Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 75 Steve McQueen 1930—1980 í einkalifinu var McQueen mikili áhuKamaður, og stundum þátttakandi i kappakstri. Hann var þvi svo sannarlejfa i essinu sinu meðan á stóð kvikmyndatoku Le Aðeins örfáum dögum eftir að Steve McQueen lét það fréttast að hann væri á batavegi, eftir nokkuð óvenjulega meðferð mexi- kanskra lækna á því fátiða krabbameini sem þjáði hann, var þessi ástsæli leikari allur. Steve McQueen, var einn af skærustu stjörnum kvik- myndaheimsins síðustu tvo áratugina, og var sjálfsagt einkanlega vinsæll meðal þeirra sem „uxu með hon- um úr grasi“, ef svo mætti segja. En hann var ekki aðeins kvikmyndastjarna, í þess orðs merkingu, heldur hafði McQueen ótvíræðan hæfileika til að bera sem afburðaleikari. Þeir fengu þó ekki að njóta sín sem skyldi, þar sem óhemju vinsældir leikarans urðu þess valdandi að hans hlut- skipti var yfirleitt vandað- ar afþreyingamyndir. Sem einn virtasti og vin- sælasti leikari okkar tíma, var McQueen farinn að taka lífinu með nokkurri ró síð- ari árin, og orðinn vandlát- ur á hlutverk. Til að bæta upp fyrir „örugg" hlutverk síðari ára stóð hann sjálfur fyrir myndgerð Þjóðníð- ingsins. e. Ibsen. En hún tókst ekki sem skyldi, þrátt fyrir góðan leik McQueens og er sagt að leikarinn hafi tekið örlög þessa einka- framtaks síns, mjög nærri sér. Myndir hans til viðbótar, urðu aðeins tvær, Tom Horn, (79) og The Hunter, (80). Það sjá fæstir, en þar fer sárþjáður maður. McQueen, fæddist snemma árs 1930, faðirinn stakk fljótlega af frá fjöl- skyldunni og drengurinn ólst að nokkru leyti upp á upptökuheimili í Kali- forníu. Hann reyndi við margt á æskuárunum: sjó- mennsku, viðarhögg, olíu- boranir og árið 1947 gekk hann í landgöngulið flotans, (Marines). Þaðan snýr McQueen árið 1950 og við Ein vinsælasta myndin sem (69). taka nokkur mögur ár, sem barþjónn, sölumaður, hafn- arverkamaður og sjón- varpsvirki. En árið 1952 hefur hann nám í leikskóla í New York, sem að lokum leiðir til þess að hann tekur við hlutverki Ben Gazzara á Broádway, í leikritinu A Hatful of Rain, og á næsta ári brá honum fyrir í Somebody Up There Likes Me, en það var fyrsta kvikmyndahlutverkið. Fyrsta aðalhlutverkið fékk svo McQueen árið 1958, í frekar ómerkilegri s-f mynd, The Blob. Sama ár fékk hann einnig aðalhlut- verk í sjónvarpsmynda- flokknum Wanted: Dead or Alive, en flokkurinn hlaut miklar vinsældir og varpaði frægðarljóma á nafn hins unga leikara. Ekki síður hér Sunnanlands frekar en ann- arsstaðar, en þessi þáttur McQueen lék i var Builitt gekk lengi í vallarsjónvarp- inu. Frægðarferill Steve Mc- Háskólabíó: í svælu og reyk, (Up in Smoke) Aðalhlutverk, handrit og tónlist: Tommy Chong og Cheech Marin. Leikstjóri: Lou Adler. Para- mount, 1978. Þar kom að því að hinir sólbökuðu og síkátu Kaliforníubúar gáfu „gras- inu“ svipaða meðferð og brennivíninu, hér í eina tíð. I takt við tímann eru nú grínkarlar Hollywood, farnir að skemmta áhorfendum með mariju- ana „dillum", samsvarandi brennivínstiktúrum forvera þeirra á tímum þöglu Mans. Queens hófst svo fyrir al- vöru í upphafi sjötta ára- tugsins, en þá lék hann m.a. myndanna. Vel flestir hlæja að risj- óttum tilburðum fulla kallsins á hvíta tjaldinu, en hætt er við að ekki hrökkvi öllum bros á vör, undir sýningu. í.s.o.r., því þar ræður ríkjum svokallaður „reykingahumor", sem fæstir skilja, eða botna yf- irleitt nokkuð í, aðrir en þeir sem neytt hafa þessa vímugjafa, má því reikna með öruggari aðsókn á Vesturströndinni, en í vest- urbænum okkar. Svo segir í auglýsingu myndarinnar, að með aðal- hlutverkin fari tveir vin- í myndunum The Magnific- ent Seven og The Great Escape. í þeirri síðar- sælustu gamanleikarar Bandaríkjanna, einhvers misskilnings gætir þar, en þeir Cheech