Morgunblaðið - 11.11.1980, Side 24

Morgunblaðið - 11.11.1980, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 25 • Fjórir leikir fóru fram í Laugardalshöllinni í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik um helgina. Liðin sem hér sjást leika saman, Haukar og KR. voru bæði í sviðsljósinu. Lið Hauka tapaði fyrir Fram og lið KR gerði óvænt jafntefli við Fylki. VíkinKar unnu hins vegar öruggan sigur á FH og Þróttur bar sigurorð af Val. Næsti stórleikur á fjölum hallarinnar verður landsleikurinn gegn Vestur-Þjóðverjum á föstudagskvöldið. EINS MARKS SIGUR ÞRÓTTAR GEGN VAL — Valsmenn misstu niður 3 marka forskot síðustu 5 mínúturnar -"125:24 Bættu Valsmenn sjðunda markinu við og var farið að líta út fyrir öruggan sigur Vals. En Þróttarar létu ekki deigan síga, þeir skoruðu þrjú mörk í röð og jöfnuðu leikinn í 7—7. Bjarni kom Val aftur yfir, en Páll og Sveinlaugur svöruðu og Þróttur náði forystunni í fyrsta skiptið. En það voru sviptingar, og allan leikinn út skiptust liðin á um að jafna og komast yfir. Var virkilega gaman að þessum leik og nokkrir leikmenn fóru á kostum, eins og t.d. Sigurður Sveinsson og Bjarni Guðmundsson. í hálfleik stóð síðan 13—11 fyrir Val og skoraði Þróttur þó síðasta mark hálfleiksins. Meiri hasar Það fór nú heldur betur að færast fjör í leikinn og eftir að Sigurður Sveinsson hafði sent þrumufleyg í Valsnetið í byrjun síðari hálfleiks, varði Sigurður Ragnarsson víti og tveir Vals- menn voru reknir af leikvelli með stuttu millibili. Þróttur náði for- ystunni, 14—13. Valsmenn jöfn- uðu þó og síðan var jafnt á öllum tölum upp í 20—20, en þá skriðu Valsmenn þremur mörkum yfir. En hraðinn í leiknum var slíkur, að allt gat gerst og allt gerðist. Eða næstum allt. Siggi Sveins skoraði tvö í röð með ægiföstum neglingum og síðan náði Þróttur skyndisókn sem endaði með marki Sveinlaugs, 23—23. Síðan var enn jafnt 24 —24, en lokakaflanum hefur þegar verið lýst. Stórleikur Leikur þessi var mikil og góð auglýsing fyrir handknattleik á Íslandi og áhorfendur kunnu vel að meta glæsimörkin sem skoruð voru. Sigurður Sveinsson var stórkostlegur, svolítið gráðugur á köflum að vísu, en það er fljótt að gleymast næst þegar hann skorar mark. En í þessum leik sýndu Þróttarar, að af engum þeirra má líta og þrátt fyrir 12 mörk Sigurð- ar, var hann ekki einn í heiminum, Sveinlaugur, Lárus, Páll og Ólafur H. Jónsson léku allir mjög vel, auk þess sem markvörðurinn Sigurður Ragnarsson er að ná sér á strik á ný eftir meiðsli. Valsmenn áttu sín augnablik í leik þessum, en miðað við markvörsluna, var lé- legt hjá þeim að vinna ekki leik þennan. Ólafur Benediktsson sýndi markvörslu á heimsmæli- kvarða og Bjarni sýndi einnig stórkostleg tilþrif í sóknarleikn- um. Þá áttu Jón Pétur og Stefán Halldórsson ágæta spretti. í stuttu máli: íslandsmótið í 1. deild, Þróttur - Valur 25-24(11-13) Mörk Þróttar: Sigurður Sveins- son 12, 3 víti, Páll Ólafsson og Lárus Lárusson 3 hvor, Ólafur H Jónsson og Sveinlaugur Krist- jánsson 2 hvor, Einar Sveinsson, Gísli Asgeirsson og Jón Viðar Jónsson eitt hver. Mörk Vals: