Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 31 heimilinu yfir vertíðina. Munu heimilismenn oftast hafa verið yfir tuttugu manns. Þau Þórður og Katrín eignuðust 12 börn og eru sex þeirra enn á lífi. Þau eru: Þórður Guðmann, bifreiðstjóri, Björn, sjómaður, Rut, gift Óla Valdimarssyni, starfsmanni hjá Fiskifélagi Is- lands, Karólína Þóra, hárgreiðslu- kona, Asta, gift undirrituðum og Birna gift Helga Ingimundarsyni, skristofustjóra. Afabörnin voru 17, þar af eru 16 á lífi, langafa- börnin eru 23 og eitt langalanga- afabarn. Á lífi eru því 46 afkom- endur þeirra hjóna. Katrín andað- ist 28. nóvember 1974. Árið 1940 flutti Þórður til Reykjavíkur og vann þar í nokkur ár við skipasmíðar og húsbygg- ingar. Dvaldi hann þar í níu ár en alltaf mun hugurinn hafa verið bundinn við sjó og fisk. 1949 fór hann svo aftur til Vestmannaeyja, reisti með eigin höndum hús fyrir innan Hástein og sunnan við gamla íþróttavöllinn sem þá var. Það hús nefndi hann Þórðarhöfða. Einnig smíðaði hann sér trillu og hóf á henni sjósókn og for- mennsku á ný. Öftast var hann einn á þessu fari sínu en stundum réri hann við annan mann. Meðal háseta hans þá var Ási í Bæ og hefur hann ritað skemmtilega um þessar sjóferðir þeirra í bók sinni „Sá hlær best sem ...“ Síðar seldi Þórður þetta hús sitt við íþrótta- völlinn og keypti húsið Haga við Heimagötu og þar bjó hann uns húsið fór undir hraun í eldgosinu 1973. Bjó hann síðan í Reykjavík þar til í júlí sl. að hann fór til Vestmannaeyja til dvalar á* elli- heimilinu Hraunbúðum. Sú dvöl varð þó skemmri en nokkurn grunaði því að hann andaðist skyndilega að kveldi sunnudagsins 9. nóvember sl. Þórður var sístarfandi fram á síðustu ár. Hann vann alla ævi hörðum höndum eins og áður segir, ýmist við búskap, sjó- mennsku og smíðar. Haraldur Guðnason, bókavörður í Vest- mannaeyjum lýsir Þórði svo í bók sinni „Saltfiskur og sönglist": „Þórður var vel í meðallagi að vexti, afrenndur að afli á yngri árum hafa kunnugir sagt, harður á brún, en launkíminn og viðræðu- góður eftir nokkra viðkynningu en ekki allra viðhlægjandi. Hann er greindur sem hann á ætt til og bókhneigður. Fór sínar leiðir hvort sem öðrum líkaði betur eða verr. Oflátungar eru honum lítt að skapi. Kannski má segja að hann sé einn hinna sérstæðu kjarna- karla aldamótanna." Að mínum dómi er Þórði þarna rétt lýst og því má bæta við að undir oft hrjúfu yfirbragði leyndist blítt hjarta. Hann var einstaklega barngóður og nutu börnin okkar þess í ríkum mæli. Ekki var ævi Þórðar alltaf dans á rósum. Sex af börnunum létust með stuttu millibili, ýmist á ungl- ingsaldri eða uppkomin og finnst mér það næstum ofurmannlegt að reyna slíkt mótlæti án þess að brotna en þeim hjónum var gefinn styrkur til þess að standast þessa miklu raun án þess að bugast. Á sinni löngu sjómannsævi komst Þórður oft í hann krapp- ann. Stundum var bilið mjótt á milli lífs og dauða en alltaf kom Þórður úr hverri svaðilför með skip sitt heilt í höfn. Að lokum bið ég tengdaföður mínum blessunar guðs með þakklæti fyrir allt sem hann gerði fyrir mig og mína fjölskyldu. Án hans atbeina hefði félaus námsmaður nýkominn úr skóla ekki byggt yfir fjölskyldu sína svo sem raun varð á. Þórður hefur nú lagt frá landi í sína hinstu för. Ekki þarf að kvíða austanstórsjó eða útsynnings- brimi eins og við Eyjar forðum því að fyrir stafni er sléttur sjór og landtakan örugg. Við hjónin þökkum sérstaklega Einari Val Bjarnasyni, yfirlækni Sjúkrahúss Vestmannaeyja, öðru starfsfólki sjúkrahússins svo og starfsfólki Elliheimilisins Hraun- búða, fyrir fádæma góða aðhlynn- ingu. Blessuð veri minning Þórðar Stefánssonar. Theódor S. Georgsson. Guðríður Þórólfs- dóttir - Minning Fædd 20. septembcr 1891 Dáin 8. nóvember 1980 I dag, þriðjudaginn 18. nóvem- ber, kveðjum við eina mestu „hvunndagshetju“ vorra tíma. Þessa hljóðlátu tegund sem er, ef svo má að orði kveða, að verða „útdauð", eins og Geirfuglinn. Það vill oft verða hlutverk aldraðra, sem há þessa glímu við lífið, að það gleymist fljótt, en sú minning, sem við eigum um Guð- ríði frá þvi fyrsta til hins siðasta, verður hennar nánustu ógleym- anleg. Oft er talað um kreppuárin, bæði hér heima og erlendis. Það er ekki óeðlilegt að minnast þeirra ára fyrir þá, sem þau muna. Mér er ofarlega í huga, og