Morgunblaðið - 11.11.1980, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 11.11.1980, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 Eyjólfur Konráð um Flugleiðamálið: Samstaða um ef n- isatriði málsins - einn maður með ágrein- ing um formsatriði Stjórnarfrumvarp um málefni Flugleiða var afgreitt frá efri deild Alþingis til neðri deildar í gær, með samhljóða atkvæðum, eftir að breytingartillaga Kjart- ans Jóhannssonar (A) hafði verið felld í þingdeildinni. Málið kom á dagskrá neðri deildar kl. sex síðdegis og var afgreitt til fjárhags- og viðskiptanefndar þingdeild- arinnar. Álit meirihluta þingneíndar ólafur Ragnar Grímsson (Abl.) gerði grein fyrir áliti meiri- hluta fjárhagsnefndar efri deildar (auk hans Eyjólfur Konráð Jóns- son (S), Gunnar Thoroddsen (S), Vigfús Jónsson (S) og Davíð Aðal- steinsson (F). Nefndin lagði til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt „á grundvelli, að 5. gr. frumvarps- ins verði framkvæmd á eftirfar- andi hátt: •-81. Aukning hlutafjár ríkisins í 20% verði komin til framkvæmda fyrir næsta aðalfund. • 2. Starfsfólki eða samtökum þess verði á sama tíma gefinn kostur á að eignast hlutafé fyrir a.m.k. 200 millj. kr. og þannig stuðlað að því, að sameiginlegt atkvæðamagn starfsfólks nægi til kjörs eins fulltrúa í stjórn. • 3.Aðalfundur Flugleiða verði haldinn fyrir lok febrúar 1981 og kosin ný stjórn í samræmi við breytta hlutafjáreign, en fram- haldsaðalfundur haldinn síðar, ef þörf krefur. • 4. Starfsmannafélagi Arnar- flugs verði gefinn kostur á að kaupa hlut Flugleiða í Arnarflugi. • 5. Ársfjórðungslega verði ríkis- stjórninni gefið yfirlit yfir þróun og horfur í rekstri Flugleiða. • 6. Fram fari viðræður ríkis- stjórnar og Flugleiða um nýjar reglur varðandi hlutafjáreign í fyrirtækinu, sem m.a. takmarki atkvæðisrétt einstaklinga og fyrirtækja, sem hlut eiga í Flug- leiðum. • 7. Norður-Atlantshafsfluginu verði haldið fjárhagslega aðskildu, eins og frekast er unnt. Samgönguráðherra, Steingrím- ur Hermannsson, kynnti stjórn Flugleiða framangreind efnisat- riði, 1,—7., á stjórnarfundi fyrir- tækisins 6. nóvember 1980. Breytingartillaga Kjartans Jóhannssonar Kjartan Jóhannsson (A) flutti breytingartillögu, þess efnis, að framangreind sjö skilyrt ákvæði væru tekin upp í 5. grein frum- varpsins, auk eins töluliðs í viðbót: 8) Fyrirtækið standi skil á opin- berum gjöldum. Kjartan sagði það m.a. á skorta, að stjórnvöld hefðu haft sér við hlið sérhæfðan, óháð- an aðila, sem lagt hefði mat á framlögð málsgögn og markaðs- horfur. Hann lagði áherzlu á, að efnisatriði skilyrða, sem samstaða væri um, væru fest í lögunum sjálfum, ella væri hætta á að þau yrðu teygð og toguð í framkvæmd- inni. Samskipti fyrirtækis og stjórnvalda hefðu ekki verið slík undanfarið, að skilyrði í nefndar- áliti væru nægjanleg, né yfirlýs- ingar ráðherra eða annarra valds- manna, sem skemmt hefðu fyrir. Alþingi ætti ekki að afsala sér valdi með þeim hætti sem hér væri gert. Óvíst væri um fram- kvæmd málsins, án lagaskilyrða; málið væri auk þess illt sem fordæmi, eins og fram væri lagt. Um efnisatriðin sjálf væri hins- vegar ekki ágreiningur. Hitt væri svo enn ógert, af hálfu íslenzkra stjórnvaida, að marka stefnu I flugrekstrarmálum eða þætti flugs í samgöngumálum okkar. Fagnað samstöðu Steingrimur Hermannsson, samgönguráðherra, fagnaði þeirri samstöðu, sem náðst hefði í þingnefndinni, en harmaði