Morgunblaðið - 11.11.1980, Side 34

Morgunblaðið - 11.11.1980, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 „Þyngdaraflið í ríkisstjórninni44: Lofaði lækkun söluskatts, stöð- ugu gengi og kaupmáttarauka að ógleymdum auknum þorsk- og loðnuafla - sagði Matthías Bjarnason á Alþingi Matthías Bjarnason (S) vók að því í umræðu um 200% hækkun oliugjalda til fiskiskipa. framhjá skiptaverðmæti. að Steinurímur Ilermannsson. sjávarútvetísráð- herra. hefði haldið því fram í ræðu á Alþingi 31. marz sl., „að finna eÍKÍ aðrar leiðir í samhandi við þennan oiíukostnað". Ráðherra hafði þá vísað til umra-ðna ok huKmvnda um Kreiðsiu olíu af óskiptu. en þó þannÍK. að Kreitt verði fyrir ákveðinn lítrafjolda. þannÍK að sveiflur valdi ekki rósk- un á fiskverði til skipta. Ráðherra beitti sér fyrir lækkun þessa Kjalds í marzmánuði. sem þá kom útKerð- inni mjóK illa. ok á sinn þátt í skuldastóðu hennar nú. Nú mælir hann fyrir þrefóidun olíuKjaldsins, án samráðs við sjómenn. þrátt fvrir óll samráðsfyrirheit. bæði í OlafslóKum. stjórnarsáttmála ok háværum ráðherrayfirlýsinKum. Matthías saKði. að því áfalli. sem olíuverðsþróunin væri sjávarutveK- inum. ætti að mæta af íandsmonn- um ollum. ok væri hann reiðnhúinn til samráðs við stjórnarliða um lciðir að því marki. Vanskil útgerðar Um rekstrarstöðu útRerðar í daR saRði Matthías: „Vanskil útKerðarinnar 1. okt. sl. við Byggðasjóð einan, afborgun og vextir, nema samtals 4.407 millj. kr„ og eru þá dráttarvextir ekki meðtaldir; og af þessum vanskilum eru vanskil vegna fiskiskipa 2.820 milij. kr. og vegna fiskvinnslunnar 874 millj. kr.. eða nákva-mlega 3.700 millj.. sem eru vanskil sjávar- útvegsins við Byggðasjóð. Vanskil útgerðarinnar við Fisk- veiðasjóð voru samkv. upplýsingum frá 17. ágúst, og vafalaust hafa þau hækkað verulega síðan, 7.331 millj. kr. Það eru uppgreidd vanskil, afborganir og vextir, en án drátt- arvaxta, og hjá fiskvinnslunni nema þessi vanskil á sama tíma 1.093 Fjárlaga- frumvarpið: Framkvæmd- ir minnka - ríkisútgjöld aukast Það er rangt hjá fjármálaráð- herra, Ragnari Arnalds, að ríkis- útgjðld aukizt ekki í hlutfalli af þjóðarframleiðslu, sagði Þor- valdur Garðar Kristjánsson, í fjárlagaumræðu sl. fimmtudag. Blekking ráðherra felst í því, að hann reiknar hlutfallið út frá summu rekstrar- og fjárfest- ingarútgjalda ríkisins. Ef hann tæki aðeins rekstrarútgjöldin, kæmi í Ijós, að þau stórhækka í hlutfalli af þjóðarframleiðslu. Hinsvegar eru framkvæmdir þess opinbera dregnar stórlega saman. Árið 1975 námu fjárfest- ingarútgjöld 25% af ríkisútgjöld- um en samkvæmt fjárlagafrum- varpi Ragnars Arnalds nema þau aðeins 16,6%. Framkvæmdir minnka, en rekstrarkostnaður vex. Sú hefur þróunin orðið. Þegar við tölum hins vegar um of mikil ríkisumsvif, erum við ekki að tala um fjárfestingarfram- kvæmdir, a.m.k. ekki fyrst og fremst, heldur rekstrarkostnað ríkisbáknsins, og þá stórauknu skattheimtu, sem fylgt hefur, og rýrt ráðstöfunartekjur almenn- ings. millj. kr. Olíuskuldir útvegsins nema um 13 milljörðum kr. Þá