Morgunblaðið - 11.11.1980, Page 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980
HÖGNI HREKKVÍSI
v/lf) FÍNGOM 'L- TQNM /Af- 'fÚHf 15KI
oó 50 feó AP LAOKOFaR^GA f "
Ast er...
aÖ gefa
gaum aÖ góöum
ráöum.
TM Reg U S. Pat. Off — all rights reserved
° 1979 Los Angeies Times Syndicate
Nú, símareikniniíurinn hefur
borist í daK. það er augljóst mál
•>
COSPER
3E?
©PIB
cortaMtcia
COSPER 847)
w
Ja ja, þá kemur klæðskerinn ukkar uk tekur af þér mál!
Þessar ófullkomnu líf-
verur finnast hvergi
Sóley Júnsdóttir, Akureyri,
skrifar:
„í Velvakanda hinn 30. okt.
skrifa þeir Finnur Lárusson og
Haraldur Ólafsson grein, sem þeir
nefna: „Hér sjáum við sönnun
fyrir þróun“. Þeir skrifa þessa
grein i tilefni af skrifum minum í
Velvakanda h. 23. okt. Sú grein
nefndist „Hvar sjáum við sönnun
fyrir þróun?“
Var aðoins að bcnda
á staðreyndir
Þessir ungu aðdáendur „frjálsr-
ar hugsunar" taka því ekkert
sérlega vel, að ég skuli leyfa mér
að gagnrýna þróunarkenninguna,
átrúnaðargoð þeirra, og ásaka mig
m.a. um „að úthúða þróunarkenn-
ingunni og hinum ágæta þætti
Davids Attenboroughs um „Lífið á
jörðunni". Ekki veit ég hvar þeir
sjá dæmi þess í greininni, mér
kom ekkert slíkt í hug, ég var
aðeins að benda á staðreyndir, en
það kalla þeir „fáránlegar rökleys-
ur“. Hins vegar komu þeir ekki
með neitt fullgilt svar við spurn-
ingu minni. Þeir virðast ekki hafa
skilið það sem ég var að berda á
(með rökum), að ef þróun væri
raunveruleg, ættu þessir stein-
gervingar, sem sýndir voru og
sagðir um 2 þúsund milljón ára
gamlir, að vera ófullkomnir. Þeir
segja í grein sinni „að með tíman-
um þróist tegundirnar til aukinn-
ar fjölbreytni og einstaklingarnar
verði sífellt flóknari að innri
gerð“. Þetta var einmitt það, sem
ég var að sýna fram á, með
staðreyndum, að hvergi sæjust
merki um. Þessar ófullkomnu
lífverur finnast hvergi.
Langt frá því að
vera einfalt mál
Það væri líka fróðlegt að fá að
heyra, hvernig slíkar lífverur eiga
að geta fjölgað sér. Ef þróun er
eðlislögmál, hvers vegna eru þá
hinar svokölluðu lægri tegundir
enn við lýði? Drengirnir telja það
„ofur eðlilegan og náttúrlegan
hlut“, hvernig fjölbreytileiki ein-
staklingsins ræðst. Þeir tala um
genin, arfberana, eins og j)etta
væri allt mjög einfalt mál. Eg vil
ráðleggja þeim að afla sér meiri
þekkingar á þessum sviðum. Þá
munu þeir vissulega komast á
aðra skoðun. Starfsemi mannslík-
amans er langt frá því að vera
einfait mál, þarna eru flókin ferli
að verki, einmitt það vitnar um
mikinn Skapara. Heimskinginn
segir í hjarta sínu: Enginn Guð! Ill
og andstyggileg er breytni þeirra.
Sálm. 14:1 og 53:2. Þetta er einmitt
það sem þróunarsinnar segja:
Enginn Guð, allt hefur þróast.
Miðaldamyrkur að
trúa á þróun
Þið skuluð ekki ímynda ykkur,
ungu drengir, að trúin á Guð og
orð Hans, Biblíuna, sem þið kallið
„mörg þúsund ára gamalt trúar-
rit“, tilheyri einhverju „miðalda-
myrkri". Það tilheyrir miklu
fremur miðaldamyrkri að trúa á
þróun, ósannaða kenningu, sem
ekki hefur neinar staðreyndir að
styðjast við. Umdeildar beinaleif-
ar tei ég tæpast til staðreynda.
