Morgunblaðið - 11.11.1980, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 11.11.1980, Qupperneq 48
Síminn á afgreióslunni er 83033 JH«r0unblAbi]> v-^-n BlðndunartMki StélvMkar ARABIA Hma"m~£L E)aðstofJNÍ Nýborgarhúsinu, Ármúla 23, aími 31310. ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1980 Húsavík: Kmilia. Barnaskattar hafa verið felldir niður Verkfall og verkbann við Hrauneyjarfoss 18. og 19. nóvember VERKALÝÐSFÉLAGIÐ RanKæin>{- ur ákvaA á sunnudaK að boða til verkfaiis á TunKnaársvæðinu, þ.e. við virkjunarstaðina við Sigöldu og Ilrauneyjarfoss frá og með 18. nóvember. Vinnuveitendasamband fsiands svaraði þessari verkfails- boðun i Kær með þvi að boða til verkhanns og samúðarverkbanns gagnvart öllum starfsmönnum fé- laKa VSÍ við framkvæmdir á virkj- unarsvæði Tungnaár. Sigurður Óskarsson, framkvæmda- stjóri Rangæings kvað tilkynningu um vinnustöðvun hafa verið afhenta vinnuveitendum í Rangárþingi á sunnudag, en VSÍ í gær. Einnig samþykkti félagsfundur Rangæings, sem haidinn var á sunnudag, að óska eftir viðræðum við ríkisstjórnina vegna yfirstandandi kjaradeilu fé- lagsins um raforkuverð og orkuverð almennt, en engin von væri til þess að fá vinnumarkað fyrir þá 222 félaga Rangæings á svæði félagsins með raforkuverð fimmfalt á við raforkuverð annars staðar. „Verði ekki fundin lausn á þessu vandamáli fyrir haustið 1981, er vá fyrir dyrum varðandi framfærslu þessa fólks,“ sagði Sigurður Óskarsson, sem sagði að hinn 3. nóvember hefði verkalýðs- félagið óskað eftir samvinnu við vinnuveitendur um samstöðu um að knýja fram lægra raforkuverð, en þeir hafi hafnað án viðhlítandi skýr- inga. Sigurður kvað engan setja upp og reka fyrirtæki við slíkar aðstæð- ur, senuríktu í Rangárþingi. Páll Ólafsson, staðarverkfræðing- ur Landsvirkjunar við Hrauneyjar- foss kvað Landsvirkjun ekki standa að verkbannsaðgerðum, heldur Verk- takasamband Islands, sem væri aðili að VSI. Ljóst væri að verkfallsað- gerðir Rangæings kæmu misjafnlega niður á verktökunum, þótt fram- kvæmdum í sumar hafi yfirleitt skilað vel. Verst kæmi verkfallið niður á Vatnsvirki, sem skila ætti sínu verki fyrir áramót, svo og á ítalska verktakafyrirtækinu Magrini Galileo. Rangæingur er að sögn Páls Ólafs- sonar aðili að heildarsamningi 19 landssambanda og verkalýðsfélaga innan ASI, sem gerður var í júní 1978, svokallaður Tungnaársamning- ur. Páll kvað samninga hafa hafizt í kjölfar heildarsamninga ASÍ og VSÍ og í viðræðunum við Rangæing hefði ekkert það komið upp á, sem samn- ingar hefðu strandað á. Beinist verkfallsboðunin fremur gegn ríkis- valdinu, en með henni vill félagið þrýsta á og vekja athygli á háu raforkuverði á félagssvæðinu. Sökum þess að verkfallið stöðvar matargerð í mötuneytum, geta aðrir starfshópar ekki haldið áfram vinnu sinni við virkjunarframkvæmdir. Páll kvaðst vonast til þess að deilan leystist áður en til vinnustöðvunar kæmi, enda væri virkjunin mikilvæg fyrir þjóð- ina alla. _ FIP boðar verk B/EJARRÁÐ Húsavíkur sam- þykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að fella niður svonefnda barna- skatta. þ.e. útsvar sem nýverið var lagt á börn og unglinga. Að sögn Katrinar Eymundsdóttur, forseta bæjarstjórnar