Morgunblaðið - 11.11.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980
27
Hann varð NM-meistari
ísland náði góðum árangri í
Norðurlandameistaramótinu í
kraftlyftingum sem fram fór hér
á iandi fyrir skómmu. Þar eign-
uðumst við þrjá NM-meistara.
Einn þeirra var Þorsteinn Leifs-
son sem við kynnum nú hér fyrir
lesendum. Hann er ásamt fleiri
lyftingamönnum íþrótt sinni til
mikils sóma. þar sem hann æfir
af eljusemi og dugnaði.
Þorsteinn Leifsson.
ÞORSTEINN LEIFSSON (KR), 19
ára nemandi (f. 6.9. 1961) Þor-
steinn hóf að æfa lyftingar árið
1975. Hann varð unglingameistari
1977 í 67,5 kg flokknum og lyfti þá
180 kg í samanlögðu, það sama ár
keppti hann á sínu fyrsta alþjóð-
lega móti (N.M. ungl.) og frá þeim
tíma að telja má segja að framfar-
irnar hafi verið stöðugar hjá
honum. 1979 varð hann íslands-
meistari í 75 kg flokknum og setti
þá met í snöruninni, jafnhöttun-
inni og í samanlögðu eftir harða
keppni. A Islandsmeistaramótinu
1980 sigraði hann í 82,5 kg flokkn-
um og lyfti 292,5 kg í samanlögðu
og á íþróttahátíðinni í sumar náði
hann olympíulágmarkinu í sama
flokki er hann lyfti 300 kg í
samanlögðu (ungl. met). Hann var
einn þriggja íslenskra lyftinga-
manna sem kepptu á Ólympíuleik-
unum í Moskvu í sumar. Norður-
landamótið sem nú verður haldið
verður fjórða N.M. unglinga sem
Þorsteinn keppir á. Besti árangur
Þorsteins er 130 kg í snörun og 170
kg í jafnhöttuninni.
Lyttlngar )
Skrifa undir brottvísun
Tommy Docherty, einn kunn-
asti framkvæmdastjórinn i ensku
knattspyrnunni, sagði nýiega að
þegar framkvæmdastjórar skrif-
uðu undir samninga við knatt-
spyrnulið væru þeir raunveru-
lega að skrifa undir brottvísun
sina frá félaginu. „Þeir skrifa
bara ekki dagsetninguna," —
bætti hann við. Þetta virðist
a.m.k. eiga vel við Docherty
sjálfan þvi í ófá skipti hefur hann
verið látinn taka pokann sinn hjá
ýmsum liðum þar sem hann hefur
setið við stjórn. Hann var nýlega
rekinn frá Queen’s Park Rangers
og var það í þriðja skiptið sem
hann var rekinn frá þvi félagi!!!
• Það var ekki mikið svigrúm sem hann Varði fékk á milli risanna
hjá Aftureldingu um helgina er Týr og UMFA léku í Vestmannaeyj-
um. Engu að síður stóð Varði sig vel á línunni. Risarnir tveir eru
Einar Magnússon og Björn Bjarnason, fyrrum leikmenn með Víking.
Ljósm. Sigurgeir Jónasson.
Leikmenn fengu 2,8
milljónir upp j
vinnutap hja ÍA
AÐALFUNDUR Styrktarfélags
knattspyrnunnar á Akranesi var
haldinn laugardaginn 1. nóv. sl.
Á fundinum kom fram. að
tekjur félagsins námu um 4,4
millj., en útgjöld um 3,9 millj.
Langstærstur hluti þeirrar upp-
hæðar var notaður til að greiða
niður vinnutap leikmanna i
meistaraflokki eða 2,8 millj. Auk
þess veitti félagið Unglingaráði
fjárstyrk, alls fiOO þúsund.
Félagið kaus leikmann ís-
landsmótsins á fyrsta fundi sínum
eftir að mótinu lauk. Fyrstur til
að hljóta þessa viðurkenningu var
hinn frábæri markmaður Bjarni
Sigurðsson. Á aðalfundinum var
honum veitt viðurkenning vegna
þessa, kr. 200 þúsund.
Stjórn félagsins var einróma
endurkjörin, en hana skipa: Hin-
rik Haraldsson formaður, Kristín
Aðalsteinsdóttir gjaldkeri, Karl
Alfreðsson bókari, Marsibil Sig-
urðardóttir ritari, Viðar Karlsson
og Áki Jónsson meðstjórnendur og
Þorgeir Jósefsson blaðafulltrúi.
Nokkrir leikmenn mættu á
fundinn og lýstu þeir yfir þakk-
læti sínu og ánægju með starfsemi
félagsins. Einnig kom fram þakk-
læti eiginkvenna leikmanna vegna
greiðslna á vinnutapi svo að æf-
ingar gætu hafist kl. 5 síðdegis og
leikmenn gætu verið með fjöl-
skyldum sínum á kvöldin.
Styrktarfélagið hyggst færa út
kvíarnar á næsta sumri. í sumar
greiddi félagið vinnutap vegna
tveggja æfinga í viku en áformað
er að fjölga þeim æfingum og
greiða bónus til leikmanna fyrir
hvert stig sem liðinu hlotnast á
íslandsmótinu á næsta sumri.
