Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980
29
peði, og síðar fórnaði hann
manni sem ekki stóðst og
sigurinn var minn, þótt ég
væri kominn í mikið tíma-
hrak. Karpov gafst upp er
hann sá að sóknin, sem hann
ætlaði að byrja með mann-
fórninni, var ekki nægilega
vel hugsuð."
Þetta er í fyrsta skipti sem
Friðrik sigrar heimsmeistara
við skákborðið, þótt hann hafi
oft áður unnið fyrrverandi
eða komandi heimsmeistara,
svo sem Robert Fischer, Mik-
hail Tal, og Tigran Petrosjan.
Karpov hefur teflt af miklum
styrkleika undanfarin ár, og
yfirleitt orðið í fyrsta eða
öðru sæti á mótum sem hann
hefur tekið þátt í. Slakari
frammistöðu hans nú kvað
Friðrik ekki þurfa að benda
til þess að hann væri í öldu-
dal. Karpov væri mannlegur
eins og aðrir skákmenn, og
einnig yrði að hafa í huga að
nú styttist í að hann þyrfti að
verja titil sinn, en þá væri það
oft svo að menn vildu ekki
sína öll spil á hendi of
snemma. — Þetta yrði líka að
hafa í huga þegar nýleg
frammistaða Húbners á skák-
mótum væri metin.
Larsen frá Danmörku kvað
Friðrik hafa teflt af miklum
krafti fyrri hluta mótsins, en
síðan dalað nokkuð. Timman
hefði einnig teflt mjög sterkt,
og hefði verið mjög í sam-
ræmi við gang mótsins að þeir
deildu með sér efstu sætun-
um.
„Gaman að ná í Ólafsson um
sigur sinn
svo feitan bita“ meistaranum
„ÞAÐ ER náttúrulega kær-
komið að ná sér í svona
feitan bita, og því var gaman
að leggja heimsmeistarann
að velli,“ sagði Friðrik
Ólafsson stórmeistari í sam-
tali við Morgunblaðið í gær.
Friðrik er nýkominn heim
frá Buenos Aires í Argen-
tínu, þar sem hann tefldi á
mjög sterku skákmóti, þar
sem meðal annars bar til
tíðinda að hann sigraöi
heimsmeistarann, Rússann
Anatoly Karpov, sem fyrr
segir.
„Skákin tefldist þannig allt
frá byrjun," sagði Friðrik
ennfremur, „að við vorum
báðir ákveðnir í því að knýja
fram úrslit í skákinni, en láta
hana ekki fara út í jafntefli.
Karpov hafði ekki gengið of
vel á mótinu fram til þessa og
þurfti á vinningi að halda, og
eins ætlaði ég mér ekki jafn-
teflisleiðina. Lengi framan af
var það hins vegar á valdi
hvors okkar um sig, að leiða
skákina út í lítt áhugaverða
stöðu, en það tókst að koma í
veg fyrir það með góðri sam-
vinnu!"
Skákin tefldist eftir svo-
nefndri Catalan-byrjun, en
Frá hinu nýafstaðna skákmóti í Argentínu: Hér teflir Friðrik við Hort, sem íslendingum er að góðu
kunnur, en skák þeirra lauk með jafntefli.
hún er nefnd svo vegna þess
að afbrigðið kom fyrst fram á
skákmóti í Barcelona í Kata-
lóníu árið 1929. Friðrik stýrði
hvítu mönnunum en Karpov
þeim svörtu. Svo fór, að
heimsmeistarinn gaf skák
sína í 40. leik, en þá var
Friðrik að heita má kominn
með gjörunnið tafl.
„Lengi framan af var meiri
broddur í sókn Karpovs,"
sagði Friðrik, „en í 25. til 30.
leik gætti hann sín ekki nægi-
lega, lék ónákvæmt og glutr-
aði niður muninum, og taflið
snerist mér í hag og ég náði
undirtökunum. Hann tapaði
Steingríms saga
annað bindi komið
Bókaútgáfan Örn og Örlygur hf.
hefur sent frá sér annað bindi
Steingrímssögu — sjálfsævisögu
Steingríms Steinþórssonar, fyrr-
um forsætisráðherra. Undirtitill
bókarinnar er: Búnaðarfélagsárin,
pólitík og einkamál.
Steingrímur heitinn Steinþórs-
son var einn af skörungum ís-
lenskra stjórnmála um miðja öld-
ina og var um tíma forsætis- og
landbúnaðarráðherra. Auk þess
gegndi hann fjölmörgum trúnað-
arstörfum, var alþingismaður í
áratugi, skólastjóri Hólaskóla um
skeið, svo og búnaðarmálastjóri.
Hann lést 14. nóvember 1966.
Steingrímur Steinþórsson
skráði lengst af vandaðar og
ítarlegar dagbækur og hafði hafið
skráningu ævisögu sinnar þegar á
miðjum aldri og hélt því áfram
með hléum fram til sjötugs. Er
Steingrímssaga byggð á þessum
skrifum Steingríms, en þeir Andr-
és Kristjánsson og Örlygur Hálf-
danarson hafa búið bókina til
prentunar.
