Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.11.1980, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 Mótunartími unglings Ólafur Gunnarsson: UÓSTOLLUR. Iðunn 1980. Ljóstollur er verðugt framhald þeirrar á margan hátt markverðu skáldsögðu sem Ólafur Gunnars- son sendi frá sér fyrir tveim árum: Milljón prósent menn. Með fram- haldi er átt við höfundarþroska sem Ljóstollur er til vitnis um. Bækurnar eru að vísu innbyrðis tengdar, en hvor um sig sjálfstætt listaverk. Ólafur Gunnarsson er gæddur ríkri frásagnargáfu sem er um margt óvenjuleg. Hann hefur yndi ólafur Gunnarsson af að segja lesandanum frá fólki sem er sérkennilegt eða lendir í ævintýrum. Frásögnin er án mála- lenginga og heimspekilegra þanka. Ólafur fellur hvergi í þá gryfju alvisku sem sumir samtímahöf- undar eru veikir fyrir og hamast við að leiðbeina lesendum sem að þeirra viti eru náttúrlega heimsk- ari en Rithöfundurinn með stórum staf. Með þessari lýsingu er reynt að koma orðum að því að skáldsögur Ólafs Gunnarssonar séu skemmti- legar aflestrar. En þær eru líka vel og skipulega skrifaðar, einkum Ljóstollur sem að minni hyggju er með heilsteyptari sögum sem komið hafa frá ungum íslenskum Leiðrétting FRAMKVÆMDASTJÓRI íscargo, Kristinn Finnbogason, bað Mbl. að koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttar í gær um væntanleg flugvélakaup fyrirtækisins: Að fengnum upplýsingum frá Boeing verksmiðjunum ákvað Iscargo að kaupa ekki B—737 þotu, en flugþol hcnnar er 1250 mílur og vegalengd nilli íslands og Ilollands 1140 nílur. Tclur Iseargo þotu af þess- gerð því ekki henta á þessari ideið 1 g ákvað að snúa sér að irri 'I. Það sé ekki staðhæf- verk iðjanna ,.ð vélin hæfi ). n aftsla-'ium: eins og í fr heldur ■rð. argo >ki kkjur í í juðbergi... : \D slæddust nokkrar prentvill- í samtal Mbl. við Guðberg Ik rgsson sl. sunnudag: ...einsog mannæta skæri stykki úr holdi sínu og æti það“ varð „eins og mannæta skæri stykki úr holdi mínu og æti það“; „)>að nær ekki vitsmunum, það nær ekki sköpun“ varð „það nær ekki vitsmunum, það nær ekki sköpum“; „Af hverju þýðirðu ekki eitthvað ferskara" varð „Af hverju þýðirðu ekkert ferskara". Ennfremur urðu nokkrar minniháttar prentvillur, og aug- ljósar. höfundi lengi. Með Ljóstolli er Ólafur Gunnarsson orðinn einn þeirra höfunda sem menn hljóta að verða mjög forvitnir um. Ljóstollur sver sig í ætt Reykja- víkurlýsinga í skáldsögum. Sagt er frá Stefáni, unglingi sem vinnur í timburverksmiðju þar sem faðir hans er verkstjóri. Það er einkum samskiptum Stefáns við vinnufé- lagana sem lýst er en einnig heimilislífi hans. Móðir Stefáns liggur fyrir dauðanum á spítala, systirin Helga sér um heimilið og við sögu koma Tommi, maður hennar, Svavar, móðurbróðir Stef- áns og fleiri. í upphafi sögunnar Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON kynnumst við kvíðafullum ungl- ingi sem veit að hans bíður ekkert sældarlíf í verksmiðjunni. Það kemur líka á daginn að hann fær að reyna margt og verður mikið á sig að leggja til að hopa ekki af hólmi. Kallarnir í verksmiðjunni eru nefndir nöfnum eins og Meistar- inn, Hangikjötið og Hálfvitinn. Þeir gera það sér til dægrastytt- ingar að níðast hver á öðrum með alls kyns uppátækjum og hrekkj- um og orðbragðið er ekki beinlínis það sem notað er í stássstofum. Einkum eru kynferðismálin þeim