Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.11.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. NÓVEMBER 1980 Páfinn ræðir við leiðtoga gyðinga Fulda. \-I'ýzkalandi. 17. nóvembrr. AP. JÓIIANNES Páll páfi II færði í daK KyðinKum. múhamcOstrúar múnnum. mútma-lcndum ok þjóúar- brotum kveðjur sínar i daií og hvatti til jafnréttis allra manna í ferð sinni um Vestur-Þýzkaiand. Þúsundir útlendinKa hylltu páfa. þeKar hann talaði til þeirra á dómkirkjutorKÍnu í horKÍnni Mainz vió Rín. Ilann ávarpaói þá á þý/.ku, ítúlsku. spa'nsku. slóvensku ok króatísku. Gallar á Lada-bílum liondon, 17. nóv. AP. UM 60.000 Lada-hílar í Bretlandi verða innkallaóir ve^na Kalla á stýrishúnaói. Eigendum bíla af þessari gerð, sem voru smíðaðir á árunum 1977 til 1980, verða send bréf, þar sem þeir verða beðnir að koma með bíla sína til ókeypis skoðunar, þar sem reynt verður að laga þennan galla. í ljós hefur komið vanstilling milli stýrisstangarinnar og stýris- vélarinnar, en aðeins í bílum, sem eru með stýrið hægra megin. Páfi talaði um „dimmt baksvið" ofsókna og tilrauna til að útrýma gyðingum þegar hann hitti gyð- ingaleiðtoga að máli. Síðan fór hann með þyrlu til háskólabæjarins Fulda til fundar með 65 biskupum Vestur-Þýzkalands. I viðræðunum við gyðinga í Mainz lét páfi einnig í ljós von um frið í Miðausturlöndum. Hann sagði við 24 manna sendinefnd miðstjórnar gyðinga í Þýzkalandi: „Megi öll þjóðin senn sættast í Jerúsalem og njóta blessunar Abrahams." Páfi sagði: „Saklaus fórnarlömb í Þýzkalandi og öðrum löndum eru hörmuleg sönnun um, hvað misrétti og virðingarleysi fyrir manninum getur leitt af sér, einkum þegar það stjórnast af rangsnúnum kenning- um og hugmyndum um mismun á kynþáttum." Páfi benti í gær á baráttuna í Póllandi og hvatti þjóðir heims til að virða mannréttindi og trúfrelsi i samræmi við Helsinki-sáttmálann, sem nú er til umræðu á ráðstefnu austurs og vesturs í Madrid. Hann fordæmdi heimsvalda- stefnu, árásarstefnu og nýlendu- stefnu, minntist hinna „grimmdar- legu hryðjuverka" í heimsstyrjöld- inni og sagði: „Þetta má aldrei gerast aftur." Matos hótar að steypa Castro Miami. 17. nóvemhor. AP. IIUBER Matos. fangi Fidel Castr- os í 20 ár eftir að hann var yfirmaður byltingarhers hans. segir. að hann stefni að því að steypa manninum. sem hann hjálpaði að komast til valda 1959. „Eg hef aldrei verið í vafa um, að við munum snúa aftur til frjálsrar Kúbu.“ sagði Matos í viðtali í tilefni af því, að eitt ár er síðan honum var sleppt úr kúb- önsku fangelsi. „Ég er sannfærður um, að við munum snúa aftur," sagði hann. „Löng og þungbær fangavist kennir mönnum að gefast aldrei upp.“ Matos hefur komið á laggirnar samtökum, sem hann kallar „Frjáls og lýðræðisleg Kúba“, síðan hann kom til Miami fyrir einu ári og þúsundir bandarískra Kúbana fögnuðu honum. „Þetta er ekki stjórnmálaflokkur eða útlagastjórn, heldur samtök baráttumanna, sem helga sig mál- stað frjálsrar Kúbu,“ sagði hann. Matos telur stöðu sína hafa styrkzt við komu 125.000 Kúbu- manna til Bandaríkjanna, hreinsun í stjórn Castros fyrr í ár, verkfall Pólverja og kosningarnar á Jama- ica, þar sem andstæðingar Castros sigruðu. Bob Marley sagður með krabbamein Lundúnum. 