Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 Milljörðum kastað á glæ í þróunaraðstoð í þessari >?rein sem birtist í norska blaðinu Farmand lýsir rithöfundurinn Kelvin Lindemann skoðun sinni á aðstoð Vesturlanda við þróunarlöndin. Lindemann hefur skrifað bækur, sem sumar hverjar hafa verið þýddar á íslensku. en í þessari grein bendir hann á ýmislegt sem betur mætti fara í þróunaraðstoðinni. Ilann heíur áhyggjur af því að aðeins lítill hluti söfnunarfjárins skili sér til þeirra sem raunverulega þurfa á hjálp að halda og vill beina þróunaraðstoðinni inn á nýjar brautir. í greininni vitnar Lidemann í sænska hagfræðinginn og Nóbelsverðlaunahafann Gunnar Myrdal, sem gegndi ráðherraembætti í Svíþjóð fyrr á árum, en hann hefur skrifað nokkrar bækur um aðstoðina við þróunarríkin. Gunnar Myrdal: „Spillingin verður sífellt meiri. — Söfnunarféð rennur beint í vasa yfir- stéttar, sem hefur í þokkabót notið menntunar á okkar kostnað.“ hvíldi þó ekki eingöngu hjá súd- önskum yfirvöldum. Tækja- búnaðurinn, sem sendur er til þróunarlandanna er oft valinn af handahófi og ósjaldan eru löndin alls ekki fær um að nýta sér aðstoðina, sem þeim er veitt. Súdan ver 80% af útflutningstekj- um sínum til olíukaupa (þar af fara 35% í afborganir af skuldum og vexti), svo haria lítið er eftir til matarkaupa og atvinnuuppbygg- ingar. Ef rétt væri á spöðunum haldið og landnýting væri skyn- samleg gæti Súdan verið „matar- forðabúr arabalandanna", en það er eins og viljann til þess að koma á raunverulegum umbótum vanti. í áraraðir hef ég lesið fræðslu- greinar Gunnars Myrdals, „Að- stoð Vesturlanda við þróunarlönd- in“ og skoðað gaumgæfilega öll línuritin og skýringamyndirnar, sem hafa fylgt lesningunni. Þótt virðing mín fyrir Myrdal hafi vaxið við hverja grein, hefur skoðun mín á því, hvernig til hafi tekist, með aðstoðinni verið tals- vert önnur en þessa merka Nób- elsverðlaunahafa. Skrifræðis- báknið, sem hlaðist hefur á þróun- araðstoðina, er ógurlegt og þurf- andi fólk fær oft lítið í sínar hendur nema eyðublöð, misjöfn að lit, sem tekið hefur óratíma að útfylla og stimpla í bak og fyrir. Matarpakkarnir, sem færa eiga hungruðu fólki gjafir fólks, lenda allt of oft í höndum spilltrar yfirstéttar, sem selur þá síðan áfram og stingur ágóðanum í eigin vasa. Yfirstjórn hinna ýmsu hjálparstofnana er víða með slík- um ólíkindum að vandamál þeirra, sem verða fyrir náttúruhamförun- um er ekki síst það, að komast yfir einhver þeirra hjálpartækja, sem safnað hefur verið fyrir, en þeim hættir til að daga uppi á skrifstof- um, í skemmum, flugvöllum, eða hreinlega tínast á leiðinni. Dagblöð hafa með fáeinum und- antekningum reynt að leyna fyrir almenningi þeim mistökum, sem hafa átt sér stað í dreifingu hjálpargagna til hörmungasvæða. I Bangladesh-flóðunum var brugð- ið skjótt við og margir kassar af brjóstahöldurum sendir á vett- vang. Flóttamenn í Burma, sem þjáðust af niðurgangi, fengu send hægðalyf með hraði og sveltandi múhameðstrúarmenn á Indlandi fengu mörg tonn af svínakjöti, en af trúarástæðum er þeim óheimilt að borða svínakjöt. Lyfjasend- ingar til Guatemala meðan til- skildir pappírar voru útfylltjr, en þörfin var af augljósum ástæðum tímabundin. í Súdan var tækjabúnaður fyrir 60 milljónir danskra króna látinn standa óhreyfður á ströndinni þar sem hann hafði verið ferjaður í land og þar lá hann þar til hann gereyðilagðist. Ábyrgðin á því hversu illa tókst til í þessu tilfelli Nýjar neysluvenjur Fyrir nokkrum árum