ofarlega í huga. Stefán, sem er á því skeiði þegar flest snýst um kynlíf verður auðveldur skot- spónn. Þegar hann er ekki að hlusta á masið í köllunum dreymir hann vakandi og sofandi um ofsafengið ástalíf og stundar sjálfsfróun. Helga systir hans vekur löngun hans og hann verður vitni að því að hún er beitt kynferðislegu ofbeldi. Hann kynn- ist nýjum starfsmanni í verk- smiðjunni, Sveitamanninum, sem gerist afreksmaður í íþróttum. Þau kynni verða til þess að Stefán fær áhuga á íþróttum, en leiðir þeirra vina skilja þegar Sveita- maðurinn er kominn innundir hjá kvenþjóðinni og hefur ekki tíma til að umgangast vin sinn. Siggi- Súpermann fer að vinna í verk- smiðjunni, verður um skeið vinur Stefáns en skortir þrek til að lifa í hinum kaldrifjaða heimi vinnufé- laganna í timbrinu og bugast algjörlega. Stefán aftur á móti samlagast smám saman umhverf- inu og sigrast á minnimáttar- kenndinni. Ljóstollur greinir þannig frá þeim mótunartíma sem unglingar þurfa að ganga í gegn- um til að teljast fullgildir menn. Ekki er reynsla allra jafn mis- kunnarlaus og hjá Stefáni, en margir geta greint frá hliðstæð- um. Liklega finna einhverjir lesend- ur að því að hofunduriun sé um of nærgöngull við persónur sínar, einkum furðu bersögull hvað varð- ar þanka Stefáns um sína nán- ustu. Það má vel vera að sagan sé ýkjukennd að mati sumra, en gæta verður þess að Ólafur Gunnarsson er ekki að draga upp fegraða mynd mannlífsins heldur freistar hann þess að kafa dýpra en almennt gerist og svífst þá einsk- is. Mestu skiptir að Ólafi Gunn- arssyni hefur tekist með Ljóstolli að sýna hugarheim unglings eins og hann getur svo sannarlega verið og gerir það af listrænum þrótti í mjög læsilegri skáldsögu. Reykjavíkurlýsingin er að sama skapi trúverðug. Eitt skýrasta dæmið er eltingarleikur Stefáns við einn mannanna sem svivirti systur hans. Bðkmenntlr eftir ÆVAR R. KVARAN Gunnar Dal: GÚRÚ GÓVINDA, skáldsaga. Útg.: Víkur- útgáfan, 1980. „Ekkert val í lífinu kemst undan áhrifum þess hverjum augum per- sónuleikinn lítur örlög sín og dauða. Þegar allt kemur til alls er það skilningur okkar á dauðanum, sem ákveður svörin við öllum þeim spurningum sem lífið leggur fyrir okkur. Af þessu leiðir nauðsyn þess að búa sig undir hann.“ Svo mælti Dag Hammarskjöld, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Ef hann hefði talið að dauðinn væri endir alls, hefðu þessi orð hans verið óþörf. Öll stöndum við í mikilli þakk- arskuld við læknavísindin sem sífellt berjast við að finna upp ný lyf gegn hættulegum sjúkdómum og lengja þannig líf okkar. Ennþá kenna þessi merku vísindi þó, að einstaklingurinn hætti að vera til þegar hann deyr. Það gr ömurleg hugsun, þó ekki nema frá því sjónarmiði, að þá er heldur ekkert réttlæti til í tilveru mannsins. Og hætt er við, að það sé einmitt þessi skoðun læknavísindanna sem hvetji ýmsa menn til þess að beita aðra hiklaust hinu hryllilegasta óréttlæti; sölsa undir sig eignir þeirra, beita l>á hvers konar ofbeldi og verða þeim jafnvel að bana. Þessir menn telja, að til reikningsskila komi aldrei, því dauðinn bindi hvorteðer endi á allt saman. En er nú þessi hættulega skoðun sannleikanum nnkvæm? Þótt undarlegt megi virðast eru það einmitt þeir sem eru að deyja sem skapa sterkustu andmælin gegn þessari kenningu læknisfræðinn- ar. Hvers verða menn varir