Bjarni Guðmunds- son 7, Þorbjörn Guðmundsson 6, 1 víti, Stefán Halldórsson 4, 2 víti, Jón Pétur Jónsson 3, Steindór Gunnarsson 2, Gunnar Lúðvíksson og Ólafur Benediktsson eitt hvor. Víti í súginn: Óli Ben. varði víti frá Sigurði Sveinssyni og Sigurður Ragnarsson varði annað frá Þor- birni Guðmundssyni. Brottrekstrar: Jón Pétur í 4 mínútur plús útilokun, Þorbjörn Guðmundsson, Ólafur H. Jónsson og Páll Ólafsson í 2 mínútur hver. -KK- — Alfreð Gíslason skoraði 15 mörk fyrir KR Alfreð Gíslason KR sem á myndinni lyftir sér og reynir skot, skoraði 15 mörk gegn Fylki. Það er markamet í einum leik í íslandsmótinu til þessa. a. ftt Elnkunnagjðfln Liö Fylkis: Lið Þróttar Lið Víkings Lið Fram Jón Gunnarsson 6 Sigurður Ragnarsson 7 Kristján Sigmundsson 8 Sigmar Óskarsson 5 Haukur Sigurðsson 4 Sigurður Sveinsson 8 Þorbergur Áðalsteinsson 7 Sigurður Þórarinsson 4 Gunnar Baldursson 6 Páll Ólafsson 6 Árni Indriðason 6 Jóhann Kristinsson 4 Magnús Sigurðsson 4 Ólafur H. Jónsson 7 Steinar Birgisson 6 Theódór Guðfinnsson 5 Stefán Gunnarsson 5 Lárus Lárusson 6 Páll Björgvinsson 6 Jón Árni Rúnarsson 4 Einar Ágústsson 7 Magnús Margeirsson 6 Guðmundur Guðmundsson 8 Björgvin Björgvinsson 7 Ásmundur Kristinsson 5 Jón Viðar Jónsson 6 Stefán Halldórsson 6 Ilermann Björnsson 5 Örn Hafsteinsson 4 Sveinlaugur Kristjánsson 6 Ólafur Jónsson 7 Hinrik Óiafsson 4 Andrés Magnússon 4 EinarSveinsson 5 Atli Ililmarsson 6 Jóhann Ásgeirsson 4 Gísli Ásgeirsson 5 Erlendur Daviðsson 6 Kristinn Atlason 3 Axel Axelsson 6 Hannes Leifsson 4 Lið Hauka Lið FII Gunnar Einarsson 4 LiÖ KR Lið Vals Heimir Gunnarsson 4 ólafur Guðjónsson 4 Pétur Hjálmarsson 3 ólafur Benediktsson 9 Gunnlaugur Gunnlaugsson 6 Guðmundur Haraldsson 4 Brynjar Kvaran 3 Þorlákur Kjartansson 5 Geir Hallsteinsson 6 Viðar Simonarson 5 Konráð Jónsson 5 Jón Pétur Jónsson 6 Kristján Arason 5 Ilörður Harðarson 6 Þorvarður Guðmundsson 6 Þorbjörn Jensson 5 Valgarður Valgarðsson 6 Árni Hermannsson 5 Haukur Ottesen 4 Þorbjörn Guðmundsson 5 Sæmundur Stefánsson 5 Árni Sverrisson 4 Haukur Geirmundsson 4 Gunnar Lúðvíksson 4 Þórir Gíslason 4 Svavar Geirsson 5 Friðrik Þorbjörnsson 4 Bjarni Guðmundsson 8 Sveinn Bragason 5 Sigurgeir Marteinsson 5 Árni Stefánsson 4 Jón Karlsson 3 Guðmundur Árni Stefánsson 4 Július Pálsson 4 Alfreð Gíslason 9 Stefán Halldórsson 6 Guðmundur Magnússon 5 Lárus Karl Ingason 6 Jóhannes Stefánsson 4 Steindór Gunnarsson 6 óttar Mathiesen 4 Sigurður Sigurðsson 4 ÞAÐ HITNAÐI heldur betur í kolunum undir lok leiks Þróttar og Vals í 1. deild íslandsmótsins í handknattleik á laugardaginn, en þar vann Þróttur nauman sigur i æsispennandi hörkuleik. Þannig var nefnilega mál vexti, að þegar rúmar 100 sekúndur voru til leiksloka voru Valsmenn i hraðaupphlaupi. Staðan var 24 — 24. Stefán Halldórsson stökk inn úr vinstra horninu, en Sigurður Ragnarsson varði vel skot hans. Fór knötturinn af markverðinum yfir hliðarlínuna og hugðust Valsmenn hefja sókn á ný upp úr innkastinu. En þá kom babb i bátinn. Dómararnir dæmdu Þrótti knöttinn og úr næstu sóknarlotu skoraði Þróttur sigurmarkið. Voru