Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 21 Valsmenn sterkari á lokasprettinum ÞRÁTT FYRIR góða baráttu lengst af gegn íslandsmeisturum Vals mátti ÍR sætta sig við tap er liðin mættust i úrvalsdeildinni i korfulxilta á sunnudagskvöld. Valur sigraöi 88—84 eftir að hafa lengst af í leiknum verið undir en lukakaflan sótti lið Vals sig og seig þá fram úr og sigraði. ÍR hafði frum- kvæðið í leiknum Eftir jafna byrjun fyrstu mín- útur leiksins tók ÍR forystu og leiddi allan fyrri háifleikinn. Náði liðið mest 10 stiga forystu í leiknum. Þegar sjö mínútur voru til loka fyrri hálfleiksins hafði ÍR forystuna 38—30, en Valsmenn létu ÍR-liðið ekki fara of langt á undan sér og aðeins fjögur stig skildi liðin að í hálfleik. IR hafði skorað 46 stig en Vaiur 42. Jón Jörundsson hafði leikið mjög vel í fyrri hálfleiknum en varð að fara útaf rétt fyrir lok hálfleiksins með fimm villur. Var það mjög bagalegt fyrir lið ÍR. Jón hafði þá skorað 14 stig og var greinilega í miklum ham. Svo virtist á liði Vals í fyrri hálfleik að alla stemmningu vantaði og leik- menn virtust ekki hafa of mikinn áhuga á því sem þeir voru að gera. Vörn liðsins var frekar slök, og leikmenn fóru sér um of rólega. Valsmenn sækja sig Leikur Valsmanna breyttist mjög til batnaðar í síðari hálf- leiknum. Smátt og smátt sigu þeir á og náðu að komast yfir. ÍR-ingar gáfu þó ekkert eftir og börðust eins og ljón. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka var staðan jöfn. Bæði liðin höfðu skorað 68 stig. Eins og svo oft áður var lið Vals sterkara á lokasprettinum. Þegar tvær mínútur voru eftir hafði Valur aðeins tveggja stiga forystu 76—74, en ÍR tókst ekki að jafna metin eftir það. Mikil spénna var síðustu mínúturnar, en í lokin stóðu Valsmenn með pálmann í höndunum, sigur og tvö stig. Bandaríkjamaðurinn í iiði Vals, Brad Miley, átti sinn stóra þátt í sigrinum þar sem hann lék mjög vel þessar síðustu mínútur. Hirti þá hvert frákastið af öðru og skoraði grimmt undir körfunni. Liðin Lið IR átti þokkalegan leik og barðist vel. En það vantar herslu- muninn hjá liðinu. Kristinn Jör- undsson sem nú er kominn á fulla ferð aftur lék vel. Skoraði Krist- inn 20 stig og sýndi góða baráttu. Andy Flemming átti og ágætis leik. Jón Jörundsson var góður þar ÍR — Valur 84—88 til hann þurfti að fara útaf. Stefán, Guðmundur og Sigmar áttu góða kafla bæði í vörn og sókn, svo og Kolbeinn. Lið Vals hefur oft gert betur. Liðið var lengst af frekar stemmn- ingslaust í leiknum og það var eiginlega ekki fyrr en alveg í lok leiksins að menn fóru að berjast. Ríkharður átti mjög góðan leik. Hitti vel og lék yfirvegað í vörn- inni. Þá var Miley sterkur og er greinilega að sækja sig verulega og komast í æfingu. Kristján lék allvel. Torfi lenti í villuvandræð- um og naut sín ekki sem skyldi. STIG VALS: Miley 28, Ríkharð 20, Kristján 16, Torfi 10, Jóhannes 6, Jón 4, Þórir 4. STIG ÍR: Kristinn 20, Flemming 19, Jón Jörundsson 14, Kolbeinn 9, Stefán 8, Guðmundur 8, Sigmar 4, Jón Indriðason 2. - þr. j • Stefán Kristjánsson ÍR gætir Kristjáns Ágústssonar I Val