Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 15 „Þá er að taka því“ Vilhjálmur Ketilsson skóla- stjóri Barnaskólans í Keflavík varð á hraðferð eftir skólagangin- um, er við fórum í veg fyrir hann og tókum tali. Hann sagði að þetta væri í fyrsta sinn með meiriháttar námskeið sem slíkt væri haldið á Suðurnesjum. Gæfi það kennurum margar nýjar hugmyndir og já- kvætt væri að geta rætt við námsstjórana sjálfa. Við spurðum Vilhjálm hvort hann reiknaði með að skólastarfinu yrði þá bylt á næstu dögum, þegar kennararnir kæmu í skólann yfirfullir af nýj- um hugmyndum. „Ja, ekki óttast ég það nú, en auðvitað koma margar nýjar hugmyndir, sem kennarar vilja reyna og þá er að taka því á jákvæðan hátt.“ Vil- hjálmur sagði í lokin, að þeir væru óskaplega þakklátir þarna suður með sjó að fá námsstjórana til sín og þurfa ekki að eltast við þá til Reykjavíkur. „Ég vona aðeins að hér verði framhald á.“ Kennarar í hlut- verki nemandans Næst litum við inn í kennslu- stofu þar sem námskeið í byrjendakennslu í lestri fyrir kennara stóð yfir. Rúmlega 40 kennarar sátu þar í stólum nem- enda og hlustuðu með athygli á leiðbeiningar Helgu Magnúsdótt- ur um tengilestur leshópa í bekkj- um o.fl. Kennararnir lifðu sig augsýnilega inn í hlutverk nem- andans og mátti sjá hendur á loft, er spurninga þurfti að spyrja og nokkrir pískruðu saman í hálfum hljóðum. Helga er aðalleiðbein- andi á námskeiðinu en umsjón með því hafa Haukur Helgason og Valgerður Sn. Jónsdóttir. Val- gerður gaf sér tíma til að ræða við okkur. Sagði hún námskeiðið hafa staðið yfir frá því í september og lyki því ekki fyrr en eftir áramót. Námskeiðið miðast við byrjendakennslu, að sögn Valgerð- ar, og getur byrjendakennsla átt við hvaða aldursflokk sem er. Við spurðum hana hvernig námskeiðið gengi fyrir sig og hvað væri tekið fyrir. „Það má nefna innlögn stafa, upprifjun þeirra stafa sem búið er að kenna, prent og prent- letur, umræður um kennsluáætl- anir, innlögn samhljóðasambanda — framstæðra og innstæðra. Lestrarbækur fyrir byrjendur. Þá er rætt um hvernig finna megi nemendur, sem eru að dragast aftur úr, lestrarörðugleika, „ný“ viðhorf í lestrarkennslu o.fl. Valgerður sagðist vera fylgjandi því að leggja hljóðlestraraðferðina til grundvallar í byrjendakennsl- unni og það hefur komið fram að flestir kennarar leggja hana til grundvallar sinni iestrarkennslu. Þá sagði hún þátttökuna vera mjög góða. „Við bjuggumst við 20 manns en alls sækja 47 kennarar námskeiðið." „Jákvætt og spor í rétta átt“ Á útleið hittum við nokkra kennara úr Keflavík og Njarðvík- um þar sem þeir sátu og ræddu málin. Við spurðum þá hvort þeim fyndist gagn af slíkum fundi. Þeir voru sammála um að margt gott mætti læra og út frá því samræma í kennsluháttum. Þá töldu þeir jákvætt að kennarar hittust og skiptust á skoðunum og hefðu möguleika á að kynnast hverjir öðrum. Einn þeirra sagði að skóla- kerfið yrði ætíð að vera í takt við það þjóðfélag sem við lifðum í, annars myndi það staðna og þá kom einnig fram að þeir töldu brýnt að samvinna skóla og uppal- enda yrði að vera mun meiri og betri. Kennararnir luku upp einum rómi um hversu jákvætt væri að fá ráðuneytisfólkið á staðinn í stað þess að þurfa að