Valsmenn æði heitir i leikslok, t.d. var Jón Pétur Jónsson útilokaður fyrir kjaftbrúk. Var það mál Valsmanna að þarna hafi verið vendipunkturinn i leiknum. Undirritaður er ekki alveg sammála þvi, þó auðvitað hafi þessi einu alvarlega mistök þeirra Rögnvalds Erlingssonar og Björns Kristjánssonar komið á versta tima. Var það ekki frekar vendipunkt- urinn er staðan var 23—20 fyrir Val þegar nokkrar minútur voru eftir, en liðið missti forskotið niður? ------------------------------ Nú, en þrátt fyrir að Valsmenn fengu á sig mark þetta, var enn tími til stefnu. Sem fyrr segir voru 100 sekúndur eftir þegar Páll Ólafsson skoraði 25. mark Þróttar. Það sem eftir lifði leiktímans reyndu leikmenn Vals ákaft að finna smugur í varnarvegg Þrótt- ar. Voru gífurlegar sviptingar og þegar 23 sekúndur voru eftir var Ólafur H. Jónsson rekinn af leik- velli. Síðustu sekúndurnar voru Þróttarar því einum færri. En með rosalegri baráttu og með því að brjóta ört af sér, héldu þeir Valsmönnum í burtu. Síðan gall flautan og allt fór í háaloft. Sviptingar Það voru strax gífurlegar svipt- ingar í þessum leik, hraði mikill og stórkostlegur sóknarhandbolti. Varnarleikurinn vildi gleymast og mikið var skotið. Sést þetta best á því, að þrátt fyrir hátt markaskor, var markvarsla beggja liða stór- góð og hreinlega á heimsmæli- kvarða hjá Val.Oli Ben. gerði sér lítið fyrir og varði 24 skot. Er það hálf nöturlegt hlutskipti að verja af slíkri snilld, en standa síðan uppi í tapliðinu. En Valsmenn komust í 3—1 og komst meira að segja ÓIi Ben. á blað, þeytti knettinum yfir völlinn og beint í mark Þróttar! Síðan stóð 6—4 fyrir Val og varði óli Ben. þá vítakast frá Sigurði Sveinssyni. FYLKIR KRÆKTI í dýrmætt stig í 1. deildar keppninni í handknattleik á sunnudagskvöldið, er liðið tók stig af KR. Voru það óvænt úrslit. En þó að Fylkir hafi lengst af haft forystuna í lciknum. var heppnin með liðinu á lokasekúndunum. Staðan var 24 — 23 fyrir KR og 20 sekúndur til leiksloka. er KR fékk víti. Alfreð fékk það hlutverk að skora og hafði hann þegar skorað úr sjö vítaköstum. En Alfreð brást hogalistin, skaut í stöng og Fylkismenn fengu knöttinn síðustu sekúndurnar. Þeir nýttu tímann vel, skoruðu jöfnunarmark sitt er fjórar sekúndur voru til leiksloka. Ilefði Alfreð skorað hefði Fylkir ekki átt sér viðreisnar von. En Alfreð ætti ekki að láta sér líða illa. Ilann skoraði 15 mörk í leiknum og var eini maðurinn sem eitthvað kvað að í liði KR. Án hans hefði KR hreinlega tapað þessum leik. Sem minnst ætti að segja um gang leiksins, liðin skiptust á um forystuna í fyrri hálfleik, en undir lok hálfleiksins náði Fylkir afger- andi þriggja marka forystu. Var leikurinn afar lélegur, einkum var hroðalegt að sjá til KR-inga. Er illt til þess að vita hversu stuttan tíma liðið hélt út, en eftir stórleiki liðsins gegn Víkingi og Val í haust, mátti ætla að fram væri að koma stórlið. En leikmenn liðsins virðast hreinlega sprungnir, að Alfreð Gíslasyni frátöldum. í síð- ari hálfleik komst Fylkir meira að segja tvívegis fjórum mörkum yfir. En þó að Fylkir hafi þarna sýnt