Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 15 Dr. Esbjörn Rosenblad Dr. jur. Esbjörn Rosenblad, sendiráðunautur, er sextugur í dag 11. nóvember. Hann er doktor í lögum og magiseter í sögu. Doktorsritgerð hans heitir „Al- þjóðleg mannúðarlögmál um Vopnaviðskipti". Var hún gefin út af Henry Dunant-stofnuninni, stofnanda alþjóðlega Rauða kross- ins. Þá hefur dr. Esbjörn samið fleiri verk um svipað efni, eins og t.d. „Bönnuð vopn og skæruhern- aður, sveltbeiting í hernaði" '(sbr. Biafra) o.fl. Dr. Rosenblad hefur starfað við sænska sendiráðið hér í Reykjavík í þrjú ár. Hefur hann á þeim tíma eignast fjölda vina sakir mann- kosta sinna og ljúfmennsku. — Hann hefur gegnt embættisstörf- um fyrir sænska ríkið á ýmsum stöðum í Evrópu en segist hvergi hafa unað sér betur en hér. Dr. Rosenblad er kvæntur ísl. konu, Rakel Sigurðardóttur frá Laxa- mýri og hefur þannig tengst land- inu sterkari böndum. Vinir hans óska honum hjartan- lega til hamingju á þessum degi. Megi gæfa og gengi fylgja þeim hjónum í framtíðinni. Heimilisvinur. Samið við þjóna SAMKOMULAG tókst aðfaranótt föstudags i kjaradeilu Félags framreiðslumanna og Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins tókst samkomulag um svokallaða kauptryggingu, sem reiknuð hefur verið brúttó, en verður nú reiknuð nettó, þ.e.a.s. kaup aðstoðarfólks þjóna hefur ekki áhrif á þessa kauptryggingu. Þá hafa verið gefin vilyrði fyrir að leiðrétt verði tvísköttun launa- skatts, þar sem þjónar þurfi að greiða slíkan skatt af launum aðstoðarfólks, eftir að veitinga- húsið hefur einnig gert það. Til verkfalls þjóna á laugardag- inn kom því ekki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.