Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 71 Hefur stutt heyrnarskerta og málhamlaða á langri ævi + Við opnun Heyrnar- og talmeina.stöðvarinnar nýju mátti sjá meðal opinberra gesta aldna dömu. Friede P. Briem, sem nýlega varð áttræð. En Friede þekkja margir ReykvikinKar. Hún er ein af þeim, sem hefur sett svip á bæinn, rak m.a. i áratugi fjölritunarstofu í Tjarnargötu og á Bergstaðastræti. Það var vel við eigandi að henni væri boðið í opnun heyrnar- og talmeinastöðvar, svo mjög sem hún hefur látið málefni heyrnarskertra til sín taka um æfina sem formaður og félagi í Zonta félagsskapnum. En frá því að Margrét Rasmus, skólastjóri Heyrnleysingjaskólans var fyrsti formaður samtakanna hér á landi, hafa þau veitt heyrnarskertum þann stuðning sem þau máttu. M.a. styrkt lækna og kennara tii sérnáms í meðferð heyrnarsjúkdóma og taltækni, efndu til skemmtunar árlega fyrir heyrnarskerta meðan þeir áttu lítinn kost á slíku, gáfu heyrnartæki í leikhús og margt fleira. Friede P. Briem og samstarfskonur hennar áttu frumkvæði og beittu sér mjög fyrir því að fyrsta heyrnardeildin kæmist upp hér á landi, en í samráði við Erling Þorsteinsson lækni og heilbrigðisyfirvöld í Reykjavík varð að ráði að hún yrði að veruleika í þá nýrri Heilsuverndarstöð. Söfnuðu Zontakonur þá fé í „Margrétarsjóð/ sinn, sem gaf tæki í deildina. Einnig stuðluðu þær með Friede í broddi fylkingar að því að komið yrði upp sérstökum heyrnarbekk í skóla í Reykjavík, Hlíðarskóla, og gáfu tæki til þess. En nú þegar ríkisvaldið hefur tekið mál heyrnarskertra í sínar hendur og þörfin fyrir utanaðkomandi stuðning minni, hafa Zontakonur safnað fyrir og gefið tæki í nýju talmeinastöðina, dýrt tæki og sérsmíðað, svonefnt stroposkop, sem gerir læknum fært að sjá raddböndin starfa og skoða hvar og hvort mein liggur þar. Og þótt Friede sé ekki lengur starfandi í félagsskapnum og aðrar teknar við — Sigríður Bjarnadóttir er nú formaður — þá var vel við hæfi að einmitt hún væri viðstödd, þegar þessum stóra áfanga var náð í málefnum heyrnarskertra og málhaítra, svo mjög sem hún hafði beitt sér í þágu þess málefnis um æfina. Myndin er tekin er stöðin bauð Zontakonum að skoða stöðina. félk í frétfum Með flóttafólki í Indónesíu + Magnús Ilallgrimsson, verk- fræðingur, var að koma heim til íslands eftir dvöl með Indónes- um í hjálparstarfi Alþjóða Rauða krossins. Ilafði farið kringum hnöttinn, ásamt Hlíf konu sinni, sem kom til móts við hann í Singapore að starfi loknu og saman héldu þau áfram yfir Ameríku til íslands. En til Singapore höfðu þau komið um Evrópu og yfir Asiu. Magnús var í flóttamannabúð- um á Galangeyju, sem er ein af mörgum eyjum í Riau-eyjaklas- anum, sem aftur tilheyrir Indó- nesíu. Ókunnugir eiga erfitt með að átta sig á hvílíkur urmull af eyjum tilheyrir Indónesíu, en höfuðborgin á Galangeyju er álíka fjölmenn og Reykjavík. Riau-eyjar liggja mitt á milli Malakkaskaga og Súmötru og ná inn í Kínahaf og því lentu bátarnir með víetnamska flótta- fólkið, sem fór í suðurátt einmitt á þessum eyjum. Og þeir voru það austarlega, að flóttafólkið lenti ekki mikið á leiðinni í höndum ræningja, eins og þeir sem voru á leið yfir Síamsflóa til Thailands og Malasíu. Hafa sjálfsagt sumir einmitt reynt að fara austarlega þess vegna, að því er Magnús telur. Þegar flóttamanna- straumurinn var mestur, voru : :;.,C 'Í * ■ Wbite Laber aowirs sctwoi whisicv 11 OCTOBCR Af Naustinu til Sigló + Viðar Ottesen. einn þeirra sem sett hafa svip á bæinn eða að minnsta kosti veitingastaðina. er nú að yfirgefa Reykjavík þar sem hann er fæddur, uppalinn og hefur starfað hingað til. Ilann er búinn að kaupa Hótel Höfn á Siglufirði og tekur þar við um áramótin. Viðar hefur starfað í Naustinu i 23 ár, í veitingasalnum fyrst og