eru ótaldar skuldir við banka, allar skuldirnar við þjónustufyrirtækin, staða útgerðar og fiskvinnslu er því verri nú en hún hefur verið um langt árabil." Þessa stöðu er vert að skoða í samhengi við öll fögru orðin um nýja stefnu í málefnum sjávarút- vegs, sem stjórnarsáttmáli og yfir- lýsingar ráðherra geyma, en gufað hafa upp í skóla reynslunnar. Atvinnumála- stefna Alþýðu- bandalagsins Matthías Bjarnason rakti síðan „atvinnumálastefnu" Alþýðubanda- lagsins, sem m.a. fjallaði um „þróun sjávarútvegs" næstu 5—10 árin. Þar sé berum orðum talað um að auka loðnuveiðar sem allra fyrst „úr 700 þúsund tonnum í 1 milljón tonna á ári“. Þeir hafa aldrei skorið stefnu- miðin við nögl, þeir alþýðubanda- lagsmenn. Og jafnframt átti að tvöfalda botnfiskaflann, eftir því sem vöxtur fiskstofna leyfði, þ.e. úr rúmnm 400.000 tonnum í 850.000 tonn. Ég held, að „gáfumannadeild- in“, sem virðist á annarri vetrar- braut en fólk við sjósókn og fisk- vinnslu, hafi gengið frá þessari stefnuskrá. Síðan segir, að „ríkisvaldinu beri að tryggja sjómönnum þau kjör“, að „starf þeirra verði ávallt eftirsókn- arvert". Hvenær sem Alþýðubanda- lag hefur átt aðild að ríkisstjórn, hafa kjör sjómanna, miðað við kauptaxta í landi, rýrnað hlutfails- lega, og þreföldun olíuverðs, fram- hjá skiptaverði, og án lofaðs sam- ráðs við sjómenn, talar sínu máli um framkvæmdina. Minn gamli kennari, Guðmundur Hagalín, sagði, þegar honum þótti menn lofa miklu og svíkja stórt: O, sveiattan! Þau orð hæfa vel framkvæmdinni á stefnumálum Alþýðubandalagsins. Og ég er hræddur um, að sjávar- útvegsráðherra fengi einhvers stað- ar á baukinn, ef hann hygðist láta veiða 850.000 tonn af botnfiski á næsta ári, eða fara upp í milljón tonnin af loðnunni. Nei, það er ekki nema fyrir hraustasta fólkið að vera í flokki eins og Alþýðubandalaginu og fylgja fötum. „Þyngdaraflið í ríkisstjórninni“ I stjórnarsáttmála núverandi rík- isstjórnar segir: „Beitt verði aðhaldi í gengismálum ...“ Og þyngdaraflið í ríkisstjórninni, Alþýðubandalagið, sagði í kosningastefnuskrá 1978: „Stefnt skal að stöðugleika í geng- isskráningu, enda er það forsenda raunhæfra rekstrar- og fjárfest- ingaráætlana í öllum greinum at- vinnulífsins", hvorki meira né minna. Og ennfremur segir í stefnu- skránni, svona til áréttingar: „Stuðlað sé að sem stöðugustu gengi íslenzku krónunnar, og horfið af braut gengisstefnunnar, sem ríkt hefur í gjaldeyrismálum að undan- förnu“. Og efndirnar? Þegar vinstri stjórnin var mynduð 1978, var Bandaríkjadalur virtur á 260 ís- lenzkar krónur. En nú, 31. október 1980, þarf 560 krónur til að mæta dalnum. Heildarhækkun á Banda- ríkjadal, frá því að Alþýðubanda- lagið „hvarf frá“ gengislækkunar- stefnu og tók að treysta krónuna, er hvorki meira né minna en 113,9% og 135,3%, ef miðað er við ferðamanna- gjaldeyri. Svo rösklega hefur Al- þýðubandalagið riðið í hlað „fullra efnda" á stefnu sinni í gengismál- um. Verðrýrnun peninga og stefna Alþýðu- bandalagsins Stefna Alþýðubandalagsins í Matthías Bjarnason. verðbólgumálum, eins