Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.11.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. NÓVEMBER 1980 67 Tveggja laga plata með lögum Guðmundar * Arnasonar Tveggja laga plata frá Guð- mundi Arnasyni er væntanieK á þriðjudaKÍnn (18.11). Gu<V mundur sjálfur stendur að útgáfunni og tók plötuna upp í Hljóórita í október síðast- liðnum. Á forhlið plötunnar er lag Guðmundar við texta Steins Steinars, „Það vex eitt blóm fyrir vestan" en með honum í því lagi leika 3A af hljómsveit- inni Kaktus, þeir Guðmundur Benediktsson, sem leikur á píanó, strengjavél og gítar auk þess að syngja lagið, Árni Áskelsson sem leikur á tromm- ur og Helgi Kristjánsson leikur á bassagítar. Auk þeirra leikur Kristinn Svavarsson á saxófón, en Guðmundur Árnason leikur á gítar. Lagið á bakhliðinni er „instrumental" (raddlaust), en í því lagi leika auk höfundar Karmel Russell á celló, Reynir Sigurðsson á víbrafón, Gísli Helgason á tenór-flautu og Helgi Kristjánsson á bassa og gítar. Á meðfylgjandi mynd 'er Guðmundur Árnason ásamt nafna sínum Benediktssyrti. hia „No Fright frá Live Wire verð hlustunar „no fright“ Live Wire (A&M) Live Wire er tiltölulega ný hljómsveit með nokkuð sterkan en, ekki enn, sérstæðan stíl. Þeir virðast fá ýmislegt að láni frá t.d. Dire Straits og jafnvel Mick Jagg- er (First Night Every Night). Með Mike Edwards í fararbroddi virð- ast þeir geta endað sem nokkuð góð hljómsveit, með góða rokk/ reggae-sveiflu. Edwards semur líka eftirminnilegar melódíur og þeir spila músíkina einfalt en með einkennum í hverju lagi. Og bland af Jagger/Mark Knopfter-rödd er ekki svo afleitt veganesti. Live Wire urðu til 1977 upp úr kassagítarhljómsveitinni Tail Lights sem Edwards og German Gonsalez voru meðlimir í. Eftir að Chris Cutler (gtr) og Jeremy Meek (bs) gengu til liðs við þá, skiptu þeir yfir í rafmagnshljóðfæri og fengu sér nýtt nafn, Live Wire. Fyrri plata þeirra, „Pick It Up“, var bland af folk, Dylan og reggae. Þessi einkenni eru enn hér. Chris Cutler er ekki lengur í hljómsveit- inni, en í hans stað er kominn Simon Poswell, sem leikur á hljómborð auk gítars. Á „No Fright", er nokkuð gott efni í heildina en lög á borð við „First Night Every Night“, „No Fright", „Don’t Bite the Hand“, „Broken Glass“ (þar sem ber meira að segja keim af Leonard Cohen) og „Castle in Every Swiss Cottage", gefa til kynna, að vert sé að fylgjast með þróun hljómsveit- arinnar á næstunni. hia þeirra voru Dave Cartner (gtr), Johnny Perkins (hlb) og Steve Hutchings (söngur). Eftir að Hutchings og Perkins hættu breyttu þeir nafninu í Helium Kids og léku þungt rokk. I apríl 1977 hætti Cartner og Barry Andrews (hlb) kom inn í hljóm- sveitina úr Urban Distarbance, Dice, Breeze og Bone Idle. Þá breyttist nafnið í XTC R NRG, sem útleggst líklega Ecstacy are energy, en síðan styttu þeir nafnið í XTC. 1977 var upphafsár „punksins" og XTC voru meðal þeirra fyrstu. En á „Black Sea“ er lítið um „punk“ músík. Einstaka „drunur" eru þó í nokkrum laganna, en rokktaktar og poppraddanir hafa náð yfirhöndinni og „effektar" eins og voru notaðir rétt fyrir 1970 í hljómsveitum eins og Move og Small Faces, svo dæmi séu tekin. í heild sinni er platan þó ekki sérlega merkileg þar sem lögin eru engan veginn öll í sama gæða- flokki. Bestu lögin eru lög eins og „Towers Of London" sem er reynd- ar áberandi best, „Generals and Majors", og „Sgt. Rock“, en þessi lög eru öll góð. Með sterkari heildarsvip gætu þeir haft eitt- hvað að segja, en ekki með „Black Sea“. Ilia XTC „BLACK SEA“ XTC (Virgin) XTC eru búnir að vera nokkurn tíma við líði. 1974 var til hljóm- sveit sem hét Star Park, en í þeirri hljómsveit voru Colin Coulding (bs), Terry Chambers (trm) og Andy Partridge (gtr), þá allir síðhærðir að sjálfsögðu. Auk Tíska? poppurum og rokkurum seinni ára eins og t.d. (sérstaklega) Ian Dury, en líka frá Kinks, New Vaudeville Band og Stackridge. „ABSOLUTELY“ MADNESS (Stiff) Tónlistin hjá Madness er vissu- lega lífleg og allt gengur út á hressleika og hreinræktað popp. Þeir voru upphaflega kenndir við ska/reggae, en hafa með þess- ari plötu afhjúpað sig og sýna miklu fleiri áhrif frá ýmsum Eins og hin fyrri er þetta dans/ partí plata, hvert lag er hrein- ræktað danslag og má nefna að platan