Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÖVEMBER 1980 53 verður að leggja eyrun við því sem hún segir af því að það er einmitt að marka þessi skjótu viðbrögð hennar. Ég sá allar amerísku myndirnar hennar, að endurtökunni af „Inter- mezzo“ með Leslie Howard undan- skilinni. Um þær mundir var ég ungur kvikmyndastjóri og við vor- um allir dolfallnir yfir amerískum kvikmyndum og þeirri tækni, sem þar var beitt. Auðvitað eru sumar af þessum myndum engin meist- araverk, en mér er það minnisstætt að ævinlega var andlit hennar í brennidepli. Andlitið — litarhátt- urinn, augun, munnurinn — eink- um og sér í lagi munnurinn — þokkinn var afar sérstæður, hún hafði ólýsanlegan kynþokka. Þessi kynþokki var líkamsvextin- um óviðkomandi, hann stafaði úr andlitsdráttunum. Mér hefur alltaf þótt mikið til hennar koma sem leikkonu. Þegar við kynntumst var hún gift Lars Schmidt. Hún hafði verið að verzla í Stokkhólmi og við sátum á hótelherberginu þegar hún kom úr búðunum. Þetta var um vetur og hún kom inn, hlaðin pinklum, rjóð, geislandi, mjög kyn- þokkafull og mjög falleg. Ingrid: Á leiðinni frá flugvellin- um sagði ég Ingmar frá Roberto og því að hann hefði aldrei tekið í mál að ég ynni með öðrum leikstjórum, nema Jean Renoir, og hvernig ég hefði þurft að manna mig upp í það að tilkynna honum, síðast þegar fundum okkar bar saman, að ég væri í þann veginn að byrja á kvikmynd með Ingmar Bergman. Ég lýsti því fyrir Ingmar hvernig ég bjó mig undir að grípa fyrir eyrun, þegar hann springi, en í stað þess að gera það, táraðist hann. „Dásamlegt, einmitt það sem á að gera. Þið verðið að hafa myndina á sænsku", sagði hann, mér til mik- illar undrunar. Ég sagði honum, að það væri einmitt ætlunin, og hann var mjög ánægður. Mér varð litið á Ingmar um leið og ég sagði honum frá þessu. Hann hægði ferðina vegna þess að í þetta skipti voru það augu hans, sem fylltust af tárum. Þessir tveir menn voru svo líkir — hefðu leiðir þeirra legið saman er ég viss um að þeim hefði samið vel. Þegar við komum heim til Ing- mar tók kona hans á móti okkur. Hún heitir líka Ingrid, svo Ingrid Bergman sat við kvöldverðarborðið í öðru veldi í þetta skipti. Við ákváðum að hefja störf klukkan 10.30 næsta morgun. Ég fór snemma á fætur, fékk mér sundsprett í lauginni og gekk síöan út í skóg og dáðist að landslaginu, en á slaginu hálfellefu var ég komin í vinnustofuna til hans. Ég byrjaði á því að opna handritið og spyrja: „Hvernig getur móðir verið í burtu frá börnum sínum í sjö ár?“ Hann skellti upp úr og sagði: „Mikið er ég fegin að þú byrjar ekki á blaðsíðu eitt.