skrifaði ég grein í Farmand um fund sem ég átti með hópi indverskra sósíal- ista í Nýju-Delhi. Til þess að komast að dyrunum inn í húsið, þar sem fundurinn var haldinn, urðum við að klofa yfir fjölda horaðra vesalinga, sem lágu í hnipri undir dagblöðum til að halda á sér hita. Þetta fólk var klætt slitnum strigapokum og hafði leitað skjóls undir súlna- göngunum, sem lágu að dyrunum, og höfðu verið byggð á Viktoríu- tímanum. Fólkið fyrir innan dyrnar var aðlaðandi í framkomu og tjáði mér, á Oxford-ensku, að ind- verskur landbúnaður væri nú í mikilli hættu vegna þess að farið væri að nota kúamykju til þess að hita upp mat í stað þess að bera hann á tún. Þeir sögðu að til þess að bæta úr þessu væri áætlað að gróðursetja fjölda trjáplantna, sem myndu að tíu árum liðnum skila næringarefnunum aftur til jarðarinnar. Ellefu árum síðar hittumst við aftur í Nýju-Delhi og þar hafði engum trjám verið plantað. I stað þess hafði verið reist verksmiðja, sem breytti kúa- skít í brennsluefni. Knýja fram breytingar Oft hafa sótt að mér efasemdir um að gagnrýni mín á þróunar- aðstoðinni sé réttmæt. Og ég hef velt því fyrir mér hvort mér kunni ekki að skjátlast. En nú virðist Gunnar Myrdal einnig kominn á mína skoðun. Hann skrifaði ný- lega eftirfarandi: „í ráðherratíð minni tók ég sjálfur þátt í skipulagningu þróunarhjálparinnar og ber að hluta ábyrgð á fyrirkomulagi þeirra mála nú. í bókum mínum má finna fjölda staðhæfinga sem stangast á við það sem ég hef orðið að viðurkenna nú. Hæverska okkar og kurteisi er næstum takmarkalaus. Okkur skortir kjark og dug til þess að knýja fram breytingar á stjórnkerfi landanna sem þiggja aðstoð okkar. Hvaða vit er í því að við skulum senda peninga úr okkar vasa til fólks, sem ekki skattleggur allt eigið hátekjufólk? Tökum Brasilíu sem dæmi: Þar græðir yfirstéttin meira en þeir ríkustu í Noregi og Svíþjóð, en það kemur lágstéttinni ekki til góða. Breytingarnar verða að byrja í landinu sjálfu ef raunverulegar umbætur eiga að nást. Byltingar leiða oftast til enn meiri harðstjórnar og spillingar. Peningarnir halda áfram að renna í vasa fámennrar klíku höfðingja, sem í þokkabót hefur notið skóla- göngu á okkar kostnað. En við skellum skollaeyrum við þessu, því það er einmitt við þessa sömu höfðingja, sem við gerum stærstu viðskiptasamninga okkar. Ein- staka sinnum setjum við fram kröfur um að almannakjör verði bætt, en þeim er fljótlega stungið undir stól. Ástandið helst óbreytt. Máttleysi og viljaskortur Fjölmiðlar færa okkur stöðugt fréttir af hrikalegum náttúru- hamförum, sem alltaf koma okkur jafnmikið á óvart. Ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi, mætti koma í veg fyrir mörg þessara slysa. Ganges flæðir með vissu millibili yfir bakka sína og veldur manntjóni í hvert sinn, en ef stjórn væri komið á rennsli árinnar væri flóðahætt- an úr sögunni. Okkar fram- kvæmdir yrðu tiltölulega einfald- ar í sniðum, en viljann og fram- takssemi virðist skorta." Kynþáttafordómar Ummæli Myrdals sýna að hann hefur þó til að bera virðingu fyrir mannslífinu. Þessarar virðingar virðist hins vegar ábótavant hjá þeim sem skipulagt hafa aðstoðina við þróunarlöndin. yfirvöld hafa alltaf reynt að breiða yfir hneykslismálin, sem af og til kemst upp um í framkvæmd þróunaraðstoðarinnar. Þau neita gegn betri vitund að viðurkenna, hve spillingin er yfirþyrmandi. Við skulum ekki minnast á allar milljónirnar, sem spilltri yfirstétt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.