sér- stöðu Kjartans Jóhannssonar. Hann fengi ekki séð að nauðsyn bæri til að setja í landslög að „viðræður skyldu hefjast“ milli tveggja aðila um tiltekin atriði. Skilyrði í nefndaráliti yrði sér, sem ráðherra, jafn mikið leiðar- ljós, við framkvæmd málsins, eins og í lagagrein stæðu. Hinsvegar þyrfti að ræða ýmislegt við Flug- leiðir, hvað framkvæmdina varð- andi, eins og t.d. atriði er snertu breytingar á lögum hlutafélags- ins. Aðalatriðið væri að samstaða næðist milli starfshópa og stjórn- enda í þessu stóra fyrirtæki. Þar þyrftu menn að róa í sömu áttina, ella væri öll aðstoð unnin fyrir gýg. Hvað viðvíkur stefnu í flug- rekstrarmálum; þá var hún mörk- uð árið 1975, sagði ráðherrann. Ég hef auk þess í huga að skipa nefnd til endurskoðunar á stefnumörkun hér að lútandi, sagði hann. EyJAllar KoarM JónHHon Strlngrlmur Hermnnnwion DaviA AAalHtelmwon Enginn efnis- ágreiningur Eyjólfur Konráð Jónsson (S) fagnaði því að slík samstaða hefði náðst að ekki væri ágreiningur um efnisatriði, þó einn nefndarmaður vildi heidur hafa tiltekin atriði í frumvarpsgrein en yfirlýsingu þingnefndar. Þessi sérstaða eins nefndarmanns hefði ekki komið fram fyrr en sl. fimmtudag og málið það brýnt, að ekki hafi verið ástæða til að stokka það upp á ný, vegna mismunandi afstöðu til formsatriðis. Eyjólfur vakti athygli á nýjum hlutafélagalögum, sem m.a. fælu í sér „margfeldiskosningar", og myndu færa með sér nýja og betri starfshætti á þessum vettvangi. Eyjólfur sagði að við yrðum að standa við samninga, sem gerðir vóru milli aðila hér og í Luxem- borg, um niðurfellingu lendingar- gjalda 1979. Hann sagði vandann sem við væri að etja í flugrekstr- armálum okkar mikinn, en eigna- fjárstaða Flugleiða væri þó góð, a.m.k. á íslenzkan mælikvarða. Við stæðum undir skuldbinding- um, sem Alþingi axlaði með þessu frumvarpi. Hann sagðist vona að starfsmenn og stjórnendur sneru nú bökum saman, forðuðust inn- byrðis átök og verkföll. Það væri sannfæring sín að starfsfólk Flugleiða vildi skapa fyrirtækinu sem beztar aðstæður til að komast út úr þeim vanda, sem við væri að etja, enda hagur þess og fyrirtæk- isins saman slunginn. Blæbrigðamunur Davið Aðalsteinsson (F) sagði blæbrigðamun á afstöðu Kjartans Jóhannssonar og annarra nefnd- armanna. Betur hefði til tekizt með samstöðu í nefndinni en á horfðist þegar hún hóf störf. Ástæðulaust væri að hefja hér upp nýdeilur um málið, heldur bæri að leggja áherzlu á að flýta því gegnum þingið. Stefnan ómörkuð Kjartan Jóhannsson (A) sagði flugrekstrarstefnu frá 1975 ekki alfarið henta gjörbreyttar flug- rekstraraðstæður, en stefnumótun væri nauðsynleg, m.a. vegna festu- Ieysis ráðherra í breytilegum yfir- lýsingum frá einum degi til ann- ars. Ekki nægði að skipa eina nefndina enn; heldur þyrfti sér- fræðileg könnun og umsögn að vísa veginn. Hann ítrekaði nauð- syn þess að festa skilyrði, varð- andi fyrirgreiðsluna, í lög, svo þau yrðu ekki teygð og toguð í fram- kvæmd. Ekki dygði að ráðherra lýsti því yfir, að skilyrði í nefndar- áliti myndu blífa, ef ekki þyrfti að breyta þeim, eins og hann hefði komizt að orði. Hinn nýi stíll Ólafur Ragnar Grímsson (Abl) vakti athygli á því að formaður þingflokks Alþýðuflokksins, fyrrv. formaður flokksins og Vilmundur Gylfason heiðruðu þingdeildina með nærveru sinni. Þeir eru að fylgjast með prófraun Kjartans Jóhannssonar sem nýkjörins flokksformanns. Síðbúin séraf- staða hans í