Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 fMttgmtlrlfifrifeí Otgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakiö. Frá Varsjá til Madrid Þróunin í Póllandi heldur áfram í átt til aukins frjálsræðis. Fundur þeirra Lech Walesa, verkalýðsleiðtoga, og Stanis- law Kania, flokksleiðtoga, fyrir helgina er skýrasta staðfesting- in á því, að kommúnistaleiðtogarnir í Póllandi vilja horfast í augu við staðreyndir. Eftir að hæstiréttur landsins nam úr gildi þann úrskurð borgardómara í Varsjá, að Kommúnistaflokkur Póllands hefði úrslitavald yfir verkalýðssamtökunum Samstaða, er ljóst, að samskipti flokks og verkalýðshreyfingar hafa tekið nýja stefnu. Skipunarvald hinnar fámennu flokksklíku hefur verið afnumið með ótvíræðum hætti. Sagt er, að hin frjálsu, pólsku verkalýðsfélög telji nú um 10 milljónir félagsmanna, eða tæplega þriðjung íbúa landsins. í síðustu viku birti franska tímaritið Paris Match niðurstöður skoðanakönnunar, sem það hafði framkvæmt í Póllandi. Samkvæmt henni sögðust aðeins 3% þeirra, sem spurðir voru, myndu kjósa Kommúnistaflokk Póllands, ef frjálsar kosningar færu fram í landinu. Það er engin furða, að ráðamenn í kommúnistalöndunum skuli halda því á loft, að þeir hljóti ávallt fylgi 99,98 eða 99,99% atkvæðisbærra manna í kosningum. Ekki veldur heldur undrun, að stuðnirgsmenn slíkra stjórnarhátta hér á landi skuli finna Bandaríkjunum það mest til foráttu, að þar séu kosningar aðeins átök milli auðhringa og alltof fáir greiði þar atkvæði! I löndunum austan járntjalds eru kommúnistaflokkarnir hagsmunasamtök valdastéttarinnar og í þau komast þeir einir, sem eru reiðubúnir að sitja á svikráðum við samborgara sína og þiggja þægilegt starf að launum. Landflótta andófsmenn frá Sovétríkjunum hafa sagt, að í margmenni sé ekki unnt að niðurlægja mann meira en með því að vekja athygli á þátttöku hans í kommúnistaflokknum. Um leið og þetta er haft í huga, er rétt að minnast þess, að herinn og flokkurinn hafa myndað samtryggingarkerfi í Sovétríkjunum. Herinn fær alla þá fjármuni, sem hann þarfnast, jafnvel þótt fólkið skorti mjólk og kjöt. Þeim mun meiri sem sá skortur verður aukast áhrif og völd augna og eyrna flokksins, leynilögreglunnar alræmdu KGB. Er nokkur furða, að spurt sé: Hve lengi getur slíkt ástand varað? Hvenær sýður upp úr og hverjar verða afleiðingarnar? Atburðirnir í Póllandi eru dæmi um markvissa viðleitni kúgaðrar þjóðar til að kasta af sér hlekkjunum. Tvisvar áður hafa svipaðir atburðir gerst í heimsveldi Kremlverja. í Ungverjalandi 1956, þegar þjóðin taldi þíðuna eftir dauða Stalíns heimila sér frelsi undan ofurvaldinu. í Tékkóslóvakíu 1968, þegar flokksleiðtogarnir þar ætluðu að skapa sósíalisma með „mannúðlegri ásýnd". í bæði skiptin var kommúnismanum þröngvað að nýju yfir þessar þjóðir með hervaldi. Af þeim sökum óttast frjálshuga menn örlög Pólverja, um leið og þeir fagna þeini árangri, er náðst hefur. Ljóst er, að Vesturlandabúar geta lítið annað aðhafst en fylgst af áhuga með því, sem í Póllandi gerist. Aform um að veita Pólverjum hernaðaraðstoð, ef sovéskir skriðdrekar .vrðu sendir til Gdansk eða Varsjár, myndu auka á vandann. Viðbrögð Kremlverja við fjárhagslegri aðstoð Vesturlanda við Pólverja sýna, að þeir kunna