síðan á barnum í 16 ár. Og nú meðan hiiið er brúað. hefur hann verið í Þjóðleikhúskjallaranum. En hvers vegna er hann þá að skipta um. þetta hljóta að vera mikil umskipti fyrir hann og fjölskylduna? — Mig langaði bara til að takast á við önnur verkefni, svaraði Viðar þeirri spurningu. Þetta er full alvara, því ég kaupi hótelið á Siglufirði, sem Steinar Jóhannesson hefur rekið í 12 ár. Kona mín, Jóna Guðjónsdóttir, er ásátt á þessa breytingu og börnin eru uppkomin, svo ekki þarf að hafa áhyggjur 'af þeim. Mig langar einfaldlega til að spreyta mig og þarna er tækifærið. Hvað hyggst hann fyrir? Ætlar hann að breyta miklu í þessu gamla hóteli? — Ég fer bara rólega af stað, svaraði Viðar. Þarf að kynnast aðstæðum fyrir norðan og finna hvað fólkið þar vill. En eftir að hafa aðlagast staðháttum, vonast ég til að geta komið með einhverjar nýjungar og hjálpað til við menningarauka á staðnum á einhverju sviði. Aí Lslendingum í Washington HÉRLENDIS var staddur í siðustu viku Erling Ellertsson. formaður íslendingafélagsins i Washington. Erlingur leit við hjá okkur á Mbl. og við spurð- um hann frétta af Tslendingum i Washington. Ilann sagði með- limi ístendingafélagsins vera 300 talsins, en nokkrir þeirra væru ameriskir. Félagið cr II ára gamalt og er starfsemin blómieg. Arlega eru haldin þorrablót, jólatrésskemmtanir, þar sem islenzku jólasveinarnir og grýla koma í heimsókn. Þá er haldinn bazar, þar sem á boðstóiunum eru islenzkar prjónavörur o. fl„ allt unnið af Isiendingum húsettum í Wash- ington. Ymislegt fleira er á verkefnaskrá félagsins, s.s. barnaskemmtanir. kvikmynda- sýningar, ferðalög og fréttabréf eru send félagsmönnum fimm sinnum á ári. Erlingur hefur verið búsettur í Washington ásamt fjölskyldu + Erlingur Ellertsson lendingafélagsins. form. sinni í 24 ár og sagðist hann kunna mjög vel við sig. Hann sagði þó að þau heföu kosið að halda íslenzkum ríkisborgara- rétti sínum og kæmi hann heim a.m.k. einu sinni á ári til að heimsækja kunningja og vini. Þá sagði Erlingur, að mikill áhugi væri hjá íslendingum og ísiandsvinum í Washington að rækta sambandið við heima- landið. Það hefði t.a.m. vakið mikla ánægju og hvatningu að fá í heimsókn á síðasta sumri þá. Sigfús Halldórsson og Guðmund Guðjónsson ásamt föruneyti, og hefðu þeir mikinn áhuga á að fá fleiri íslenzka listamenn til sín. Væru þeir tilbúnir að greiða götu þeirra eftir fremsta megni. Þá bað Erlingur fyrir þakkir til áðurnefndra aðila svo og allra þeirra sem lagt hefðu þeim lið. Hann sagði íslenzka sendiráðið í Washington og Flugleiðir hafa veitt þeim ómetanlega aðstoð, sem bæri einnig að þakka. þarna á indónesku eyjunum 30— 40 þús. manns í bráðabirgða- búðum. En verið var að koma upp framtíðarbúðum þegar hann kom þangað og sameina fólkið í búð- um fyrir 20 þús. manns. í því verki var Magnús. Fólkinu hafði fækkað, ekki eftir nema 2700 manns af upphaflega flóttafólk- inu, en Indónesar ætluðu að aðstoða Thailand og fleiri með því að létta af þeim flóttafólki, sem var að koma til viðbótar. Svo þarna voru 8000—12000 flótta- menn. Magnús sá um hlut Alþjóða Rauða krossins í starfinu, en í hans liði voru 5 ráðunautar við indóneska Rauða krossinn Hann hafði herbergi í höfuðborg eyj- anna, Panjung Pinang, en í flóttamannabúðunum.bjó hann í sjúkrahúsinu og hafði mat þar. Heilbrigðisþjónustan var í góðu lagi, segir hann, því auk indó- nesku læknanna var mikið af læknum í flóttamannahópnum. Hann kveðst mjög ánægður með að hafa farið þetta. Meðan hann var þar skilaði verkinu vel áfram. Þá var líka að fækka í búðunum og allt að komast í betra horf, svo að sjá mátti árangur. Hvort hann fari aftur? Það er ekkert á dagskrá, sagði Magnús, en ekkert óhugsandi síöar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.