Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 „Kennsluhættir taka örum breytingum stöðugt þarf að fara fram endurmat“ Fræðslustjóraembættið hefur KenKist fyrir þrem fundum á þessu hausti með námsstjórum menntamálaráðuneytis «!< kenn- urum í Krunnskólum umdæmis- ins. Hefur kennurum verið skipt niður á fundina eftir staðsetn- in«u skóla. Tveir fundanna voru haldnir i Kópavogi ok Hafnar- firði en sá þriðji í Barnaskóla Keflavikur, ok var hann ætlaður kennurum af Suðurnesjum. Blm. ok ljósmyndari Mbl. litu inn á námsstjórafundinn í Kefla- vík og fyrst hittum við að máli þrjá námsstjóra, þau SÍKríði Jóns- dóttur. Guðnýju HelKadóttur ok InKvar SÍKurKeirsson, en þau sjá um samfélaRsfræði ok námsmat. Við spurðum þau hvert væri verksvið námsstjóra. Þau sököu námsstjóra KrunnskólastÍKsins vera 12 talsins or starfa í svo- nefndri skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins. Þeirra verksvið væri að semja námsefni ok kynna það fyrir kennurum. Námsefnið væri samið í samvinnu við kennara ok marga sérfræðinKa ok störfuðu starfshópar að náms- efnissamninKunni í lenKri eða skemmri tíma. Þá tæki við til- raunakennsla og oft tæki undir- búningur að breyttu kennslufyr- irkomulagi fjögur til fimm ár, áður en ákvörðun væri tekin um að breyta kennslufyrirkomulagi og námsefni í sjálfum skólunum. — Hver er megintilgangurinn Námsstjórarnir þrír: Ingvar Sigurgeirsson, Guðný Helgadóttir i miðið og Sigríður Jónsdóttir lengst til hægri. Valddreifing í yfirstjórn grunnskóians hefur gefið góða raun MEÐ setningu grunnskóialaK- anna 1974 var ákvcðin veruleg valddreifinK í yfirstjórn grunnskólans með skiptingu landsins i átta fræðsluumdæmi. stofnun fræðslustjóraembætta ok kosninKU fræðsluráða. Með þessu fyrirkomulagi var vald sveitarfélaganna sjálfra ekki aukið. en aftur á móti var stór hluti þess starfs. sem áður var unnið i menntamálaráuneytinu færður heim í héruð, þ.e. til fræðslustjóraembættanna. Nokkur reynsla hefur nú fengist af þessari nýju skipan ok eru skólamenn almennt sam- mála um að hún sé jákvæð. Fræðslustjóraemhættið i Reykjanesumdæmi var sett á laggirnar 1976 og á sama tima var llelgi Jónasson ráðinn fræðslustjóri. Mbl. ræddi nýver- ið við IlelKa ok fylgdum við honum á námsstjórafund. sem hann gekkst fyrir i Keflavík og ræddum þar við námsstjóra ok kennara um grunnskóla- kennslu o.fl. með fundi sem þessum að ykkar mati? Þau voru sammála um að slíkir fundir gæfu góða aðstöðu til að kynna kennurum nýtt námsefni, gögn og hjálpartæki, svo og til að skiptast á skoðunum. Þá sögðu þau mjög heppilega þróun að slíkir fundir væru haldnir með þetta mörgum kennurum í upp- hafi skólastarfs. Það kæmi í veg fyrir ýmis mistök og skapaði einnig nánari samvinnu, brúaði bil og gæfi auknar líkur á jákvæðu starfi í skólunum. Pólitísk innræting — „fremur átt við framhaldsskólastigið* — Nú hefur verið deilt á útþenslu menntamálaráðuneytis- ins og skólarannsóknadeildin ekki fengið smæsta skammtinn af þeirri ádeilu. Hvað viljið þið segja um það? Ingvar varð fyrir svörum og sagði: „Neikvæðar raddir heyrast ætíð, en við tökum ekki nærri okkur glósur úr Svarthöfða og því um líkt. Ég held að þetta skapist vegna eintómrar vanþekkingar á því sem við erum að gera.