Morgunblaðið - 11.11.1980, Page 12

Morgunblaðið - 11.11.1980, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 Hörpuútgáfan: Þegar neyðin er stærst — ný bók eftir Asbjörn Oksendal HÖRPUÚTGÁFAN á Akrancsi sendir frá sér nýja bók eftir norska rithöfundinn Ashjorn Oksendal. Þetta er sönn frásöKn af flótta fan^a úr þrælahúöum nazista í NoreKÍ. öksendal hef- ur skrifað bókina eftir seKul- bandsupptökum á frásöKn fanK- anna sjálfra. sem lifðu af fanKa- vistina ok hinn ævintýraieKa flótta. Sjö af þeim persónum sem upplifðu atburðina hafa lesið yfir handritið ok ætti það að tryKgja rétta frásögn. Bókin komst strax í röð sölu- hæstu bóka, þegar hún kom út í Noregi. Ummæli norskra blaða voru öll á einn veg; m.a. sagði Aftenposten: „Hrikaleg, sönn lýsing á flótta úr þrælabúðum nazista í Noregi." Bókin er 194 blaðsíður að stærð og eru í henni myndir af fólki og stöðum þar sem atburðir sögunnar gerðust. Þýðingu gerði Skúli Jensson. Bókin er prentuð og bundin í Prentverki Akraness hf. Káputeikningu gerði Ragnar Lár, hjá teiknistofunni Stíll, Ak- ureyri. Mál Jóns V. Jónssonar til ríkissaksóknara Rannsóknarlögregla ríkisins sendi ríkissaksóknara í gær kæru- mál til umsagnar Jóns V. Jóns- sonar verktaka í Hafnarfirði á hendur tveimur lögmönnum í Reykjavík. Jón V. Jónsson var á sínum tíma verktaki við jarðvegsvinnu á Grundartanga. Umræddir lög- menn önnuðust fjármál fyrirtæk- isins og taldi Jón að þeir hefðu dregið sér fé frá fyrirtækinu, bókhaldið hefði verið í óreiðu og ýmislegt fleira hafði hann út á mennina að setja. Jón kærði lögmennina til Rannsóknarlög- reglu ríkisins, sem síðan hefur annast rannsókn þeirra atriða, sem kærð voru. liASIMINN KR: 22410 Jtitrgunbtaiitb TOYOTA LYFTARAR of &TOYOTA UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI SÍMI 44144 i ■ ' -v í rúmar niu vikur hafa fulltrúar 33 Evrópurikja og Bandarikjanna og Kanada setið á rökstólum i Madrid og gert tilraunir til að ná samkomulagi um dagskrá ráðstefnu um samvinnu og öryggi i Evrópu. sem samkvæmt áætlun á að hefjast i höfuðborg Spánar i dag. Nú um siðustu helgi var gripið til þess þrautaráðs að fela fulltrúa Sviss að reyna að miðla málum milli austurs og vesturs um dagskrána. Hélt hann fundi með deiluaðilum, en hafði ekki tekist að ná sáttum, þegar þetta er ritað. Þessar langvinnu deilur um formsatriði gefa til kynna, að ekki sé von á samstöðu um efnislega niðurstöðu á ráðstefnunni, verði hún á annað borð meira en setningarathöfnin. Átökin í Madrid endurspegla þá breytingu, sem orðið hefur á samskiptum austurs og vesturs, síðan leiðtogar þátttökuríkjanna komu saman í Helsinki í águst 1975 og undirrituðu við hátíðlega athöfn lokasamþykkt ráðstefn- unnar um öryggi og samvinnu í Evrópu. í samþykktinni eru ákvæði þess efnis, að ríkin skuli efna til framhaldsfunda í því skyni að ræða ítarlega bæði um framkvæmd samþykktarinnar og frekari aðgerðir innan ramma þess samstarfs, sem lagður er grundvöllur að með henni. Fyrsti fundurinn um þessi mál var haldinn í Belgrad 1977. Á þeim fundi lögðu Vestur- lönd áherslu á að áminna kommúnistaríkin fyrir brot þeirra á mannréttindaákvæðum Helsinki-samþykktarinnar. Fulltrúar Áustur-Evrópuríkj- anna fluttu á hinn bóginn há- stemmdar yfirlýsingar um ást sína á friði, virðingu sína fyrir helgi landamæra, upplýsinga- miðlun milli þjóða og mann- réttindum. Þessi falski söngur kommúnista er farinn að óma eins og öfug- mælavísa og af þeim sökum kipptust menn við á dögunum yfir yfirlýsingu utanríkisráð- í ræðu, sem Geir Hallgrímsson, herrafundar Varsjárbanda- forsætisráðherra, flutti á leið- lagsins vegna þess hve mikil togafundinum í Helsinki, komst áhersla var lögð á nauðsyn hann svo að orði: „Allir hljótum Madrid-ráðstefnunnar. Þótti það við að óska þess á þessari orðalag boða, að ráðherrunum stundu, að niðurstöður ráðstefn- væri ekkert um ráðstefnuna gef- unnar verði dyggilega virtar og ið. Deilurnar um dagskrána