Morgunblaðið - 11.11.1980, Qupperneq 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
251. tbl. 68. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
írönum skýrt
frá vandkvæðum
WashinKton. 10. nóv. — AP.
FIMM manna nefnd, sem Jimmy
Carter hefur sent til Alsír. mun
heita þvi að Bandarikjamenn
skipti sér ekki af innanrikismál-
um írans og skýra vandkvæði þess
að ganga að öðrum skilyrðum, sem
íranar setja fyrir frelsun banda-
risku KÍslanna, að sögn banda-
riskra embættismanna i dag.
Svartsýni
á ráðstefnu
Madrid. 10. nóv. — AP.
DIPLÓMATAR unnu iannt fram á
kvöld til að reyna að bjarna örvKK-
ismálaráðstefnunni, sem á að setja i
Madrid á morKun. bótt nokkur
bjartsýni ríkti í daK dró úr henni
síðar. Bandariskur fulltrúi saKði,
að hann væri „frekar svartsýnn” á
lausn á deilum um daKskráratriði,
sem hafa staðið i niu vikur.
Hópur andófsmanna frá Sovét-
ríkjunum hóf í dag baráttu fyrir því
í sambandi við ráðstefnuna, að
staðið yrði við mannréttindaákvæði
Helsinki-samningsins, sem verður
tekinn til meðferðar.
Sjá nánar grein á bls. 12—13.
Nefndin mun leggja áherzlu á
erfiðleika samfara því að skila
eignum fyrrverandi íranskeisara og
innistæðum í bandarískum bönk-
um. Nefndin er undir forsæti Warr-
en Christopher varautanríkisráð-
herra. Alsír hefur tekið að sér
milligöngu í málinu.
Abolhassan Bani-Sadr íransfor-
seti sagði í dag, að ef deilan leystist
á einni viku gætu íranar fengið
vopnasendingar, sem mundu hjálpa
þeim í stríðinu við íraka, að sögn
Teheran-útvarpsins.
Irakar segja, að þeir muni ekki
halda að sér höndum, ef Banda-
ríkjamenn hjálpa írönum í stríðinu.
Bani-Sadr ítrekaði einnig synjun
írana um friðarviðræður við Iraka.
Iranar vona að því lengur sem
stríðið dragist, því meiri andstöðu
muni stjórn Saddam Husseins for-
seta mæta hjá landsmönnum.
Lech Walesa óskað til hamingju með samkomulag Samstöðu og hæstaréttar 1 Varsjá. Formanski dómari er
til vinstri með tvelmur aðstoðarmönnum. Aðrir á myndinni eru verkalýðsleiðtogar.
Walesa aflýsir verkfallinu
eftir úrskurð hæstaréttar
Varsjá. 10. nóv. — AP.
STÆRSTA óháða verkalýðsfélagið í Póllandi, Samstaða, aflýsti boðuðu
verkfalli í dag, þegar hæstiréttur hafði samþykkt að fellt yrði úr
stofnskrá þess ákvæði, þar sem haldið var fram forystuhlutverki
kommúnistaflokksins. Þar með var afstýrt stigmöKnun ókyrrðarinnar
meðal verkamanna er K«eti haft viðtækar þjóðfélagslegar, efnahaKs-
legar og pólitískar afleiðingar fyrir Pólland.
Ghotbzadeh
látinn laus
Róm, 10. nóv. — AP.
FYRRVERANDI utanríkisráiV
herra írans, Sadegh Ghothzadeh.
hefur verið sleppt úr fangelsi að
sogn starfsmanns iranska sendi-
ráðsins i Róm i dag.
Byltingarverðir handtóku
Ghotbzadeh í síðustu viku og gáfu
honum að sök að reyna að valda
klofningi, lama styrjaldarreksturinn
gegn írökum og gagnrýna náms-
mennina, sem tóku bandarísku gísl-
ana.
Handtaka hans hefur endurvakið
valdabaráttu hófsamra manna og
harðlínumanna.