og er við öllu búinn. Báðir áttu þessir leikmenn j ágætan leik er lið þeirra mættust í Hagaskóla á | sunnudagskvöld. Einkunnagjöfin Lið ÍR: Jón Jörundsson 7 Kristinn Jörundsson 8 Sigmar Karlsson 6 Guðmundur Guðmundsson 6 Kolbeinn Kristinsson 6 Stefán Kristjánsson 6 Jón Indriðason 5 Lið Vals: Kristján Ágústsson 7 Rikharður Hrafnkelsson 8 Torfi Magnússon 6 Jóhannes Magnússon 6 Jón Steingrimsson 5 Þórir Magnússon 5 Gylfi Þorkelsson 4 Sigurður Hjörleifsson 3 STAÐAN STAÐAN í úrvalsdeildinni í körfubolta er nú þessi: UMFN 5 5 0 501-406 10 KR 5 4 1 452-401 8 ÍR 6 3 3 509- 509 6 Valur 6 3 3 532-530 6 lfS 5 1 4 425-457 2 Ármann 5 0 5 388 — 500 0 • Línumaðurinn snjalli, Björgvin Björgvinsson, svífur inn í teiginn og skorar gegn Vestur-Þjóðverjum. Björgvin átti góðau leik bæði á laugardag og eins í síðari leiknum á sunnudag. Ljósir punktar í síðari leiknum VESTUR-Þjóðverjar unnu öruggan sigur í síðari landsleik þjóðanna, sem fram fór i Laugardalshöllinni á sunnudaginn. Lokatölurnar að þessu sinni urðu 19—17, sem er mikil framför eftir 7 marka skellinn sem heimsmeistararnir réttu íslendingum i fyrri leiknum. Um siðari leikinn er það helst að segja, að jafnræði var lengst af mcð liðunum. en Þjóðverjarnir nýttu sér vel ömurlegan leikkafla islenska liðsins í upphafi siðari hálfleiks. Þá breytti liðið stöðunni á skömmum tima úr 8—7 sér i hag i 14—8. Má segja að þar með hafi björninn verið unninn og íslendingar ógnuðu sigri liðsins i raun ekki alvarlega eftir það, þó svo að með seiglu hafi tekist að minnka muninn mikið. Vörnin í lagi Það voru miklar þreifingar framan af í leik þessum og hraustlega var tekið á í varnar- leiknum. Það var lítið skorað til að byrja með, þannig var staðan eftir 13 mínútur 1—0 fyrir Þjóðverja. En þetta lága markaskor átti einnig rætur að rekja til vand- ræðalegs sóknarleiks beggja liða. Voru Þjóðverjarnir lengst af lítið sterkari en landinn. Meðan barn- ingur þessi stóð yfir, gekk hvorki né rak hjá íslenska liðinu og má fullyrða að íslenska liðið nýtti mun verr dauðafæri sín. Þannig fóru tvö víti forgörðum meðan staðan var 1—0. Sigurður Sveins- son skaut í stöng úr fyrra vítinu og síðan varði þýski markvörður- inn vítakast Stefáns Halldórsson- ar. Mistökin voru matur Þjóðverja íslendingar stóðu allan fyrri hálfleik vel fyrir sínu og lítinn getumun var að sjá á liðunum. En mistök hljóta alltaf að skjóta upp kollinum og Þjóðverjarnir refsuðu íslendingum grimmilega fyrir sín og notuðu þau óspart til að halda forystu sinni. Viggó jafnaði leik- inn á 13. mínútu, en Þjóðverjar komust í 2—1. Þá komst Bjarni Guðmundsson í dauðafæri, en lét verja hjá sér. ! næstu sókn Þjóðverja missti Bjarni síðan Arno Ehret inn fyrir sig og Ehret skoraði, 3—1. Björgvin minnkaði muninn með fallegu marki, en Þjóðverjar svöruðu með fjórða marki sínu. ísland sótti og glæfra- sending Atla Hilmarssonar hafn- aði í höndum Ehret, sem þakkaði fyrir sig með því að bruna upp ög skora, 2—5. Nú kom góður kafli hjá íslenska liðinu. Björgvin og Viggó fiskuðu vítaköst, sem Sigurður Sveinsson sendi á réttan leiðarenda og síðan