leita eftir öllu, smáu sem stóru, til Reykja- víkur. „Þetta er ágætt spor í rétta átt, ég vona að hér verði framhald á. Ég hef fengið margar góðar hugmyndir og er þess fullviss að það auðveldar mér starfið í vetur," sagði einn þeirra að lokum. „Þurfum að leggja verulega áherslu á móðurmálið“ — f jarstæða að hef ja kennslu á erlendu tungumáli áður en börnin hafa náð föstum tökum á móðurmálinu „Fræðslustjóri er embættis- maður ríkisins og heyrir beint undir ráðuneytisstjóra mennta- málaráðuneytis. Fræðslustjóri fer með úrskurð einstakra mála og fylgist með að gildandi fyrirmælum um fræðslumál sé fylgt í umdæminu,“ útskýrði Helgi í upphafi um starfsvett- vang sinn. Ilelgi sagði fyrsta verkefni sitt hafa verið að reyna aö grisja nokkuð frum- skóg hins fjármálalega sam- krulls milli rikis og sveitarfé- laga. en þar hafi i raun hvergi séð til lofts. Hann sagði að mikið hefði áunnist i þessum efnum. „Nú er reynt að láta sveitarfélögin vita hvar þau standa hvað varðar fjármál skóla fyrir byrjun hvers skóla- árs, svo að þau séu ekki að leggja út fjármuni til skóla- mála i þeirri trú að rikissjóður muni endurgreiða. sem svo ekki cr á rökum reist. Þetta var algengt áður en fræðsluskrif- stofurnar tóku til starfa. Við sjáum í dag um alla undirbúningsvinnu fyrir launa- greiðslur kennara þar með tald- ar aukagreiðslur, sem sveitarfé- lögin urðu áður að sjá um. Við þetta sparast gífurleg vinna bæði í frumvinnu og í endur- skoðun. Sveitarfélögin borga sameiginlega fyrir þessa þjón- ustu aðeins sem svarar launum einnar manneskju. Framan af fór mestur tími fræðsluskrif- stofunnar í að sinna þessum fjármálum." Helgi sagði aðalhlutverk fræðslustjóraembættisins að hafa kennslumálin í umdæminu í lagi. Embættið á áð hafa eftirlit með skólahaldinu og sjá um að allir fái kennslu við sitt hæfi. í því sambandi væri skipu- lag sérkennslunnar hvað mikil- vægast, en Valgerður Sn. Jóns- dóttir hefur yfirumsjón með henni á vegum fræðsluskrifstof- unnar. Þá annast fræðsluskrif- stofan ýmsar fjármála- og launaafgreiðslur sem Margrét S. Guðjónsdóttir hefur yfirumsjón með. Við embættið er starfandi sálfræðideild, sem sér um ráð- gjafar- og sálfræðiþjónustu fyrir grunnskóla umdæmisins og er yfirmaður hennar Örn Helgason. Rösklega 700 kennarar — Kennararáðningar og eft- irlit með kennslu. Hvernig er þeim málum háttað? „Við sjáum um að allar lausar stöður séu auglýstar. Skóla- nefndir taka við umsóknum og senda hingað ásamt meðmælum sínum. Ég gef umsögn mína með umsóknum. Menntamálaráðu- neytið gengur svo frá ráðning- um. Við reynum að fylgjast með því að skólarnir fái þá kennara sem þeir þurfa og við gætum þess einnig að þeir ráði ekki fleiri en þeir hafa heimild til. Kennarar á launaskrá eru nú rösklega sjö hundruð í umdæm- inu. Þá fylgjumst við með starfi skólanna eftir föngum. Nú í byrjun þessa skólaárs var tekið upp það nýmæli hjá okkur að halda sérstaka kennarafundi í skólunum með námstjórum. Annað nýmæli má nefna en það er að nýverið hófst á vegum embættisins lestrarkennslu- námskeið, sem mikil þörf hefur verið fyrir. „Hljóðlestrar- aðferðin góð“ — Talandi um lestrarkennslu, þá hefur mjög verið deilt á hljóðlestrarfyrirkomulagið og við heyrum raddir