Morgunblaðið - 11.11.1980, Side 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980
Faðir okkar +
ÞORDURSTEFÁNSSON
fró Vestmannaeyjum,
Skarphéöinsgötu 20, Reykjavík,
andaöist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 9. november.
Þóröur Þórðarson, Rut Þóröardóttir, Björn Þóröarson, Þóra Þóröardóttir, Ásta Þóröardóttir, Birna Þórðardóttir.
+
Móðir okkar,
GUDRÍÐUR ÞÓRÓLFSDÓTTIR,
Drápuhlíð 21,
lézt á Landakotsspítala laugardaginn 8. nóvember.
Sólrún Þorbjarnardóttir,
Rósa Björk Þorbjarnardóttir,
Ragnhildur Þorbjarnardóttir.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
LÁRA ANDRÉSDÓTTIR,
Míðvangi 17, Hafnarfiröi,
lést aö Hrafnistu í Reykjavík 9. nóvember.
Guóný Sæmundsdóttir,
Þuríöur Steingrímsdóttir, Jón Bjarnason,
Helga Steingrímsdóttir, Hallgrímur Pétursson,
Guðmundur Steingrímsson, Unnur Guðmundsdóttir.
+
Eiginkona mín,
HRAFNHILDUR SIGURÐARDÓTTIR,
lést þann 9. nóvember s.l. í sjúkrahúsi í Finspáng, Svíþjóð.
Jaröarförin auglýst síöar.
Guðmundur Ingvason.
+
Konan mín og móðir okkar,
ÓLÖF JÓNASDÓTTIR
frá ísafirði,
andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 9. nóvember.
Ingólfur Árnason og börn.
+
Móðir okkar,
INGIBJÖRG BJÖRNSDÓTTIR,
Noröurbrún 34,
áður Skúlagötu 70,
andaðist í Borgarspítalanum aö kvöldi 8. nóvember.
Börnin.
+
Bróöir okkar,
VIGGÓ HELGASON,
sölustjóri,
lézt í Borgarspítalanum aö morgni 8. nóvember.
Fyrir hönd okkar systkinanna.
Magnús Helgason.
Sonur minn,
HERMANN SVANUR SIGURÐSSON,
lést af slysförum þann 9. þ.m.
María Óskarsdóttir.
+
Systir mín,
JÓHANNA ÍSLEIFSDÓTTIR,
sem lést á Elliheimilinu Grund 6. nóvember, veröur jarösett frá
Dómkirkjunni fimmtudaginn 13. nóvember kl. 13.30.
Fyrir hönd aöstandenda.
Marta í. Ólafsdóttir,
Starhaga 16.
Minning:
María Guðmunds
dóttir Creighton
Fædd 9. mars 1943.
Dáin 25. októbcr 1980.
I dag verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni vinkona mín, María
Guðmundsdóttir Creighton.
Svo óvænt og skyndilega bar
dauða hennar að, vegna sjúkdóms,
að það tók mig langan tíma að
átta mig á hvað hafði raunveru-
lega gerst.
Hvernig átti nokkrum okkar að
detta í hug, fyrir ári síðan, þegar
María fór aftur til Bandaríkjanna,
eftir að vera búin að vera hér
heima hjá fjölskyldu sinni, að hún
yrði ekki meðal okkar ári síðar,
hún var aðeins 37 ára gömul, í
blóma lífsins.
María giftist Timothy David
Creighton 6. maí 1972 og fluttust
þau hjónin til Bandaríkjanna það
sama ár. Það sem mér þótti alltaf
vænst um, var að í þau skipti sem
María kom til landsins í heim-
sókn, hitti ég alltaf þá sömu góðu
og vönduðu Maríu, sem hafði verið
mín æskuvinkona. Árin höfðu þar
engu breytt.
Þá koma upp í huga mér ýmis
atvik úr bernsku, t.d. hve María
var mikið fyrir dýr, og eins hve
alltaf var þægilegt að koma inn á
heimili hennar, þar sem öllum
vinum var tekið opnum örmum,
því hlýlegri fjölskyldu er varla
hægt að hugsa sér.
Eiginmanni, móður, systur og
vandamönnum, votta ég samúð
mína, þegar við í dag kveðjum
Maríu hinstu kveðju.
Oddný Björgvinsdóttir.
María Guðmundsdóttir Creight-
on er borin til moldar í dag. Hún
dó ung vestur í Bandaríkjunum
eftir stutta en stríða baráttu við
+
Konan mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
JÓSEFÍNA JÓHANNSDÓTTIR,
Steinageröi 3,
lést aö morgni 8. nóvember í Landakotsspítala.
Kristján H. Guömundsson,
Alfreö Kristjánsson, Ásbjörg Jónsdóttir,
Aöalheiöur Kristjánsdóttir, Valgeir Lárusson,
Anna Kristjánsdóttir, Helgi Veturliöason,
Bjarney Kristjánsdóttir, Örn Helgason,
Jónína Kristjánsdóttir, Jón Ásgeir Jónsson,
og barnabörn.
+ Móöir okkar og tengdamóöir.
KRISTBJÖRG SIGURDARDOTTIR,
Langageröi 100,
éöur húsfreyja Lambhúshóli,
Vestur-Eyjafjöllum,
andaöist í Borgarspítalanum 8. nóvember.
