, til 4 ára í senn, svo
og varamenn. Frumvarp þetta
samdi próf. Ármann Snævarr, en
það fer nú til meðferðar hjá
kirkjumálaráðherra og Alþingi.
Verði samþykkt á Alþingi breyt-
ing á núverandi fyrirkomulagi
biskupskjörs gæti kjör biskups á
næsta ári verið eftir hinum nýju
lögum.
Samþykkt var á kirkjuþingi að
það skuli koma saman árlega, en
ekki annað hvert ár eins og nú er,
og standi allt að 10 daga og að
þingfulltrúum verði fjölgað úr 17 í
21. Af öðrum samþykktum kirkju-
þings má nefna að áhersla er lögð
á eflingu félagslegrar þjónustu
kirkjunnar og að fenginn verði
sérfræðingur til þess starfs,
kirkjuráði er falið að kanna á
hvern hátt kirkjan geti stutt
áhugamannasamtök um áfengis-
varnir, tilmælum er beint til
ríkisstjórnarinnar um að hún
kanni hvernig þjóðin geti varist
eiturlyfjaflóði, biskupi og kirkju-
ráði er falið að sjá um að í tilefni
þúsund ára afmæiis kristniboðs á
Islandi verði minnst af kirkjunnar
hálfu þýðingar boðunar kristinnar
trúar og að lokum er kirkjuráði
falið að taka upp viðræður við
Ferðamálaráð og aðra aðila ferða-
mála um að komið verði upp
aðstöðu til helgihalds á sumar-
dvalarstöðum og orlofsbúðum.
Einhugurinn um nýja
handbók er mikill
sigur fyrir kirkjuna
— segir biskup íslands að afloknu kirkjuþingi
NÍI ER komið að lokum 12. kirkjuþings, sem verið hefur starfsamt
og afgreitt mörg stórmái. Þetta er siðasta kirkjuþing þessa
kjörtimabils og þvi nokkur timamót nú, auk þess siðasta
kirkjuþing mitt, þar sem nú eru framundan timamót i minu lifi
einnig, sagði hr. Sigurbjörn Einarsson biskup íslands m.a. i
lokaorðum á kirkjuþingi i gær.
Biskup kvaðst við upphaf
starfs síns sem biskup hafa
gengið að störfum á kirkjuþingi
með nokkrum ugg, þar sem það
hafi þá verið ný stofnun og
ómótuð, aðeins komið saman
einu sinni. Það hafi komið í hans
hlut að bera ábyrgð á starfi þess
og móta í 20 ár. — En það er
margs góðs að minnast frá þessu
árabili, mörg stórmál hafa hlotið
afgreiðslu hér og farið gegnum
Alþingi og orðið að lögum, t.d.
lög um Skálholt og kristnisjóð.
Það voru tímamótamál og urðu
til að auka á sjálfsforræði kirkj-
unnar, sagði biskup og lét hann í
ljós þakkir til kirkjuþings-
fulltrúa.
— Oft hafa verið mörg mál til
meðferðar á kirkjuþingi og þetta
var meðal þeirra sem flest hafði
í takinu, lögð voru fram 30 mál
og hlutu þau öll afgreiðslu, sagði
biskup í samtali við Mbl. —
Þessi mál hafa flest krafist
mikillar vinnu og má t.d. nefna
handbókarmálið og smærri mál,
þótt ekki séu umfangsmikil,
vekja stundum miklar umræður.
Ég tel það stórsigur fyrir kirkj-
una þegar næst fullkominn ein-
hugur um slíkt mál sem ný
handbók er. Er þá sama hvert er
litið, á einum vettvangi af öðrum
hefur hún hlotið þær viðtökur að
menn hafa fylgt henni þegar
þeir hafa kynnt sér hana og svo
var einnig hér.
Hvað er þér í huga nú þegar
dregur að lokum starfsferils þíns
sem biskup?
— Ekkert sérstakt. Ég lifi, ef
ég fæ að lifa, nákvæmlega eins
og ég hefi alltaf gert. Þar geng
ég að verki hvers dags eins og
verið hefur, því hér eru það
verkin, sem skammta tímann og
hugsa ég ekki lengra fram en
einn dag.
Hefur starf þitt ekki verið
erilsamt?
— Víst hefur svo oft verið, en
nokkur hvíld hefur verið í fjöl-
Biskup íslands,
hr. Sigurbjörn Einarsson
breytileika starfsins. Störfin eru
að vísu mismunandi kærkomin,
sum hlutverkin hafa verið erfið,
önnur minna ánægjuleg, en eitt
hefur tekið við af öðru og mörg
eru ánægjuleg þótt erfið séu.
Nefna má að kirkjuþing var t.d.
mikil viðbót við biskupsstarfið
þegar það hóf að koma saman og
á mörgum sviðum hefur ýmis-
legt starf vaxið út frá biskups-
embættinu; t.d. æskulýðsstarf,
hjálparstofnun o.fl. Ekki hefur
alltaf tekist að fá fjölgað starfs-
mönnum eftir því sem verkefn-
um hefur fjölgað, verkefnin hafa
oftar verið á undan, en ég held
að nokkuð megi vel við una í
svipinn, sagði hr. Sigurbjörn
Einarsson að lokum.