Morgunblaðið - 11.11.1980, Síða 4

Morgunblaðið - 11.11.1980, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 Peninga- markadurinn r GENGISSKRANING Nr. 215. — 10. nóvember 1980 Eining Kl. 12.00 Kaup Sala 1 Bandarikjadollar 564,00 565,30 1 Sterlingspund 1352,50 1355,60 1 Kanadadollar 475,75 476,85 100 Danskar krónur 9431,05 9452,75 100 Norskar krónur 11198,70 11224,50 100 Sœnskar krónur 13000,45 13030,45 100 Finnsk mörk 14838,20 14872,40 100 Franskir frankar 12548,70 12577,60 100 Bolg. frankar 1805,35 1809,55 100 Svissn. frankar 32348,70 32423,30 100 Gyllini 26755,85 26817,55 100 V.-þýzk mörk 28945,35 29012,05 100 Lírur 61,46 61,60 100 Austurr. Sch. 4088,45 4097,85 100 Escudos 1079,40 1081,90 100 Pesetar 744,30 746,00 100 Yen 364,70 265,30 1 írskt pund 1084,30 1086,80 SDR (aóratök dráttarr.) 7/11 717,5« 719,24 V V GENGISSKRÁNING FERÐAMANNAGJALDEYRIS . 10. nóvember 1980. Eining Kl. 12.00 Kaup Sala 1 Bandankjadollar 1 Sterlingapund 1 Kanadadollar 100 Danakar krónur 100 Norskar krónur 100 S»nskar krónur 100 Finnsk mörk 100 Franskir frankar 100 Batg. frankar 100 Svissn. frankar 100 Gyllini 100 V.-þýzk mörk 100 Lírur 100 Austurr. Sch. 100 Escudos 100 Pasatar 100 Yen 1 írskt pund 620,00 621,83 1487,75 1491,16 523,33 524,54 10374,16 10398,03 12318.57 12346,95 14300,50 14333,50 16322,02 16359,64 13803.57 13835,36 1985,89 1990,51 35583.57 35665,63 29431,44 29499,31 31839,89 31913,26 67,61 67,76 4497,30 4507,64 1187,34 1190,09 818,73 820,60 291,17 291,83 1192,73 1195,48 Vextir: INNLÁNSVEXTIR:. (ársvextir) 1. Almennar sparisjóösbækur.......35,0% 2.6 mán. sparisjóösbækur .......36,0% 3.12 mán. og 10 ára sparisjóösb.37,5% 4. Vaxtaaukareikningar, 3 mán...40,5% 5. Vaxtaaukareikningar, 12 mán..46,0% 6. Ávísana- og hlaupareikningur.19,0% 7. Vísitölubundnir sparifjárreikn. 1,0% ÚTLÁNSVEXTIR: (ársvcxtir) 1. Víxlar, forvextir ...........34,0% 2. Hlaupareikningar.............36,0% 3. Lán vegna útflutningsafurða.... 8,5% 4. Önnur endurseljanleg afurðalán ... 29,0% 5. Lán meö ríkisábyrgö .........37,0% 6. Almenn skuldabréf............38,0% 7. Vaxtaaukalán.................45,0% 8. Vísitölubundin skuldabréf ... 2,5% 9. Vanskilavextir á mán.........4,75% Þess ber að geta, aö lán vegna útflutningsafuröa eru verötryggð miöaö viö gengi Bandaríkjadollars. Lífeyrissjódslán: Lífayrissjóöur starfsmanna ríkis- ins: Lánsupphæö er nú 6,5 milljónir króna og er lániö vísitölubundiö meö lánskjaravísitölu, en ársvextir eu 2%. Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö skemmri, óski lántakandi þess, og eins ef eign sú, sem veð er í er lítilfjörleg, þá getur sjóöurinn stytt lánstímann. Lífeyrissjóöur verzlunarmanna: Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aðild aö lífeyrissjóönum 4.320.000 krónur, en fyrir hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast viö lániö 360 þúsund krónur, unz sjóösfélagi hefur náð 5 ára aöild aö sjóönum. Á tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild bætast viö höfuöstól leyfilegrar lánsupphæöar 180 þúsund krónur á hverjum árs- fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er lánsupphæöin oröin 10.800.000 krónur. Eftir 10 ára aðild þætast viö 90 þúsund krónur fyrir hvern árs- fjóröung sem líöur. Því er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum. Höfuöstóll lánsins er tryggður með byggingavísitöiu, en lánsupphæöin ber 2% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 25 ár aö vali lántakanda. Lánekjaravísitala yar hinn 1. nóvember síöastliöinn 191 stig og er þá míðaö viö 100 1. júní ’79. Byggingavisitala var hinn 1. október síöastliöinn 539 stig og er þá miðaö viö 100 í október 1975. Handhafaskuldabréf í fasteigna- viöskiptum. Algengustu ársvextir eru nú 18—20%. Þriðjudagssyrpa kl. 13.15: Jónas Jónasson Vonast til að særa engan Á dagskrá hljóðvarps eftir hádegisauglýsingar eða um kl. 13.15, er Þriðjudagssyrpa Jón- asar Jónassonar. — Ég sit hér í angist minni og