Sóley Jónsdóttir
ímynduð þróun ein
af aðalröksemdunum
Mér finnst líka ástæða til að
vekja athygli á kenningu þróunar-
sinna um þroska mannsfóstursins
í móðurlífi, hún er alröng. Þeir
kenna að mannsfóstrið líkist dýra-
fóstri á fyrstu vikunum, jafnvel
fyrstu mánuðunum, og sýna teikn-
ingar (auðvitað falsaðar) til skýr-
ingar. Já, svo langt hafa þeir
gengið í þessum fölsunum, að þeir
segja að sex mánaða gamalt
mannsfóstur líkist fiski meir en
manni!!! sbr. Frumlífssöguna bls.
98—99. Þessi ímyndaða þróun
mannsfóstursins átti að vera ein
af aðalröksemdunum fyrir þróun.
Nú eru þessi rök að engu orðin,
þar sem nú er vitað að manns-
fóstrið ber fullkomna manns-
mynd, strax á fyrstu vikunum.
Hvenær má búst við leiðrétt-
ingu á þessum málum? Það er
alvarlegt mál að uppfræða æsk-
una á rangan hátt. Það er annars
undarlegt, hvað sumir eru áfjáðir
í að telja sig af öpum komna.“
„Hvenær var ég
fló á skinni?“
Þróunarkenningarmaðurinn
Apapabbi skrifar:
„Hvenær var ég fló á skinni?"
varð manninum að orði þegar
hann heyrði þróunarkenninguna
í sinni þróuðustu mynd. Gat það
verið að hann væri kominn af
einfrumungi sem einhvern tíma
í fyrndinni hefði orðið til í
sjónum, skriðið á land sem
þúsundfætla, misst allflesta fæt-
urna, orðið að apa og loks að
manni? Nei, þessu neitaði hann
að trúa. Hann neitaði jafnvel að
trúa því að einfrumungar gætu
orðið til án þess að skaparinn
kæmi þar nærri. En svo fór hann
að hugsa og hugsaði stíft. Af-
raksturinn varð ný og merk
kenning:
Darvins kenning della er
dæmalaus og öfug.
Apinn, hann kom út af þér,
ekki telst það göfugt.
Skyldleiki manns og apa
Þróun er til staðar en að
ákaflega litlu marki, enda þyrfti
jörðin að vera margfalt eldri en
hún er talin ef þróunin ætti að
vera slík sem áður hefur verið
haldið fram. Engar sannanir
liggja fyrir um breytingar úr
tegund í tegund þrátt fyrir ýmis
skilyrði sem ættu að auðvelda
slíkt. Samt er skyldleiki manns
og apa eins og fram kemur í
vísunni og byggist sú kenning á
fornri vitneskju og því sem enn
gerist meðal vor þó ekki nái slíkt
að þróast á sama hátt og áður.
Nokkrum tókst þó
að hjara
í fornöld báru menn börn sín
út ef þau voru að einhverju leyti
afbrigðileg. Stundum kom það
fyrir að afbrigðileikinn gerði
ekki vart við sig fyrr en barnið
fór að þroskast lítillega og oft
gerðist það að móðirin ól van-
skapning í leyni. Þegar þessir
vesalingar nutu ekki verndar
lengur var þeim útskúfað og þeir
hraktir á vergang sem varð
mörgum þeirra að aldurtila.
Nokkrum tókst þó að hjara, náðu
kynþroska og fjölguðu sér. Þann-
ig urðu bæði til heilbrigð
mannabörn og enn meiri van-
skapningar en foreldrarnir voru.
Úr vansköpnuðunum urðu til
apar en heilbrigðu börn van-
skapninganna mynduðu þá kyn-
þætti manna sem við þekkjum
nú.
Hvort sem líf þrífst á
jörðinni eður ei
Kenningu þessari ber venju-
legu kristnu fólki að taka með
varúð enda er hún sennilega að
öllu leyti röng þó hún sé marg-
falt líklegri fyrri þróunarkenn-
ingum og geti staðist sögulega
séð. Hins vegar er hún sett fram
sem umhugsunarefni fyrir
glórulitla þróunarsinna og guð-
lastandi unglinga sem ekki ættu
að fermast fyrr en þeir hafa
skipt um skoðun á almættinu
sem var, er og verður ávallt til
staðar hvort sem líf þrífst á
jörðinni eður ei.“