þokkalega takta á köflum, var leikur liðsins ekki sterkari en svo, að það tók KR-inga aðeins tvær mínútur að vinna upp mun- inn. Síðan var jafnt á flestum tölum frá 18—18. KR komst að vísu tveimur mörkum yfir, 23—21, þegar rúmar sex mínútur voru til leiksloka, en Fylkir vann upp þann mun. Jafntefli var það sanngjarnasta sem gat komið út úr leik þessum. Þó hefðu KR-ingar ekki getað kvartað ef Fylkir hefði unnið, því barátta og hreinn og klár áhugi fyrir leiknum var mun meiri í herbúðum Árbæjarliðsins. Lang besti maðurinn á vellinum var þó í röðum KR, það var Alfreð Gísla- son, sem bar höfuð og herðar yfir aðra á vellinum. Enginn hefur skorað meira af mörkum í einum og sama leiknum á þessu keppn- istímabili heldur en Alfreð gerði gegn Fylki. 15 mörk, en Sigurður Sveinsson i Þrótti og Axel Axels- son úr Fram hafa skorað 14 mörk L'" 24:24 í leik í haust. Aðrir hjá KR voru beinlínis lélegir og áhugalausir. Markvarsla var því sem næst engin og vörnin eins og ginnunga- gap. Hjá Fylki bar mest á Einari Ágústssyni, einnig var markvarsla Jóns Gunnarssonar mjög góð framan af, en dofnaði mjög er á leikinn leið. í stuttu máli: íslandsmótið 1. deild, Fylkir — KR 24 - 24 (13-10) Mörk Fylkis: Einar Ágústsson 6, Ásmundur Kristinsson 6, 4 víti, Gunnar Baldursson 5, Andrés Magnússon 2, Jóhann Ásmunds- son, Örn Hafsteinsson og Stefán Gunnarsson eitt hver. Mörk KR: Alfreð Gíslason 15, 7 víti, Konráð Jónsson 4, Þorvarður Guðmundsson 3, Haukur Geir- mundsson og Jóhannes Stefánsson eitt hvor. Víti í súginn: Einar Ágústsson skaut í þverslá og Alfreð skaut einu víti í stöng. Brottrekstrar: Stefán Gunnars- son, Ásmundur Kristinsson og Einar Ágústsson í 2 mínútur hver. — KK- Víti í súginn á elleftu stundu og KR tapaði stigi fsiandsmðtlð 1. delld I Seigla FH í síóari hálfleik var ekki nóg VÍKINGAR bættu stöðu sína heldur betur í 1. deildar keppninni í handknattleik, er liðið lagði FH að velli með 22 mörkum gegn 16. i geysilegum baráttuleik um helgina. Þrátt fyrir að sigur Víkinga hafi verið öruggur. munaði litlu að FH ynni upp 7 marka forystu Víkinga frá fyrri hálfleiknum. Staðan í hálfleik var 10—3!, en um tíma i síðari hálfleik munaði aðeins tveimur mörkum og allt var sannarlega og heldur betur á suðupunkti. Fjölmargir áhorfendur voru vel með á nótunum og hitinn í leiknum á köflum slikur, að brottrekstrar voru um tima fleiri heldur en mörk. Yfirburðir Vík- inga í byrjun Víkingar höfðu ótrúlega yfir- burði framan af leiknum og gaf liðið tóninn strax á fyrstu mínút- unni, er Steinar Birgisson komst inn í sendingu FH-inga, brunaði upp og skoraði. Víkingar bættu ört við forskotið, staðan komst í 5—0. Víkingar léku vörnina ekki síður snilldarlega en sóknina og var FH-ingum gersamlega fyrirmun- að að skora framan af leiknum. Þannig varði Kristján Sigmunds- son vítakast Kristjáns Arasonar snemma í leiknum. Það var ekki fyrr en á 16. mínútu, að FH-ingum lánaðist að komast á blað, þá skoraði Geir Hallsteinsson með góðu skoti. FH-ingar tóku smá- kipp og minnkuðu muninn í 6—3, en síðan ekki söguna meir það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, Víkingur