og hún var túlkuð fyrir kjósendum 1978, var svohljóðandi: „VerðbolKan hefur um árahil verið helsta Kr('»ðamyndunaraðferð islenskra fjáraflamanna ok flytur stóðugt fjármuni frá allri alþýðu til verðbólKuhraskara. VerðbólKan fer eldi um fjárfestinKasjóði lands- manna og hvers konar trygKÍnga- sjóði alþýðu, svo eigið fé þeirra rýrnar verulega á ári hverju. Verðrýrnun peninganna ýtir undir fjárfestingarkapphlaup ok stuðlar að óarðbærri fjárfestingu í stórum stíl, ekki síst á sviði verzlunar og viðskipta.“ Þetta voru stór orð. En hvert hefur framhaldið verið? Hér að framan sýndi ég fram á það, mælt á mælikvarða verðgildis íslenzkrar krónu. En Alþýðubandalagið ætlaði að vinna bug á verðbólgunni með sínum ráðum. Ein aðferðin átti að vera „veruleg lækkun söluskatts"! Komnir í ráðherrastóla hafa ráð- herrar flokksins stórhækkað sölu- skattinn, ekki einu sinni, heldur í tvígang, til að taka af allan vafa um trúfesti við orð og eiða. Önnur aðferðin var sparnaður í ríkis- rekstri. Fjárlagahækkanir fjár- málaráðherra flokksins bera efnd- unum vitni — sem og hækkun beinna og óbeinna skatta, sem haft hafa sín áhrif á kaupmáttinn. Og síðast en ekki sízt átti að lækka verzlunarálagninguna, væntanlega til að friða Guðrúnu Helgadóttur. Alþýðubandalagið ætlaði að lækka söluskatt um 7 stig, en það hækkaði hann um tvö plús eitt og hálft stig. Að vísu var söluskattur afnuminn af örfáum matvöruteg- undum, svona til að sýnast, en vöruverðinu náð meira en upp aftur, sem og skatttekjum ríkissjóðs, með stórhækkuðum vörugjöldum. Og þjóðin þekkir verðþróunina í tíð fyrrverandi verðlagsmálaráðherra, Svavars Gestssonar, og núverandi fjármálaráðherra, Ragnars Arn- alds. Sé þetta Alþýðubandalagstímabil borið saman við stöðugleika í efna- hagslífi og verðþróun 1959—71, á viðreisnarárum, þegar verðþróun fór aldrei á 12 ára tímabili yfir 10%, má glöggt sjá mismun, sem gjarnan mætti vera fólki leiðarljós. Loks rakti Matthías þann árangur 1974—1977, að ná verðbólgu niður úr 54% í 26%, „sólstöðusamninga", sem sprengdu verðbólguna upp á ný, febrúarlög 1978 til að koma við verðbólguhömlum, afstöðu Alþýðu- bandalags og forkólfa þess í laun- þegahreyfingu til þeirrar viðleitni, þ.e. ólögleg verkföll og útflutnings- bann, sem brutu á bak aftur verð- bólguhömlurnar. Nú sitja þeir í súpunni og framundan er holskeflan 1. desember. Hvað gera Alþýðu- bandalagsráðherrarnir þá? Muna menn „samningana í gildi“ og álíka slagorð? Þorvaldur Garðar: Höfuðstóll Orkusjóðs nei- kvæður um f imm milljarða Hver er stjórnarstefnan í þeim viðfangsefnum sem Orkusjóður á að sinna? Orkuráð lagði til, að undangeng- inni ítarlegri og sérlræðilegri at- hugun. að veittir yrðu á fjárlöguni næsta ár 3.2 milljarðar króna til styrktar dreifikerfi raforku í strjálbýli. Þessi fjárha'ð var miðuð við 8 ára framkvæmdaáætlun. Hæstvirtur fjármálaráðherra, flokksbróðir orkumálaráðherrans, Sker þessa fjárveitingu niður um 50%. Þetta er stefna stjórnvalda gagnvart þeim landshlutum sem mest þurfa að nota af innfluttri