Morgunblaðið - 11.11.1980, Side 2

Morgunblaðið - 11.11.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 íslenzk f jölskylda í bifreiðaslysi í Þýzkalandi - hjónin stórslösuð og föðurnum vart hugað líf ÍSLENZK fjolskylda. búsett í Bremerhaven í Þýzkalandi, lenti i aivarleKU bifreiðaslysi skammt frá heimili þeirra sl. föstudag. Fjölskyldufaðirinn slasaðist mj(»K illa og var honum vart huKað líf síðdegis i Kær. Eixin- kona hans er einnin alvarlena slösuð oíí lÍKKja þau bæði meðvit- undarlaus á sjúkrahúsi. Synir þeirra tveir eru minna meiddir en lÍKKja þó báðir á barnasjúkra- húsi. Skv. upplýsingum frá utanríkis- ráðuneytinu í gær var ekki full- ljóst hvernig slysið vildi til, en bifreiðin mun hafa skollið á tré utan vegar og orsökin líklega ísing á veginum. Þjóðhagsstofnun vill ekki reikna út til- boð FIP og samninga „VIÐ MUNUM ekki geta sinnt þessu erindi þeirra,“ sagði ólaf- ur Daviðsson, forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar, er Morgun- blaðið spurði hann, hver yrðu viðbrögð stofnunarinnar við beiðni Félags islenzka prentiðn- aðarins um að Þjóðhagsstofnun gerði samanburð á tilboði FÍP og niðurstöðum kjarasamninga hjá sambærilegum starfshópum og i prentiðnaði. Ólafur sagði, að greinilega væru mjög mörg ógreinileg atriði í kjarasamningunum, sem undirrit- aðir voru 27. október og því yrði mjög erfitt að fá einhlíta niður- stöðu úr slíkum útreikningum, nema vitað væri meira um fram- kvæmd samninganna. Af þessum sökum treysti Þjóðhagsstofnun sér ekki til þess að leggja mat á þennan samanburð. Ástæður þess, að FÍP skaut þessu máli til Þjóðhagsstofnunar, voru að það taldi sig hafa boðið sambærilegar launahækkanir og aðrir sambærilegir starfshópar hefðu fengið í heildarkjarasamn- ingunum. Jafnframt hefðu for- ystumenn innan raða bókagerðar- manna lýst yfir því, að þeir færu ekki fram á hækkanir umfram það, sem aðrir hefðu fengið. Sámgönguráðherra: Fyrirgreiðslan við Flug- leiðir bundin Án samþykkis á þeim ALBERT Guðmundsson beindi þeirri fyrirspurn til Steingríms Hermannssonar. samgönguráð- herra. i neðri deild Alþingis í gaT. hvort ríkisstjórnin myndi fylgja fram þeirri aðstoð, sem fadist í frumvarpi um málefni Flugleiða, eins og það hefði verið afgreitt frá efri deild og nú lagt fyrir neðri deild, ef Flugleiðir hf. teldu sig ekki geta fallizt á þau skilyrði, eða hluta þeirra. sem tilgreind væru í áliti meirihluta fjárhagsnefndar efri deildar (sjá skilyrðunum engin fyrirgreiðsla þingsiðu). Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, sagðist líta svo á að fyrirgreiðslan væri skil- yrt þeim atriðum, sem í nefndar- álitinu fælust. Flugleiðir fengju. ekki fyrirgreiðsluna nema að þess- um skilyrðum samþykktum. Ef eitthvað kemur upp, sagði ráð- herra, sem stangast á við gildandi lög, verður haft samband við fjárhags- og viðskiptanefndir Al- þingis. Vilmundur um samgönguráðherra: „Hamskipti úr Skugga- sveini í Ketil skræk“ „Fulltrúi fólks, sem kennt er við Arnarnes44 VILMUNDUR Gylfason skýrði frá þvi i neðri deild Alþingis i gær að hann myndi taka sæti Sighvats Björgvinssonar, for- manns þingflokksins. i fjár- hags- og viðskiptanefnd þing- deildarinnar í meðferð nefndar- innar á stjórnarfrumvarpi um málefni Flugleiða, sem efri deild afgreiddi frá sér i gær (sjá þingsíðu). Vilmundur sagði hneyksli að samgönguráðherra, Steingrímur Hermannsson, hefði skrifað Flugleiðum og spurzt fyrir um, hvort félagið hefði ekki farið fram á aðstoð við Atlantshafs- flugið. Fyrirtækið ætlaði að skera niður þessa starfsemi en stjórnvöld gripu inn í. Ráðherra hafi í hamskiptum sínum í Flugleiðamálum breytzt úr Skugga-Sveini í Ketil skræk. Hann hafði verið fulltrúi ríks fólks í málinu, kennds