Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 t ERLENDURJÓNSSON, fyrrverandi vegaverkstjóri, Hórlaugsstööum Ásahreppi, lést aö heimili sínu, laugardaginn 15. nóvember. Vandamenn. t Faöir okkar, INGÓLFUR ÁRNASON, fyrrum framkvæmdastjóri ó ísafirði, lést 15. nóvember í Landakotsspítala Halldóra, Sigríóur, Helga, Árni. t Faöir minn, GUÐMUNDUR KRISTJÁNSSON, Hjallaveg 3, Ytri-Njarövík, andaöist í Borgarspítalanum, sunnudaginn 16. nóvember. Fyrir hönd vandamanna. Einar Guömundsson. t Eiginmaöur minn og faöir okkar, FRIDRIK ÞORSTEINSSON, húsgagnasmíöameistarí, Túngötu 34, lést 4. nóv. sl. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hins látna. Ragnheiöur Jóhannsdóttir og börn. t Elskuleg systir mín og mágkona, GUÐRÚN A. BELLMAN, lést 12. nóvember aö heimili sínu 35 Radnor Mews, London. Ólöf Guömundsdóttir, Andrés Bjarnason, gullsmiöur. t Jaröarför bróöur okkar, SVERRIS SÆMUNDSSONAR, Templarasundi 3, sem lést 7. nóvember sl., veröur gerð frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Systkini hins lótna. t Útför BJARGARJÓNSDÓTTUR fró Akureyri, fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 19. nóvember kl. 3 e.h. Vinir hinnar lótnu. Fósturmóöir okkar, LILJA SIGURDARDÓTTIR fró Hellissandi, sem lést fimmtudaginn 13. nóvember, veröur jarösungin frá Ingjaldshólskirkju, laugardagínn 22. nóvember kl. 2. Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 10.30. .. ... Stefón Jóhann Sigurösson, Siguröur Sigurösson. t Hjartkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, RAGNAR JÓNSSON, Stórholti 26, sem lést í Borgarspítalanum 12 þ.m., veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 20. nóvember kl. 13.30. Magnúsina Bjarnadóttir, Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Jóhannes Noröfjörö, Pólína Aöalheiöur Ragnarsdóttir, Oddur Halldórsson, og barnabörn. Minning: Þórður Stefánsson Vestmannaeyjum Fæddur 15. júní 1892. Dáinn 9. nóvember 1980. Þeir hverfa nú óðum hver á eftir öðrum aldamótamennirnir — þessir fulltrúar þeirrar kynslóðar sem með fulltingi tækninnar lyftu ísiensku þjóðfélagi upp úr alda- gamalli örbirgð í allsnægtar þjóð- félag nútímans. Gerðu kotbýlið að stórbúi og héldu á miðin á vél- knúnum skipum í stað gömlu árabátanna. Sumir þessara manna sóru sig í ætt við fornkapp- anna hvað atgervi og lundarfar varðar. í stað þess að sveifla brandi eða glíma við fornynjur áttu þeir fangbrögð við Ægi á smáum og vanbúnum fleytum. Margur góður drengur varð undir í þeirri glímu og náði aldrei landi — aðrir komust alltaf í höfn um síðir þó oft skylli hurð nærri hælum. I dag kveðjum við einn þessara manna, Þórð Stefánsson, útgerð- armann og smið frá Vestmanna- eyjum. Hann var fæddur á Hrúta- felli undir Austur-Eyjafjöllum þann 15. júní 1892. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Tómasson bóndi á Raufarfelli, Austur Eyja- fjöllum, er síðast bjó í Selkoti og Vilborg Þórðardóttir, Tómasson- ar, bónda og formanns á Rauða- felli og bar Þórður nafn afa sins. Kona Þórðar á Rauðafelli var Guðrún dóttir Tómasar bónda í Varmahlíð. Stefán faðir Þórðar drukknaði 16. maí 1901 í hinu hörmulega sjóslysi er róðraskipið Björgólfur fórst við Vestmanna- eyjar og með því 27 manns. Þau Stefán og Vilborg áttu níu börn og var Þórður tekinn í fóstur af afa sínum og ömmu á Rauða- felli þegar hann var skírður. Bar hann alla ævi mikinn hlýhug til fósturforeldra sinna. Snemma hneigðist hugur Þórðar að sjón- um. Eyfellingar höfðu um iangan aldur stundað róðra á opnum skipum frá Fjallasandi. Tólf ára gamall réðst hann sem fullgildur háseti á róðrarskip við Sandinn og varð strax mjög fiskinn. Árið 1914 kvæntist Þórður Katrínu Guðmundsdóttur, en for- eldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Vigfússon og Anna Jóns- dóttir er lengst af bjuggu í Gíslakoti. Katrín átti ættir sínar að rekja til Önnu frá Stóru-Borg og Hjalta sem kallaður var Barna-Hjalti. Þórður og Katrín hófu búskap í Berjaneskoti undir Austur-Eyjafjöllum. Býlið var lít- ið og illa hýst en eigi að síður búnaðist ungu hjónunum vel. Hýstu þau jörðina og komu sér upp dágóðum bústofni á skömm- um tíma enda bæði harðdugleg og t Eiginkona mín, móöir, tengdamóðir, amma og dóttir, HRAFNHILDUR SIGUROARDÓTTIR, sem andaöist 9. nóvember, veröur jarösungin frá Hafnarfjaröar- kirkju, miövikudaginn 19. nóvember kl. 13.30. Guðmundur Ingvason, Siguróur Th. Guömundsson, Elsa Sveinbjörnsdóttir, Guömundur Rúnar Guómundss., Yngví Óöinn Guömundsson, Jóhanna Kristín Guömundsd., Valgeróur Laufey Guömundsd., Hrafnhildur Siguröardóttir, Valgeröur Laufey Eínarsdóttir. t Elskuleg móöir okkar, tengdamóöir og amma, INGIBJÖRG SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Noröurbrún 34, áöur Skúlagötu 70, veröur jarösungin þriöjudaginn 18. nóvember kl. 10.30 frá Fossvogskirkju. Björg Pálína Jóhannsdóttir, Halldór Kristinsson, Sigurrós Jóhannsdóttir, Friögeír Sigurgeirsson, Björn Jóhannsson, Efemía Halldórsdóttir, Hannes Jóhannsson, Jónína Jóhannsdóttir, Ingólf Ágústsson, Ragnar Jóhannsson, og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og alla þá aöstoö sem okkur var veitt vegna andláts og jaröarfarar eiginmanns míns, fööur, tengdafööur og afa, ÞORSTEINS ÞORSTEINSSONAR, skipasmíðameistara, Norðurgötu 60, Akureyri. Sérstakar þakkir færum viö Oddfellowum, Flugbjörgunarsveit- inni og Hjálparsveit skáta á Akureyri ásamt Landhelgisgæsl- unni. Þóra Steindórsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Þórhildur Valdemarsdóttir, Sigfrióur Þorsteinsdóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Ágúst Bjarnason, Anna Soffia Þorsteinsdóttir, Sturla Jónsson, og barnabörn. hagsýn. Ekki bjuggu þau samt lengi í Berjaneskoti og lágu til þess ýmsar ástæður. í suðri út frá Eyjafallasandi blöstu við Vest- mannaeyjar. Það fór ekki fram hjá bóndanum unga að þar var að gerast mikið ævintýri eins og í verstöðvum á þeim tíma. Með tilkomu vélbátanna hófust miklir uppgangstímar og áður óþekkt tækifæri buðust hvarvetna við sjávarsíðuna. Árið 1919 fluttu þau Þórður og Katrín til Vestmannaeyja og þar eyddi hann síðan mestum hluta ævi sinnar. Þó sjómennskan yrði aðalstarf Þórðar, blundaði þó allt- af í honum löngun til sveitabú- skapar. Sést það gleggst á því að nær allan tímann sem hann bjó í Eyjum átti hann skepnur