Vitað er um mjög stóran hóp
dyggra stuðningsmanna í Reykja-
vík og er ætlunin að leita til þessa
hóps á næsta sumri. Fyrirhugað
er að boða fund í Reykjavík í
byrjun næsta árs og kynna hug-
myndir félagsins nánar.
Þeir voru góðir vinir i hálfleik, sem sannir bræður. En á leikvellinum
gáfu þeir ekkert eftir. Og litli bróðir var þá hvergi hræddur við stóra
bróður. Enda vann lið hans Týr með miklum yfirburðum. Með Tý
spilar Hörður til vinstri yngri bróðurinn. Gústaf sá eldri spilar
hinsvegar með Aftureldingu úr Mosfellssveit, þó svo að hann sé einn
af traustustu knattspyrnumönnum ÍBV og fastur maður í liði þeirra.
Ljósm. Sigurgeir J.
Helga hefur sett 27 met
Helga Halldórsdóttir frjáls-
iþróttakona úr KR á framtiðina
fyrir sér á hlaupabrautinni. Hún
hefur þótt ung sé sett 27 ís-
landsmet i frjálsum iþróttum.
Hér er Helga að koma í mark
klædd landsliðshúningi Íslands í
Kalott-keppninni sem fram fór
hér á landi siðastliðið sumar.
(Frjilsar IbrðUlp
IIIN bráðefnilega Ilelga Ilall-
dórsdóttir frjálsíþróttakona úr
KR hefur nú þótt ung sé sett
hvorki meira né minna en 27
fslandsmet í frjálsum íþróttum.
Ilelga hefur sett 9 kvennamet.
Þar af eru tvö í boðhlaupum. 9
stúlknamet í flokki 17 —18ára og
4 meyjamet í flokki 15—16 ára.
Öll þessi met eru sett utanhúss
eða 22 alls. Þá hefur Ifelga sett 5
íslandsmet innanhúss. Helga æf-
ir mjög vel um þessar mundir og
stefnir að því að bæta árangur
sinn enn frekar. Ilelga hefur
aðeins æft og keppt í tvö sumur
og er enn ung að árum og því má
búast við miklu af henni í fram-
tíðinni sem íþróttakonu. Hér á
eftir eru kvennamet Helgu: 60 m
hlaup, 7,6 sek. 80 m hlaup. 9,8
sek. 200 m hlaup, 24,96 sek
rafmagnstimataka. 300 m hlaup
39,3.100 m grindahlaup 13,9 sek.
200 m grind 28,5 sek. Langstökk
5,78 metrar. 4x100 m hoðhlaup
47,35 landssveit. 4x400 m boð-
hlaup 3,46,31 sek landssveit.—i>r-
Willoughby er vongóður
EF ÉG get styrkt hópinn hjá KA
með 2—3 nýjum leikmönnum
þegar kcppnistímahilið hefst á
ný í mars tel ég að við ættum að
eiga möguleika á því að verða
nógu ofarlega i 1. deiidinni til að
tryggja okkur sæti í UEFA bik-
arkeppninni" segir Alex Wil-
loughby þjálfari Akureyrarliðs-
ins KÁ í örstuttu spjalli við
enska vikuritið SHOOT fyrir
skömmu.
I blaðinu er skýrt frá því að
þessi fyrrverandi leikmaður með
Rangers og Aberdeen hafi náð
góðum árangri sem leikmaður en
nú hafi hann einnig náö góðum
árangri sem þjálfari, hjá íslenska
liðinu Sportsclub Akureyri eins og
KA er nefnt í greininni.
„Ég gerði miklar kröfur til
leikmanna síðasta keppnistímabil,
og þeir fóru frábærlega vel eftir
því sem ég krafðist af þeirn," segir
hann ennfremur.
Sagt er, að á fyrsta keppnis-
tímabili sínu með liðið hafi hann
stýrt því til sigurs í 2. deild. Það
hafi hlotið 31 stig af 36 möguleg-
um, og eftir þennan árangur sinn
hafi hann gert framkvæmdastjór-
um í Bretlandi það ljóst að hann
hafi snúið aftur, en hann hefur
þjálfað lið víðs vegar um heim upp
á síðkastið. — sh.
• Jón Bragi, markvörðurinn
ungi hjá Tý. átti stórgóðan leik
með liði sínu um siðustu helgi.
Jón Bragi fékk aðeins á sig 14
mörk. Vel af sér vikið. Ljósm.
Sigurgeir J.
FH
Aðalfundur handknattleiks-
deildar FII verður haldinn laug-
ardaginn 15. nóvember. Nánar
verður greint frá þessu síðar.
Nú er
þjóðin
miklu
Trimm-stuði
Nú fara allir út aö trimma í göllum frá Ingólfi og þá
veröur trimmiö leikur einn.
Bómullargallar
Litir: grátt, dökkblátt — meö hettu og rennilás.
Verö aðeins kr. 19.300.-.
Stæröir: S - M - L - XL
Skokkskórnir
eru auövitaö frá Puma
Nú verður
algjört
trimmstuð
pumn
um allan bæ
Einnig höfum viö
úrval af ótrúlega
ódýrum göllum.
Verö frá kr.
13.900-17.900.
ort=
voruvfflrffluiiiRi
llinqiéllífiF ©/knmoiinðiir
Klapparstig 44 Reykjavik simi 11783