jafnaði Viggó með góðu marki, 5—5. Glæsikafli, en hann hlaut að enda. ísland náði knettinum í næstu sókn Þjóðverja og fékk tækifæri til að komast yfir. En liðið freistaði þess að byggja upp ótímabæra skyndisókn. Knöttur- inn rataði í lúkurnar á Seehase, sem óáreittur skoraði sjötta mark gestanna. Viggó jafnaði, en Freisl- er skoraði fljótlega sjöunda mark Þjóðverja. Enn fékk ísland tæki- færi, er Þjóðverja var vísað af leikvelli og ísland fékk víti. En Sigurður Sveinsson skaut aftur í stöng og þriðja vítið var farið í vaskinn. Upp úr því skoraði Þýskaland og staðan í hálfleik var 8—7 fyrir liðið. Dauður kafli Fyrstu 10 mínútur síðari hálf- leiks voru ömulegar á að horfa. Hver dellan rak aðra hjá íslenska liðinu. Sóknin brást, vörnin brást og Kristján Sigmundsson, sem stóð sig svo vel á föstudaginn, varði ekki eitt einasta skot. Stað- an breyttist snarlega úr 7—8 í 8—14. Sigur Þjóðverja var í höfn þó enn væri drjúgur tími til stefnu. En þegar staðan var hvað ljótust kom Sigurður Sveinsson inn á, en hann hafði nánast verið sveltur. Koma hans kveikti neista hjá íslenska liðinu, það náði ágæt- um leikkafla og skoraði fjögur af næstu fimm mörkum og fimm af næstu sjö. Sigurður fékk óblíðar viðtökur hjá þýsku vörninni, en við það losnaði um félaga hans og læddist að sá grunur, að sterkari leikur hefði verið að nota Sigurð meira. En Þjóðverjarnir svöruðu nægilega fyrir sig til þess að halda íslendingum frá sér. Lokatölur því 17-19. ísland — V-Þýskaland 17—19 íslenska liðið Þetta var köflóttur leikur hjá íslenska liðinu og það ekki í fyrsta skiptið. Varnarleikurinn var oft stórgóður, en öðru hvoru opnaðist allt upp á gátt. Markvarslan var þokkaleg. Pétur Hjálmarsson stóð í markinu þrjá fjórðu hluta leiks- ins og varði 10 skot, en Kristján varði ekki nokkurn skapaðan hlut. Markvarslan gat verið betri, en Pétur brást þó engum. Viggó Sigurðsson átti stórleik með ís- lenska liðinu, var besti maður liðsins. Hann er vinstri handar maður og því var minna pláss fyrir Sigurð Sveinsson að því er virtist. En þó Sigurður hafi leikið betur á föstudaginn, gekk betur hjá íslenska liðinu, er þeir voru báðir inn á, þeir Viggó og Sigurð- ur. Fannst manni furðulegt að nota Sigurð ekki nema um það bil 30 mínútur af 60. Það er alltaf talað um að íslenska liðið nýti ekki dauðafærin og svo var einnig nú, þó oft hafi það verið verra. Það er rætt um skort leikmanna á yfirvegun undir slíkum kringumstæðum. En hvað er til ráða er sumir af leikreynd- ustu leikmönnum liðsins gera sig seka um að kasta beint í mark- vörðinn er í dauðafæri er komið? Margt þarf greinilega að laga áður en að B-keppninni kemur, svo mikið er víst, þó svo að síðari leikurinn hafi verið mun betri en sá fyrri. Björgvin Björgvinsson átti góðan leik með liðinu og tókst merkilega vel að rífa sig lausan á línunni. En vinstra hornið er mikill höfuðverkur. Hilmar Björnsson þjálfari setti Ólaf Jónsson út úr liðinu og reyndi Valsmanninn Stefán Halldórsson. Stefán var einn af betri mönnum liðsins, en ekkert kom þó út úr honum sem hornamanni. Hann skoraði þrjú mörk í