“ Haustsónata er saga norskrar konu, sem er heimsfrægur píanó- leikari. Hún fer heim til Noregs til að hitta dætur sínar tvær. Önnur, leikin af Liv Ullman, er gift sveitapresti, en hin systirin er öryrki og býr á heimili prestshjón- anna. Eftir miðnætti hittast Liv og Ingrid í dagstofunni og þar á sér stað eitthvert mesta tilfinningaein- vígi, sem sézt hefur á kvikmynda- tjaldi. Ingrid: Ingmar fullyrti að það fjallaði allt um kærleika. Mikinn kærleika, skort á kærleika, þrá eftir kærleika, blekkingar kærleik- ans og óheiðarleikann, og kærleik- ann sem einu færu leiðina í lífinu. Ég hugsa að hann hafi haft rétt fyrir sér, að sumu leyti a.m.k. Samt sagði ég: „Heyrðu, þetta handrit er svo hræðilega drungalegt. í raun- veruleikanum á ég þrjár dætur og það kemur fyrir að við ræðum málin, en þessi ósköp! Má ekki að skaðlausu bæta smá brandara inn í þetta á stöku stað? „Nei, enga brandara. Það á ekki að fara að kvikmynda þína ævi- sögu. Þessi kona heitir Karlotta og hún er heimsfrægur píanóleikari.“ „En sjö ár án þess að hitta dæturnar. Er það nú ekki of mikið af því góða? Önnur er lömuð og dauðvona. Trúleg saga, eða hitt þó heldur." Svona héldum við Liv, sem báðar erum mæður, áfram að þrasa í honum og ég sagði einhverju sinni: „Ingmar, það fólk sem þú þekkir hlýtur að vera ómennskt." En hann var ósveigjanlegur. Liv Ullman: Ég hef unnið að tólf kvikmyndum með Ingmar Berg- man og þegar hann hringdi til að segja mér þau tíðindi, að nú væri útlit fyrir að hægt væri að fá Ingrid Bergman með í hópinn var ég ákaflega ánægð. Hann taldi að við yrðum ágætar saman, þar eð svo margt væri líkt með okkur. Sjálfur vill hann að leikararnir líkist honum, vegna þess að þeim er ætlað að framkalla svo margt sem býr í honum sjálfum. Ég hlakkaði til að kynnast Ingrid og starfa með henni, og eiginlega fannst mér ég þekkja hana. Ég hafði lesið allt um hana, sem ég hafði náð í, og um tíma hafði mér verið líkt við hana. Það .var þegar við Ingmar ollum hneyksli með því að eignast barn saman án þess að vera gift. Þegar það gerðist voru landar mínir, Norðmenn, enn ákaflega íhalds- samir og í sjónvarpi sætti ég ámæli presta fyrir breytni mína. Þetta gekk meira að segja svo langt, að mér tókst ekki að fá nokkurn prest til að skíra barnið mitt fyrr en hún var orðin þriggja ára gömul. Fyrst í stað voru stöðugar „um- ræður" milli hennar og Ingmar, því að Ingmar er svo vanur því að vinna aðeins með fólki, sem þekkir hann út og inn. Þessi fasti hópur þarf varla að skiptast á orðum, við skiljum fullkomlega hvað Ingmar á við án þess að hann þurfi að útskýra það. En Ingrid, þéssi opinskáa manneskja, gerði athuga- semdir við handritið í fyrsta sam- lestri: „Heyrðu, við getum ekki talað svona mikið. Það verður að strika heilmikið af þessum samtöl- um út. Dettur þér í alvöru í hug að þessi kona gæti sagt allt þetta? Ég fer sko ekki að segja þetta allt.“ Svona hélt hún áfram, og þegar samlestrinum lauk lá við því að við, sem þekktum Ingmar svo vel, værum komin undir borðið. Við héldum að þetta hlyti að vera fyrsti og siðasti dagurinn, sem unnið yrði að gerð þessarar myndar. Ég man, að ég fór inn í annað herbergi og brast í grát, vegna þess hve þetta virtist útilokað. Ingmar var ekki vanur slíku og fyrst Ingrid er svona hreinskilin þá hélt ég að sjónarmiðin væru ósættanleg. Ég vorkenndi báðum, en Ingmar þó mieira, af því að ég vissi hvað hann er viðkvæmur fyrir því sem