Húsavikur, nemur heildarupphæð þessara gjalda um 749 þús. kr. og eiga um 30 einstaklingar hlut að máli. Katrín sagði að þar sem þessar álogur hefðu komið mjög seint og á óheppilegum tíma hefði verið sam- þykkt samhljóða að fella þær niður. Eins og komið hefur fram í fréttum, felldi sveitarstjórnin í Mosfellssveit niður þessar skatta- álögur fyrir skemmstu. Skattarnir eru álagðir vegna vinnu barna og unglinga sumarið 1979 og bárust þeim ekki álagningarseðlarnir fyrr en síðari hluta októbermánaðar. Þessi börn og unglingar eru velflest í skólum og þurfa þau að standa skil á greiðslunum fyrir áramót, þannig að í velflestum tilvikum leggst þetta ofan á greiðslubyrði fjölskyldna til viðbótar öðrum EFNAHAGSNEFND rikisstjórnar- innar sem Jón Ormur Halldórsson aðstoðarmaður forsætisráðherra veitti forstöðu hefur hafið störf að nýju, skv. upplýsingum sem Mbl. aflaði sér í gær. Jón Órmur staðfesti að upplýsingar þessar væru réttar og væri nefndinni ætlað að kanna ýmsa þætti efnahagsmála og útfæra fyrri kannanir hennar í ljósi núver- andi stöðu efnahagsmála. Þá mun ráðherranefndin, sem kjörin var si. gjöldum, sem fylgja þessum árs- tíma, s.s. eftirstöðvum skatta- greiðslna, kostnaði við jólahald o.fl. — Þá hefur Mbl. frétt, að fleiri bæjar- og sveitarfélög hafi haft mál þetta til meðferðar. sumar og I eiga sæti Gunnar Thor- oddsen. Steingrímur Ilermannsson og Svavar Gestsson, einnig hafa hafið störf að nýju og munu þessar tvær nefndir vinna sameiginlega að einhverju leyti. Nýgerðir kjarasamningar munu hafa sett nokkurt strik í áðurfengnar niðurstöður efnahagsnefndarinnar og mun ætlunin m.a. að endurskoða málið í Ijósi þess. bann 19. Sambandsstjórnarfundur Vinnu- veitendasamhands íslands ákvað í gær að grípa til verkbannsaðgerða gagnvart félagsmönnum bókagerð- arfélaganna þriggja, sem lK»ðað hafa verkfall frá og með 17. nóv- emher og Blaðamannafélagi ís- lands. Jafnframt var ákveðið að boða til samúðarverkhanns „gagn- vart öðrum starfsstéttum í þjónustu fyrirtækja innan Félags íslenzka prentiðnaðarins.“ Verkbannsað- gerðirnar koma til framkvæmdá frá og með 19. nóvember. Haraldur Sveinsson, formaður FÍP sagði í gær, að til þessara aðgerða nóv. væri gripið í nauðvörn. „Ef til vinnustöðvunar kemur, verða fyrir- tækin að létta af sér öllum kostnaði, sem mögulegt er, eigi að vera von til þess, að þau geti hafið starfsemi að nýju verkfalli loknu,“ sagði Har- aldur og bætti við, að vinnuveitend- ur hefðu trú á, að þessar aðgerðir þeirra geti flýtt fyrir lausn deilumál- anna, sem uppi væru. „Þessi verkbannsboðun er eins og blautur hanzki framan í blaðamenn," sagði Sigtryggur Sigtryggsson, for- maður samninganefndar Blaða- mannafélags íslands, „og hef ég trú á því, að félagsfundur, sem haldinn verður á morgun muni svara henni af fullri hörku.