reyni að velja eitthvað sem ég held að særi engan, sagði Jónas. Það er gaman að þessu fólki þarna úti, það er ansi kröfuhart og eigingjarnt, vill fá eitthvað fyrir sig. Ég er satt að segja á kafi í þessu alla vikuna, þarf að hlusta á ógrynni af plötum, en hef í rauninni ekki nema eina póli- tík í þessu máli: að spila ekkert sem særir mitt eigið eyra. Ætlast ekki til að mér takist að gleðja alla, en vonast til að særa engan. Svo er alltaf erfitt að átta sig á því hvað maður ætlar að masa á milli. Það getur vafist fyrir manni á síðustu stundu, maður veit ekki hvað fólk vill. Það getur verið texti í lagi sem fær mig til að hugleiða eitt- hvað, en ég vona að ég sé laus við að predika. Ég hitti ungan mann á veitingahúsi núna fyrir helgi sem stöðvaði mig og vildi ræða málin eins og gerist stundum. Hann segir við mig: „Þú ert Ijóðrænn, Jónas.“ „Ég bið þig um að fyrirgefa mér ef ég er það,“ sagði ég, „það er skilst mér glæpur í dag að vera ljóðrænn, jafngildir því að vera væminn finnst fólki.„ „Það kann að vera að sumum þyki svo,“ sagði hann, „en mér líkar það vel, að til skuli vera í þessari vitlausu veröld ljóð- rænn maður." Mér fannst ungi maðurinn tala þarna beint út úr mínu hjarta. Ég er nú gamall jaxl hérna og hef alltaf haft það sjónar- mið ofar öðrum að misbjóða ekki hlustendum á neinn hátt, hvorki í vali orða né tónlistar. Og mér virðist sem ljóðrænan sé að koma aftur, sem betur fer, ég hef alltaf haldið mér við hana. Menn eru að hætta að vera töff, t.d. með þvi að bölva og ragna. Ég reyni að fara létt í klassíkina, hafa eitthvað sem mér finnst fallegt. Var að velta þessu fyrir mér yfir helgina og valdi kafla úr Scheherazade- svítu Rimsky Korsakoffs til að byrja á. Síðan færi ég mig strax yfir í tónlist úr kvik- myndinni Jónatan Livingstone máv eftir Diamond. Ég hef hana næst á eftir Korsakoff til þess að láta hana leiða inn í eitthvað gasalegra. Nú þá er það Barbra Streisand. Ég geri mér grein fyrir að þarna úti er gríðarlega kröfuhart fólk sem vill sitt og engar refjar, en ég held að það mottó verði bara að ráða að eyrum mínum sé ekki misboðið, þá treysti ég mér til að láta þetta fara í loftið. Blindskák kl. 21.50: Hvernig gat Haydon vitað um Tékkóslóvakíu Á dagskrá sjónvarps kl. 21.50 er 4. þáttur Blindskákar. Þýð- andi er Kristmann Eiðsson. Guillam og Smiley fara til felustaðar Tarr og spyrja hann spjörunum úr um ferðir hans eftir hvarf Irinu. Þeir gera ráð fyrir að Karla geti hafa vitað um komu hans til Englands, þrátt fyrir dulargervið. — Smiley fet- ar sig áfram og reynir að átta sig á þeim upplýsingum sem hann hefur fengið í hendur og verða sífellt umfangsmeiri. Hann segir Lacon að hann álíti Merlin-upplýsingarnar svik ein, runnin undan rótum Karla. — Smiley fer á fund Sam Collins, eftir að Mendel aðstoðarmanni hans hefur tekist að hafa upp á Jim Prideaux. Collins hafði verið vaktstjóri í Sirkusnum þegar skotið var á Prideaux í Tékkó- slóvakíu, en var sparkað strax á eftir. Collins rekur fyrir Smiley atburði næturinnar; allir höfðu verið sendir heim úr Sirkusnum nema hann og Stjóri. Eftir að fregnir bárust um skotárásina, neitaði Stjóri að aðhafast nokk- uð og lét Collins um að leita eftir hjálp. Þá hafði Bill Haydon birst, gefið út fréttatilkynningu og tekið að sér alla stjórn. Hann sagði Collins, að hann hefði lesið fréttirnar í fjarrita í klúbbnum. — Þegar Smiley fer að íhuga þessar upplýsingar, minnist hann þess að Haydon hafði átt ástafund með Önnu þessa sömu nótt. Hvernig gat hann þá hafa frétt um málið í klúbbnum? Útvarp Reykjavík ÞRIÐJUDkGUR 11. nóvember MORGUNINN 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Bam. 7.15 Leikfimi. 7.25 Morgunpósturinn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 8.55 Daglegt mál. Éndurt. þáttur Þórhalls Guttorms- sonar frá kvöldinu áður. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Guðmundur Magnússon les söguna „Vinir vorsins", eftir Stefán Jónsson (2). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 . Veður- fregnir. 10.25 Sjávarútvegur og sigling- ar. Umsjónarmaður: Ingólf- ur Arnarson. Fjallað um síldveiðar og rætt við Gunn- ar Flóvenz framkvæmda- stjóra síldarútvegsnefndar. 10.40 Leikið á hörpu. Nicanor Zabaleta leikur Einleikssón- ötu eftir Carl Philipp Em- anuel Bach og Stef og til- brigði eftir Johann Baptist Krumpholtz. 11.00 „Man ég það sem löngu leið“ Ragnheiður Viggós- dóttir sér um þáttinn. 11.30 Morguntónleikar. Þjóð- lög frá Portúgal og Spáni. Coimbra-kvartettinn leikur og syngur portúgölsk þjóð- lög / Jose Greco og hljóm- sveit hans flytja spænsk þjóðlög. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍDDEGID_____________________ 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Þriðjudagssyrpa — Jónas Jónasson. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. Jacqueline du Pré og Steph- en Bishop leika Sellósónötu nr. 3 í A-dúr op. 39 eftir Ludwig van Beethoven / Itzhak Perlman »g Sinfóníu- hljómsveit Lundúna leika Spænska rapsódíu op. 21 eftir Eduardo Lalo; Ándré Previn stj. 17.20 Útvarpssaga barnanna: „Krakkarnir við Kastaníu- götu“ eftir Philip Newth. Ileimir Pálsson byrjar lestur þýðingar sinnar. 17.40 Litli barnatíminn. Stjórnandi: Þorgerður Sig- urðardóttir. í tímanum les Jóna Þ. Vernharðsdóttir sög- una „Vorið“ eftir Sigurð Guðjónsson. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. KVÖLDIÐ 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.35 Á vettvangi. Stjórnandi þáttarins: Sigmar B. Hauks- son. Samstarfsmaður: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. 20.00 Poppmúsík. 20.20 Kvöldvaka a. Kór Söngskólans í Reykjavík syngur íslenzk þjóðlög í útsetningu Jóns Ásgeirssonar. Söngstjóri: Garðar Cortes. b. Hraungerði og Hraun- gcrðishreppur. Jón Gislason póstfulltrúi flytur fyrsta er- indi sitt um sögu landnáms- jarðarinnar og hreppsins, sem við hana er kenndur. c. Vísnamál. Sigurður Jóns- son frá Ilaukagili fer með lausavisur eftir ýmsa hag- yrðinga. d. Reynistaðarmenn. Hug- leiðing Friðriks Hallgrims- sonar á Sunnuhvoli i Blöndu- hlíð um slysið mikla á Kili fyrir réttum tvö hundruð árum. Baldur Pálmason les. e. Hugsað og dreymt. Tveir þættir eftir óskar Stcfáns- son frá Kaldbak við Skjálf- andaflóa. óskar Ingimars- son les. 21.45 Útvarpssagan: Egils saga Skalla-Grimssonar. Stefán Karlsson handritafræðingur les (8). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 „Nú er hann enn á norð- an“. Guðhrandur Magnússon sér um þátt úr Norðurlandi. 23.00 Einsöngur: Stefán ís- landi syngur nokkur lög. 23.10 Á hljóðbergi. úmsjónar- maður: Björn Th. Björnsson listfræðingur. Ástarsaga aldarinnar (Arhundradets kárlekssaga) eftir Mártu Tikkanen. Höfundurinn les. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGÚR 11. nóvember 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Tommi og Jenni 20.45 Lifið á jörðinni Fimmti þáttur. Fagur fisk- ur í sjó Með tilkomu hryggdýra var stórt skref stigið á þróunarbrautinni. Og fisk- um eru gefnir ótrúlegustu eiginleikar: þeir fljúga, gefa frá sér rafmagn, eru í heitum saltvötnum eða undir ís heimskautanna, stökkva fossa og ganga jafnvel á land. Þýðandi óskar Ingimars- son. Þulur Guðmundur Ingi Kristjánsson. 21.50 Blindskák Fjórði þáttur. Efni þriðja þáttar: Smiley kemst að ýmislegu misjöfnu um þá starfsmenn leyniþjónustunnar. sem helst eru grunaðir um að vera á mála hjá Rússum, Alleline, Esterhase, Hayd- on og Bland. Guillam er aftur sendur eftir upplýs- ingum til bækistöðva leyni- þjónustunnar. Þar er hann kvaddur á fund Allelines. sem spyr hvort hann hafi hitt Ricki Tarr. Guillam tekst að snúa sig út úr vandanum og gefur Smiley mikilvæga visbendingu. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.40 Þingsjá Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmaður Ingvi Hrafn Jónsson fréttamað- ur. 23.30 Dagskrárlok

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.