í tilkynningu eftir úrskurðinn
sagði Samstaða, að hann „gerði
okkur kleift að sigrast á hinu
hættulega þjóðfélagsástandi, sem
landið stæði andspænis.” Lech
Walesa, leiðtogi Samstöðu, sagði
þúsundum fagnandi stuðnings-
manna, að „við hefðum náð fram
því sem við ætluðum okkur." Hins
vegar er þetta aðeins byrjunin,"
sagði hann. „Við eigum mikið
starf fyrir höndum og allir verða
að taka þátt í því.“
Witold Formanski yfirdómari
sagði, að héraðsdómstóllinn í
Varsjá hefði farið út fyrir verk-
svið sitt, þegar hann bætti inn í
stofnskrána ákvæði um hlutverk
flokksins og setti fyrirvara á
verkfallsrétt þegar félagið var
formlega skrásett í síðasta mán-
uði. I þess stað samþykkti dómar-
inn tillögu lögfræðings Samstöðu,
Wieslaw Chrzanowski, um viðbót
við stofnskrána með tveimur
samningum alþjóða sambands
verkalýðsfélaga, þar sem haldið er
fram rétti til að stofna verkalýðs-
félög, og köflum úr samningunum
um lausn verkfallanna í sumar.
Þar er forystuhlutverk flokksins
viðurkennt.
Lögfræðingur tengdur Sam-
stöðu sagði að lokasamkomulagið
væri samhljóða tillögum, sem fé-
lagið sendi ríkisstjórninni fyrir
mörgum vikum.
Eftir fund hæstaréttar átti
Walesa fund með Stefáni kardin-
ála Wyszynski, æðsta manni
pólsku kirkjunnar, sem lét í ljós
ánægju með lausn málsins og
hvatti verkamenn til að sýna
auðmýkt.
Walesa lét lítið yfir sér á
blaðamannafundi og kvað árang-
urinn því að þakka, að Pólverjar
stæðu saman. Hann sagði, að ekki
væri unnt að tala um sigur og
Foot sigraði
Denis Healey
Frá fréttaritara Morgunhlaðsins í London. Einari Guðfinnssyni. i rut.
Þvert ofan í allar spár sigraði Michael Foot, hinn vinstrisinnaði
öldungur þegar kosinn var nýr leiðtogi brezka Verkamannaflokksins í
daK- í atkva-ðagreiðslu meðal þinKmanna fékk Foot 139 atkva-ði. en Denis
Healey fyrrum f jármálaráðherra fékk 129 atkvæði.
Stuðningsmenn Healeys virtust vera með hýrri há nú síðustu daKana.
Menn voru almennt sammála um að hann væri að vinna á. Menn töldu þó
oruKKt að örfá atkva-ði mundu skilja á milli Healeys ok Foots. Úrslitin
komu þvi öllum á óvart.
Það sem eflaust hefur orðið Hea-
ley að fótakefli er að meðal virkra
meðlima Verkamannaflokksins er
hann lítt vinsæll. í ríkisstjórn Calla-
ghans, þar sem hann var fjármála-
ráðherra, var hann oft og tíðum
persónugervingur óvinsælla ráðstaf-
ana. Fyrir vikið hafa margir verka--
lýðsleiðtogar horn í síðu hans.
Vitað er að síðustu dagana hefur
mjög verið knúið á af þessum
mönnum, að þingmenn kysu Foot en
ekki Healey. Og talið er af stjórn-
málaskýrendum að þetta gæti hafa
haft úrslitaáhrif.
Michael Foot er 67 ára og elzti
maðurinn sem kosinn hefur verið
leiðtogi Verkamannaflokksins í 50
ár. Hann hefur ekki mikla reynslu af
setu í ríkisstjórn, en hefur þó verið
um árabil einn kunnasti en um leið
einn umdeildasti þingmaður Breta.
Um hann hefur löngum staðið styrr.