17. nóvrmhor. — AP. BOB Marley, konungur Raggae- tónlistarinnar er sagður þjást af krahhameini. Það var Lundúna- hlaðið New Standard Evening sem skýrði frá þessu í dag. Rokkskríh- ent hlaðsins, John Blake. sagði að Marley hefði veikst alvarlega eftir tónleika í New York og að læknar hefðu komist að því. að Mariey þjáðist af krabhameini. Bob Marley er 34 ára gamall Jamaicabúi. Talsmaður Island re- cords hljómplötufyrirtækisins, sem hefur gefið út plötur Marleys sagðist ekki geta staðfest frétt New Evening Standard en hins vegar sagðist hann hafa heyrt orðróm þess efnis, að Marley væri með krabbamein. „Við vitum að Marley hefur verið sjúkur en við töldum, að það hefði verið vegna of mikillar vinnu,“ sagði talsmaður fyrirtækis- ins. Þetta gerðist 1626 — Péturskirkja í Róm vígð. 1666 — Frakkar taka Antuiga, Vestur-Indíum, af Bretum — Skot- ar sigraðir í orrustunni á Pent- landhæöum. 1830 — Þjóðþing í Belgíu lýsir yfir sjálfstæði landsins. 1903 — Bandaríkin og Panama semja um réttindi Bandaríkja- manna til að leggja Panamaskurð. 1905 — Stórþingið kýs Karl Dana- prins (Hákon VII) konung Noregs — Japanir gera Kóreu að vernd- arríki. 1918 — Lettland verður sjálfstætt lýðveldi. 1935 — Gripið til efnahagslegra refsiaðgerða gegn ítölum. 1936 — Þjóðverjar og ítaiir viður- kenna stjórn Francos. 1941 — Bretar hefja sókn í vestur- eyðimörkinni í N-Afríku. 1970 — Kínverjar skipa sendi- herra í Moskvu eftir fjögurra ára hlé — Vestur-Þjóðverjar og Pól- verjar taka upp stjórnmálasam- band og hætta 31 árs fjandskap. 1976 — 27 teknir af lífi í Eþíópíu fyrir meint samsæri gegn herfor- ingjastjórn landsins. 1978 — „Jonestown“-fjöldamorðin í Guyana (900 manns úr sértrúar- söfnuði fremja sjálfsmorð og bandarískur þingmaður myrtur ásamt fjórum öðrum. 1979 — Námsmennirnir í banda- ríska sendiráðinu í Teheran ákveða að sleppa átta blökkumönnum og fimm konum úr gíslingu. Afmæii. Sir W.S. Gilbert breskur leikritahöfundur (1836—1911) — Ignaz Jan Paderewski, pólskur píanóleikari og stjórnmálaleiötogi (1860-1941) - Amelita Calli- Curci, ítölsk sópransöngkona (1890—1963) — William Hogarth, enskur myndlistamaður (1697— 1764). Andíát. 1831 Karl von Clausewitz, Jóhannes Páll páfi annar kom i heimsókn til V-Þýzkalands á föstudag og hefur síðan ferðast vitt og breitt um landið. Hér sést hann umgirtur sveit sérþjálfaðra lögreglumanna áður en hann stígur um borð í þyrlu til að ferðast milli staða. Símamynd AP. Verkamöramm heitið umbótum í Rúmeníu liúkarest. 17. nóvember. AP. ÓLGA verkamanna i Póllandi virðist hafa ieitt til þess, að samin hefur verið löng álvktun, sem vcrður lögð fyrir næsta þing rúmenska verkalýðssamhandsins. Þar er heitið „auknu lýðraíði verkalýðsstéttarinnar“ og auknu fulltrúaiýðræði í verkalýðshreyf- ingunni. Þingið fer fram í byrjun april nk. og ályktunina samdi mið- stjórn verkalýðssambandsins. samkvæmt frétt fréttastofunnar Agerpres. Ekki var minnzt á athurðina i Póllandi, en skjalið virðist grcinilega eiga að friða rúmenska verkamenn og koma i veg fyrir að sams konar ástand skapist í Rúmeníu ok Póllandi. Auk loforðalista er í skjalinu gagnrýni á verkalýðsfélögin fyrir Skógareldar í Kaliforníu Frá SÍKurjóni Sijthvatssyni. frétta- ritara Mhl. i Ixis Angrlrs. 17. nóvrmhrr. MIKLIR skógareldar geisa nú í nágrenni Los Angeles i Kaliforníu. Ék sé eldana Kreinilega þaðan sem ég bý í Down Town, Los Angclcs. Það er einkum á þremur svæðum sem skógareldarnir geisa. Eldarnir kviknuðu eftir mikia þurrka og í kjolfar þeirra kom mikið rok og varð vindhraði yfir 100 kílómetra á klukkustund. Næst geisa eldarnir á Verdough- hæðum en þeir kviknuðu á laugar- dag og hafa eyðilagt um 5 þúsund ekrur. Íbúar í Bradbury, um 10 þúsund manns, var ráðlagt að yfir- gefa heimili sín. Þá geisa eldar í Orange-héraði. Þar eru eldarnir mestir — við Elsinor-vatn. Þar hafa brunnið yfir 40 þúsund ekrur og þúsund manns vinna við slökkvi- starfið. Tjónið hefur þó orðið hvað mest við San Gabriel-gil. Þar hafa yfir 100 hús orðið eldinum að bráð og fólk hefur verið flutt á brott. Vind- inn hefur lægt nokkuð en