leiknum, en tvö þeirra voru eftir skyndiupp- hlaup og það þriðja er hann lék fram með vörninni, úr horninu, lyfti sér upp og skoraði. Sem hornamaður gerði hann hins veg- ar engar rósir, reyndi tvisvar en lét verja frá sér, ógnaði lítið þar fyrir utan. Hægra hornið er einnig erfitt. Bjarni átti ekki sérlega góðan dag á sunnudaginn og þegar slíkt kemur upp, er ekki að sjá að um annað sé að ræða en að stilla leikmönnum þar upp sem að öllu jöfnu leika ekki þessa stöðu með liðum sínum. Þannig voru Sigurð- ur Sveinsson og Viggó að skiptast á er Bjarni var utan vallar. Slíkt getur varla gengið. Loks má geta þess, að nánast ekkert kom út úr drjúgum hóp leikmanna, sem lék þó töluvert með. Má þar nefna Þorberg Aðalsteinsson, Pál Björg- vinsson, Atla Hilmarsson og Al- freð Gíslason. Með þá tvo síðast nefndu er þó líklega um reynslu- leysi að ræða. Það er þó einkum í sóknarleiknum sem þessir kappar komu lítið við sögu, sem fyrr segir stóðu flestir fyrir sínu í vörninni. Þýska or sænska liðið Þýska liðið er sterkt, á því er ekki hinn minnsti vafi. Þó ekki sterkara en svo að vel mætti sigra það með „toppleik". Leikmenn liðsins eru líkamleg heljarmenni og koma mótherjum sínum í skilning um það í varnarleiknum. En það var ekki fyrr en síðari hluta leiksins, að liðið fór að sýna tilþrif í sóknarleiknum, eða þegar draga tók af íslensku leikmönnun- um. Sænska dómaraliðið var ekki eins gott og af var látið. Hvorugt liðanna hagnaðist sjáanlega á gæslunni, en það var eitt atriði sem þó sveið Islendingum í aug- um. Það var er Þjóðverjar brutu hvað eftir annað af sér fyrir innan eigin vítateigslínu, án þess að fá vítakastsdóma í höfuðið. Þá voru þeir sænsku mjög bráðir með flauturnar og högnuðust Þjóðverj- arnir oftar en einu sinni á eigin brotum. MÖRK íslands: Viggó Sigurðsson 7, 3 víti, Sigurður Sveinsson 3, 2 víti, Stefán Halldórsson 3, Björg- vin Björgvinsson, Bjarni Guð- mundsson, Atli Hilmarsson og Alfreð Gíslason eitt mark hver. Keisarinn lék sinn fyrsta leik með Hamborg SV BÆÐI toppliðin i vestur-þýsku deildarkeppninni, Bayern Múnchen og Hamburger SV, töp- uðu stigum um helgina. Tapaði HSV báðum stigunum á útivelli gegn Stuttgart, en Bayern sá af stigi á heimavelli gegn Köln. Atli Eðvaldsson og félagar hans hjá Dortmund máttu gera sér að góðu jafntefli á heimavelli gegn Kaiserslautern. Atli skoraði ekki i leiknum, Mirko Votava skoraði bæði mörk Dortmund, en Riedle og Melzer skoruðu mörk Kais- erslautern. Úrslit leikja urðu annars sem hér segir: Armenia Bielef. — Bochum 3—3 Mönch.gladb. — Karlsruhe 3—3 B. Uerdingen — Frankfurt 4—1 Dortmund — Kaiserslautern 2—2 Dússeldorf — Núrnberg 2—2 Bayern — Köln 1—1 B. Leverkus. — 1860 Múnchen 1—1 Schalke 04 — Duisburg 2—2 Stuttgart — Hamburger 3—2 Franz Beckenbauer lék sinn fyrsta leik fyrir Hamburger, er hann kom inn á fyrir Memering í síðari hálfleik. Keisarinn þótti sýna afbragðsleik, þó ekki nægði það til sigurs gegn sterku liði Stuttgart. Og HSV tapaði öðrum Engin óvant úrslit urðu i 2. umferð hollensku hikarkeppn- innar i knattspyrnu, en þar féllu flest 2. deildar