Þóröur Guönason, Inga Á. Eiríksdóttir,
Hjélmrún Guönadóttír, Andrés Guömundsson,
María Guönadóttir, Valtýr Sasmundsson,
Magnús Guönason, Svava Ingimundardóttir, '
Guöbjörg Guónadóttir, Gestur Magnússon
+
Eiglnmaöur minn og faöir okkar,
ÞÓRÐUR BJARNASON,
vörubifreiöastjóri,
Strandgötu 81, Hafnarfiröi,
veröur jarösunginn frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi í dag, þriöjudag
kl 3.
Sigríöur Ketilsdóttir
og börn.
+
Eiginkona mín, dóttir og systir,
MARÍA GUDMUNDSDOTTIR CREIGHTON,
Shreveport, Louisiana,
áöur til heimilis aö Starhaga 14,
veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, þriöjudaginn 11. nóvember
n.k. kl. 13.30.
Timothy David Creighton,
Helga Eiríksdóttir, Ingibjörg R. Guömundsdóttir.
+
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
ODDNÝ ÁSGEIRSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Fríkirkjunni, miövikudaginn 12. nóvember kl.
13.30.
Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Samtök
sykursjúkra.
Asgeröur Sófusdóttir,
Stefanía Sófuadóttir,
Árni Sófusson,
Höröur Sófusson,
Jóhann Sófusaon,
Guöjón Pálaaon,
Jón Guömundsson,
Edda Ólafsdóttir,
Geirlaug Karlsdóttir,
Vala Jakobsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn
banvænan sjúkdóm. í dag stönd-
um við, vinir hennar, ásamt fjöl-
skyldu, á grafarbarminum og
spyrjum: Hvers vegna var þetta
ljós slökkt svo snemma? Svarið
berst okkur með vindinum, jafn
óræð gáta sem fyrr, og enginn má
sköpun renna.
Við fylgjum Maríu til grafar í
dag með sorg og trega í hjarta.
Tíminn mun þó lina harminn og
við varðveitum minningu um góða
stúlku. í mínum huga uppeldis-
systur og leikfélaga; vin. Þetta eru
fallegar endurminningar, með
ívafi af benskubrekum og ærslum,
en umfram allt minningar um
sólskin, æskugleði og vináttu.
Ég man ekki fyrr eftir mér en
Maju. Frá því við vorum lítil börn
fram á fullorðinsár bjuggu fjöl-
skyldur okkar í sama húsinu. Þar
bundust þær þeim vináttuböndum
sem æ síðan hafa baldið, án
bresta, og raunar styrkst í sífellu.
Því fylgja þessum línum kveðjur
og þakkir til Maríu frá sambýlis-
fólkinu í Starhaga 14 og ennfrem-
ur frá konu minni og börnum fyrir
vinarþel og umhyggju.
María fæddist 9. mars árið 1943,
eldri dóttir hjónanna Guðmundar
Jónssonar, starfsmanns Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og Helgu
Eiríksdóttur. Yngri dóttirin er
Ingibjörg Rannveig, starfsmaður
Flugleiða hf. Guðmundur lést í
umferðarslysi árið 1973. María
lauk stúdentsprófi frá Verslun-
arskóla íslands árið 1964 og hóf að
því búnu störf hjá Nóa, Hreini og
Síríusi hf. og vann þar lengst af
meðan hún var hér á íslandi. 6.
maí árið 1972 giftist hún banda-
rískum manni, Timothy David
Creighton frá Louisiana, og flutt-
ist með honum vestur um haf. Þau
bjuggu í Chreveport í Louisiana,
heimbæ Davids, þegar María
veiktist og lést hinn 25. október.
Þau voru barnlaus.
Á kveðjustundu í dag þökkum
við Maríu fyrir allt sem hún gaf
okkur á þeirri stuttu ævi sem
almættið úthlutaði henni. Jafn-
framt vottum við eiginmanni
hennar, móður og systur dýpstu
samúð.
Vilhelm G. Kristinsson.
Ungur má, en gamall skal.
í dag, þegar ég kveð í hinsta
sinn æskuvinkonu mína, Maríu
Guðmundsdóttur Creighton, er
mér efst í huga djúpur söknuður,
ásamt þakklæti til Guðs, fyrir
árin okkar öll, sem við vorum
hamingjusamar í námi, starfi og
leik. Vinskapur fjölskyldna okkar
hófst ekki með okkar vinskap,
heldur þróaðist hann frá ömmum
okkar og síðan mæðrum, sem í dag
meta hvor aðra að verðleikum með
sinni vináttu. María ólst upp á
góðu og afburða gestrisnu heimili
að Starhaga 14 hér í borg, dóttir
hjónanna Helgu Eiríksdóttur og
Guðmundar Jónssonar. Þau eign-
uðust tvær dætur, Maríu og Ingi-
björgu Rannveigu, sem hefur svo
sannarlega sýnt hve stórbrotin
hún er með umhyggju sinni og
dugnaði.
Á Starhaga bjuggu einnig for-
eldrar Helgu og bróðir.
Dauðinn barði fyrst að dyrum
árið 1963, þegar sú frábæra kona,
María eldri, lést og mun ég ávallt
minnast hennar með ást og virð-
ingu. Gleði, blandin trega aðskildi