veðurfræð- ingar spá vaxandi vindhæð á ný. Éldar loguðu skammt frá heimili Ronald Reagans í Palisades en yfirvöld segja, að tekist hafi að ná valdi á eldinum og að heimili Ronald Reagans hafi aldrei verið í hættu. að hafa ekki haft nánara samband við alþýðuna á liðnum árum og sýna of lítinn áhuga á efnahags- og félagsmálum. Stjórn verkalýðssambandsins segir, að gerðum samningum hafi ekki alitaf verið nógu vel framfylgt á sumum sviðum. Þess séu dæmi, að ekki hafi verið staðið við samþykktir gerðar á almennum fundum verkafólks. Verkalýðsfélög hafi ekki alltaf staðið við þá skyldu sína að verja staðfastlega lagaleg- an rétt og réttlætanlega hagsmuni verkafólks. í skjalinu segir, að verkalýðsfé- lög hafi þegar möguieika á beinni þátttöku í ákvörðunum á öllum sviðum efnahagsmála og félags- mála, en gefið er í skyn, að þessi réttindi verði aukin. Sagt er, að verkalýðsfélög fái ekki aðeins áhrif á stefnuna í launa- og verkalýðs- málum og í þá átt að bæta vinnuskilyrði, heldur verði að fá samþykkt þeirra áður en ráðizt verði í nýjar framkvæmdir. Þar sem vinnuaðstaðan er heiisuspiliandi geta verkalýðsfélög farið fram á að vinnu verði hætt þar til úr hefur verið bætt. Þó var ekki tekið fram, að starfsmenn geti lagt niður vinnu til að knýja fram launahækkanir. herfræðingur — 1922 Marcel Proust, rithöfundur. Innlent. 1892 d. Hannes stiptamt- maður Finsen — 1894 Sjómanna- félagið Báran stofnað — 1918 d. Guðm. Magnússon skáld. — 1918 d. dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði — 1920 d. Matthías Jochumson — 1921 Bardaginn í Suðurgötu milli fyigismanna og andstæðinga Ólafs Friðrikssonar — 1940 ASI endur- skipuiagt — 1941 Annað ráðuneyti Hermanns Jónassonar skipað — 1969 „Ægir bjargar 20.000 tonna olíuskipi við Eldey — 1886 f. Páll Zópóníasarson alþm. — 1909 f. Svavar Guðnason listmálari. Orð dagsins. Ég hef aldrei séð asna, sem tala eins og menn, en ég hef hitt marga menn, sem tala eins og asnar — Heinrich Heine, þýzkt skáld (1797-1856). Falleg söngkona huggaði Churchill London. 15. nóv. — AP. FALLEG, bandarísk söngkona. Fidythe Baker, hughreysti Winston Churchill á hinum erfiðu dögum síðari heimsstyrjaldarinnar og þau urðu mjög „einlægir og nánir vinir“, sagði læknirinn Alfred Alexander i viðtali við BBC um heigina. Churchill kynntist ungfrú Baker, sem hafði verið óhamingju- samlega gift auðugum bankastjóra. þegar hún kom til Englands í tónleikaferð. Alexandcr læknir. sem sjálfur var vinur Churchills. segir að ungfrú Baker hafi verið gamla manninum mikil stoð og stytta, einkum þegar hann var einmana og einangraður rétt áður en styrjöldin hrauzt út. Eitt af uppáhaldslögum Churchills, sem ungfrú Baker söng, var „My Heart Stood Still", sem Alexander telur að Rodgers og Hart hafi samið sérstaklega fyrir hana. Anægjusvipur færðist yfir Churchill, þegar hún söng þetta lag, sagði Alexander, og hann bað hana að syngja það aftur og aftur. Blaðið Daily Mirror segir, að aðrir úr Churchill-fjölskyldunni hafi hatað Edythe, en hún hafi verið honum mikill styrkur. Blað- ið segir, að hún hafi verið „bezt varðveitta leyndarmálið í stríðs- stjórninni". Haft er eftir vini hennar, að hún hafi verið svar Englendinga við Marlene Dietrich og sungið fyrir Churchill á hverju kvöldi. Hún hafði ágæta tónlistarhæfi- leika, en hún lét lítið fara fyrir sér, þegar annað fólk var viðstatt, sagði hann. Mirror segir að eftir stríðið hafi ungfrú Baker farið aftur til Kaliforníu, þar sem hún er sögð iifa kyrrlátu lífi enn þann dag í dag. „Allur hinn frjálsi heimur stendur í þakkarskuld við Edythe Baker,“ sagði Alexander læknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.