við Arn- arnes. Steingrímur Hermannsson, samgönguráðherra, sagði í svari sínu, að Vilmundur Gylfason „væri ekki raknaður úr rotinu eftir flokksþing Alþýöuflokks- ins“. Öll bréfaskipti varðandi þetta mál eru í höndum þing- nefnda, sagði hann. Það hefur einungis verið spurzt fyrir um, að gefnu tilefni, hvort óskað væri eftir fyrirgreiðslu við Atl- antshafsflugið, og svör hefðu staðfest fyrri orð mín í málinu. Árni Gunnarsson, þingmaður Alþýðuflokks, tók fram í umræð- unni, að það væru mikil mistök í afgreiðslu málsins að styðja Atl- antshafsflugið, sem væri von- laust og ævintýramennska við ríkjandi rekstraraðstæður. Banaslys á Suðurlandsvegi UNGUR maður úr Reykjavik beið bana i umferðarslysi á Suðurlandsvegi skammt íyrir utan Reykjavik laust eftir klukkan 20 á sunnudagskvöld. Hinn látni var 22ja ára gamall, fæddur 8. mars 1958. Hann hét Hermann Svanur Sigurðsson, til heimilis að Akraseli 29 i Reykjavik. Hermann lætur eftir sig einn son. Slysið varð austan við veginn að Álmannadal við Rauöavatn, en þar ók strætisvagn aftan á bifreið þá er Hermann ók. Her- mann stóð á milli bifreiðar sinnar og annarrar, sem ætlaði að taka bíl hans í tog. Strætis- vagn, sem ekið var eftir Suður- landsvegi, rakst á aftari bifreið- ina með þeim afleiðingum að hún kastaðist á Hermann, og hann lenti á fremri bílnum. Reyndist hann látinn áður en komið var með hann á Borgar- spítalann. Ökumaður hinnar bifreiðar- innar og einn farþegi úr hvorum bíl slösuðust einnig í árekstrin- um, en ekkert þeirra lífshættu- lega. Hermann Svanur Sigurðsson LJóhbi. KrlNtján Elnartwon. Á slysstað við Iðnó síðdegis i gær. Götunni var lokað fyrir umferð á meðan hinum slösuðu var komið á sjúkrahús, en á myndinni má sjá hluta vinnupallanna sem hrundu. Fimm menn slösuðust er vinnupallur hrundi FIMM menn voru fluttir á sjúkrahús í Reykjavík síðdegis í gær, eftir að vinnupallur við leikhúsið Iðnó hrundi, en menn- irnir voru allir við vinnu á pallinum. Fallið var hátt, niður á gangstétt neðan undir, en að sögn Rannsóknarlögreglu rikis- ins í gærkvöldi, er enginn mann- anna þó talinn í lifshættu. Ekki er vitað um orsakir slyss- ins, en mennirnir unnu að viðgerð- um á húsinu er vinnupallurinn féll undan þeim. Lögregla og sjúkralið kom þegar á staðinn, lokaði um- ferð um svæðið og flutti hina slösuðu á slysadeild til aðhlynn- ingar. Þar voru þeir enn til rannsóknar í gærkvöldi er Morg- unblaðið hafði samband við Rann- sókníirlögregluna. Unnið verður að rannsókn slyssins áfram í dag. Loðnuflot- inn í hafís SÍKlufirði, 10. nóv. ÞÆR FRÉTTIR voru að berast hingað, að loðnuflotinn, sem stadd- ur er norðvestur af Horni, sé umkringdur hafís og eigi í erfiðleik- um þess vegna. Isinn er rekís sem kemur vestan að. Svanurinn, sem var á veiðum á þessum slóðum, er á leiðinni inn með fullfermi. Matthías 51% kjörsókn í Eyrarbakka- prestakalli Atkvæði talin á fimmtudag ÞÁTTTAKA í prestskosningunni í Eyrarhakkaprestakalli, sem fram fór á sunnudaginn. var lögmæt. hvað þátttöku varðar. Á kjörskrá voru 792 og greiddu 407 atkvæði eða liðlega 51%. Til að prestskosningar séu lögmætar þarf helmingur þeirra, sem á kjörskrá eru, að greiða atkvæði. Aðeins einn var í kjöri, séra Úlfar Guðmundsson sóknarprest- ur á Ólafsfirði. Séra Úlfar þarf einnig að hljóta helming þeirra atkva'ða sem greidd voru, en þau verða ekki talin fyrr en nk. fimmtudag. I Eyrarbakkaprestakalli eru þrjár sóknir. í Eyrarbakkasókn voru 335 á kjörskrá, af þeim greiddu 196 atkv. eða 58,5%. í Stokkseyrarsókn voru 359 á kjör- skrá, 167 greiddu atkvæði eða 76% og í Gaulverjabæjarsókn voru 98 á kjörskrá og 44 greiddu atkvæði eða 44,5%. JNNLENTV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.