jafnvel að nota hana sem átyllu fyrir innrás. Þegar ráðist var inn í Afganistan um síðustu jól var það ekki vegna atburða í landinu að sögn sovésku áróðursvélarinnar, heldur vegna hættunnar af undirróðri erlendis frá. í skoðana- könnun Paris Match í Póllandi kom fram, að 66% spurðra sögðust mundu snúast gegn sovéskri innrás, yrði hún gerð. Frammi fyrir þessu standa Kremlverjar, þegar þeir velja á milli einræðisins og þróunarinnar til frjálsræðis í Póllandi. Samkomulag hefur nú tekist um dagskrá ráðstefnunnar í Madrid um öryggi og samvinnu í Evrópu. Hún mun standa fram á næsta ár og ólíklegt verður að teljast, að Kremlverjar ráðist inn í Pólland á meðan þeir ræða um slökun og frið í Madrid. Atburðarásin hefur verið hröð og öll til aukins frjálsræðis fyrir Pólverja síðan verkföllin hófust í sumar. Næstu vikur og mánuðir munu skera úr um það, hvort frelsið festist í sessi í Póllandi eða dauð hönd flokksvalds og erlends hers kæfir það. Framkoma Sovétmanna í Madrid mun verða nokkur mælikvarði á hvað þeir ætlast fyrir í Póllandi. Kremlverjar hafa sjaldan komist í erfiðari pólitíska aðstöðu á alþjóðavettvangi en einmitt nú. Hervaldið er þeirra eini styrkur og reynslan sýnir, að þeir hika aldrei við að beita því — hefur það breyst? Hitaveita Akureyrar: 40 sekúndulítra hola vestan Eyjafjarðarár Akureyri, 17. nóvember. JARÐBORINN Narfi, sem vcrið hefur i þjónustu Hitaveitu Akur- eyrar sl. þrjár vikur, kom i Ka’rmorKun niður á vatnsa“ð, sem virðist gefa um 20 sekúndulítra af sjálfrennandi vatni, 80—85 stiga heitu, til viðbótar þeim 20 sek- úndulitrum, sem fengust úr sömu holu fyrir hálfum mánuði. Undanfarnar þrjár vikur hefur Narfi verið að bora hjá Botnslaug í Hrafnagilshreppi á vegum Hita- veitu Akureyrar. Á 483ja metra dýpi kom hann á vatnsæð, sem gaf 20 sekúndulítra af um 80 stiga heitu vatni og þótti það spá mjög góðu, þar sem ekki hafði verið vonazt eftir verulegum árangri á þessum stað fyrr en á 1000 metra dýpi. I fyrrinótt eða gærmorgun var svo borað í gegn um annan gang, eða fleiri smáganga, á um 800 metra dýpi, þannig að rennslið úr holunni jókst í 40 sekúndulítra. Hiti vatnsins er nú 80—85 gráður Celsíus. Að sögn Vilhelms Steindórsson- ar, hitaveitustjóra, eru þetta mikil og góð tíðindi fyrir Hitaveitu Akureyrar, ekki aðeins vegna hinn- ar góðu viðbótar við það vatn, sem Jægar er virkjað, heldur einnig og ekki síður vegna þess að þetta sannar, að hægt er að afla heits vatns vestan Eyjafjarðarár. Gang- ur sá, sem þessar vatnsæðar tengj- ast, er talinn liggja skáhallt til norðvesturs frá Botnslaug, þannig að vænta má árangurs af borun suður og vestur af Kristnesi. Með dælingu er oft unnt að fá um tvöfalt vatnsmagn við sjálfrennsli, en hins vegar er reynslan sú, að þrýstingur er mestur fyrst eftir að æð opnast, en fellur síðan. Ekki er óeðlilegt að áætla, að þessi hola muni þá gefa um 50 sekúndulítra vatns með dælingu, þegar frá líður, og yrði það um 30% viðbót á vatnsmagni Hitaveitu Akureyrar, sem nú er 150—160 sekúndulítrar frá svæðunum við Laugaland og Ytri-Tjarnir. Þar að auki er þetta vatn heitara en það sem fyrir er og enn er alls ekki vonlaust, að holan eigj eftir að gefa enn meira, þegar hún dýpkar. Þegar komið verður á 1000 metra dýpi, verður holan