liðin úr fyrir 1. deildar liðunum. Siðasta áhuga- mannaliðið i keppninni. Rondha. tapaði 3—9 fyrir Go Ahead Eagl- es Deventer og var það stærsti sigur umferðarinnar. Efsta lið 1. deildarinnar, AZ ’67 Alkmaar. vann Heerenveen úr 2. deild örugglega og skoraði Kees Kist 3 mörk i þeim leik. Kristian Ny- gaard fjórða markið. Úrslit leikja urðu annars sem hér segir: leik sínum á þessu keppnistíma- bili. Ivan Buljan náði forystunni fyrir HSV á 10. mínútu, en fimm mínútum síðar jafnaði Hans Mull- er. Walter Kelsch náði forystunni fyrir Stuttgart í upphafi síðari hálfleiks, en Manfred Kaltz jafn- aði skömmu síðar. Jurgen Allgow- er skoraði síðan sigurmarkið á 70. mínútu. Bayern átti möguleika að ná tveggja stiga forystu í þýsku deildarkeppninni, en náði aðeins jafntefli gegn Köln. Durnberger skoraði fyrir Bayern strax á 3. mínútu. Sex mínútum síðar jafn- aði Gerd Strack með lúmsku skoti af 25 metra færi. Eftir það buldu sóknarloturnar á marki Kölnar- búa, en markvörðurinn Schu- macher varði hvað eftir annað snilldarlega og tryggði liði sínu annað stigið. Frankfurt hangir í fimmta sæti deildarinnar, þrátt fyrir mikinn rassskell gegn Uerdingen, sem er meðal neðstu liða deildarinnar. Hofman, Rascheid (2) og Zimmer skoruðu mörk Uerdingen, en Neu- berger svaraði fyrir Frankfurt. Hin botnliðin fengu öll stig. Neðsta liðið Bielefeldt tryggði sér stig á elleftu stundu gegn Bochum, Geils skoraði jöfnunarmark liðs- Den Bosch — FC Utrecht 2—4 Alkmaar — Heerenveen 4—1 Fort. Sittard — Roda JC 1—2 Deventer — Rondha 9—3 Nec Nijmegen — Groningen 0—1 Maastricht — FC Amsterd. 3—0 Dordrecht — PSV Eindhoven 0—1 FC Tvente — Volendam 1—0 Feyenoord — SC Veendam 5—1 Ajax — SVV Schiendam 3—0 Telstar — Willem 2. 2—2 Amersfoort —VVV Venlo 2—2 Wageningen — Den Haag 4—1 Haarlem — Nac Breda 2—2 Sparta — Pec Zwolle 2—2 Excelsior — Vlaardingen 2—2 ins gegn Bochum á 89. mínútu leiksins. Áður höfðu Angele og Schok skorað fyrir Bielefeldt, en Abel og Pinkall (2) fyrir Bochum. Schalke náði aðeins öðru stiginu gegn Duisburg. Elgert og Bitt- chers skoruðu mörk Schalke, en Bussers skoraði bæði mörk Duis- burg. 1860 Múnchen og Núrnberg kræktu einnig í stig, bæði á útivöllum. 1860 tók stig af Lever- kusen með marki Sidka, en Norð- maðurinn Oekland svaraði fyrir heimaliðið. Núrnberg mætti Dúss- eldorf og þeir Brunner og Ober- acher skoruðu mörk liðsins. Seel skoraði bæði mörk Dússeldorf. Loks má geta leiks Mönchen- gladbach og Karlsruhe. Heimalið- ið komst í 3—0 með mörkum Kulik (2) og Hennes, en gestirnir jöfn- uðu með mörkum Gunther og Bold. Sá fyrrnefndi skoraði tvíveg- is, síðara markið á 89. mínútu, Bold skoraði á 90 mínútu! Staðan er nú þessi: STAÐAN Bayern 11 1 2 36- -19 23 Hamburg 10 2 2 35- -17 22 Kaisersl. 8 3 3 29- -16 19 Dortmund 7 3 4 33- -24 17 Frankfurt 8 1 5 28- -28 17 Stuttgart 6 4 4 29- -23 16 Köln 5 4 5 29- -26 14 Bochum 3 8 3 22- -19 14 Leverkusen 4 5 5 23- -20 13 Mönchenblb. 