komst í 10—3 og Kristján mark- vörður varði annað víti frá nafna sínum Arasyni eftir að leiktími var runninn út. FH-iní?ar taka sig á FH-ingar hófu síðari hálfleik- inn með því að taka bæði Pál Björgvinsson og Þorberg Aðal- steinsson úr umferð. I fyrstu virtist bragðið ætla að enda með skelfingu, Víkingar skoruðu samt tvö fyrstu mörkin í hálfleiknum og var staðan þá orðin 12—3. En herbragð FH-inga hafði þau áhrif, að sóknarleikur Víkinga riðlaðist algerlega. Sæmundur og Kristján Arason skoruðu fyrir FH, 12—5, og þegar Gunnlaugur Gunnlaugs- son varði vítakast Páls Björgvins- sonar, fór allt í baklás hjá Víkingi. Árni Indriðason var rekinn út af og Geir minnkaði muninn í 12—8. Þá var Steinar rekinn út af, einnig Þorbergur og loks Árni aftur. Og FH minnkaði muninn enn, nú í 12—9 og var allt á suðupunkti. Var staðan óbreytt um hríð, en loks reif Ólafur Jónsson sig upp og skoraði. Kom nú til kasta Krist- jáns Sigmundssonar, sem reyndist Víkingum betri en enginn, er hann varði tvívegis frá Geir Hall- steinssyni, sem kominn var í dauðafæri í báðum tilvikum. í kjölfarið komu þrjú Víkingsmörk í röð og staðan því orðin 16—9. Má segja að þegar hér var komið sögu, hafi ekki lengur verið spurning hvar stigin myndu hafna. En það var heitt í mönnum og FH-ingar eiga hrós skilið fyrir að berjast af fullum krafti fram á síðustu mínútu. Sveiílukenndur leikur Það voru miklar sveiflur í þess- um hörkuleik. í fyrri hálfleik léku Víkingar af mikilli snilld, greini- lega komnir upp úr þeim öldudal sem liðið var í framan af haustinu. FH-ingar voru þá eins og byrjend- ur í höndunum á Víkingunum. En Geir var klókur og með breyttri vörn í síðari hálfleik munaði um tíma sáralitlu að FH tækist að næla í.annað stigið, eða þaðan af meira. Handknattleikurinn sem á boðstólum var í síðari hálfleik, var ekki eins fágaður og í þeim fyrri, en í staðinn kom þrúguð spenna og gífurleg barátta, sem hreif áhorfendur með. Með seiglu tókst FH næstum að bjarga einhverju. Hjá Víkingi lék Guðmundur Guð- mundsson sinn langbesta leik og “«"22:16 var á köflum hreint stórkostlegur. Hraði hans og leikni kom FH-ing- um hvað eftir annað í opna skjöldu. Þá varði Kristján Sig- mundsson mjög vel í leiknum, einkum í síðari hálfleik, því ekkert reyndi á hann í þeim fyrri. Sem dæmi má geta þess, að fyrstu 15 mínútur leiksins þurfti hann að- eins að glíma við eitt skot, víta- kast Kristjáns Arasonar, sem hann varði meistaralega! Að öðru leyti var það hin sterka liðsheild sem tryggði Víkingi stigin. Hjá FH stóð helst upp úr markvarsla Gunnlaugs í síðari hálfleik. En með samheldni í síðari hálfleik náði liðið vel saman. Þó stóð enginn upp úr, en allir gerðu sitt og gáfu allt sem þeir áttu. í stuttu máli: íslandsmótið í 1. deild, Víkingur - FH 22-16 (10—3). Mörk Víkings: Guðmundur Guð- mundsson 5, Þorbergur Aðal- steinsson og Steinar Birgisson 4 hvor, Árni Indriðason og Páll Björgvinsson 3 hvor, Árni þar af j með tvö úr vítum, Ólafur Jónsson 2 og Stefán Halldórsson eitt mark.' Mörk FH: Kristján Arason 4, 3 víti, Sæmundur Stelansson 3, Geir