Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 40
F Síminn á afgreiðslunni er 83033 FUrflunblfl&ib ^SÍminn á afgreiðslunni er 83033 2<l«retinblflbtb ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 Flugleiðir ræða stofnun nýs flugfélags með Nígeríumönnum Stefnt að áætlunarf lugi milli Afríku og Evrópu Þyrla Landhelgisgæslunnar TF GRÓ er talin ónýt eftir að hún hrapaói til jarðar, þegar stél hennar fór í raflínu hjá Búrfelli í gær. Tveir menn voru í þyrlunni og slapp flugmaður- inn ómeiddur en farþeginn marðist á fæti. Þessa mynd tók Kristján af þyrluflakinu við Búrfell í gær. Sjá bls. 23. AÐ UNDANFÖRNU hafa staðið yfir viðræður fulltrúa Flugleiða og Nígeríumanna um hugsanlega stofnun nýs flugfélags þessara aðila til þess að stunda leiguflug og áatlunarflug milli Evrópu og Nígeríu. Hefur verið rætt um að Nígeríumenn eigi 60% í slíku flugfélagi en Flugleiðir 10% og sjái um allan rekstur og stjórnun auk þess að leggja til flugvélar og flugliða. Fyrst var farið að ræða þessa hugmynd sl. vor þegar Baldur Maríusson, starfsmaður F’lugleiða, var á ferð í Nígeríu í erindum Flugleiða vegna pílagrímaflugs. Leigutaki véla Flugleiða í nýaf- stöðnu pílagrímaflugi milli Níg- eríu og Saudi-Arabíu er athafna- maður í Nígeríu, Adamu að nafni, og er hann forgöngumaður í Níg- eríu um framkvæmd þessarar hugmyndar. Hefur Adamu þegar sótt um leyfi til áætlunar- og leiguflugs innan og út úr Nígeríu og hafa fulltrúar Flugleiða m.a. rætt þetta mál við menn úr flugmálastjórn Nígeríu. Hugmyndin er að byrja þetta fiug með Boeing 727-100-þotum Flugleiða sem eins konar prófraun á þennan rekstur, en rætt hefur verið um að áætlunin frá Evrópu, Ivondon eða Luxemborg, yrði til Maiduguri austast í Nígeríu og Kaduna sem er vestast í Nígeríu, skammt norður af höfuðborginni Lagos. Þá hefur einnig verið rætt um Sokoto í norðurhluta Nígeríu sem áætlunarstað, en ráðgert er að flogið verði frá Evrópu til Maiduguri og til Kaduna sem endastöðvar, en síðan aftur með viðkomu í Maiduguri í bakaleið- inni. Viðræður þessar eru á algjöru byrjunarstigi, en þarna er talið að sé um opinn markað að ræða og talsvert mikla flutninga frá þess- um heimshluta sem hefur fram til þessa verið mjög afskiptur í ferða- möguleikum flugleiðis, en Níger- íumenn eiga mikil viðskipti við Evrópubúa. Byggingarsjóður ríkisins: 45% hækkun dollars frá áramótum VERÐ á hverjum Bandarikja- dollar hefur hækkað um 44,90% frá síðustu áramótum. eða úr 394.40 krónum i 571,50 krónur. Sé hækkunin hins vegar at- huguð frá 31. mars sl. í kjölfar gengisfellingar ríkisstjórnar- innar kemur í Ijós, að hækkunin er 33% á því tímabili, eða úr 429,70 krónum í 571,50 krónur. Yfir sumartímann var gengi Bandaríkjadollars mjög stöðugt, en það var síðan 21. ágúst, sem ríkisstjórnin heimilaði sig á genginu. Frá þeim tíma hefur verð á hverjum Bandaríkjadoll- ar hækkað um 15,08% eða úr 496,60 krónum í 571,50 krónur, en það er tæplega 3ja mánaða tímabil. Breytingin á gengi vestur- þýzka marksins hefur verið mjög svipuð, eða frá 31. marz sl. hefur verð á hverju vestur- þýzku marki hækkað um 33,61% og frá 21. ágúst sl. um 15,06%>. 