5 3 6 23- -28 13 Karlsruhe 3 7 4 18- -26 13 Duisburg 3 5 5 19- -22 11 Dússeldorf 4 3 6 24- -29 11 Núrnberg 4 3 7 25- -28 11 1860 4 3 7 21- -26 11 Uerdingen 3 4 7 20- -27 10 Schalke 3 3 8 22- -43 9 Bielefeld 1 4 9 19- -33 6 Enn sigrar AZ ’67 Engin óvænt úrslit í Islandsmótinu í blaki MARGIR leiklr fóru fram i ís- landsmótinu i blaki um síðustu helgi. Svo til ekkert varð um óvænt úrslit. Greinilegt er að lið Þróttar f meistaraflokki karla verður erfitt viðfangs i vetur. Og má mikið vera ef liðið sigrar ekki í 1. deild með nokkrum yfirburð- um. Um helgina sigruðu Þróttar- ar lið Vikinga og Fram örugg- lega. Lið Fram er bráðefnilegt og með meiri reynslu á liðið að geta náð langt. Lið Laugdæla hefur misst mikið af góðum leik- mönnum og er nú ekki nema svipur hjá sjón miðað við liðið i fyrravetur. Laugdælir urðu að Rafn endurkjörinn formaður ÁrsþinK Badminton- samhands íslands Ársþing BSÍ var haldið á Hótel Esju laugardaginn 1. nóvember. 47. fulltrúar sátu þingið. Þingforsetar voru Þórður Þor- kelsson og Kristján Benjamíns- son. Þingritarar Steinar Pedersen og Lovísa Sigurðardóttir. Rafn Viggósson, formaður BSÍ, flutti skýrslu stjórnar, og reikn- ingar sambandsins voru lagðir fram endurskoðaðir. Helstu mál þingsins voru, að stofnaður var nýr keppnisflokkur fyrir 50 ára og sætta sig við tap gegn ÍS sem sigraði örugglega í öllum hrinun- um þremur. Lítum á úrslit leikja um helgina. Meistaraflokkur karla 1. deild. UMFL gegn Víkingi. Leiknar voru fjórar hrinur. Laugdælir sigruðu í fyrstu 15—3, en næstu þrjár enduðu allar með sigri Víkings, 15—9. Þróttur sigraði síðan Vík- inga örugglega, 3—0, 15—8, 15—6 og 15—13. ÍS hafði yfirburði gegn Fram, sigraði 3—0, hrinurnar enduðu 15—5, 16—14 og 15—2. Þróttur sigraði Fram 3—1. Hrin- urnar enduðu 15—3, Fram sigraði í næstu hrinu óvænt 16—14, og eldri, Æðsti flokkur, og að reglum styrkleikanefndar var breytt. í stjórn og varastjórn BSÍ voru kjörnir: Rafn Viggósson, formaður, Magnús Elíasson, varaformaður, Adolf Guðmundsson, ritari, Steindór Ólafsson, erl. bréfaviðsk., Bjarni Lúðvíksson, gjaldkeri, Vildís Kristmannsd., blaða- fulltrúi, Hörður Ragnarsson og Hörður Benediktsson. Úr stjórn gengu: Walter Lentz, sem gaf ekki kost á sér til endurkjörs, Ásbjörn Jónsson og Hjalti Sigurðsson. var lengi yfir í fjórðu hrinunni, komst í 10—3 og 12—6, en þá skipti Þróttur öllum sínum bestu leikmönnum inná og sigraði 15— 12 og í síðustu hrinunni 15—4. ÍS sigraði svo Laugdæli örugglega 3— 0,15—11,15—4, og 15—10. IJrslit í meistaraflokki kvenna urðu þessi: UBK — ÍMA 0—3, hrinurnar fóru 7—15, 12—15 og 4— 15. Þá sigraði Þróttur lið ÍMA 3-0,15-13,15-10 og 15-13. - þr. Þjálfaranámskeið í alpagreinum og skíðagöngu Þjálfaranámskeið A-stigs í alpagreinum og skíðagongu verða um helgina á Akureyri. Egilsstöðum og Reykjavík, en um næstu helgi á ísafirði. Þá verða þjálfaranámskeið á B-stigi i framhaldi af þessum námskeið- um haldin. í skiðagongu verður B-namskeið á ólafsfirði og hefst það laugardaginn 22. nóvemher nk. Kennarar á því verða Björn Þór Ólafsson og Per Axel Knud- sen, sem cr þekktur skiðamaður og leiðbeinandi i Noregi. I alpa- greinum verður B-stigið haldið á Akureyri í janúar nk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.