og Chong hafa gefið út nokkrar vinsælar plötur með hinum sérstæðu bröndurum sínum, í gegn- um árin; skemmt víðsvegar um Bandaríkin og troðið lítillega upp í sjónvarpi. í gegnum reykjarsvæluna glittir oft í góðar hugmynd- ir, enda hafa þeir kumpán- arnir lokið við aðra mynd, sem nefnist því frumlega nafni Cheech and Chong’s Next Movie, og eru nú önnum kafnir við gerð þeirrar þriðju. nefndu lék hann harðsoðinn stríðsfanga sem reynir flótta í mjög svo eftir- minnilegu mótorhjólaat- riði. McQueen var um allan aldur mikill kappakstursað- dáandi og lék jafnan sjálfur í glæfraatriðum, notaði aldrei staðgengil. Þessi hegðun olli framleiðendum miklum áhyggjum, og um tíma lá við að ekkert yrði af myndinni Le Mans af þess- um sökum. McQueen tók þá við stjórnvölnum bak við myndavélina og framleiddi myndina á eigin kostnað. McQueen var einn þeirra fáu leikara sem áreynslu- laust hreif áhorfendur og hélt athygli þeirra vakandi. Hann yfirgnæfði aðra og troðfyllti kvikmyndahús um allan heim með per- sónutöfrum sínum einum saman. Hans skarð verður aldrei fyllt. - O - Steve McQueen lék í eft- irtöldum myndum á ferli sínum: Somebody Up There Likes Me, 1956; Never Love a Stranger, The Blob, 1958; The Great St. Louis Bank Robbery, Never So Few, 1959; The Magnificent Sev- enl 1960; The Honeymoon Machine, 1961; Hell is for Heroes, The War Lover, 1962; The Great Escape, Soldier in the Rain. Love With the Proper Stranger, 1963; Baby The Rain Must Fall. The Cincinnati Kid. 1965; Nevada Smith, The Sand Pebbles, 1966; The Thomas Crown Affair, Bullitt, 1968; The Reivers, 1969; On Any Sunday, (heimildamynd um bif- hjólakappakstra), Le Mans, 1971; Junior Bonner, The Getaway, 1972; Papillion. 1973; The Towerino In- ferno, 1974; An Enenmy of the People, Tom Horn. 1979; The Hunter, 1980. (Til glöggvunar. The Great Movie Stars, e. D. Shipman, og The Interna- tionai Film Encyclopedia, e. Ephraim Katz.) Úr marijuana-menningarlífinu Barist til siðasta manns Á næstunni Barist tii siðasta manns gerist á upphafstímum íhlutunar Bandaríkja- manna í Viet-Nam, á meðan þar dvaldi aðeins fámennur her sem að mestu leyti var skipaður ráðgjöfum. Fjallar um ómerkilega könnunar- ferð sem endar í hörmulegu blóðbaði. Ekki er reynt að draga dám annars aðilans, um- fram það sem maður á að venjast, og myndin er jú, bandarísk, en reynt er að sýna brjálæði þessarar styrjaldar og þann óhugnað sem því fylgir að berjast í ókunnu, fjarlægu landi, þar sem í augum flestra inn- fæddra hinn aðkomni stríðsmaður er illa séður og óvinurinn hefur flest trompin á hendi. Myndin er fremur slæ- lega gerð og á einkar ósmekklega kafla. Leik- stjórinn, Ted Post, á engan glæsiferil að baki og á enga hlutdeild, (eða litla), í því sem hér er vel gert. Það er einkaframtak gamla jaxls- ins Burt Lancaster, sem lyftir Btsm upp, en hann fer hér á kostum sem harðsoð- inn og lífsvolkaður atvinnu- hermaður sem mætir örlög- um sínum á þessum út- kjálka veraldar. Gamli garpurinn Burt Lancaster bjargar því sem bjargað verður í Go, Tell the Spartans ... Regnboginn: Iljóna- band Mariu Braun Þegar þessar línur birtast, verða sýn- ingar að líkindum að hefjast á ofangreindri mynd Fassbinders. Það er ekki of mælt að hún hefur hlotið óspart lof gagnrýn- enda hvarvetna, og af mörgum talin ein besta mynd leikstjór- ans, og sú langbesta um alllangt skeið. Iljónaband Mariu Braun, er næsta óvenjulegt, þar sem hún á aðeins eina nótt með manni sínum í giftingunni áður en hann er sendur á vígstöðvarnar, en myndin hefst árið 1943. Samfundir þeirra verða lítið lengri þegar hann skítur loks upp kollin- um eftir stríðið — með lævíslegt ráða- brall í huga ... Hanna Schygulla hcfur hlotið mikið lof scm Maria Braun í mynd Fassbindcrs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.