þegar þeir deyja? Hvað sér hinn deyj- andi við lokin? Er dauðinn í skilningi hins deyjandi útþurrkun eða nýtt upphaf? Það skal fúslega viðurkennt að flestir sjúklingar virðast líða inní meðvitundarleysið án þess að verða varir við það. En svo eru bara aðrir sem eru bersýnilega með fullri vitund til loka og segjast „sjá“ inní það sem fyrir handan er og geta skýrt frá þessari reynslu sinni áður en þeir gefa upp öndina. Þetta fólk sér látna ættingja og vini. Það sér sumt mikilmenni trúarbragðanna. Það sér ójarðn- eskt umhverfi sem einkennist af birtu, fegurð og mjög sterkum litum. Og þessari reynslu fylgir algjör breyting til batnaðar á líðan viðkomandi. Þessum sýnum fylgja ró, friður, upphafning og trúarlegar tilfinn- ingar. Sjúklingarnir hljóta fagran dauða, þvert á móti hinni venju- legu deyfð, drunga og ömurleik sem almennt er búist við þegar fólk deyr. Það er einnig athyglis- vert um þá sem ekki sjá neinar sýnir, að þeir verða engu síður varir við þessa stórkostlega já- kvæðu breytingu á líðan sinni, sem meðal annars lýsir sér í því að Saf n og saga SAGNFRÆÐISTOFNUN Háskól- ans hefur nýverið sent frá sér þrjú smárit: Þjoðskjalasafn íslands. Ágrip af sögu þess og yfirlit um heimilda- söfn þar heitir hið fyrsta og er eftir Sigfús Hauk Andrésson skjalavörð. Skiptist það í þrettán kafla, auk heimildaskrár. Ritið er 88 blaðsíður, þéttprentaðar, mála- lengingar engar og því yfrið efni saman dregið. Höfundur er hnút- um kunnugastur í Þjóðskjalasafni og því manna dómbærastur á efnið. Fyrst gerir hann grein fyrir upphafi Þjóðskjalasafnsins og rekur sögu þess í stórum dráttum en útskýrir síðan hversu það er samsett, hvaðan því berast aðföng og hverju því þer að taka við. Kveður hann þetta vera »í fyrsta sinn, sem út er gefið yfirlits- og leiðbeiningarit um Þjóðskjalasafn íslands í heild. En slík kynn- ingarrit þykja sjálfsögð víða er- lendis.* Eins og kunnugt er kreppir nú mjög að Þjóðskjalasafninu í Safnahúsinu gamla. Talað hefur verið um að safnið fái allt húsið til sinna nota jafnskjótt sem þjóðar- bókhlaðan fyrirhugaða rísi af grunni. En forráðamenn safnsins telja það skammgóðan vermi, safnið muni þegar þurfa stærra húsnæði ef það eigi að geta rækt hlutverk það sem því er ætlað. En nú er bygging þjóðarbókhlöðu ekki einu sinni í sjónmáli. »Það eru þess vegna,« segir Sigfús Haukur, »allar horfur á því, að hundrað ára afmæli Þjóðskjalasafnsins, 3. apríl 1982, líði án þess að það hafi jafnvel öðlazt þá bráðabirgðaúr- lausn á húsnæðisvanda sinum að fá allt Safnahúsið fyrir starfsemi sína.« Skrift, skjol og skjalasöfn. Ágrip af skjalfraði heitir annað ritið í ritröðinni, höfundur Svein- björn Rafnsson. Hann hefur und- anfarið kennt skjalfræði við Há- skólann og segir í formálsorðum: »Engin kennslubók eða fræðirit var til á íslensku um efnið og því lét ég fjölrita nokkur atriði til bráðabirgða.