og var stundum með veruleg umsvif í búskap á mælikvarða eyjaskeggja. Er enginn vafi á því að hann hefði orðið stórbóndi, ef hann hefði haldið áfram búskap á fastaland- inu. Þegar Þórður flutti til Vest- mannaeyja keypti hann íbúðarhús á Seljalandi undir Vestur-Eyja- fjöllum, reif það niður og flutti til Eyja. Reisti hann svo þetta hús aftur við Vestmannabraut og kall- aði Rauðafell. Áður en Þórður flutti til Eyja hafði hann verið þar formaður nokkrar vertíðir þótt ungur væri og hafði fljótlega eignast hlut í vélbát. Varð sjómennskan síðan ævistarf hans eins og áður getur þótt hann fengist einnig mikið við smíðar, bæði húsa- og bátasmíðar, enda hlaut hann meistararéttindi í skipasmíði. Formaður var hann á vélbátum í tæp 40 ár enda kom snemma í ljós að hann var með hörðustu sjósóknurum í Eyjum og völdust jafnan til hans í skipsrúm hinir vöskustu menn. Árið 1920 keypti Þórður þriðja part í v.b. Frið VE 156 og setti hann íbúðar- hús sitt að veði. Næsta vertíð gekk illa enda vél bátsins oft í ólagi. Varð mikið tap á útgerðinni þann vetur og fé til greiðslu skulda lá ekki á lausu. Einn „Eyjajarlinn" gekk þá að veðinu og hirti íbúðar- hús Þórðar upp í skuldir. í þá daga var það talin siðferðileg skylda að standa við skuldbindingar sínar og ekki þýddi að hlaupa í fang landsfeðranna með beiðni um hjálp. Aldrei varð undirritaður þess var að Þórður bæri minnsta kala til þessa manns þótt hann gengi eftir greiðslu skuldarinnar með þessum hætti, enda var það á móti eðli Þórðar að vera í skuld við nokkurn mann eða vera öðrum háður. Ekki lagði Þórður árar í bát þótt svona væri komið. Gekk hann þegar á fund annars kaup- manns í Eyjum og fékk lánað hjá honum allt efni í nýtt hús. Hóf hann einn smíði hússins í maí á lóð við Hvítingaveg, sem þá hét Hvítingatraðir, og flutti inn í það með fjölskyldu sína í nóvember sama ár. Meðan á smíði hússins stóð tókst svo illa til að hluti af uppslættinum hrundi í hvassviðri eitt kvöldið. En í stað þess að fara heim og hvíla sig tók Þórður til við smíðina á ný og hafði endurreist það sem aflaga hafði farið næsta morgun um sama leyti og menn voru að rísa úr rekkju. Lýsir þetta atvik vel skaplyndi Þórðar. Hús þetta skýrði hann Fagrafell og bjó hann þar lengi vel. Lengi átti Þórður báta þá sem hann var formaður fyrir — ýmist einn eða í félagi með öðrum. Síðasti vélbáturinn sem hann átti var v.b. Lítillátur sem var 12% lest að stærð og var hann formað- ur á honum í 11 vertíðir. Lítillátur var nafnið á áraskipi afa hans á Rauðafelli. Eins og áður segir var Þórður mjög hneigður til sveitabúskapar. Eftir að hann fluttist til Eyja hóf hann þar ræktun og átti jafnan kýr og sauðfé. Einnig tók hann Ystaklett á leigu og heyjaði þar um árabil og lá við í Klettinum um sláttinn. Vita þeir sem til þekkja hversu erfiður þessi heyskapur hefur verið á Ystakletti þar sem mjög bratt er upp að sækja og allir heyflutningar fóru fram á sjó. Þórður reyndi eftir megni að vera sjálfum sér nógur og var afburða duglegur að draga björg í bú. Heimilið var fjölmennt, börnin mörg og fjöldi sjómanna var á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.