hann hefur skrifað og vissi að hann spyr sjálfan sig í sífellu: Ætli þetta sé ekki asnalegt? Og þegar einhver segir að það sé asnalegt þá er hann niðurbrotinn maður. Ég stóð þarna og grét þegar Ingmar kom inn. Hann leit út eins og niðurrigndur rakki. Hann sagði: „Ég veit ekki hvað gera skal. Er þetta lélegt handrit?" „Nei,“ sagði ég, „handritið er ekki lélegt. Og ég er viss um að Ingrid finnst það ekki lélegt. Þið talið bara ekki sama mál. En þið gætuð kannski lært að skilja hvort annað." Ingrid: „Vissulega voru erfiðleik- ar í byrjun. Kvikmyndatakan hófst haustið 1977. I hópnum, sem vann að Haustsónötu í kvikmyndaverinu í Osló voru ekki nema fimmtán manns og þar af voru tíu konur. Ingmar sagði mér að honum þættu þær langtum betri starfskraftur en karlmenn, m.a. af því að þeim hætti síður við því að fá móðursýk- isköst. Einbeiting og nánd eru aðalatriði í samstarfi með Ingmar Bergman — þannig fer hann að því að skapa þá spennu, sem hann sækist eftir, og það er þessi spenna sem gerir það að verkum að hann er sá mikli listamaður sem raun ber vitni. Á meðan hann vinnur að kvikmynd getur ekki heitið að hann unni sér svefns eða matar. Hann lifir á jóghúrt og áhyggjurnar hvíla á honum eins og mara. Ég verð að skilja þá persónu sem ég er að leika, líka þegar ég leik konu, sem líkist mér á engan hátt. í „Heimsókninni" lék ég til dæmis konu, sem var gagntekin af hefni- girni. Hún hugsaði um það eitt að maðurinn, sem hafði eyðilagt líf hennar, yrði að deyja. Ég held að hefnigirni sé ekki til í mér, en samt gat ég skilið þessar tilfinningar og tjáð þær í leik. En ég get ekki tjáð tilfinningar sem ég skil ekki, og í Haustsónötu var eitt og annað, sem ég gat ekki skilið. Það var óþægi- legt, en Ingmar hélt áfram að hamra á því sama: „Annað fólk er öðru vísi en þú. Þú ert að leika móður, sem er allt öðru vísi móðir en þú, og það verður þú að gera.“ Ingmar: Ég sagði við Ingrid. „Þessi Karlotta verður þér ekki auðveld viðureignar. Þú verður að komast að því hverng hún hugsar og hvernig hún er gerð. Ég er hér til þess að hjálpa þér og kannski tekst okkur að leysa hnútinn ef við erum samtaka." En mér fannst skrýtið að það í fari Karlottu, sem Ingrid var að mótmæla, voru ein- mitt skapgerðareinkennin, sem voru ekki svo fjarri henni sjálfri. Stundum er Ingrid mjög óvægin í dómum sínum, og þannig var Karlotta einmitt líka. Ingrid: Ég hélt áfram að rífast við hann. „Sjö ár! Að vilja ekki sjá börnin sín í sjö ár! Útilokað!“ Til að friða mig breytti hann því í fimm ár, þótt þau væru aftur orðin sjö þegar myndin var full- gerð, og hann vék ekki frá því að til væru konur, sem litu ekki við börnum sínum. Þær kærðu sig einfaldiega ekki um þau og vildu ekki láta þau trufla sig. Hann sagði að slíkar konur vildu eiga sitt eigið líf, og til þess að verja það útilokuðu þær einfaldlega allt ann- að. „Um þetta er myndin," sagði Ingmar, „um slíkar konur." Honum var nákvæmiega sama þótt ég þyrfti að hlusta á vini mína segja: „Ég heyrði að þú sért þá eftir allt saman farin að leika sjálfa þig.