nefndinni er sem sé frá Vilmundi Gylfasyni kominn, og málflutningur Kjartans hér og nú prófraun í hinum „nýja stíl“, sem sóttur er til Vilmundar Gylfa- sonar, sem, þrátt fyrir allt, ræður enn ferð í þingflokknum. Umræður urðu nokkuð lengri en hér er rakið, en ekki komu nein nýmæli fram. Breytingartillaga Kjartans Jóhannssonar var felld með 15 atkvæðum gegn 2. Síðan var frumvarpið samþykkt til 3ju umræðu með samhljóða atkvæð- um. Það var einnig samþykkt samhljóða við 3ju umræðu, einnig með atkvæðum þingmanna Al- þýðuflokks. Síðan fór þingmálið til neðri deildar sem að framan greinir. Matthías Bjarnason, alþingismaður: Sameiginlegir Grænlendinga - Minnumst 1000 ára afmælis ferðar Eiríks rauða með vinarframlagi til Grænlendinga MATTHÍAS Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, mælti nýverið fyrir frumvarpi til laga um Grænlandssjóð, sem hann flytur ásamt þingmonnum úr öllum þingflokkum. Frumvarpið felur í sér sjóðstofnum. með árlegu framlagi rikissjóðs, til að styrkja samskipti og samstarf Grænlendinga og íslendinga. m.a. á sviði Iista. vísinda. tæknimála og gagnkvæmra hagsmuna um fiskvernd og fiskveiðimál. lífshagsmunir og Islendinga Matthías sagði Grænland hafa verið lokað land, að verulegu leyti, en með tilkomu heimastjórnar á þessu ári hafi skapazt ný viðhorf sem tímabært sé að gefa gaum að. Hann rakti baráttu Grænlendinga fyrir heimastjorn og þróun mála heimafyrir hjá þeim og í sam- skiptum við Dani. Fyrstu kosn- ingar til grænlenzka þinsins hefðu farið fram á sl. ári, fjórir stjórn- málaflokkar hefðu boðið fram en aðeins tveir fengið þingfulltrúa kjörna. Landsstjórn er skipuð fimm mönnum og standa báðir þingflokkarnir að henni. Matthías sagði að árið 1982 væru 1000 ár liðin frá fyrstu för Eiríks rauða til Grænlands. Full ástæða er til, sagði hann, að minnast þessa afmælis og hins merka þjóðfélags íslendinga á Grænlandi næstu aldir eftir fund landsins. Það verður bezt gert með því að stórauka samskipti milli þessara grannþjóða og láta í té alla þá aðstoð, sem við getum, til að hjálpa Grænlendingum til að byggja upp þjóðfélag sitt. Græn- lendingar eru nú að hefja sjálfs- stjórn, sem við þurftum sjálfir að berjast fyrir á sínum tíma, og við kunnum að hafa þá reynslu og þekkingu, sem þeim má koma að gagni. Frumvarpið gerir ráð fyrir því Matthias Bjarnason að ríkissjóður leggi 75 m. kr. á ári, þrjú næstu ár, í Grænlandssjóð. Hækki gengi danskrar krónu gagnvart íslenzkri hækki framlag í sjóðinn samsvarandi. Auk þessa er ætlazt til að sjóðsstjórn leiti eftir framlögum frá fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum, enda vaxandi áhugi hérlendis á málefnum Grænlendinga. Matthías Bjarnason sagði að Grænlendingar og íslendingar ættu víðáttumikið hafsvæði sam- an, sem knýi þjóðirnar til aukinn- ar samvinnu til að vernda sameig- inlega lífshagsmuni, fiskistofn- ana. Sú uppbygging, sem fram- undan er í Grænlandi, hljóti og að geta nýtt þá þekkingu og tækni- aðstöðu, sem ýmis íslenzk fyrir- tæki hafi yfir að ráða. Sameigin- legir hagsmunir séu því marg- þættir, þegar mál séu gaumgæfð. Matthías sagði að þetta frum- varp væri ekki flokkspólitískt. Flutningsmenn eru úr öllum þing- flokkum. En við skulum minnast fyrrgreinds afmælis af vináttu og rausn í garð góðra granna, sem standa nú í líkum sporum og við á sinni tíð, er íslendingar fengu heimastjórn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.