Lengst af hefur hann verið orðaður
við vinstrimennsku. Hann leiddi
gjarnan og stjórnaði andófi gegn
forystu flokksins, sem hann sakaði
um hægri villu. Þá var hann kunnur
af andstöðu sinni gegn kjarnorku-
vopnum og hefur lengi haft á
stefnuskrá sinni að Bretar dragi úr
vígbúnaði sínum einhliða. Loks hef-
ur Michael Foot haft ímugust af
veru Bretlands í Efnahagsbandalagi
Michael Foot ásamt JHl konu sinni I Neðri málstofunni i gærkvöldi
Evrópu og látið að sér kveða í
andstöðu gegn bandalaginu.
Leiðtogakosningarnar í Verka-
mannaflokknum hafa án efa vakið
fleiri spurningar en þær hafa svar-
að. Aðalspurningin er þó: klofnar
Verkamannaflokkurinn? Þó enginn
geti svarað því telja margir líkurnar
á því talsverðar. Verkamannaflokk-
urinn undir forsæti Foots verður án
efa vinstrisinnaðri en nokkru sinni
fyrr. Ef marka má fortíð hins nýja
leiðtoga gengur hann trúlega til
kosninga næst með þá kröfu á
oddinum að Bretar dragi sig úr EBE
og afvopnist snarlega.
Sterk öfl í flokknum munu aldrei
samþykkja slíkt. „Þremenninga-
klíkan" svonefnda, Shirley Williams
fyrrum menntamálaráðherra, David
Owen fyrrum utanríkisráðherra og
William Rodgers, sem margir töldu
að mundi bjóða sig fram sem
leiðtogaefni, hafa hótað því að ganga
úr flokknum, ef slíkt verður á
stefnuskránni. Nú reynir á leiðtoga-
hæfileika Foots, en undanfarin eitt
til tvö ár hefur verið talað um að
hann hafi sveigt nokkuð frá sinni
ósveigjanlegu vinstristefnu og muni
reyna í framtíðinni að sameina
flokkinn hvað sem það kostar.
ósigur og viðeigandi lausn hefði
fundizt. Walesa var ákaft hylltur
fyrir utan dómhúsið og konur
fleygðu til hans blómvöndum. „Við
óttumst ekkert," sagði vegfarandi
nokkur. „Pólski herinn stendur
með Samstöðu." Mannfjöldinn
söng þjóðsönginn og kaþólskan
sálm undir stjórn Walesa.
Útvarpið sagði frá fréttinni
athugasemdalaust. Yfirvöld
ákváðu jafnframt að fella niður
brottvísun tuga vestrænna
fréttamanna. í Moskvu staðfesti
Tass í gær óvenjulega frétt um
sameiginlegar heræfingar.
Reagan
er af kon-
ungakyni
London. 10. nóv. — AP.
RONALD Reagan, næsti for-
seti Bandarikjanna, á ættir að
rekja til Brian Boru (Brian
Boruma Cennegigssonar, yfir-
konungs Írlands á 11. öld, sem
féll í Brjánsbardaga og var
fyrsta þjóðhetja íra) að söKn
brezkra og irskra ættfræðinga
í kvöld.
Brjánsbardagi, sem getið er
um í Njálu og fleiri íslenzkum
heimildum, var háður við
Clontarf, skammt frá Dyflinni,
1014. Með honum lauk áhrifum
víkinga á írlandi.
Ætt Reagans er rakin til
frænda Boru, sem var af Reg-
ansætt í Munster, en þótt hann
væri aðeins frændi ættföðurins
er Ronald Reagan samt talinn
af konungaættum.
Reagan-fjölskyldan (eða
Regan og O’Regan) fluttist frá
héraðinu Tipperary, þar sem
hún var lengi búsett og bjó við
fátækt, á árum hungursneyðar-
innar miklu 1845 — 48. Reagan
verður einn af níu af 40 forset-
um, sem hafa verið ættaðir frá
írlandi.