“ - ÁR. Þetta gerðist 16. nóvember 534 — Lagabálkur („Codex") Just- inianusar lagður fram. 1532 — Pizarro tekur Inkaleiðtog- ann Atahualpa til fanga. 1632 — Valdataka Kristlnar drottningar í Svíþjóð. 1776 — Brezkt herlið tekur Fort Washington. 1797 — Sjóher Breta hörfar frá Miðjarðarhafi — Páll II verður Rússakeisari við lát Katrínar II. 1828 — Stórveldin ábyrgjast sjálfstæði Grikklands. 1846 — Austurríkismcnn inn- lima Krakau. 1848 — Uppreisn í Róm. 1869 — Súez-skurður formlega opnaður. 1905 — Serge Witte greifi myndar ríkisstjórn í Rússlandi. 1917 — Georges Clemenceau verð- ur forsætisráðherra Frakka. 1918 — Ungverjar lýsa yfir stofn- un sjálfstæðs lýðveldis. 1933 — Getulio Vargas tekur sér einræðisvöld í Brazilíu — Banda- ríkin og Sovétríkin taka upp stjórnmálasamband. 1944 — Stórsókn sex herja Banda- manna hefst í Frakklandi, Þýzka- landi og Niðurlöndum. 1952 — Papagos marskálkur myndar stjórn í Grikklandi. 1%1 — Þrettán ítalskir flugmenn myrtir í Kongó. 1968 — Rússar skjóta stærsta geimfarinu, Proton-4. 1973 — 84 daga Skylab-ferð þriggja bandarískra geimfara lýk- ur. Afmadi. Tíberíus, rómverskur keisari (42 f.Kr. — 37 e.Kr.) — Paul Hindemith, þýzkt tónskáld (1895-1963) - Geörge S. Kauf- man, bandarískur leikritahöfund- ur (1889-1961). Andlát. 1272 Hinrik III Eng- landskonungur — 1776 James Ferguson, stjörnufræðingur — 1971 Rudolf Abel, sovézkur njósn- ari. Innlent. 1624 Hrundi Hóladóm- kirkja? — 1807 F. Jónas Hallgrímsson — 1857 f. Jón Sveinsson (Nonni) — 1907 Minnis- varði Jónasar Hallgrímssonar af- hjúpaður — 1917 Hafnarmann- virkin í Reykjavík afhent — 1937 „Dósentmálið": Sig. Einarsson skipaður og „blárri bók“ dreift — 1945 d. Sigurður Eggertz — 1946 Bein Jónasar Hallgrímssonar jarðsett á Þingvöllum — 1957 Nonnahús á Akureyri opnað — 1959 Le.vnifundur andstæðinga 12 mílna í London — 1963 Surtsey myndast. Orð dagsins. Dapurlegri sjón en ungur bölsýnismaður er ekki til, nema gamall bjartsýnismaður — Mark Twain, bandarískur rithöf- undur (1835—1910). Ráðstefna um fjármál sveitarfélaga SAMBAND íslenzkra sveitarfé- laga efnir til ráðstefnu um fjár- mál sveitarfélaga að Iiótel Sögu í Reykjavík næstkomandi þriðju- dag, 18. nóvember. Á ráðstefnunni verður gerð grein fyrir forsendum fjárhagsá- ætlana sveitarfélaga fyrir næsta ár og fjallað um reynslu sveitarfé- laga af gerð framkvæmdaáætlana til nokkurra ára í senn. Einnig verður sérstaklega kynnt fram- kvæmd nýrra laga um Húsnæð- isstofnun ríkisins og nýjar reglu- gerðir samkvæmt þeim lögum. Loks verður eftir hádegið rætt um hlutdeild sveitarfélaga í fjár- mögnun sjúkrahúsa og heilsu- gæzlustöðva. í umræðuhópnum verður rætt um hvern þessara málaflokka. Á annað hundrað manns hafa tilkynnt þátttöku sína í ráðstefn- unni, en slík ráðstefna er árlegur þáttur í fræðslustarfi Sambands íslenzkra sveitarfélaga. (Fréttatilkynning) Ingmar Bergman og Ingrid Bergman ræöa um hina sjálfselsku Karlottu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.