þá e.t.v. sem skósmiðsdóttir, að minnast þess, að Guðríður heitin gegndi því hlutverki með miklum sóma, að sóla skó fjölskyldu sinnar, ásamt mörgum öðrum verkefnum, sem talin voru karlmannsverkefni, en í dag hofir þetta sem betur fer breytst talsvert, þar sem ungar konur eru þó orðnar Iiðtækari við ýmis störf, sem áður fyrr töldust eingöngu karlmannsstörf. Brosinu hennar Guðríðar gleymir enginn, hún gegndi sínu ömmuhlutverki frábærlega vel. Peysurnar, háleistarnir og vettl- ingarnir komu í góðar þarfir barnabarnanna, sem syrgja nú ömmu sína, sem allt lék í höndun- um á, og þau nutu góðs af, auk þess var Guðríður góðum gáfum gædd. Guðríður hafði frábært skop- skyn, og var ánægjulegt að deila geði við hana, þar sem hennar hnittnu svör komu okkur oft á óvart, vegna þess að hún var alvörumanneskja og ekki sérlega mannblendin. Aftur á móti var hún mikill vinur vina sinna og hélt mjög gott heimili fyrir fjölskyldu sina. Sinni elli tók hún af miklu þolgæði og ætlaðist aldrei til þjónustu annarra, hvorki ættingja né vandalausra, enda var Guðríð- ur mikil trúkona. Hún hélt mikið upp á Passíusálma Hallgríms Pét- urssonar, það má með sanni segja, að hennar lífsviðhorf hafi talsvert mótast af innihaldi þeirra. Þær minningar sem Guðríður skilur eftir hjá dætrunum 3, þeim Sólrúnu, Rósu og Ragnhildi Þor- björnsdætrum, ásamt fjölskyldum þeirra, munu ógleymanlegar, svo og hjá öllum þeim er náin kynni höfðu af henni. Megi góður Guð fylgja þessari frómu konu. Börn, tengdabörn og barnabörn þakka henni allt það góða sem hún lét af sér leiða. Þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Vigdís Ferdinandsdóttir Björg Ornólfsdótt- ir - Minningarorð Fædd 19. janúar 1928 Dáin 1. nóvember 1980 Mig langar til að minnast Stellu eins og hún var alltaf kölluð með nokkrum minningarorðum. Ég kynntist Stellu fyrst á Húsmæðra- skóla Árnýjar heitinnar Filipus- dóttur í Hveragerði árið 1947 og notið þessarar ánægjustundar með mér og minni fjölskyldu. Vii ég svo þakka Stellu fyrir allar þær ánægjustundir sem hún veitti mér og börnum mínum og þá sérstakl- ega flyt ég Stellu þakkir fyrir hönd dóttur minnar Ingunnar og börnum hennar fyrir allt það traust sem Stella veitti þeim, því gott var að leita til Stellu ef eitthvað bjátaði á því hún var mjög trúuð kona. Ég og fjölskylda mín munum sakna Stellu og hennar hlýja brosi á heimili okkar. Svo biðjum við Guð að geyma og varðveita Stellu og vottum við aðstandendum hennar okkar bestu samúðarkveðjur. Sisí vinkona og fjölskylda. Breytt símanúmer á afgreiöslu Morgunblaösins 83033 Ekta Marmari er ekta náttúruefni meö frábæra endingar- eiginleika og sérlega auövelt aö halda hreinu. Hin mjúku og hlýju litbrigði marmarans gera hann að tilvöldu byggingarefni, jafnt á heimilum sem opinber- um byggingum. Byggingarefni fyrir hina vandlátu. Vinsamlegast leitið upplýsinga. # Nýborg H Armúla 23. — Sími 86755. BR0WN járnsagir • Höfum fyrirliggjandi Brown Profilesagir. • Þrjár stærðir. • Einfasa 220 v. • Allar sagir með kælingu. • Þriggja fasa 380 v. • Sagarblöð í miklu úrvali. Ármúla 22, símar 34061 — 34066. istækni hff. upp frá því urðum við mjög nánar vinkonur. Eftir að ég flutti til Keflavíkur reyndi Stella að koma eins oft og hún gat til mín og fjölskyldu minnar og þá fylgdi henni alltaf bros og hlýja. Og allir hlökkuðu mikið til þegar Stella var væntanleg og þá sérstaklega krakkarnir mínir því Stella var alltaf svo góð við alla. Gaman var að gleðjast með Stellu innan allrar fjölskyldunnar. Tek ég dæmi að í maí síðastliðinn kom Stella til mín í síðasta sinn á afmæli mínu og var hún mikið glöð j)ó heilsu hennar væri farið að hraka, og minntist hún oft eftir það við mig í síma hversu mjög hún hefði Styrkið og fegrið líkamann Dömur og herrar! Ný 3ja vikna námskeid hefjast 24. nóv. Leikfimi fyrir konur á öllum aldri. Hinir vinsælu HERRATÍMAR í hádeginu. Hressandi — mýkjandi — styrkjandi — ásamt megrandi æfingum. Sértímar fyrir konur sem vilja léttast um 15 kg eða meira. Sértímar fyrir eldri dömur og þær sem eru slæmar í baki eða þjást af vöövabólgum. Vigtun — mæling — sturtur — Ijós — gufuböð — kaffi , — nudd. Júdódeild Ármanns Ármúla 32. Innritun og upplýsingar alla virka daga frá kl. 13—22 í síma 83295.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.