foreldra og kröfur um að gamla aðferðin verði tekin upp á ný. Hvað viitu segja um það? „Hljóðaðferð við lestrar- kennslu er að mínu mati mjög góð aðferð til hópkennslu. Hljóð- aðferðinni hefur verið kennt um lélega stafsetningarkunnáttu, en ég tel að það sé ekki á rökum reist. Kennsla með hljóðaðferð á að geta skapað góðan grunn Ilelgi Jónasson fræðslustjóri fyrir stafsetningarkennslu hafi grunnurinn verið nægilega vel upp byggður. — Hvað um erlenda tungu- málakennslu í barnaskólum? “Mér finnst ævinlega fjar- stæða að hefja kennslu á erlendu tungumáli áður en börnin hafa náð föstum tökum á sínu eigin móðurmáli. Ef við viljum halda sjálfstæðu tungumáli í rúmlega 200 þús. manna samfélagi, þurf- um við að leggja verulega áherslu á móðurmálið. Hinu talaða máli þarf að gera mun betri skil en nú er. Meðalmcnnskan — Þá hefur einnig verið deilt á skólakerfið fyrir að vilja draga allt í meðalmennskuna. Börn, sem komin séu fram úr jafnöldr- um sínum, séu dregin niður og allt miðist við að þau lélegri nái miðpunktinum. Er eitthvað til í þessu og ef svo er, hvað er þá til bóta? Aldursröðun í bekk er sú lausn sem við höfum notað til að flokka börnin niður í námshópa, en í sjálfu sér er slík flokkun á móti mannlegu eðli og í raun undirbúningur að kynslóðabilinu margnefnda. Vissulega væri æskilegt að opna leiðir milli aldurshópa þannig að hver og einn fái að njóta getu sinnar og þroska. Opinn skóli er jákvæður að mínu mati, en hann leysir ekki allt. Skólinn þarf að koma til móts við hvern og einn. Þeir sem eru minnimáttar þurfa á aðstoð að halda með stuðningsk- ennslu. Þeir sem skara fram úr fá stundum ekki verkefni við sitt hæfi, en það er auðleystara mál. Oft ofmeta menn getu þeirra sem skara fram úr á einhverjum sviðum, því þeir hinir sömu geta verið eftir á á öðrum sviðum. Reynslan góð heima í héruðunum Við spurðum Helga í lokin, hvort hann mælti með því af eigin reynslu, að valdið væri enn frekar fært út í héruðin, t.d. að sveitarfélögin fengju yfirumsjón grunnskólans eins og raddir hafa heyrst um að æskilegast sé. „Ég veit að ráðuneytisstjóri menntamálaráðuneytisins er hlynntur því að flytja verkefni á stjórnunarsviði skólamála heim í héruðin, á þeim grundvelli sem grunnskólalög gera ráð fyrir. Ég er honum sammála að þessu leyti og tel að reynsla af núgild- andi skipan sé það góð að hiklaust eigi að halda áfram á sömu braut. Ég held hins vegar, að ef valdið í málum grunnskól- ans yrði alfarið sett í hendur hvers sveitarfélags fyrir sig, myndi það skapa glundroða, auk þess sem það yrði gífurlega kostnaðarsamt og miklu kostn- aðarsamara en nú er. Þá eru sveitarfélögin misjafnlega í stakk búin og gæti það orsakað misgóða kennslu eftir staðsetn- ingu. Ég tel að unnt sé að færa ákvörðunarvald í skólamálum í auknum mæli til fræðslu- umdæmanna varðandi daglegan rekstur og stjórnunarmál. Hins vegar verða allar ákvarðanir um námsskrá og námsefni að vera á einni hendi eins og nú er. íslenska þjóðin er það fámenn, að hún telst varla meira en sveitarfélag á erlenda vísu. Kennararnir lifðu sig inn i hlutverk nemandans. Sjá mátti hendur á lofti og nokkrir piskruðu saman i hálfum hljóðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.