Eins og undirtitill bókarinnar
ber með sér fjallar hún um það
timabil í starfsævi Steingríms er
hann var búnaðarmálastjóri, en
„Vandinn kominn af okkar
höndum i hendur þingmanna44
- segir póst- og símamálastjóri um 9% hækkunarheimildina.
Steingrímur beitti sér fyrir auknu
starfi Búnaðarfélags Islands og
barðist fyrir fjölmörgum nýjung-
um í starfi þess. Auk þess hafði
Steingrímur virk afskipti af
stjórnmálum á þessum árum, og
segir t.d. í þessari bók frá fram-
Þessi mynd er af Kjarvalsmálverkinu, sem stjórn Kjarvalsstaða
festi kaup á í siðustu viku. Máiverkið var eitt af fjölmörgum
málverkum úr dánarbúi Sigurliða Kristjánssonar. Það er 100x85
cm og unnið i olíu. Söluverð þess var 4 millj. kr.
„ÞETTA er vandamái sem snýr
að samgönguráðherra og fjár-
veitinganefnd. Það vantar
náttúrulega til fjárfestingar.
eins og gefur að skilja, en við
eigum eingöngu skv. lögum um
Póst- og simamálastofnunina
að benda á hvaða gjaldskrá
þurfi að vinna eftir til að ná
fram þeim tekjum, sem standa
undir rekstri og hóflegum
framkvæmdum. Það er svo
stjórnmálamannanna að meta
hversu langt er gengið í þvi að
boði sínu í Barðastrandarsýslu og
glímum sínum við Gísla Jónsson
frá Bíldudal á sögulegum fram-
boðsfundum i héraðinu.
Sú bók er kemur nú út: Stein-
grímssaga — Búnaðarfélagsárin,
pólitík og einkamál, ber svip fyrri
bókarinnar. Eins og í fyrri bókinni
kemur mikill fjöldi karla og
kvenna við sögu, og enn sem fyrr
er fjallað um þetta fólk á opinská-
an hátt. Þar er ekki farið í
manngreinarálit, og síst hlífir
Steingrímur sjálfum sér ef því er
að skipta.
Steingrímssaga skiptist í 13
meginkafla, er bera eftirtalin
heiti: Búnaðarfélag íslands —
sjórn og starfsfólk; Mjólkursölu-
mál, jarðræktarlög og átakamikið
búnaðarþing; Um landið þvert og
endilangt; A mannamótum; Heim-
ili mitt; Ný skipan á Búnaðar-
þingi; Yfirreið um Vestfirði; Á
orrustuvöllinn í Skagafirði að
nýju; Hörð átök á þingi og utan; Á
norðurslóð sumarið 1941; Bjarma-
landsför í Barðastrandarsýslu;
Milliþáttur í Skagafirði og utan-
þingsvist og Átökin um samtök
bænda. Hver kafii skiptist svo í
fjölda undirkafla.
Annað bindi Steingrímssögu er
280 blaðsíður, prýtt fjölda mynda.
Bókin er sett, umbrotin og filmu-
unnin í Prentstofu G. Benedikts-
sonar, en bundin í Arnarfelli hf.
Kápa bókarinnar er hönnuð af
Sigurþóri Jakobssyni.
(Úr fréttatilkynningu)
skera niður,“ sagði Jón Skúla-
son póst- og símamálastjóri. er
Mbl. ra'ddi við hann i ga'r um
9% hækkunarheimild á gjald-
skrá stofnunarinnar. en farið
hafði verið fram á um 25%
hækkun.
Jón sagði það pólitískt mat
hversu mikill hraði væri við-
hafður við lagningu sjálfvirkra
síma til sveita og hugsanlega
tafir. „Það liggur fyrir hjá
okkur mikið af umsóknum og
þingmenn eru að skora á stofn-
unina að hraða þessu og hinu í
sambandi við sveitasíma og
þess vegna er það, að við höfum
nokkra hugmynd um, hvað
landsmenn hafa hug á að fá í
þessum efnum. En nú er vand-
inn kominn af okkar höndum í
hendur þingmanna sjálfra. Við
bíðum aðeins eftir að heyra frá
þeim.“
Þá sagði Jón Skúlason, að
ekki væri vitað hvaða hækkanir
fengjust á næsta ári og hvernig
tekið yrði á málum þá. Þá sagði
hann einnig erfitt að vera með
framkvæmdir í gangi á einu ári
en síðan engar á því næsta. „Sl.
ár varð hagnaður hjá stofnun-
inni, sem notaður var til fjár-
festingar og til að greiða tap á
vissum þáttum. Ef á að fram-
kvæma fyrir sex, sjö eða jafnvel
átta milljarða þá eru 9% of lítil
hækkun. Þetta er allt afstætt, ef
menn vilja engar framkvæmdir,
þá kannski nægir þetta," sagði
hann í lokin.