“ Sigtryggur kvað samn- ingaviðræður milli blaðamanna og viðsemjenda þeirra rétt komnar af stað og í síðustu viku hafi verið haldinn fyrsti sáttafundurinn í 3 mánuði. Þetta hefði verið óheyrilegur dráttur, en þar hefðu verið tekin fyrir atriði, sem óafgreidd hafi verið í samningunum í nóvember í fyrra. Hann kvað vel hafa miðað í því að finna lausn þessara mála í sérstakri undirnefnd, sem um þau fjallaði. „Fundi var nýlokið," sagði Sigtrygg- ur, „þegar verkbannsboðunin skall yfir. Eg lít á það sem stóralvarlegan hlut, þegar verkbanni er skellt á blaðamenn vegna deilu, sem þeir eiga engan hlut að. Þá vil ég benda á, að verkbann vinnuveitenda nær «ðeins til blaðamanna þriggja dagblaða, Morgunblaðsins, Dagblaðsins og Vís- is, sem eru aðilar að Vinnuveitenda- sambandinu. Okkur er hins vegar ekki kunnugt um það, hvort verk- bannsaðgerðum verður beitt af Tím- anum, Þjóðviljanum, Alþýðublaðinu og Helgarpóstinum. Jón Agústsson hjá Hinu íslenzka prentarafélagi sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ekkert yfir- vinnubann væri á vegum félagsins. Hins vegar kvaðst hann hafa heyrt, að á hinum einstöku vinnustöðum hafi félagsmenn bókagerðarfélag- anna, aðallega í bókbandi, ákveðið sjálfir, að þeir ynnu ekki yfirvinnu þá daga, sem eftir væru, þar til verkfallið skyili á, 17. nóvember. Geir Hallgrímsson um tillögur Tómasar: Reynslan sýnir, að hann fylg- ir ekki tillögum sínum fram „UM þessa hugmynd hef ég ekkert annað að segja en að þetta er endurtekning á upp- hrópunum Tómasar áður, sem venjulega hafa komið fram á þriggja mánaða fresti. Þa r eru ekki marktækar vegna þess að reynslan sýnir, að hann stendur ekki við það sem hann telur nauðsynlegt að gera. Það þarf aðeins eitt róandi orð frá þeim Alþýðubandalagsmönnum til þess að hann leggi sig á hina hliðina og bíði eftir þvi, að næstu þrír mánuðir líði,“ sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er Mbl. spurði hann i gær álits á þeim hugmyndum Tómasar Árnason- ar, viðskiptaráðherra, að fresta verðbóta- og verðlagshækkun- um 1. desember nk. „En ef taka skyldi þessi um- mæli alvarlega, þá er ljóst, að Framsóknarflokkurinn hefur skuldbundið sig til að bera slíkar fyrirætlanir undir Alþýðusam- bandsþing," sagði Geir. „Enginn var óþreyttari en Steingrímur Hermannsson fyrir kosningar fyrir tæpu ári að segja, að ekkert yrði gert í efnahagsmálum, án samþykkis verkalýðssamtak- anna. Framsóknarmenn gengju því á bak orða sinna, ef þeir stæðu að fyrirætlunum Tómasar Árnasonar án þess að ieggja þær fyrir Alþýðusambandsþingið. Spurning er því, hvort sagan endurtekur sig. Hermann Jóna- son fór fram á mánaðarfrest á greiðslu vísitöluuppbóta á laun að ákveðnu marki 1958 og gekk á fund ASÍ-þings þeirra erinda, en fór bónleiður til búðar. Þá hafði Hermann Jónasson karlmennsku til að segja af sér og tilkynna, sem satt var, að engin samstaða um úrræði væri innan þeirrar ríkisstjórnar. Hafa núverandi ráðherrar þennan kjark? Ekki þarf fleiri vitna við um að núverandi ríkisstjórn ber þann svip fyrri vinstri stjórna, að engin samstaða er þar um úr- ræði. í því skjóli skáka Alþýðu- bandalagsmenn samstarfsaðilj- um sínum, en sitja um leið á svikráðum við fylgismenn sína innan launþegasamtakanna. Al- þýðubandalagsmenn munu sitja í ríkisstjórn og skerða lífskjör launþega meðan þeir geta áfram tryRgt sér völd innan launþega- samtakanna. En ef fleiri teikn gerast eins og á þingi sjómanna- sambandsins, þá fer fyrst að fara um Álþýðubandalags- menn.“ Efnahags- og ráðherra- nef nd til starfa á ný

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.