orku, þ.e. olíu; og alþjóð veit, hvað verðþróun hennar og óbreytt notkun þýðir fyrir almenning og viðskipta- stöðu þjóðarbúsins út á við. Annað mál er sveitarafvæðingin. Ekki stórt mál á mælikvarða ríkis- fjármálanna, en mikilvægt byggða- og jafnréttismál engu að síður. Þar eru aðeins eftir um eða innan við 30 bæir ótengdir við samveitukerfið. Orkuráð gerði tillögu um að Ijúka þessu verkefni 1981. Það átti að kosta 800 m. kr., auk heimtauga í gamlar orkuveitur, 400 m. kr., sam- tals 1200 m. kr. Þessi fjárhæð er skorin niður um meira en helming, eða í 400 m. kr. — Þetta þýðir í raun, að lítið sem ekkert verður hægt að gera í þessari framkvæmd. Og hvernig h'efur verið farið með Orkusjóð, sem svo mikilvægu hlut- verki gegnir? Honum hefur verið gert á undanförnum árum að taka lán með fáanlegum vaxtakjörum og að afhenda sem „óafturkræft fram- lag“ meginhluta af því, sem til sveitarafvæðingar og styrkingar á dreifikerfi fór á sl. ári. Með þsssu er verið að grafa undan Orkusjóði. I árslok 1979 var Orkusjóður kominn niður í neikvæðan höfuðstói, yfir 5 milljarða króna. Vita fjármálaráð- herra eða orkuráðherra ekkert um að einn þýðingarmesti fjárfest- Þorvaldur Garðar Kristjánsson ingasjóður landsmanna hefur slíka neikvæða stöðu? Hver vérða við- brögð stjórnvalda? Hver er stefna ráðherrans í málefnum Orkusjóðs og þeim viðfangsefnum, sem hann á að sinna? Það kemur betur í ljós við afgreiðslu þessa fjárlagafrumvarps. Enn eykst skattheimtan: 1% kaupmáttarrýrnun á hverjum ríkisstjórnarmánuði Matthias Á. Mathiesen - sagði Matthías Á. Mathiesen Það er einkennandi fyrir fjár- lagafrumvarpið, sagði Matthias Á. Mathiescn i fjárlagaumræðu, að rekstrargjöld hækka yfir 60%, cða meira en svarar verðlagshækkun- um milli ára, en framkvæmdalið- irnir aðeins um 30%. Framlög til almennra íbúðabygginga eru stór- lega lækkuð eða færð yfir á „félags- legar bygKÍngar", án þess að nokk- ur Krein sé gerð fyrir því, hvernig fjármagna á hið almenna húsnæð- ismálakerfi. Ef litið er á tekjuhliðina, er gert ráð fyrir að halda öllum vinstri stjórnar sköttunum sem bættust í skattaflóruna 1979 og 1980 áfram, auk þess sem skattabyrðin verður enn þyngd um 10 til 15 milljarða króna með því að láta skattvísitölu ekki halda í við verðbreytingar í landinu. Hér er því ekki stefnt til efnda á þeim orðum forsætisráð- herra, þegar hann hafnaði mögu- leikanum á skattalækkun 1980, en það mætti gera að einhverju leyti á árinu 1981. Verðlags- og skattaþróun hefur valdið því, að kaupmáttur hefur rýrnað um 1% á hverjum mánuði sem núverandi ríkisstjórn hefur setið, enda hefur „jöfnuður ríkis- sjóðs“ náðst, að sögn fjármálaráð- herra, vegna þess að tekjur hans, þ.e. skattheimtan, hefur hækkað mun meira en sem nemur verðlags- þróun á sama tíma. Þessi kaupmátt- arrýrnun virðist eini „niðurtaln- ingar“-árangur ríkisstjórnarinnar á 10 mánaða ferli. Hinsvegar vex verðbólgan og rekstrarútgjöld ríkis- sjóðs aukast um 183 milljarða króna, eða 53,4%, milli ára.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.