Hallsteinsson 3, 2 víti, Valgarður Valgarðsson 2, Óttar Mathiesen, Guðmundur Magnússon, Guð- mundur Árni Stefánsson og Sveinn Bragason eitt hver. Brottrekstrar: Árni Indriðason og Páll Björgvinsson í 4 mínútur. Eftirtaldir leikmenn hvíldu sig í tvær minútur hver: Þorbergur Aðalsteinsson, Steinar Birgisson, Sveinn Bragason, Guðmundur Magnússon og Þórir Gíslason. Víti í súginn: Kristján Sigmunds- son varði tvívegis vítaköst Krist- jáns Arasonar og Gunnlaugur varði víti frá Páli Björgvinssyni. — KK- krækti Fram sér í tvö FRAM vann sinn fyrsta sigur í íslandsmótinu i handknattleik. er liðið sigraði Hauka i Laugar- dalshöll á sunnudagskvöldið með 20 mörkum gegn 17. Sigur Fram var sanngjarn. Þeir voru betra liðið i leiknum sem var lengst af frekar illa leikinn. Ba>ði liðin gerðu sig sek um mikið af mistökum. En það má vera að mikil taugaspenna hafi hrjáð leikmenn þar sem liðin eru bæði i haráttunni á botni deildarinnar. Allur fyrri hálfleikur var mjög jafn. Jafnt var á öllum tölum en Fram náði að hafa eitt mark yfir, 12—11, þegar flautað var til hálf- leiks. Varnir beggja liða svo og markvarslan voru frekar slök, sér í lagi hjá liði Fram. Allur síðari hálfleikurinn var jafn og spenn- andi og sama jafnræðið var með liðunum þar til að 8 mínútur voru til leiksloka. Þá ná Framarar tveggja marka forskoti, 17—15, með mörkum Erlendar og Hann- esar. Haukar fóru mjög illa með sóknarlotur sínar síðustu 10 mín- útur leiksins og ýmist glopruðu Hmíka~ 20:17 þeir boltanum í hendur andstæð- inga sinna eða köstuðu út af. Fram náði 3 marka forskoti þegar 2 mínútur voru eftir af leiknum og Axel innsiglaði sigur liðsins með með því að skora 20. markið úr vítakasti. Lið Fram er greinilega heldur að hressast eftir mjög svo slaka byrjun í mótinu. Samt er allur leikur liðsins frekar ráðleysislegur ennþá. Sérstaklega var þó varnar- leikurinn slakur í leiknum gegn Haukum. Það var ekki fyrr en á síðustu 10 mínútum leiksins sem vörnin var sæmilega leikinn. Þá var of oft um ótímabær skot að ræða í sóknarleiknum. Bestu menn Fram í leiknum voru þeir Björgvin og Atli. Sigmar Þröstur varði sæmilega. Lið Hauka var slakt, og ljóst er að róður liðsins í 1. deild verður stig erfiður í vetur. A köflum brá fyrir sæmilegum leikköflum en þess á milli var varla heil brú í því sem leikmenn voru að gera. Hörður Harðarson og Lárus Karl voru einna skástir í liðinu. I stuttu máli: Islandsmótið 1. deild, Laugardalshöll. Fram—Haukar 20—17 (12—11) Mörk Fram: Axel Axelsson 6, 4v., Atli Hilmarsson 4, Björgvin Björgvinsson 3, Theodór Guð- finnsson 3, Erlendur Davíðsson 2, Jóhann Kristinsson 1 og Hannes Leifsson 1. Mörk Hauka: Viðar Símonarson 4, 2v., Hörður Harðarson 4, Júlíus Pálsson 2, Árni Hermannsson 2, Sigurður Sigurðsson 2, Sigurgeir Marteinsson, Árni Sverrisson og Lárus Ingason 1 mark hver. Brottvísun af velli: Erlendur Her- mannsson Fram í 2 mín. Misheppnuð vítaköst: Sigmar ver víti frá Herði Harðarsyni Hauk- um, Viðar Símonarson skaut yfir og Gunnar Einarsson Haukum varði hjá Atla Hilmarssyni. — ÞR.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.