* Bók Sveinbjörns Rafnssonar er að flestu leyti byggð upp sem kennslubók. Þar eru hugtakaskýr- ingar, sérstakur kafli um skrift, annar um skjöl og þriðji um söfn — nauðsynleg handbók fyrir hvern þann sem hyggst nota (þó ekki sé nema lesa) gömul skjöl og handrit. Nokkur skriftarsýnishorn fylgja. Sveinbjörn upplýsir að »um og upp úr 1830 eru a.m.k. þrenns konar skrifletur kennd börnum hér á landi: settletur (gotneskt), kasthönd (latnesk) og fljótaskrift Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON (gotnesk)... Latínuskriftin varð síðar ofan á og fer varla á milli mála að þar átti ritið „Nýársgjöf handa Bornum frá Jóhanni Hall- dórssyni”, Kaupmannahöfn 1841, mikinn hlut að máli« Hinar eldri skriftargerðir eru svo frábrugðnar nútíma skrifletri að maður verður naumast læs á þær fyrr en eftir nokkra þjálfun. Þar að auki var stafsetning jafnan á reiki fyrr á öldum og alltént venilega öðruvísi en nú tíðkast sem torveldar lest urinn enn frekar. F>. * ðistörf með gömul frumgögn ;>• heimildum krefjast því fyrst alls lestrarkunii- áttu á gamlar leturgerðir. Sveinbjörn segir að »hjá sumum þjóðum er nýöld eða síðari aldir stundum kallaðar akta- eða málskjalatímabil« Ætli við Is- lendingar höfum aldeilis farið varhluta af því! Þriðja ritið í þessu Ritsafni Sagnfræðistofnunar er svo Sex ritgerðir um herstöðvamál eftir stúdenta í sagnfra'ði við heim- spekideild Háskóla íslands. Gunnar Karlsson getur þess í formála að ritgerðirnar hafi orðið »til í námskeiði í sagnfræði í heimspekideild Háskólans á vor- misseri 1979« Að mínum dómi eru ritgerðir þessar nokkuð misjafnar, bæði að heimildagildi og frágangi, sumar hlutlægar og vel frambæri- legar, aðrar nær því að vera dagblaðaefni, hugleiðingar um ástand á líðandi stund. Ég hygg að Þorsteinn Þórhallsson hitti nagl- ann á höfuðið í ritgerðinni Búnað- ur og tilgangur herstöðvarinnar er hann segir að »á sjötta ára- tugnum hafði herstöðin aðeins pólitískt gildi. Engin ógn stafaði af rauða hernum á N-Atlantshafi. Eftir 1960 hélt sovéski flotinn innreið sína suður á Atlantshaf frá flotastöðvum á Kolaskaga og í kjölfar hans könnunar- og eftir- litsflugvélar. Herstöðin í Keflavík gegnir miklu hlutverki í að fylgj- ast með þessum flota, ekki síst kjarnorkukafbátunum ... Ef bar- ist er um N-Atlantshafið þá er líka barist um ísland,« segir Þorsteinn. Hermál og varnarlið er hér enn stórpólitískt mál og eitthvert allra viðkvæmasta tilfinningamál í ís- lenskri pólitík síðasta aldarfjórð- unginn. Ekki er því við að búast að það sé allt orðið »saga« í þeim skilningi að heimildir liggi hvar- vetna á lausu og menn geti vegið það og metið hlutdrægnislaust eins og hverja aðra liðna tíð. Fátt nýtt kemur því fram í ritgerðum stúdentanna, enda varla við slíku að búast þar sem hér er nánast um æfingaverkefni að ræða. Ritstjóri Ritsafns Sagnfræði- stofnunar er Jón Guðnason. Hann segir að a'tlunin sé »að kennarar og stúdentar í sagnfræðj leggi til efni þessarar ritraðar, en jafn- framt var ákveðið að leita til annarra um efni, sem ávinningur væri að fá til birtingar.« Ritstjór- inn segir að ekki sé ætlunin að keppa við Sogu , ársrit Sogufélags heldur að prenta efni »sem Saga léti liggja hjá garði eða hefði ekki rúm fyrir.« Mér sýnist ritröðin fara af stað í samræmi við fyrirheit ritstjór- ans, efni það, sem birt hefur verið, er á þrengra sviði en ritgerðir þær, sem Saga birtir að jafnaði. Hér er semsé á ferðinni sérfræði- iegra efni fyrir takmarkaðri hóp fræðimanna, að minnsta kosti í tveim bókanna. Þetta er því tæp- ast efni fyrir hinn almenna les- anda. En almenningur hefur samt áhuga á að fylgjast með því sem fram fer í Háskólanum og því tel ég sjálfsagt að þessara rita sé að nokkru getið. Gunnar Dal Þessi bók er ekki reist á sandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.