“ — Hafið þið gert eitthvað til að kynna starf ykkar? „Það er eflaust rétt að það vantar kynningu og meiri sam- skipti við t.d. fjölmiðla til kynn- ingar á því sem við erum að gera. — Pólitískur áróður í skólum — Vilhjálmur Ketllsson skólastjóri i Keflavík. innræting. Verður slíkt rakið til ykkar? „Siíkar umkvartanir hafa aldrei komið til okkar, sem sjáum um grunnskólastigið, frá foreldrum. Þetta hefur fremur átt við fram- haldsskólastigið," sögðu þau, og bættu við að að þeirra mati væri slík ádeila oftast byggð á van- þekkingu. Hádegisverður í boði bæjarstjórnar Næsta hittum við að máli Mar- Kréti S. Guðjónsdóttur, sem starf- ar á fræðsluskrifstofunni en hún stóð að undirbúningi og fram- kvæmd fundanna í samvinnu við Valgerði Sn. Jónsdóttur og Brynd- ísi Steinþórsdóttur, námsstjóra. Sagði hún að um 150 kennarar af Suðurnesjum sæktu fundinn, en hann stæði yfir frá kl. 9:00 til kl. 16:00 og væri kennsla lögð niður í skólunum þennan dag. Margrét sagði að hverjum fundi hefði verið skipt í 4 tímabil, sem hvert um sig væri 2 kennslust. Hver kennari ætti því kost á að hitta allt að 4 námsstjóra yfir daginn og velja viðfangsefni hvers tímabils við sitt hæfi. Margrét sagðist álíta að slíkir fundir væru mjög gagnlegir og auðvelduðu kennurum að kynn- ast því helsta sem efst væri á baugi í kennslumálum hverju sinni. Sagði hún að ekki yrði annað séð en að kennarar væru ánægðir með þetta fyrirkomulag. Margrét S. GuAjónsdóttir Sagði Margrét að starfsfólk þeirra skóla sem fundirnir voru haldnir í hefði lagt sig fram um að aðstoða við undirbúning fundanna. Mót- tökur heimamanna hafa alls stað- ar verið mjög góðar. í Kópavogi bauð skólanefndin öllum starfs- mönnum við fundina til hádegis- verðar og síðan öllum fundar- mönnum til kaffidrykkju og í Keflavík bauð bæjarstjórnin öll- um fundarmönnum til hádegis- verðar, en kennarar Barnaskólans í Keflavík buðu síðan upp á kaffi og meðlæti. UmsöKn í orðum eða tölum Jón Ólafsson skólastjóri grunnskólans í Garði var einn af þeim sem sat á skólabekk þennan dag. Við spurðum hann hvernig honum líkaði. Mér líkar reglulega vel. Það er ágætt að rifja upp og lífga upp á kennsluhættina og þá er ætíð ánægjulegt að hitta starfs- bræðurna. Jón sagðist sitja í hópi, sem fjallaði um námsmat og væri þar m.a. verið að ræða hvort gefa ætti umsögn þ.e. einkunnir í orðum eða tölum. Þá sagði hann kennsluhætti taka öðrum breyt- ingum. Nýjar leiðir væru innleidd- ar og stöðugt þyrfti að fara fram endurmat. „Ég vil þakka fræðslu- stjóra, námsstjórum og Keflvík- ingum kærlega fyrir gagnlegan og skemmtilegan fund,“ sagði Jón að lokum. Jón ólafsson skólastjóri i Garði. Leiðbeinendur á lestrarkennslunámskeiðinu: H&ukur Helgason, Helga Magnúsdóttir og Tveir kennaranna sem við hittum á útleið. Valgerður Sn. Jónsdóttir, iengst til hægri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.