1138 miUj. kr. vantar til venjubundimia lána ELLEFU hundruð þrjátíu og átta milljónir króna vantar upp á það mark. sem sett var í lánsfjáráætlun ríkisstjórnar- innar fyrir Byggingarsjóð ríkisins um skuldabréfakaup iífeyrissjóðanna af bygg- ingarsjóðnum. Sigurður E. Guðmundsson. framkva'mda- stjóri Ilúsna'ðismálastofnunar ríkisins. hefur skrifað lífeyris- sjóðunum dreifibréf vegna þessa og kemur þar fram. að aðrir tekjustofnar sjóðsins hafa einnig skilað minna fé en reiknað var með. og leiði þetta til þess, að ógerlegt verði fyrir Ilúsnæðismálastofnun rikis- ins að veita venjubundin lán á þessu ári. nema tekjur bygg- ingarsjóðs aukist verulega. Segir Sigurður aukin skulda- bréfakaup lífeyrissjóðanna einu tekjuvon sjóðsins nú. í bréfinu segir, að allir lífeyris- sjóðir á samningasviði Alþýðu- sambands Islands, séu beðnir að kaupa nú þegar eða sem allra fyrst skuldabréf af Byggingarsjóði ríkisins og er beiðninni beint jafnt til þeirra sjóða, sem þegar hafa keypt skuldabréf af byggingar- sjóði fyrir upphæð, sem nemur 20% eða meira af ráðstöfunarfé þeirra á þessu ári, sem og hinna, sem ekki hafa náð því marki. í bréfinu er „þeim eindregnu tilmælum komið á framfæri við lífeyrissjóðina, að þeir geri nú öll þau kaup á skuldabréfum af Bygg- ingarsjóði ríkisins, sem þeir frek- ast geta". Verkfall við Hrauneyja- foss hófst á miðnætti í gærkveldi náðust samningar við hljómlistarmenn SAMNINGAR tókust í gærkveldi rétt fyrir 22.30 í kjaradeilu Fé- lags islenzkra hljómlistarmanna og Sambands veitinga- og gisti- húsaeigenda. en þeir munu hafa verið í hurðarliðnum nú um helgina. Þá var allt útlit fyrir að boðað verkfall verkalýðsfélags- ins Rangægings við Ilrauneyja- foss ka*mi til framkvæmda á miðnætti síðastliðnu. en sátta- nefnd ríkisins mun hafa ætlað Verður ASÍ-þingi frestað eða aukaþing haldið í marz? VERÐI ekki komnar fram upp- lýsingar um fyrirætlanir ríkis- stjórnarinnar um efnahagsráð- stafanir íyrir ASÍ-þing, sem hefst á mánudag, verður lögð fyrir þingið tillaga um að fresta því eða efna til aukaþings í marzm- ánuði. Þetta kom fram í ræðu, sem Pétur Sigurðsson flutti á Alþingi í gær. Pétur Sigurðsson kvað útilokað annað en þessar ráðstafanir væru að einhverju leyti farnar að mótast. Stefnuræða forsætisráð- herra hafi verið send þingmönn- um í byrjun Alþingis og hún hafi verið flutt 24. október og þar væru boðaðar ráðstafanir í efnahags- málum sámfara myntbreyting- unni. Pétur sagði, að fengjust ekki svör frá forsætisráðherra áður en að Alþýðusambandsþingi kæmi, myndi þá verða lögð fram þar tillaga, annað hvort um það að þinginu yrði frestað t.d. fram í marzbyrjun, eða þá að kallað yrði saman aukaþing til þess að fjalla um þessar ráðstafanir. Pétur sagði í þingræðu sinni, að forsætisráðherra hlyti að geta gefið fulltrúum þeirra 40 þúsund launþega, sem sætu ASI-þing, einhverjar upplýsingar, svo langt væri liðið, að útilokað væri annað en fyrir lægju tillögurnar um efnahagsráðstafanir. sér að reyna til þrautar að ná fram samningum í nótt. Vegna kjaradeilu Rangæings og verktakanna við Hrauneyjafoss hefur raforkuverð spilað talsvert inn í umræður. Ekki mun hafa verið fundin lausn á því máli í gærkveldi, en fulltrúar verkalýðs- félagsins munu hafa átt viðræður við stjórnvöld vegna þess máls. Þá voru farmenn á fundum í gærdag, en fundinum lauk í gærkveldi og hefur nýr fundur verið boðaður á miðvikudag klukk- an 09. Klukkan 21 í gærkveldi komu blaðamenn á sáttafund og var búizt við því að fundurinn stæði í nótt. Voru þá liðnir 24 tímar frá því er síðasta sáttafundi blaðamanna og viðsemjenda þeirra lauk, en hann stóð í 30 klukkustundir. Verkbann Vinnu- veitendasambands íslands gagn- vart Blaðamannafélagi íslands kemur til framkvæmda 19. nóvem- ber og sólarhring síðar kemur verkfall félagsins til fram- kvæmda. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.