snú- ast einkum um það, að Vestur- lönd vilja fá nægan tíma til þess að ræða framkvæmd Helsinki- samþykktarinnar í Madrid. Þau vilja fjalla ítarlega um brot kommúnista á henni. Sovétmenn vilja skera allar umræður um þessi atriði við trog og flagga með tillögu sinni, um að nú verði hafinn undirbúningur að fundi æðstu manna þátttökuríkjanna til að fjalla um afvopnunarmál. Vesturlönd leggjast ekki gegn viðræðum um afvopnunarmál en vilja ekki láta þau skyggja á mannréttindamálin og þættina um samskipti manna og upplýs- ingamiðlun í Helsinki-sáttamál- anum. í afvopnunarmálum leggja Vesturlönd til, að næsta skref, fyrir utan viðræðurnar um samdrátt venjulegs herafla í Mið-Evrópu, sem um margra ára skeið hafa farið fram í Vínar- borg, og tilraunir til að koma á viðræðum um Evrópukjarnorku- vopnin, verði á vettvangi örygg- isráðstefnunnar að fjalla um úrræði til að efla traust á milli þjóða (confidence building meas- ures). ★ Félagsstofnun stúdenta: Athugasemdir vegna fréttaflutn- ings af leigumálum VEGNA einhliða og oft villandi málflutnings i fjölmiðlum um leigumál á stúdentagörðum II í óskar stjórn Félagsstofnunar stúdenta eftir því að gera eftir- farandi athugasemdir: 1. Fullyrðingar þess efnis að leiguverð eins herbergis á stúdentagörðunum sé kr. 45 þús. á mánuði eru ákaflega villandi. Frá þessari upphæð er af ýmsum ástæðum veittur afsláttur sem nemur 15 þús. kr. á mánuði á haustmisseri og 10 þús. kr. á vormisseri. Leiga sú sem garðbúar þurfa aö greiða er því 30 þús. á mánuði fyrir tímabilið 1. sept.— 31. jan. 1981 og kr. 35 þús. á mánuði fyrir tímabilið 1. febr.— 31. maí 1981. Vert er að taka það skýrt fram, að hér er um fast verð að ræða. Það mun ekki hækka með vísitölu húsnæðiskostnaðar á þessu tímabili. Raunvirði þessarar leigu er því sem næst 15% hærra en leigunnar 1979—1980. Vegna þess hve leigu- verð á stúdentagörðunum hefur dregist aftur úr verðlagsþróun undanfarinna fjögurra ára er þessi leiguupphæð þó lægri en raunvirði leigunnar árið 1976 og mun nema innan við 60% af áætluðum rekstrar- og viðhalds- kostnaði stúdentagarðanna á yfir- standandi kennsluári. 2. Fullyrt hefur verið, að um- rædd leiguhækkun sé ólögmæt. Það lögfræðilega álit sem stjórn Félagsstofnunar stúdenta hefur aflað sér og fyrir lá áður en endanleg ákvörðun var tekin bendir þó eindregið til hins gagn- stæða. Hins vegar vill stjórn Félagsstofnunar stúdenta taka það skýrt fram, að hún hefur síður en svo hug á því að brjóta eða teygja la^fyrirmæli í þessu efni. Hún mun því hlýta þeir lagaúr- skurði sem um þetta mál kann að falla og hefur raunar þegar gert ráðstafanir til að afla hans. 3. Það er uppspuni, að óreiða sé eða hafi verið á bókhaldi Félags- stofnunar stúdenta á undanförn- um árum. Endurskoðaðir reikn- ingar Félagsstofnunar stúdenta til ársloka 1978 liggja fyrir og endur- skoðun ársreikninga 1979 mun verða lokið innan fárra vikna. Er það í smræmi við það sem tíðkast hjá sambærilegum stofnunum. Endurskoðendur Félagsstofnunar stúdenta, sem tilnefndir eru af Háskólaráði Háskóla íslands hafa aldrei gert athugasemdir við bók- hald Félagsstofnunar stúdenta. 4. Stjórn Félagsstofnunar stúd- enta vísar á bug fullyrðingum þess efnis, að áætlanir um rekstrark- ostnað stúdentagarðanna 1980— 1981 séu marklausar. Þessar áætl- anir eru byggðar á vandlegri skoðun á rekstrarkostnaði liðinna ára og framreikningi hans í ljósi breyttra rekstrarhátta og verð- lags. Þessum áætlunum fylgir þó auðvitað samskonar óvissa og annarra slíkra sem gerðar eru um ókomna tíð. Stjórn Félagsstofnun- ar stúdenta hefur á hinn bóginn lýst því yfir, að þessar áætlanir verði endurskoðaðar í ljósi nýrra upplýsinga, þegar þær koma fram. Það er hins vegar afar ótrúlegt, svo ekki sé meira sagt, að slík endurskoðun fari að nálgast nú- verandi leiguverð á stúdenta- görðunum, hvað þá leigukröfu Hagsmunafélags garðbúa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.