endar á „dinner" músík! „Baggy Trousers", „Disappear“, „E.R.N.I.E" og „Embarressment" eru allt ágætislög, en það síðasta ber mjög sterkan keim af lagi Stackridge „Slark", en sú tónlist virðist víða hafa komist að, þó fáir hafi liklega heyrt í þeim. Madness sýna mjög mikla fram- för á „Absolutely" frá „One Step Beyond", þó þeir sé engir tónlist- arsnillingar, tekst þeim að ná góðum hljómum og raddirnar eru mun sterkari á þessari plötu en hinni fyrri. Madness hafa verið nokkurs konar tíska undanfarið ár ásamt hljómsveitum eins og Specials. Þó þessi plata sé mjög sterk á sinni línu má búast við því að þeir verði að vera snöggir með nýjar og ferskar hugmyndir og jafnvel nýja tísku, til að standa upp úr áfram, þegar tískuáhrifun- um linnir. Það er fátt vafasamara fyrir hljómsveitir en að vera skammtíma „tíska". HIA. Allir vilja „afgreiða“ Beatles „THE BEATLES BALLADS“ Beatles (Parlophone) Það hefur verið furðulega mikið fjallað um Bítlana að undanförnu hérlendis án nokkurrar sérstakrar ástæðu. Margir hafa reynt að „afgreiða" Bítlana á ýmsan hátt, útvarpið með þáttum Þorgeirs Ástvaldssonar og blöðin með greinum um feril þeirra. I öllum tilfellum er hér um að ræða yfirborðskennda umfjöllun „til að kynna þá fyrir unglingunum". Ef ætti að vera með sérstaka þætti um Beatles, ættu þeir að geta gengið árum saman, það er enda- laust efni sem hægt er að moða úr og óendanleg sjónarhornin. Þess má líka geta að hægt er að kaupa „The Beatles Book“-mánaðarritið hér í bókabúðum ennþá, ef einhver á eftir að kynnast þeim, og bækur um þá eru óteljandi og hafa flestar fengist hérna. Nóg um það. Safnplötur með Beatles er útgáfu EMI frekar til skammar en hitt. Allar „origin- al“-plötur Beatles eru til enn og þær eru sama sem nauðsynlegar í safni hvers tónlistarunnanda, ekki bara „Yesterday", „Michelle“, „Hey Jude“ og „Let It Be“. EMI lét lengi vera að stunda þessa iðju, sem Decca gerðu svo auvirðilega með Rolling Stones, en hafa reynt að bæta það upp síðastliðin ár með „Love Songs", „Rock ’n’ Roll Mus- ic“ og þessari: „The Beatles Ballads". En þess má geta, að til stóð að EMI gæfi út sjaldgæft efni og efni, sem ekki hafði komist áður á eina stóra plötu, en svo var gerð breyting á fyrirtækinu 'þegar Thorn keypti EMI og þeir, sem voru að undirbúa þessa plötu, ýmist látnir hætta eða settir í, annað. Önnur plata er nú í bígerð frá EMI, upptökur úr hinum ýmsu útvarps- og sjónvarpsþáttum, þar sem þeir komu óspart fram í byrjun ferils síns og fluttu ýmis lög sem aldrei komu út. BBC mun eitthvað vera viðriðið þessa út- gáfu. En tilgangur „Beatles Ballads" er ekki merkilegur. hia Steve Forbert „LITTLE STEVIE ORBIT“ Steve Forbert _____________(Epic)____________ Fyrsta plata Forberts var reglu- lega hressileg „þjóðlagasöngvara- plata,“ sem náði athygli vegna hreinleika, einfaldleika og sterks flutnings, og sterkra laga og texta. Forbert náði jafnvel enn lengra á „Jackrabbitt Slim,“ en einhvern veginn bregst kappinn á þessari nýju plötu sinni. Sérstæð rödd hans er oft strengd um of hér, lögin ekki jafn sterk og t.d. „Going Down To Laurel" og „Romeó’s tune“. Náunginn er að sjálfsögðu enn jafn góður en hefði ekki átt að staðna svona snemma á ferlinum. Það minnir nokkuð á Loudon Wainwright III, en hann var beztur á meðan hann hélt öllu einföldu. Á þessari plötu eru klassísku rokk/soul hljóðfærin saxófón/orgel notuð mikið þó reyndar séu allar tegundir útsetn- inga hér. Platan byrjar á nokkurs konar rokklagi *Get Well Soon“ sem er eitt besta lagið, „Cello- phane City“ er með rokk/soul hljóðfærum, en milda lagið „Song for Carmelita" með nikku og hvaðeina. „Laughter Lou“ byrjar svipað og „Romeo’s tune“ en nær aldrei sömu töfrunum. „Song For Katrina" er „mexikanskt“, með munnhörpu og tamborínu. Ekta „breiðskífu-lag“, þægilegt, og venst, eins og platan gerir reyndar öll. Forbert er jafn sérstæður og t.d. Cat Stevens var á sínum tíma og hefur ýmislegt skemmtilegt að segja um efni sem eru kannski ekki merkileg í sjálfu sér. En Forbert kemur engum á óvart hér, en hann bregst ekki heldur. Söngvari og flytjandi eins og hann má ekki taka nein feilspor meðan núverandi tónlistarstefna, og næsta plata á eftir að marka framtíð Forberts. hia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.