rannsökuð og að því loknu ákveðið nánar um fram- hald borana vestan ár. Ef þessi hola við Botnslaug verður dýpkuð umfram 1000 metra, til að mynda í 1800 metra, yrði það eingöngu gert til jarðfræðilegra rannsókna, en ekki til vatnsöflunar. Þess er að geta, að holan hefur reynzt mjög auðveld til borunar og lítils eða einskis hruns hefur orðið vart í henni. Er það allt önnur reynsla en var af holunum á Laugalandssvæð- inu. Enginn vafi leikur á, að vatnið frá Botnslaug verður virkjað í þágu Hitaveitu Akureyrar, en ekki verð- ur sagt ákveðið um það á þessu stigi málsins, hvernig það verður leitt til Akureyrar. Flest bendir til þess nú, að það verði leitt yfir að Laugalandi til þess að nýta dælu- mannvirki og loftskilju, sem þar eru. Þó fer það eftir vatnsmagninu, sem fást mun, hvort það verður gert, eða vatnið leitt beint inn á aðalaðveituæðina hjá Gili. - Sv.P. Sveinn Gylfason unglingameistari í skák: Anægjulegur en óvæntur árangur ,ÉG ER auðvitað ána'gður með árangurinn," sagði nýhakaður unglingameistari íslands í skák, í samtali við Mbl. „Þessi sigur kom mér þægilega á óvart og ég hjóst alls ekki við þessu fyrr en fyrir siðustu umferðina, en þá var ég kominn með 'k vinning fram yfir hina kepp- endurnar. Ég tapaði fyrstu skákinni, en vann svo hinar 6 og var ósköp rólegur framan af eða þar til ég gerði mér ljóst að ég hafði vinningsmöguleika, þá kom svo- lítill skrekkur í mig, en þetta hafðist samt. Ég byrjaði að tefla 6 ára og hef teflt mikið síðan. Nú er ég orðinn 14 ára og ég get ekki neitað því að það fer svo mikill tími í skákina að það kemur talsvert niður á skólanum. Ég er. samt reiðubúinn að halda þessu áfram og vona að ég nái sem lengst. Þetta er fyrsti meirihátt- ar titillinn hjá mér, en áður hef ég unnið nokkur mót og meðal annars orðið unglingameistari Keflavíkur og fyrir tveim árum varð ég Unglingameistari Kaup- mannahafnar," sagði skákmeist- arinn ungi að lokum. Frá fyrsta ríkisráðsfundi í forsetatíð Vigdísar Finnhogadóttur. Fyrsti ríkisráðsfundur Vigdísar Finnbogadóttur FYRSTI ríkisráðsfundur í emb- ættistíð Vigdísar Finnbogadóttur sem forseta fslands var haldinn að Bessastöðum í gær. í frétt frá ríkisráðsritara segir, að forsetinn hafi flutt ávarp í upphafi fundar og sagt m.a.: „Ég segi hér með settan þennan 317. ríkisráðsfund frá stofnun lýðveldis á Islandi og er hinn fyrsti sem ég stjórna. Við þetta tækifæri vii ég ekki láta hjá líða að þakka ríkisstjórninni árnaðar- óskir mér til handa við kjör mitt til embættis forseta Islands. Það er einlæg ósk mín, að við megum öll bera gæfu til að gera sameigin- legt átak til lausnar þeim mikla vanda, sem óumdeilanlega er við að etja í þjóðlífinu um þessar mundir, og að þar verði þjóðar- heill sett öllu ofar.“ Forsætisráðherra, dr. Gunnar Thoroddsen, þakkaði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar ummæli for- seta og mælti á þessa ieið: „Fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þakka ég orð forseta íslands og tek undir þá ósk, að öll berum við gæfu til að leysa vandamálin með þjóðarheill að leiðarljósi." Þá voru staðfestar á fundinum ýmsar afgreiðslur, sem farið höfðu fram utan ríkisráðsfundar, segir í frétt ríkisráðsritara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.